Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 06.12.1981, Qupperneq 46
46 MORGUNi * ÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1981 Erum aö fá þessa viöurkenndu öryggisstóla, einn- ig auka festingar og barnabílbelti. Geriö pantanir tímanlega. Engin miskunn eftir Dick Francis er fyrsta skáldsag- an sem kemur út eftir þennan kunna höfund á ís- lensku. Hann er þekktur breskur rithöfundur, sem hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, er hlotið hafa lof lesenda og gagnrýnenda. Með atburðaríkum, en trú- verðugum söguþræði, tekst höfundi að vekja eftir- væntingarfulla forvitni lesenda þegar á fyrstu blað- síðunum. Bækur hans seljast í stórum upplögum og eftir hverri nýrri bók frá hans hendi er beðið með óþreyju af stórum hópi aðdáenda. Lesið „Engin miskunn" og kynnist frábærum höfundi. Víveró-bréfið eftir Desmond Bagley, ein af vinsæl- ustu skáldsögum þessa dáða rithöfundar er komin út í nýrri útgáfu. SUÐRI Fjjálsíþróttadeild Ármanns heldur hlutaveltu og kökubazar í Víöishúsinu, Laugavegi 166, í dag, sunnudaginn 6. des. Húsiö er opnað kl. 14.00 í boöi er m.a. fatnaö- ur, ávextir, ökukennsla og margt annarra eigulegra vinninga. Engin núll, ekkert happ- drætti. Verö miöa kr. 5. sjö tundurskeytum. „Tennessee", sem lá við hliðina á „West Virg- inia“ og í vari, slapp við tundur- skeytin og varð fyrir tiltölulega litlum skemmdum og manntjóni af völdum sprenginga og elds. „Arizona" varð harðast úti. Tund- urskeyti og sprengjur ollu spreng- ingum og eldsvoða og skipið sökk fljótt með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund menn sem lokuð- ust inni neðanþilja létu lífið. Þótt „Nevada" yrði fyrir a.m.k. fimm sprengjum og einu tundur- skeyti tókst að forða því að skipið færi á hliðina eða sykki. Þrjú tundurskeyti hæfðu „Oklahoma", halli kom að skipinu og það fór á hliðina unz möstrin festust í leðj- unni á botni hafnarinnar. „Okla- homa“ bjargaði „Maryland“ frá tundurskeytum og það skip lask- aðist minnst orrustuskipanna. „California" varð fyrir tundur- skeytum og sökk í sjó og eðju unz yfirbyggingin ein sást. Flugvélar sem réðust á norð- vesturströndina ollu miklu tjóni á léttvopnaða beitiskipinu „Raleigh“ og löskuðu sjóflugvélafylgiskipið „Curtiss". Gamla orrustuskipið „Utah“ fór á hliðina. Annað létt- vopnað beitiskip, „Helena", varð fyrir miklu tjóni og „Oglala", tundurduflalagningarskip sem lá við hliðina á henni, sökk. Meðal annarra skipa sem löskuðust voru léttvopnaða beitiskipið „Hono- lulu“, tundurspillarnir „Cassin", „Downes" og „Shaw“ og viðgerða- skipið „Vestal". Orrustuskipið „Pennsylvania", sem var í þurrkví, varð fyrir sprengjum, en laskaðist ekki alvarlega. Þótt orrustuskipin og önnur skip væru aðalskotmörkin gleymdu Japanir ekki flugvöllum og segja má að flugmáttur Banda- ríkjamanna hafi orðið fyrir meira áfalli en flotamáttur þeirra. Flugvélar flughers landhersins (AAF) á Wheeler-flugvelli, Kana- ohe og Hickam-flugvelli voru eins fullkomin skotmörk og herskipin þar sem þau lágu hlið við hlið í höfninni og sjóflugvélunum var að mestu útrýmt. „Vansæmd þessa dags mun lifa,“ sagði Roosevelt forseti. Á tæpum tveimur tímum höfðu Jap- anir lamað flotann og eytt flug- mætti Bandaríkjamanna og Bandaríkjamenn höfðu misst 2.403 menn fallna, þar af 2.008 úr sjóhernum. Hin stóra og glæsilega flotastöð, sem hafði fyllt Banda- ríkjamenn svo miklu sjálfstrausti, hafði breytzt í gífurlegar rústir logandi skipa og flugvéla, djúpt skarð hafði verið höggið í raðir setuliðsins og meiriháttar skipu- lagsleysi og ringulreið réði rikj- um. Bækistöðin sem Bandaríkja- menn höfðu ætlað að stjórna stríðinu frá stóð í logum og öng- þveiti var allsráðandi. Þrjú orrustuskip voru sokkin og önnur skip höfðu orðið fyrir mis- jafnlega miklu tjóni. Japanirnir eyddu tveimur þriðju sjóflugvéla Bandaríkjamanna og aðeins 16 sprengjuflugvélar flughers land- hersins voru í nothæfu ástandi eftir árásirnar. Japanir urðu hins vegar fyrir litlu tjóni: auk dverg- kafbátanna fimm misstu þeir að- eins níu Zero-flugvélar, 15 Val- vélar og fimm „Kate“-flugvélar af 360 árásarflugvélum alls. Bandarískir hermenn og sjólið- ar höfðu henzt fram úr rúmum sínum, þotið frá morgunverðar- borðinu og ætt út úr kirkjum sin- um, þegar árásin hófst og allur fjandinn varð laus, en það var um seinan að bjarga flotanum. Fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna voru þau að þeir trúðu ekki sínum eigin Yamamoto aðmíráll augum og skildu hvorki upp né niður í því hvernig þetta gat gerzt. Þeim blöskraði árásin og eyðilegg- ingin og þeir fylltust reiði, en reið- in var máttlaus því að lítið var hægt að gera. Þeir sýndu mikið hugrekki og börðust með öllum til- tækum ráðum, stundum með góð- um árangri, eins og sjá mátti á því að 29 flugvélar Japana voru skotn- ar niður. En þeir áttu við ofurefli að etja og höfðu ekki yfir nógu mörgum vopnum að ráða. Þrátt fyrir það lögðu menn sig í mikla hættu og sýndu mikla fórnarlund. Honolulu, sem er skammt frá, varð fyrir litlu tjóni. Eldar sem komu upp í borginni stöfuðu aðal- lega frá ónákvæmri skothríð úr loftvarnabyssum í Pearl Harbor. Landstjórinn lýsti yfir neyðar- ástandi í útvarpi og útvarpsstöðv- um einkaaðila var skipað að hætta útsendingum. Útvarpsþögnin var svo yfirþyrmandi og árásin hafði verið svo skyndileg að óvissa greip um sig meðal óbreyttra borgara og Japanski stjórnarerindrekinn Kuruso og Cordell Hull utan- ríkisráöherra. Kimmel aðmíráll margar tilhæfulausar sögusagnir komust á kreik. Útvarpsstöðvar sendu öðru hverju út mikilvægar orðsendingar eins og tilkynningu þess efnis kl. 4.25 e.h. að herlögum hefði verið lýst yfir á eynni. Þióðin sameinuð Fátt hefði getað þjappað banda- rísku þjóðinni eins fast saman og árásin og fylkt henni eins ákveðið um stríðsyfirlýsingu gegn Japön- um. Út frá því sjónarmiði var árásin gífurlegt glappaskot. Yfir- leitt voru Bandaríkjamenn hlut- lausir: þeir voru hlynntir þjóðun- um sem börðust gegn öxulríkjun- um og veittu þeim aðstoð. Án at- burðar á borð við Pearl Harbor hefði verið sterk andstaða gegn beinni þátttöku í stríðinu. Margir mundu eftir eftirhreytum fyrri heimsstyrjaldarinnar og spurðu hverju hægt yrði að fá áorkað í síðari heimsstyrjöldinni. Árásin á Pearl Harbor batt endi á allar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.