Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.1981, Blaðsíða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981 Atli skoraði fyrir Dusseldorf Ásgeir lék allan síðari hálfleik Atli Eðvaldsson skoraði eitt mark fyrir Fortuna Diiss- eldorf í þýsku deildar keppninni um helgina og As- geir Sigurvinsson lék allan síðari hálfleikinn með Ba- yern Miinchen og stóð sig vel, en lið þeirra beggja máttu þó sætta sig við að deila stigunum með mótherj- um sínum. Atli skoraði fyrra mark Fortuna á heimavelli gegn Eintracht Frankfurt og Thomas Allofs bætti öðru marki við, bæði mörkin komu snemma í síðari hálf- leik eftir að sá fyrri hafði ver ið markalaus. En þjálfari Frankfurt lék sterkan leik, er hann setti varamanninn Kunzt inn á fyrir Lorant. Kunzt skoraði tvívegis, á 82. og 85. mínútu leiksins og rændi þannig öðru stiginu af Fortuna Diisseldorf. Aður en sagt verður frá fleiri leikjum skulum við líta á úrslit leikja: Darmstadt 98 — Duisburg 3—2 B. Miinchen — B. Mönch.gladb. 1—1 Braunschweig — Niirnberg 4—2 Karlsruhe — FC Köln 1—4 F. Dusseld. — Eintr. Frankfurt 2—2 Werder Bremen — HSV 3—2 B. Leverkusen — Stuttgart 0—0 B. Dortmund — Kaisersl. 2—2 Arm. Bielefeldt — Bochum fr. Sem fyrr segir, lék Ásgeir Sig- urvinsson allan síðari hálfleikinn með Bayern, er liðið mætti gamla erkifjandanum Borussia Mönchengladbach. Paul Breitner meiddist í fyrri hálfleiknum og tók Ásgeir stöðu hans. Ásgeir stóð fyrir sínu, en BMG náði engu að síður að jafna metin í síðari hálf- leik, en Karl-Heinz Rummenigge hafði skorað fyrir Bayern í fyrri hálfleik. Wolfgang Kleff, mark- vörður BMG, var besti maðurinn á vellinum, varði hvað eftir annað snilldarlega og hélt liði sínu ger- samlega á floti langtímum saman. Jöfnunarmark BMG skoraði Loth- ar Matthaus snemma í síðari hálf- leik. Köln hefur enn forystuna í deildinni og liðið vann góðan sigur og sannfærandi um helgina. Köln sótti Karlsruhe heim, lið sem jafn- an er erfitt heim að sækja. Stór- stjörnur Kölnar, Reiner Bonhof, Klaus Fischer, Tony Woodcock og Pierre Littbarski skoruðu hver sitt markið og staðan var enn 4—0, er skammt var til leiksloka, en þá tókst Jochen Giinther að skora eina mark Karlsruhe. Werder Bremen, sem þykir eitt skemmtilegasta lið þýsku deildar- innar þessar vikurnar, sigraði Hamburger SV 3—2, aðeins viku eftir að hafa tapað 2—9 fyrir Frankfurt. Reinders skoraði tví- vegis mjög glæsilega á fyrstu átta mínútum leiksins, en Lars Bast- rup minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé með góðu marki. Erwin Kostedde skoraði þriðja mark Werder um miðjan síðari hálfleik, en lokaorðið átti Felix Magath, er hann skoraði annað mark HSV á síðustu sekúndunum. Eintracht Braunschweig þykir Sá snjalli kappi Karl-Heinz Rummenigge skoraði fyrir Bayern. En það kemur varla fyrir að Rummenigge skori ekki mark í leik. Og það skiptir ekki máli hvort landsleikur eða æfingaleikur er á dagskrá. Celtic efst í Skotlandi SKOSKA knattspyrnuliðið Glasgow Kangers varð á laugardaginn skosk- ur deildarbikarmeistari í knatt- spyrnu, en liðið sigraði Dundee Utd. 2—I í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Nokkrir leikir fóru einnig fram í skosku úrvalsdeildinni og urðu úr- slit þeirra sem hér segir: Aberdeen — Airdrie 0—0 Dundee — Morton 4—1 Hibernian — St. Mirren 0—0 Partick Thistle — Celtic 0—2 Staðan í skosku úrvalsdeildinni er nú þessi: Celtic 14 10 3 1 31:14 23 Aberdeen 14 74 3 20:14 18 Dundee United 13 64 3 25:12 16 St. Mirren 14 64 4 21:17 16 Rangers 13 55 3 21:18 15 Hibernian 14 36 5 14:13 12 Morton 14 43 7 13:23 11 Airdrie 14 34 7 19:34 10 Dundee 14 4 1 9 22:32 9 Partick Thistle 14 24 8 11:20 8 gefa Werder Bremen lítið eftir, en liðin komu saman upp úr 2. deild- inni á síðasta keppnistímabili og er mál knattspyrnuáhugamanna í Þýskalandi, að ár og dagur sé síð- an að tvö svona sterk lið hafi kom- ið upp úr 2. deildinni. Braun- Atli ítti góðan leik með liði sínu og skoraði fallegt mark. schweig þykir sérstaklega erfitt lið heim að sækja og leikmenn Nurnberg fengu að sannreyna það. Tripacher skoraði fljótlega tvíveg- is og Geyer bætti síðan þriðja markinu við áður en gestirnir létu til sín taka. Heck og Eder skoruðu þá fyrir Núrnberg, en heimaliðið náði öllum völdum á vellinum á nýjan leik og Grobe átti síðasta orðið er hann skoraði fjórða mark Braunschweig. Borussia Dortmund, hið gamla lið Atla Eðvaldssonar, stefndi í ör- uggan sigur gegn Kaiserslautern, er Rudger Abramszic og Huber skoruðu fyrir liðið í fyrri hálfleik, án þess að gestirnir svo mikið sem tifuðu ugga. En þeir gerðu meira en það í síðari hálfleik, einstefna var þá að marki Dortmund og Melzer og Hofdietz skoruðu. Við skulum svo að lokum renna augum yfir stöðuna í deildinni: Köln 15 9 4 2 31:12 22 Hamburger SV 15 8 4 3 42:19 20 B. Múnchen 15 9 2 4 35:25 20 B. M.gladbach 15 7 6 2 29:23 20 Eintr. Frankf. 15 8 2 5 40:27 18 Werder Bremen 15 7 4 4 26:26 18 Braunschweig 15 8 0 7 26:23 16 Bochum • 14 5 5 4 27:24 15 Bor. Dortmund 15 6 3 6 25:20 15 Kaiserslautern 15 4 7 4 31:29 15 Stuttgart 15 4 5 6 19:24 13 B. Leverkusen 15 4 4 7 19:31 12 Karlsruhe 15 4 3 8 23:30 11 F. Dússeldorf 15 3 5 7 23:32 11 Núrnberg 15 4 3 8 20:30 11 Darmstadt 98 15 3 5 7 19:36 11 Arm. Bielefeld 14 3 4 7 13:21 10 Duisburg 15 4 2 9 23:39 10 Sigurganga Fram heldur áfram ÞAÐ FÓR eins og við mátti búast, er Fram og ÍR leiddu saman hesta sína í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn, Fram hélt áfram sig- urgöngu sinni, sigraði ÍR mjög ör ugglega. Þetta var leikur sem virtist aldrei vera spurning um annað en hversu stór sigurinn yrði þegar upp væri staðið. Lokatölurnar urðu síðan 92—74, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 48—42. Það fór kannski verst með ÍR- ingana, að þeir gáfu Frömurum allt of mikið forskot. Hittni og geta ÍR var afleit fyrstu tíu mín- útur leiksins eða svo, ÍR komst í 20—8 og fleira í sama dúr. ÍR tók sæmilega við sér undir lok hálf- leiksins, saxaði á forskotið, þannig að um tíma munaði aðeins 4 stig- um, 46—42 fyrir Fram. En Bracey, Guðsteinn og félagar byrjuðu síð- ari hálfleikinn með ámóta gaura- gangi og þann fyrri, forysta liðs- ins jókst á ný og í stað þess að síga á brattann eins og í fyrri hálfleik, léku ÍR-ingar síðari hálfleikinn á meðalmennskuplaninu. Sigri Fram var því í rauninni aldrei ógnað. Þetta var ekkert sérstakur leik- ur. Framarar virtust mun sterkari aðilinn og vissir leikmenn hittu nánast þegar þeir kærðu sig um. Við slíku er ekkert að gera annað en að svara í sömu mynt. En því miður fyrir ÍR var það ekki kleift, getan bauð ekki upp á það. Hittni nær allra leikmanna ÍR var í lamasessi og undantekning var ef leikmenn liðsins hirtu fráköst hvort sem þeir voru undir eigin körfu eða neti andstæðingsins. Þeir Val Bracey og Símon Olafs- son sýndu oft snilldartakta í leiknum. Þegar Bracey tekur sig til, vegur hann afar nærri Danny Shouse sem snjallasti útlending- urinn sem hér leikur körfuknatt- leik. Þó gat hann ekki beitt sér til fullnustu gegn ÍR þar sem hann r 92:74 hleypti sér í villuvandræði snemma leiks. Símon virðist sila- legur og rólegur á velli en afköst hans voru rosaleg, en hann skor- aði 26 stig auk þess sem hann hremmdi fjölda frákasta. Guð- steinn Ingimarsson átti einnig ágætan dag, en það er kannski mesti styrkur Fram-liðsins hversu sterk heild það er, en jafnvel menn úr röðum „vindlanna" væru boð- legir í sum byrjunarliðin í úr- valsdeildinni. Hjá ÍR bar mest á Bob Stanley, hann skoraði mikið og tók nær öll þau fráköst sem ÍR tók annars í leiknum. En Stanley var engu að síður mistækur, skaut mikið og hitti ekki nærri alltaf. Jón Jör. mætti nánast beint úr eigin giftingarveislu og stóð fyrir sínu. En þannig var með skot hans í þessum leik, að annaðhvort voru þau svo hnitmiðuð að knötturinn snerti ekki járnið, eða þá að þau geiguðu svo hrapallega að næstum mátti mæla í metratali. ÍR-liðið var að öðru leyti dauft, Benedikt átti nokkra spretti, en liðið líður mjög fyrir að Kristinn Jörundsson getur ekkert beit sér að gagni vegna slæmra meiðsla í nára. Stig ÍR: Bob Stanley 34, Jón Jör- undsson 12, Óskar Baldursson 9, Benedikt Ingþórsson 8, Hjörtur Oddsson og Kristinn Jörundsson 4 stig hvor, Ragnar Torfason 2 stig. Stig Fram: Símon Ólafsson 26, Val Bracey 24, Guðsteinn Ingi- marsson 17, Þórir Einarsson 7, Þorvaldur Geirsson og Björn Magnússon 6 hvor, Þorkell Sig- urðsson 3 stig og Ómar Þráinsson 2 stig. — gg- • Pétur hefur ástæðu til að brosa, írslaun þúsund dollurum. Eða um 1,2 milljónum ísle • Á æfingu hji Portland Trailblazers. Pétui fara í gegn um leikkerfi með félaga sínui Trailblazers, Jack Ramsey. 'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.