Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
HTTOVEKJA
eftir sr. Ólaf Skúlason dómprófast
*
Aminning
adventunnar
í gluggum margra húsa loga
nú fleiri Ijós heldur en þar
sáust fyrir aðeins viku. Alls
konar skreytingar á svölum og
á trjágreinum bíða enn eitt-
hvað, en ljósaraðir í gluggum
víkja víða myrkrinu frá og
minna þá, sem eiga leið fram-
hjá á það, að sennilega eru líka
aðventukransar á borðum, og
þar logar nú á tveimur kertum.
Það er fallegur siður að hafa
aðventukrans í stofu. Þó eru
ekki svo ýkja mörg ár síðan
þetta fór almennt að tíðkast.
Vera má, að það hafi haldizt i
hönd við þá vakningu, sem hef-
ur fylgt aðventunni sem sér-
staklega kirkjulegum tíma. Og
eitt er víst, að aðventukrans-
arnir með kertum fjórum eiga
drjúgan þátt í því, að ferming-
arbörn vita með meiri vissu
um sunnudagafjöldann á þess-
um tíma kirkjuársins en
nokkrum öðrum tíma. Og
miklu yngri börn gera sér þá
líka grein fyrir því með ríkri
tilhlökkun, að þeim mun nær
hefur hin hæsta hátíð færst
sem logar á fleiri kertum. Og
þetta vita vitanlega allir, enda
þótt það veki ekki sjálfkrafa
hinar sömu kenndir í brjósti.
Aðventan öll er áminning,
hvatnng um að sofa ekki á
verðinum eins og hinar fávísu
meyjar, sem biðu brúðgumans.
Aðventan hvetur alla þá, sem
vilja virða kenningu hennar,
til að sýna meiri árvekni. Og í
jafn átakalitlu atferli eins og
það raunar er að bera eld að
kveik á kertinu, þá erum við að
brýna okkur, í það minnsta ef
við látum ekki hefðina eina
ráða verki, heldur látum sívak-
andi hugsun fylgja. En að
hverju beinist hvatningin? Til
hvers er verið að brýna okkur?
Til þess að gleyma ekki að
kaupa jólagjafirnar? Nei, á
það minnir okkur allt annað en
kerti á kransi. Þar glymur út-
varpið, þar hrópar sjónvarpið,
þar kveða blöðin í kór.
Gleymska gjafa ætti sízt að
vera hættuefnið, þegar þau
færast nær, sem eru stærsta
gjöf manninum færð. Brýning-
in og skírskotunin, sem fólgin
er í aðventunni, miðar að því
að hvetja okkur til að sýna að-
gæzlu í þeim málum, sem sál-
ina varða, að láta ekki ytra
borðið eitt ráða, heldur huga
að því, sem þar er fyrir innan.
Öll endurtekning getur verið
svæfandi, sérstaklega ef hún
fer að verða sjálfsögð og hugs-
unarlaus. Samt hefur mér ætíð
fundizt það brýnandi, þegar
helgisiðabókin með lexíum
sunnudaganna er opnuð aftur
frá byrjun. Síðustu sunnudag-
arnir eftir þrenningarhátíð
eru síðustu sunnudagar
kirkjuársins. Síðan er byrjað
upp á nýtt, fyrsti sunnudagur í
aðventu og bræður hans aðrir
fylgja, sömu blaðsíður og sömu
lexíur, endurtekning enn eitt
árið. En mér finnst þetta vera
áminning en ekki svæfandi
endurtekning, áminning um
það, að eins og dagar hverfa og
renna í eilífðarsæinn, þá erum
við líka á sömu leið. Við erum
ekki fest við ankeri, sem held-
ur bátnum okkar kyrrum,
heldur rennum við líka til
móts við þann ós, sem okkar
bíður, og enginn veit, hvenær
síðasta tjaldhæl er lyft. Og
þegar ég skoða lexíur sunnu-
daganna, þá ómar í eyrum mér
niður tímans, eftir því sem
sunnudagarnir líða hjá, og
upphaf kirkjuársins verður þá
enn eitt tækifærið, sem gefst,
enn einn möguleiki til þess að
tileinka sér það, sem kannski
hefur runnið hjá af hugsunar-
leysi árið áður.
Og eins og presturinn verður
að vera vakandi fyrir þessari
framrás, sem sunnudagarnir
marka, verður aðventukrans-
inn með kertum í sunnudaga-
stað lýsandi áminning um það,
að sunnudagarnir skipta máli í
þessari framrás tímans. Dag-
arnir eru flestir hinu sama
einkenni merktir: starf og
skyldur, afmarkaðar tóm-
stundir með ívafi, sem enginn
veit fyrir fram hvernig muni
reynast. En sunnudagarnir
segja eitthvað sérstakt við
okkur, ef við aðeins viljum
leyfa þeim að fá málið. Þeir
heita eitthvað, alveg eins og
aðventusunnudagarnir, og
þeim fylgir líka sérstakur
boðskapur, sem kirkjan hefur
valið þeim til þess að miðla
okkur aftur. En til þess að svo
megi verða, þá hljótum við að
þurfa að þiggja, annars renna
þeir hjá, án þess að athygli
festist við framrás þeirra.
Sunnudagarnir eru merki
kirkjunnar, liðir kirkjuársins,
og boðskapur þeirra er þýð-
ingarmikill. Sumum fer þó
eins og fermingarbarni mínu
einu, sem kvað upp úr með það,
að því þætti vænt um kirkjuár-
ið, og vildi helzt fá að láta það
eitt ráða lífi sínu. Spurn-
ingarsvip mínum svaraði
barnið síðan á þann veg, að
það eitt réði þessari ósk, að
það sæi í sunnudögunum frí
frá skyldu, svefn til hádegis og
ljúfari stundir en á virkum
dögum. Þetta var sett fram í
nokkrum hálfkæringi, en lýsir
þó undur vel afstöðu svo ótrú-
lega margra, er hafa skrum-
skælt boðorðið um hvíldardag-
inn þannig, að í stað þess að
fara eftir því að halda helgi
hans, láta þeir boðorðið
hljóma eitthvað á þessa leið:
Minnstu þess að halda hvíld-
ardaginn — í leti! En kertin,
sem smám saman er kveikt á á
aðventunni, minna á sérstöðu
sunnudagsins, og þau hvetja
líka til þess, að hann sé virtur
vel. Þetta er góð áminning að-
ventunnar, en hún þyrfti að
spanna lengri feril, já, árið
allt.
„Frá ystu nesjum“
eftir Gils Gudmundsson
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar
firði, hefur gefið út annað bindi af
„Frá ystu nesjum“, endurútgáfu á
vestfirzkum sagnaþáttum Gils Guð-
mundssonar. „Frá ystu nesjum"
kom fyrst út árið 1942—1953 í sex
heftum, sem fyrir löngu eru uppseld.
Þessi nýja útgáfa verður í þrem
bindum og hefur að gcyma allt það
efni, sem í fyrri útgáfunni var, og
allverulega viðbót að auki.
Meðal efnis í þessu bindi er rit-
Gils Guðmundsson
gerð um höfuðbólið Vatnsfjörð við
Isafjarðardjúp og höfðingja þá og
presta, sem þar hafa gert garðinn
frægan fyrr og síðar; ritgerð er
eftir Kristján Jónsson frá
Garðsstöðum um Sigurð „skurð“;
sagt er frá Skúlamálunum ísfirzku
á síðasta áratug 19. aldar; frá-
sagnir eru af Alfi Magnússyni,
skáldmæltum en drykkfelldum
hæfileika- og ævintýramanni, sem
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, llafnar
firði, hefur gefið út bókina „Þjóðsögur
og þættir“, I. bindi í samantekt Einars
Guðmundssonar kennara.
„Einar Guðmundsson, skrásetjari
þessa safns, er einn afkastamesti
maður á síðari tímum við söfnun
sagna og varðveizlu þjóðlegs fróð-
leiks hvers konar," segir í frétt frá
útgefanda. „Þjóðsögur og þættir"
verða tvö væn bindi, heildarútgáfa
áður prentaðra sagna Einars, sem
út komu í átta misstórum heftum og
hafa verið ófáanleg um langt skeið á
almennum bókamarkaði. í þessu
víðkunnur var vestra á sinni tíð,
og birt er ýmislegt af kveðskap
hans, og ritgerð eftir Jóhannes
Bárðarson um þróunarsögu Bol-
ungarvíkur. Loks skal nefna þjóð-
sögur og sagnaþætti, sem skráð
hefur Magnús Hj. Magnússon,
„Skáldið á Þröm“, fyrirmynd Hall-
dórs Laxness af Olafi Kárasyni
Ljósvíkingi. — Ýmsar fleiri frá-
sagnir er hér einnig að finna.
Frá ystu nesjum II var sett og
prentuð í Steinholti hf. og bundin
í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýs-
ingastofa Lárusar Blöndal.
fyrra bindi heildarútgáfunnar er Is-
lenzkar þjóðsögur, sem upphaflega
komu út í fimm heftum, en í síðara
bindinu verða sagnaheftin Gamban-
teinar, Nýtt sagnakver og Dulheimar.
Hér er að finna hið fjölbreyttasta
úrval þjóðlegs fróðleiks í bundnu og
óbundnu máli, sagna og kveðskapar,
sem lifað hefur á vörum fólksins í
landinu, sumt um langan tíma, ann-
að skemur. Margt er hér sagna af
Vestfjörðum og úr Árnes-, Rangár-
valla- og Skaftafellssýslum, en
minna annars staðar frá, enda þótt
sögur og sagnir séu af nánast hverju
landshorni."
„Þjóðsögur og þættir“
í samantekt Einars Guðmundssonar
GENGI VERÐBREFA 6. DES. 1981.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
1969 1. flokkur
1970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. fiokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. ftokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
1979 2. flokkur
1980 1. flokkur
1980 2. flokkur
1981 1. flokkur
Medalávöxtun spariskírteina
tryggingu er 3,25—6%.
Sölugengi
pr. kr. 100.-
7.548,37
6.974,35
5.379,42
4.810,50
4.174,62
3.541,61
2.619,97
2.413,80
1.666,00
1.364,59
1.027,83
973,65
784,29
728.41
610,09
497,24
392.41
331,84
257,46
200,26
157,93
138,69
umfram verd-
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
Sölugengi
pr. kr. 100.-
2.672,19
2,178,83
1.853,02
1.571,33
1.074,85
1.074,85
712.98
679,38
516,91
480.98
A — 1972
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
Ofanskráö gengi er m.v. 5% ávöxtun
p.á. umfram verötryggingu auk vinn-
ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef-
in út á handhafa.
HLUTABRÉF
Eímskipafélag
Islands
Tollvöru-
geymslan hf.
Skeljungur hf.
Fjárfestingarf.
Islands hf.
Kauptilboö
óskast
Kauptilboö
óskast
Sölutilboö óskast
Sölutilboö
óskast.
VEÐSKULDABREF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
VEÐSKULDABREF
ÓVERDTRYGGD:
ugengi m.v. nafnvexti Ávöxtun Sölugengi m.v. nafnvexti
2V*% (HLV) umfram (HLV)
1 afb./ári 2 afb./ári verótr. 12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 95,79 96,85 7% 1 ár 68 69 70 72 73 86
2 ár 93,83 94,86 7% 2 ár 57 59 60 62 63 80
3 ár 91,95 92,96 7% 3 ár 49 51 53 54 56 76
4 ár 90,15 91,14 7% 4 ár 43 45 47 49 51 72
5 ár 88,43 89,40 7% 5 ár 38 40 42 44 46 69
6 ár 86,13 87.13 7V4%
7 ár 84,49 85,47 7V.%
8 ár 82,14 83,15 7%%
9 ár 10 ár 80,58 77,38 81,57 78,42 7Vi% 8% TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐ-
15 ár 70,48 71,42 8% BRÉF í UMBOÐSSÖLU
FjÁRPElTincnRP^lAC ÍJUMDI MA
VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R.
Iðnaðarbankahúsinu. Sími 28566.
Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.
Spástefna
um þróun efnahags-
mála árið 1982
Stjórnunarfélag íslands efnir til spástefnu um þróun
efnahagsmála áriö 1982 og verður hún haldin í Krist-
alssal Hótels Loftleiöa fimmtudaginn 10. desember
1981 og hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
14:00 Spástefnan sett
— Tryggvi Pálsson, Stjórnunarfélagi íslands.
14:20 Spá um þróun efnahagsmála árið 1982
— Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar.
14:40 Spó um þróun peningamála áriö 1982
— Bjarni Bragi Jónsson, hagfræöingur Seölabanka islands.
15:00 Álit á þróun etnahagsmála árið 1982
— Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðn-'
rekenda.
15:15 Álit á þróun efnahagsmála áriö 1982
— Björn Björnsson, viðskiptafræöingur, Alþýöusambandi
islands.
15:30 Katfi
Efnahagslegar forsendur viö gerö fjárhagsóætlunar
1982 fyrir:
16:00 Álafoss hl.
— Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss hf.
16:10 Samband íslenskra samvinnufélaga
— Eggert Ágúst Sverrisson, fulltrúi Sambandi íslenskra
samvinnufélaga.
16:20 Ftugleiðir hf.
— Valgeröur Bjarnadóttir, forstööumaöur hagdeildar Flug-
leiöa hf.
16:30 Eimskipafélag íslands ht.
— Þóröur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviös
Eimskipafélags islands hf.
16:40 Reykjavíkurborg
— Björn Friðfinnsson, framkvæmdastjóri fjármáladeildar
Reykjavíkurborgar.
16:50 Almennar umræöur.
Spástefnan er ætluö framkvæmdastjórum, fjármála-
stjórum, starfsmönnum hagdeilda og öörum sem
hafa meö höndum áætlanagerð í fyrirtækjum og
stofnunum.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma
82930.
STIÓRNUNARFÉLA6 ISIANDS
SÍOUMÚLA 23 105 REYKJAVÍK SÍMI 82930