Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 5 Skallagrímur hf. ara: Suðurland, fyrsta skip Skallagríms, var í för um frá 1932 til 1935. Laxfoss var smíðaður í Danmörku 1935 og var í siglingum til 1952, nema í eitt ár vegna viðgerða eftir strand. Laxfoss var gerður upp eftir strand 1944 en eyðilagðist síðan í öðru strandi 1952. Frá 1952 til 1956 leigði Skallagrímur m/s Eldborgu eða þar til fyrri Akraborgin var keypt. Fyrri Akraborgin var keypt ný 1956 og var í siglingum til 1974 er hún var leyst af hólmi af núverandi nöfnu sinni. Nýju Akraborgina kannast sennilega vel flestir landsmenn við því árlegur farþega- flutningur hennar samsvarar íhúatölu landsins og auk þess flytur hún um 60.000 bíla á ári. Fólksflutningar Akraborgarinnar á síðasta ári samsvara allri íbúatölu þjóðarinnar l*ANN 23. janúar á hlutafélagið Skallagrímur 50 ára afmæli. Félagið var stofnað hinn 23. janúar 1932 um kaup á e/s Suður landi í því skyni að annast fólks- og vöruflutninga milli Reykjavíkur og Borgarness. Eins og kunugt er á félagið nú og rekur Akraborgina, en hún er í áætlunarferðum milli Akraness og Reykjavíkur. Upphaflega var félagið stofnað af einstaklingum í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu. Síðan bættust þó við nýir hluthafar, þ.á m. hreppar á svæðinu, Akranesbær, Reykjavík- urborg, Eimskipafélag fslands, rík- issjóður og fleiri. Fyrsta skip félagsins, e/s Suð- urland, var í áætlunarferðum fé- lagsins til ár3Íns 1935, þegar m/s Laxfoss, sem félagið hafði látið smíða fyrir sig í Danmörku, kom til landsins og hóf áætlunarferð- ir félagsins milli Akraness, Borgarness og Reykjavíkur. Laxfoss strandaði í janúar 1944, hann var þó endurbyggður árið eftir, á meðan á því stóð var not- ast við ýmis konar leiguskip, lengst af e/s Sigríði. Laxfoss eyðilagðist hins vegar við strand árið 1952. Fram til ársins 1956 leigði fé- lagið m/s Eldborgu til að halda uppi ferðum á þessum leiðum eða þar til félagið réðst í kaup á nýju skipi, m/s Akraborg, sem síðar var leyst af hólmi með nú- verandi Akraborg, sem félagið keypti til landsins 1974. Má segia að með hinni nýju Akra- borg hafi verið brotið blað í sögu félagsins og áætlunarferða milli Akraness og Reykjavíkur þar sem bílaflutningar hófust þá í verulegum mæli milli Reykja- víkur og Akraness. Á árinu 1938 fór m/s Laxfoss 203 ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness. Ferðir til Akraness voru þá 39, til Breiðafjarðar 4 og ein ferð var farin til Hvalfjarð- arbotns. Árið 1940 var tekin upp sú nýbreytni að sigla til Vest- mannaeyja vikulega mestan hluta ársins, eða alls 48 ferðir það ár. Þá voru farnar milli Borgarness og Reykjavíkur 174 ferðir, til Breiðafjarðar 6 ferðir, til Arnarstapa 1 ferð og milli Akraness og Reykjavíkur 35 ferðir. Allar aukaferðir félagsins lögðust síðan af með árunum og á seinni árum hefur Akraborg eingöngu verið í áætlunarferðum milli Akraness og Reykjavíkur, eins og kunnugt er. Flutningar á bifreiðum hófust fyrir alvöru með tilkomu hins nýja skips 1974. Þrátt fyrir svartsýni margra á möguleika og þörf fyrir bílferju milli þessara staða, hefur reynslan orðið mjög góð og framar öllum vonum. Flutningar þessir hafa aukist gífurlega á undanförnum árum og er nú svo komið að Akraborg- in siglir fullhlaðin flesta daga ársins. Árið 1974, frá júní til áramóta, flutti Akraborgin 4811 bíla. Strax árið 1975 flutti Akraborg- in 19.552 bíla. Árið 1976 37.797 bíla. Árið 1977 38.000 bíla. Árið 1978 42.100 bíla. Árið 1979 45.372 bíla. Árið 1980 60.109 bíla og ál- íka marga árið 1981, enda álitið að flutningsgeta skipsins sé full- nýtt. Vantar nú töluvert á að Akraborgin geti annað eftir- spurn enda þekkja þeir sem við hana skipta, að oft er það að fjöldi bifreiða verður að hverfa frá, einkanlega yfir sumarmán- uðina. Áhugi virðist því vera gíf- urlegur fyrir bílferju milli Akra- ness og Reykjavíkur og augljóst að almenningur lítur á slíkar áætlunarferðir Akraborgarinnar milli Akraness og Reykjavíkur sem hluta af vegakerfi landsins og raunverulegan og æskilegan valkost í stað þess að aka fyrir Hvalfjörð. Árið 1976 fóru 142.000 farþeg- ar með Akraborginni en árið 1980 222.504. í tilefni af 50 ára afmæli fé- lagsins hefur stjórn þess ákveðið að láta skrá sögu þess og fengið til þess Gils Guðmundsson, rit- höfund. í fyrstu stjórn félagsins 1938 voru eftirfarandi: Magnús Jóns- son, Borgarnesi, formaður, Her- vald Björnsson, Borgarnesi og Davíð Þorsteinsson, Arnbjarg- arlæk. I núverandi stjórn félagsins eru eftirfarandi: Arnmundur Bachmann, formaður, Reykja- vík, en aðrir í stjórn Gústaf B. Einarsson, Reykjavík, Guð- mundur Vésteinsson, Akranesi, Magnús Kristjánsson, Norð- tungu og Elís Jónsson, Borgar- nesi. Framkvæmdastjóri félagsins er Helgi Ibsen, Akranesi. Þorvaldur Guðmundsson, skipstjóri: Akraborgin er hluti þjóðvegarins Þorvaldur Guðmundsson „UMFEKÐIN með Akraborginni hofur alltaf verið að aukast, skipið þjónar ekki aðeins Akurnesingum og þeim sem eiga bein viðskipti við þá. Segja má að á síðasta ári hafi það flutt alla þjóðina og nær allan bílaflota hennar. Talsvert af vöru- flutningum norður f land fer með Akraborginni og innlendir og er lendir ferðamenn notfæra sér hana mikið. Það má því segja að Akra- borgin sé hluti af þjóðveginum," sagði Þorvaldur Guðmundsson, skip- stjóri á Akraborginni í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur verið skipstjóri á nýju Akraborginni frá því hún kom til landsins 1974. „Aður en hlutafélagið Skalla- grímur var stofnað var var skip, Suðurland, í förum frá Reykjavík til Borgarness og Akraness meðal annars. Þegar vegur var svo lagð- ur fyrir Hvalfjörðin um 1930 hættu eigendur Suðurlandsins rekstri skipsins vegna þess að þeir óttuðust að með tilkomu vegarins legðist skipaumferðin niður. Á þeim tíma var yfirleitt mikil báta- umferð í Flóanum og algengt að Akranesbátarnir væru í kartöflu- flutningum milli staða. Þá átti Steindórsstöðin í Reykjavík hlut í Fagranesinu, sem einnig sigldi á þessum slóðum, aðallega í tengsl- um við ferðir lengra norður í land. Raunin varð hins vegar ekki sú að skipaferðir legðust af vegna veg- arins og frá því að Skallagrímur hóf reglulegar skipaferðir á þess- um slóðum hefur orðið stöðug aukning. Ég hef verið með þetta skip í 8 ár og segja má að það hafi verið fullnýtt síöustu tvö árin, sér- staklega hefur flutningur bifreiða aukizt og hefur skipið að undan- förnu flutt um 5.000 vöruflutn- ingabifreiðir á ári. Ef enn á að auka þjónustu á þessari leið verð- ur að kaupa nýtt skip. Annars er þetta gott og öruggt sjóskip. Það hefur farið 1.400 til 1.500 ferðir á ári hverju og aðeins hafa fallið úr 2 ferðir vegna vélabilana og 2 til 3 ferðir yegna veðurs." Hvað með hafnar- og afgreiðslu- aðstöðu? „Hafnaraðstaðan á Akranesi er mjög góð og í raun og veru má segja það sama um aðstöðuna í Reykjavík. Hún er nálægt mið- bænum og auðveldar það gangandi farþegum að nálgast skipið og nú hefur verið gert gott plan fyrir þær bifreiðir, sem bíða þess að komast með skipinu. Á hinn bógin er heldur þröngt um okkur hérna, sérstaklega á meðan birgða- skemma Ríkisskips er í byggingu. Ég veit að menn hafa verið að velta fyrir sér endanlegri lausn á þessu máli, en held ekki að breyt- ingar séu í sjónmáli," sagði Þor- valdur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.