Morgunblaðið - 06.12.1981, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981
38
Minning:
Guðmundur Benedikts-
son fv. borgargjaldkeri
Fæddur 29. januar 1898.
Dáinn 27. nóvpmber 1981.
Dauðinn hefur að undanförnu
hoxgvið stór skorð í vinahópinn.
Hafa látist með stuttu millibili
margir góðkunningjar mínir og
hollvinir, menn, sem mikill sjón-
arsviptir er að. Er sú ein huggun
harmi mót, að minningarnar lifa
um mikilhæfa menn og góða
drengi.
I hóp horfinna góðvina minna
hefur nú bæst afbragðsmaðurinn
Guðmundur Benediktsson lög-
fræðingur og fyrrverandi borgar-
gjaldkeri. Varð hann bráðkvaddur
í Borgarspítalanum að kvöldi 27.
nóv. sl., en þar hafði hann verið til
athugunar og aðgerðar í fáa daga.
Guðmundur Benediktsson var
fæddur 29. janúar 1898 á Stóra-
Hálsi í Grafningi. Voru foreldrar
hans Benedikt bóndi þar, fæddur
1860, Eyvindsson, bónda að Litlu-
Heiði í Mýrdal, Jónssonar og kona
hans Margrét Gottskálksdóttir
bónda að Sogni í Ölfusi Gissurar-
sonar, fædd 1862.
Vorið eftir að Guðmundur
fæddist fluttu foreldrar hans bú-
ferlum að Gljúfurárholti í Ölfusi.
Olst Guðmundur þar upp hjá
þeim. Vorið 1918 brugðu þau búi
og fluttu til Hafnarfjarðar þar
sem þau stunduðu almenna vinnu.
Er Guðmundur lauk námi 1926
voru foreldrar hans orðin farin að
heilsu. Tók hann þau þá til sín til
Reykjavíkur og annaðist þau eftir
það. Bjuggu þau hjá honum til
dánardægurs. Andaðist faðir hans
1938 en móðir hans 1944.
Foreldrar Guðmundar voru þess
ekki umkomin að kosta hann til
náms, en hann braust áfram til
mennta af eigin rammleik og oft
við kröpp kjör. Vann hann að öllu
leyti sjálfur fyrir námskostnaði
sínum af miklum dugnaði. Stund-
aði hann á námsárunum margs-
konar vinnu, svo sem farkennslu,
sjósókn og verkamannavinnu.
Guðmundur var í 3. bekk
Flensborgarskóians í Hafnarfirði
vcturinn 1917—1918 og lauk prófi
um vorið. Sama vor tók hann próf
upp í 4. bekk Menntaskólans í
Reykjavík.
Hann var næsta vetur í 4. bekk
skólans og í 5. bekk til jóla vetur-
inn á eftir. Las hann síðan utan-
skóla og lauk stúdentsprófi vorið
1922. Hann hóf síðan nám í laga-
deild Háskóla íslands og lauk þar
lagaprófi 10. júní 1926 með I. ein-
kunn. Ber það ljósastan vott um
ágætar gáfur, einbeitni og dugnað
Guðmundar, að honum tókst að
Ijúka námsferli sínum þannig við
þær erfiðu aðstæður sem hann
átti við að búa.
Haustið 1926 stofnaði Guð-
mundur eigin málflutningsskrif-
stofu í Reykjavík og rak hana til
1930. Jafnframt var hann ritstjóri
vikublaðsins Island, blaðs frjáls-
lyndra manna, frá stofnun þess í
mars 1927 til 1930, en þá var út-
gáfu blaðsins hætt.
Hinn 1. júlí 1930 varð Guð-
mundur bæjargjaldkeri í Reykja-
vík (síðar borgargjaldkeri).
Gegndi hann þessu ábyrgðarmikla
starfi með mikilli prýði og sam-
viskusemi þar til í mars 1968, en
þá lét hann af störfum fyrir ald-
urssakir.
Þó Guðmundur ætti mörg áhuga-
mál, eins og síðar verður að vikið,
og fórnaði sérstaklega einu þeirra
miklum tíma og kröftum, lét hann
það aldrei koma niður á störfum
sínum fyrir Reykjavíkurborg.
Borgargjaldkerastarfið stundaði
hann ávallt með sömu árvekninni
og dugnaðinum við góðar vinsæld-
ir samstarfsmanna sinna og við-
skiptamanna borgarinnar.
Hinn 12. júní 1942 steig Guð-
mundur Benediktsson mesta heilla-
spor sitt, en þann dag gekk hann
að eiga Þórdísi Vigfúsdóttur, út-
gerðarmanns í Holti í Vestmanna-
eyjum og konu hans Guðleifar
Guðmundsdóttur. Lifir hún mann
sinn.
Frú Þórdís er ágætlega gefin
fróðleiks- og mannkostakona. Var
Þórdís Guðmundi mikil heilladís
og hjónaband þeirra mjög ástríkt.
Þeim Þórdísi og Guðmundi varð
þriggja barna auðið og eru þau
þessi:
1. Vigfús, lyfsali á Norðfirði,
fæddur 1942, kvæntur Þórunni
Helgu Kristjánsdóttur, sýslu-
manns Steingrímssonar. 2. Mar-
grét, fædd 1944, gift Brynjólfi
Kjartanssyni, hæstaréttarlög-
manni. 3. Sjöfn, fædd 1946, gift
Steini Sigurðssyni, sölustjóra og
bifreiðahönnuði.
Barnabörn Þórdísar og Guð-
mundar eru 9. Hafa þau ávallt
verið tíðir gestir á heimili þeirra
og verið þeim til mikillar ánægju.
Eins og fyrr segir átti Guð-
mundur Benediktsson mörg
áhugamál. Hann hafði yndi af
ferðalögum og ferðaðist um mið-
bik æfinnar mikið um héruð og
óbyggðir landsins, bæði á hestum
og bifreiðum.
Hann var mikill bókamaður,
átti gott bókasafn og las mjög
mikið, einkum bækur um söguleg
efni og stjórnmál. Var hann mjög
vel að sér í sögu og þá sérstaklega
stjórnmálasögu, bæði íslenskri og
erlendri. Hann var einnig ættfróð-
ur og kynnti sér mikið ættfræði
eftir að hann lét af embættisstörf-
um. Stjórnmál voru þó það áhuga-
mál hans, sem hann um langt
skeið fórnaði mestum tíma og
kröftum. Hann var einstaklings-
hygRjumaður, rammíslenskur í
anda og eldheitur skilnaðarmaður
meðan á sjálfstæðisbaráttunni
stóð og lagði ríka áherslu á að lýð-
veldið yrði stofnað við fyrstu
möguleika.
Guðmundur gekk í Frjálslynda
flokkinn er hann var stofnaður
1926 og var eins og fyrr segir rit-
stjóri vikublaðsins Islands, sem
var málgagn flokksins. Skrifaði
hann þá, sem og síðar, skeleggar
greinar um fullan skilnað við Dani
og stofnun lýðveldisins.
Er Frjálslyndi flokkurinn og
Ihaldsflokkurinn sameinuðust um
stofnun Sjálfstæðisflokksins 1929,
gekk Guðmundur í Sjálfstæðis-
flokkinn. Fórnaði hann síðan um
langt skeið miklum tíma og kröft-
um í þágu þess flokks.
Guðmundur varð þegar eftir
stofnun Sjálfstæðisflokksins mjög
virkur og áhrifamikill félagi í
flokksfélögunum, fyrst í Heim-
dalli en síðar í Verði.
Hann var varaformaður Heim-
dallar 1931—1932 og formaður
1932—1933, og í varastjórn Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna
1930—1932. Á vegum Heimdallar
komu út eftir hann bækurnar:
Bjargráð sósialismans og dómur
reynslunnar (1934) og Sjálfstæð-
ismál íslendinga (1937) og margt
annað ritaði hann um stjórnmál.
Guðmundur var formaður Varð-
ar 1935—1940 og í stjórn félagsins
1940-1942 og 1945-1946. Hann
var formaður Fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík í sjö
ár. Vann hann um langt skeið
mikið starf í fulltrúaráðinu og í
uppstillinganefndum flokksins við
kosningar.
Árin 1938—1940 var Guðmund-
ur meðútgefandi að tímariti
sjálfstæðismanna „Þjóðin".
Guðmundur var í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Vestur-
ísafjarðarsýslu við Alþingiskosn-
ingarnar 1931 og 1933. Það var á
allra vitorði að þetta kjördæmi
var óvinnandi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Fór Guðmundur í þessi
framboð af þjónustusemi við
flokkinn en ekki í von um að vinna
þingsæti.
Það vissu menn að Guðmundur
var ágætlega til þingmennsku
fallinn, stefnufastur, heiðarlegur
og einarður, manna fróðastur um
þjóðfélags- og stjórnmál, ágætlega
máli farinn og ritfær. Hinsvegar
otaði hann sér aldrei fram né
gerði kröfur fyrir sjálfan sig og
var því miður aldrei knúinn til
þingmennsku af flokksbræðrum
sínum.
Bjami heitinn Benediktsson,
forsætisráðherra, er þekkti Guð-
mund Benediktsson allra manna
best, bæði sem yfirmaður hans á
borgarstjóraárum sínum og af
löngu samstarfi að flokksmálum,
segir svo í grein í Morgunblaðinu
28. janúar 1968 í tilefni af sjötugs-
afmæli Guðmundar:
„Af þeim mörgu samviskusömu
mönnum sem ég hef kynnst um
æfina, ber Guðmundur Bene-
diktsson, bæjargjaldkeri, af. Hann
gegndi lengi hinum umsvifamestu
störfum í starfi sjálfstæðismanna
hér í Reykjavík, bæði sem formað-
ur flokksfélaga og fulltrúaráðs. Á
þessum árum réð hann miklu um
frama annarra manna en aldrei
otaði hann sér sjálfum fram. Og af
eigin raun veit ég að Guðmundur
var með öllu ófáaniegur til að taka
að sér embætti, sem þó þóttu álit-
leg og gáfu meiri tekjuvon en bæj-
argjaldkerastarfinu fylgdi. Guð-
mundur hefur sjálfur valið sér
þann kost að vinna fyrir aðra af
frábærri skyldurækni og kröfu-
leysi. En hann er einnig flestum
öðrum farsælli á falslausa vináttu
allra er honum hafa kynnst."
Hér mælti sá er gleggst vissi.
Þannig var Guðmundur Bene-
diktsson.
Er ég kom í lagadeild Háskólans
1924 var Guðmundur þar fyrir.
Vorum við saman í deildinni í tvö
ár. Betur kynntumst við þó í hópi
nokkurra ungra manna, sem um
þetta leyti og næstu ár komum
stundum saman til skrafs og
skemmtunar, eins og ungum
mönnum er títt. Eftir stofnun
Sjálfstæðisflokksins unnum við
Guðmundur og fleiri þessara
manna saman í félagsskap ungra
sjálfstæðismanna. Jókst þá enn
kunningsskapur okkar. Guðmund-
ur var góður og skemmtilegur fé-
lagi, greindur og gamansamur og
þannig gerður að er maður kynnt-
ist honum vel, hlaut maður að
verða vinur hans. Tókst fljótt með
okkur góð vinátta, sem haldist
hefur síðan og aldrei borið skugga
á.
Stuttu eftir að ég fluttist frá
ísafirði til Reykjavíkur, eða í árs-
byrjun 1944, gekkst Guðmundur
fyrir stofnun spilaklúbbs. Tók
hann mig í þann félagsskap ásamt
tveim gömlum vinum okkar, þeim
Birni Snæbjörnssyni stórkaup-
manni og Pálma Jónssyni aðal-
bókara. Hélst sá félagsskapur
meðan við lifðum allir.
Spilaklúbbur þessi var með
þeim ágætum, að við þreyttum
okkur ekki á flóknum spilareglum
né alvöruþrunginni spilamennsku,
en lögðum meira upp úr glaðværð
og skemmtan. Sóttum við því
hvíld og ánægju til spilakvöldanna
en ekki erfiði.
Við félagarnir fórum tvisvar
saman til útlanda ásamt konum
okkar og nokkrar ferðir um land-
ið. Björn Snæbjörnsson andaðist
17. okt. sl. Erum við Pálmi nú ein-
ir eftir og söknum horfinna félaga
og vina. Okkur var ávallt ljóst að
félagsskapurinn við þá var okkur
mikils virði og finnum við það nú
enn betur, er þeir eru horfnir.
Með Guðmundi Benediktssyni
er mætur maður genginn, en
minningarnar lifa um góðan vin
og góðan dreng.
Eg og kona mín sendum konu
hans, börnum og öðrum ástvinum,
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum þeim velfarnaðar. Megi
minningarnar um góðan dreng
sefa sorgir þeirra.
Torfi Hjartarson
Guðmundur Benediktsson
fyrrverandi borgargjaldkeri var
fæddur 29. janúar 1898 að Stóra-
Hálsi í Grafningi. — Hann ólst
upp hjá foreldrum sínum að Gljúf-
urárholti í Ölfusi, en þau voru
Margrét Gottskálksdóttir og
Benedikt Eyvindsson. Eina systur
átti Guðmundur, Guðrúnu Theó-
dóru, sem er rúmfastur sjúklingur
hér á heimili mínu og Hreiðars
Magnússonar.
Guðmundur kvæntist árið 1942
Þórdísi Vigfúsdóttur, ættaðri úr
Vestmannaeyjum. Var hún honum
góð eiginkona og bjó honum og
börnum þeirra fallegt heimili, að
Grenimel 39 hér í bæ. Börnin eru:
Vigfús, Margrét og Sjöfn.
Eigi verður því með orðum lýst
hve Guðmundur var mér mikils
virði, ætíð boðinn og búinn að
hjálpa ef eitthvað á bjátaði. Ætíð
var gaman að koma á heimilið á
Grenimelnum, því þar ríkti glað-
værðin.
Með þessum línum kveð ég
elskulegan frænda minn og trega
hann mjög. — Þórdísi, Vigfúsi og
Sjöfn votta ég mína dypstu samúð.
Stella María Reykdal.
Kveðja frá Landsmálafélaginu Verði
í dag er kvaddur hinstu kveðju
einn þeirra er áttu hvað mestan
þátt í því að gera Landsmálafélag-
ið Vörð að einu sterkasta stjórn-
málaaflinu á íslandi. Guðmundur
Benediktsson kom til starfa í
Verði eftir stofnun Sjálfstæðis-
flokksins 1929. Fljótlega varð
Guðmundur ein aðaldriffjöðurin í
starfsemi félagsins og formaður
þess varð hann 4. maí 1935 og
gegndi formennsku til 23. maí
1940.
Markmið Varðar er að sameina
til starfa alla þá, er aðhyllast víð-
sýna, þjóðlega umbótastefnu án
tillits til stétttahagsmuna og á
grundvelli séreignar og einstakl-
ingsfrelsis. í stjórnartíð Guð-
mundar voru miklir umbrotatím-
ar í íslensku þjóðlífi. Guðmundur
veitti félaginu trausta forystu,
trúr grundvallarmarkmiðum þess.
Landsmálafélagið Vörður var og
er langfjölmennasta stjórnmála-
félag landsins. í áranna rás hefur
það einnig verið eitt virkasta og
starfsamasta stjórnmálaaflið í
landinu. Það voru kempur eins og
Guðmundur er lögðu grunninn og
leystu aflið úr læðingi.
Nú þegar við, er eftir stöndum,
kveðjum hinn aldna foringja, þá
lifa með okkur þær vonir, að
okkur takist að halda merkinu
uppi með sömu reisn og forverarn-
ir.
Því kveðjum við með einkunnar-
orðum Landsmálafélagsins Varð-
ar — Gjör rétt — þol ei órétt —.
+ Útför eiginmanns míns-. + Útför eiginmanns míns og fööur.
EINARS ÁSMUNDSSONAR, ÍSLEIFS VIGFÚSSONAR,
forstjóra, Grettisgötu 56b,
Háuhlið 20, Reykjavik,
fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 8. desember kl. 13.30. fer fram í Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. desember kl. 3 e.h. Fyrir hönd vandamanna. _
Jakobina H. Þóróardóttir. Sigriður Siguröardóttir, Siguröur ísleifsson.
+
Uttör fööur okkar,
HALLDÓRS SIGUROSSONAR,
beykis,
Kirkjuhvoli, Fossvogi,
er lést 30. nóvember, fer fram frá Fossvogskirkju miövikuclaginn 9.
desember kl. 13.30.
Kristín Halldórsdóttir,
Auöur Halldórsdóttir,
Halldór G. Halldórsson,
Unnur A. Halldórsdóttir.
Útför systur okkar,
ÞÓRUNNAR SIGURGEIRSDÓTTUR,
kaupkonu,
Austurbrún 2,
veröur gerð frá Fríkirkjunni, þriöjudaglnn 8. desember kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuö.
Katrín B. Sigurgeirsdóttir,
Þórarinn Sigurgeirsson,
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir,
Kristján Sigurgeirsson.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
Ktt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.