Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 45 laumaðist þaðan í skjóli þoku 26. nóvember og sigldi áleiðis til Hawaii, og nálgaðist eyjarnar úr norðri. Valin var leið þar sem minnst hætta væri á að til flotans sæist, þótt erfitt yrði fyrir skipin að taka eldsneyti og búast mætti við slæmu veðri. Það dreifði athygli Bandaríkja- manna og Breta að liðsflutn- ingaskipalest lagði upp frá Shanghai og talið var að hún stefndi til Indókína, en raunar var skipalestin á leið til Malayaskaga. Þegar árásarflotinn fór frá Japan var reynt að leyna siglingu hans með kerfi falsaðra skeytasendinga sem áttu að eyða grunsemdum Bandaríkjamanna um að skipin væru á siglingu. Að nokkrum tíma liðnum uppgötvuðu Bandaríkja- menn að skeyti voru hætt að ber- ast til og frá flugvélamóðurskip- um Japana. Þeir gerðu sér grein fyrir því að flugvélamóðurskipin höfðu fært sig, en drógu þá röngu ályktun að þau hefðu verið send suður á bóginn. Að morgni 7. desember hafði flotinn tekið sér stöðu á ráðgerð- um stað um 230 mílur norður af Pearl Harbor og var reiðubúinn til árásar. Flotinn hafði komizt óséð- ur á leiðarenda. Síðustu fyrirmæli bárust frá Tokyo, hægskreið fylgdarskip höfðu verið send heim og flaggskipið dró að húni fánann sem Togo aðmíráll hafði notað 36 árum áður þegar hann sigraði rússneska flotann. Fyrstu flugvélarnar hófu sig á loft undir forystu Mistrou Fuch- ida sjóliðsforingja, þótt enn væri myrkur, kl. 6 f.h. að staðartíma: 40 Nakajima B5N2 („Kate") sprengjuflugvélar til að varpa tundurskeytum á skotmörk á grunnsævi, 50 flugvélar af sömu gerð til að varpa sprengjum úr mikilli hæð, 50 Aichi D3A2 („Val“) steypiflugvélar og 50 Zero- orrustuflugvélar. í næstu árásarbylgju, sem Shimazaki sjóliðsforingi af „Zuik- aku“ stjórnaði, voru 50 „Kate“- flugvélar", 80 Val-vélar og 40 Zero-flugvélar. Arásarskilyrðin gátu varla verið betri fyrir Japani, vanræksla Bandaríkjamanna var meiri en þeir áttu von á. Varla gat heitið að Bandaríkjamönnum bærist njósn af árásinni. I flotan- um var aðeins fjórða hver vél- byssa mönnuð (svokallaður „við- búnaður 3“). Kl. 7.30 f.h. sá bandarískur sjó- liði til 20—25 flugvéla, en gerði sér ekki grein fyrir að þær væru óvinaflugvélar. Um ki. 7.55 sá yfir- maður tundurlagningarflotans, sem var um borð í tundurlagn- ingarskipi í höfninni, flugvél varpa sprengju, en hélt það vera slys þar til hann sá japanska sól- armerkið á flugvélinni. Hann gerði aðalstöðvunum þegar við- vart og sendi viðvörun til allra skipa um loftárás. Nokkrum mín- útum síðar frétti Kimmel aðmíráll um árásina og Bellinger aðmíráll sendi út þessa viðvörun: „Loftárás, Pearl Harbor — þetta er engin æf- ing.“ Fyrr um morguninn, kl. 6.45, hafði sézt til dvergkafbáts og hon- um var sökkt. Einu viðbrögðin voru að senda annan tundurspilli á vettvang. Dvergkafbátar Japana áttu að gera usla í höfninni og fimm komust inn í höfnina í þenn- an sjálfsmorðsleiðangur. Þeim var öllum eytt. Aðeins einn kafbáts- mannanna komst af og var tekinn til fanga. Árás kafbáta Japana fór út um þúfur og síðan höfðu þeir litla trú á þeim. Dularfullum skeytasendingum milli Japans og Japana nokkurs í Honolulu hafði verið veitt eftir- tekt, en Bandaríkjamenn uggðu ekki að sér (eftir að árásin hófst kom í ljós að í skeytum frá Hono- lulu var sagt nákvæmlega hvaða skip yrðu líklega í höfn 7. des., á lítt dulbúnu og auðráðnu dulmáli). Leyniþjónustan vissi um lykilorð- ið sem yrði notað í japönskum út- varpsdagskrám nokkrum klukku- stundum áður en átök hæfust (fyrir japanska útsendara erlend- is, japönsk skip o.fl.). Lykilorðið var notað og því var veitt eftir- tekt, en vegna skriffinnsku tókst ekki að koma viðvörun á framfæri. Ratsjárvarnir voru frumstæðar og vanmetnar og fáir kunnu þá tækni. Þeir einu sem urðu ein- hvers varir voru menn sem voru að æfa sig á ratsjártæki, en yfir- menn þeirra töldu að þeir hefðu villzt á japönskum og bandarísk- um sprengjuflugvélum og viðvör- un þeirra var ekki sinnt. Japanir gátu því óáreittir ráðizt til atlögu og höfðu ótakmarkað svigrúm. Fyrsta árásin hófst um kl. 7.55 f.h. og stóð í um hálftíma. Fjórar árásir voru gerðar með flugvélum búnum tundurskeytum og tvær þær fyrstu beindust að aðalskot- mörkunum, orrustuskipum sem lágu í röð út af suðausturströnd Ford-eyju. Þriðju árásina gerði ein flugvél á beitiskipið „Helenu“ og fjórða árásin var gerð á skip við norðanverða eyjuna. Önnur meiriháttar árásin var gerð um kl. 8.40 eftir stutt hlé. Varpað var sprengjum úr mikilli hæð í nokkrum ferðum yfir skotmörkin. Steypuflugvélar og orrustuflugvélar fylgdu á eftir með hálftíma árás og kl. 9.45 hörf- uðu flugvélarnar. Lokaárás var ekki gerð eins og Fuchida og aðrir flugsveitarforingjar lögðu til og Nagumo aðmíráll skipaði flota sínum að sigla á brott. Það voru slæm mistök, því að slík árás hefði Uyggt fullkominn árangur, en Nagumo vildi ekki stofna flugvéla- móðurskipum sínum í hættu. En Japanir náðu fram mikilvægasta markmiði sínu: þeir gerðu Kyrra- hafsflotann óvirkan á aðeins hálf- tíma og unnu mikið tjón á banda- rískum flugvélum og mannvirkj- um. Ofboðsleg e iiyðileggmgin” var ofboðsleg. „West Virginia“ varð fyrir sex eða SJÁ NÆSTU SÍÐU eynni Oahu, því að þótt leyniþjón- ustufréttir gæfu til kynna að ein- hvers konar árás væri yfirvofandi var ekki vitað um stað eða tíma árásarinnar. Flestir herforingjar töidu að Japanir mundu fremur ráðast á Filippseyjar en aðal- stöðvar Kyrrahafsflotans og einu varúðarráðstafanirnar, sem gripið var til, voru gerðar að frumkvæði Thomas C. Hart aðmíráls, yfir- manns Asíuflotans í Manila. Her- stjórnin á Hawaii var gersamlega óviðbúin árás þar til um morgun- inn 7. desember. Japanir gátu aðeins háð stutt stríð. Þeir höfðu uppi áætlanir um að ná olíusvæðunum í Austur- Indíum, Singapore og Filippseyj- um og að eyða Kyrrahafsflota Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir afskipti hans. Fyrst yrði gerð árás á Pearl Harbor og því næst sótt suður á bóginn í Austur-Asíu eftir Hnu frá Wake-eyju um Gilbert-eyjar, Nýju Guineu og hollenzku Austur-Indíur til Burma og landamæra Indlands. Síðan átti að styrkja þessa línu og loks hrinda árásum óvinarins unz þreyta bæri hann ofurliði. Undirbúningur árásarinnar á Pearl Harbor hófst í ágúst. í árás- arliðinu voru sex flugvélamóð- urskip („Kaga“, „Akagi“, „Hiryu“, „Soryu“, „Zuikaku" og „Shakaku") og níu tundurspillar. Hjálparfloti var skipaður tveimur orrustuskip- um, tveimur beitiskipum, þremur kafbátum, olíuflutningaskipum og birgðaskipum. Framvarðarfloti var skipaður um tuttugu kafbát- um. Ellefu þeirra báru litlar flugvélar og fimm voru búnir dvergkafbátum, sem báru tvo menn hver og voru knúnir rafhlöð- um. Alger leynd Arásarflotinn, sem var undir yf- irstjórn Chuichi Nagumo aðmír- áls, sigldi frá Kure-flotastöðinni í Japan 17. til 18. nóvember og fór fyrst með algerri leynd til Tank- an-flóa á Kúríleyjum. Flotinn Japanskar flugvetar fljúga til árásar. henda Bandaríkjastjorn svar Jap- ana, greinilega um stjórnmálarof, kl 1. Aðstoðarmaður forsetans fékk dulmálsþýðingu á skeytinu 20 mínútum síðar. Marshall hers- höfðingi kom seint heim úr venju- legum útreiðartúr og las ekki skeytið fyrr en um hálftólf. Hann sá hvers kyns var og sendi strax viðvörun til helztu yfirmanna hersins, m.a. til herstjórnarinnar á Hawaii, en orðsendingin sem var send til Pearl Harbor barst ekki þangað fyrr en eftir að árásin var hafin. í Washington voru Bandaríkja- menn fljótari að ráða dulmálsorð- sendingar Japana en japanska sendiráðið, og seinagangur sendi- ráðsins varð til þess að japönsku fulltrúarnir komust ekki á fund Hull utanríkisráðherra fyrr en klukkutíma á eftir áætlun, skömmu eftir 2 e.h. (Yamamoto hafði mælt svo fyrir að árásin skyldi ekki gerð fyrr en hálftíma eftir að Japanir tilkynntu Banda- ríkjamönnum að þeir litu svo á að friðarviðræðum væri lokið). Þegar Hull var á leið til fundar við jap- önsku fulltrúana hringdi Roose- velt forseti og sagði: „Það hefur borizt frétt um að Japanir hafi ráðizt á Pearl Harbor." Forsetinn bætti því við að fréttin væri óstaðfest. Hull gekk síðan á fund sendi- herrans og Kurusu, sem las grein- argerðina sem Hull hafði þegar séð, þótt Japanirnir vissu það ekki. Hull hélt mikinn reiðilestur yfir Japönunum og sagðist „aldrei á fimmtíu ára ferli hafa séð annað eins skjal, eins uppfullt af sví- virðilegum lygum og svo stórfelld- um rangtúlkunum að ég hefði ekki getað ímyndað mér að nokkur rík- isstjórn á þessari plánetu gæti lát- ið nokkuð slíkt frá sér fara“. Hann kvaddi þá síðan og fékk nokkrum mínútum síðar staðfestingu um árásina á Pearl Harbor. Bandarísk yfirvöld höfðu lítið gert til að efla varnir hernaðar- mannvirkja í flotastöðinni í Pearl Harbor eða nágrenni hennar á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.