Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi:
Sextán frambjóðend-
ur í opnu prófkjöri
SJALFSTÆÐISMENN á Seltjarnamesi efna til prófkjörs nú um helgina, til
vals á framboóslista Sjálfstæðisflokksins í kaupstaðnum við bæjarstjórnar
kosningar í vor. Sextán manns eru í framboði, en kosið er í aðaianddyri
Félagsheimilis Seltjarnarness í dag, laugardag, milli klukkan 10 og 19, og á
morgun, sunnudag, frá klukkan 14 til 19.
Atkvæðisrétt hafa allir stuðn-
ingsmenn Sjálfstæðisflokksins
sem búsettir eru í Seltjarnar-
nesbæ og kosningarétt hafa í bæj-
arstjórnarkösningunum. Einnig
allir félagar í sjálfstæðisfélögun-
um í bænum, sem náð hafa 16 ára
aldri prófkjörsdagana, og búsettir
eru í kaupstaðnum. Kjósa á
minnst 7 frambjóðendur og flesta
10, með því að raða þeim í núm-
eraröð.
Frambjóðendur eru þessir:
Magnús Erlendsson, Jónatan Guð-
jónsson, Bryndís H. Snæbjörns-
dóttir, Anna K. Karlsdóttir, Guð-
mar Magnússon, Jónas Friðgeirs-
son, Jón Gunnlaugsson, Grétar
Vilmundarson, Júlíus Sólnes,
Erna Nielsen, Skúli Ólafs, Ásgeir
S. Ásgeirsson, Guðmar Marelsson,
Sigurgeir Sigurðsson, Kristín
Friðbjarnardóttir og Áslaug G.
Harðardóttir.
Sjá einnig kynningu á fram-
bjóðendum á öðrum stað í Morg-
unblaðinu í dag.
Ráðuneytinu ber
að stöðva rekstur
Steindórsstöðvar
„MÁLIÐ hefur verið skoðað frá lög-
fræðilegum hliðum, bæði í gær og
dag og það er ekki hægt að segja
annað en að það er Ijóst að ráðu-
Pelagus
að brotna
TALSVERT brim og þung undir
alda var á strandstað belgíska
togarans Pelagusar við Heimaey
í gær og gengu brimskaflarnir
yfir skipið, sem er smámsaman
að brotna sundur, en heldur dró
úr briminu er leið á daginn.
Lík tveggja mannanna,
sem fórust á strandstað við
Heimaey, voru enn ófundin er
Morgunblaðið fór í prentun
seint í gærkvöldi en eitt
fannst í gær.
neytinu ber að stöðva rekstur Bif-
reiðastöðvar Steindórs sf., eða gera
það sem það getur til þess, lögin eru
svo afdráttarlaus og ótvíræð hvað
sölu atvinnuleyfa snertir," sagði
Steingrímur Hermannsson, sam-
gönguráðherra, í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
„Gagnvart öðrum mönnum, sem
keyrt hafa árum saman sem laun-
þegar í þessari stétt og bíða eftir
því að fá kannski leyfi, getur það
ekki gengið, að mönnum, sem
sumir hverjir hafa keyrt í nokkra
mánuði, líðist það að geta keypt
sér leyfi, þá er þetta kerfi allt
saman hrunið. Á hinn bóginn vil
ég gjarnan reyna að stuðla að því,
að þeir menn, sem lengst hafa
keyrt hjá stöðinni, geti fengið at-
vinnuleyfi, til að draga eitthvað úr
sárindum, ef það er hægt. Hins
vegar getur það verið að dómstól-
ar þurfi að skera úr um það hvort
lögin halda, en samgönguráðu-
neytið telur það alveg ótvírætt að
með sölu atvinnuleyfanna hafi lög
verið brotin,“ sagði Steingrímur.
Spá náttúruham-
förum á Húsavík
flúsavík, 21. janúar.
SÚ SAGA hefur gengið hér um
bæinn síðan um áramót, að ein-
hver stórviðburður, náttúru-
hamfarir, ætti að gerast hér á
Húsavík hinn 23. janúar. Frá-
sögn þessi hefur verið í mörgum
myndum og höfð eftir ýmsum
draumspekingum. Hún hefur
magnast eftir því, sem hún hef-
ur lengur gengið manna á með-
al.
Sumir leggja trúnað á
þetta, en aðrir ekki. Nú er
bara að sjá hvað gerist og
vona, að um falsspár sé að
ræða. Staðfesting fyrir
draumunum hefur ekki feng-
ist og þeir sem við spána hafa
verið orðaðir vilja ekki kann-
ast við hana svo ég viti til.
— Fréttaritari
Athugasemd frá Guð-
mundi Árna Stefánssyni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá rit-
stjórnarfulltrúa Alþýðublaðsins,
Guðmundi Árna Stefánssyni: í til-
efni athugasemdar Alberts Guð-
mundssonar í Morgunblaðinu í gær
vill Guðmundur Árni Stefánsson, rit-
stjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu,
taka fram eftirfarandi:
„Ég átti samtal, fyrir hönd Al-
þýðublaðsins, við Albert Guð-
mundsson í Alþingishúsinu á mið-
vikudag og spurði hann, hvort
hann ætlaði ekki að taka sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í borg-
arstjórnarkosningunum. Hann
svaraði þá „að enginn hefði við sig
talað og boðið sér sæti“ og síðan
„að það mætti ætla að þeir vildu
losna við mig“. Rétt var eftir Al-
bert haft og ekki mál Alþýðu-
blaðsins hvort þingmaðurinn og
borgarfulltrúinn segi annað í dag
en hann gerði á miðvikudaginn,
það er vandamál Alberts Guð-
mundssonar. Megin atriðið er að
nefnt viðtal átti sér stað og ná-
kvæmlega eftir Albert haft í frétt
Alþýðublaðsins á fimmtudag.
Hvort Albert telur ástæðu til að
leiðrétta sjálfan sig og breyta
fyrri yfirlýsingum er hans höfuð-
verkur."
Lftill afli
LÍTILI. afli hefur enn borist á land
eftir að sjómannaverkfalli lauk.
En neta- og línubátar hafa þó land-
að nokkru af þorski. Morgunblað-
ið fékk þær upplýsingar í verstöðv-
um á suðvesturhorni landsins að
afli sem bátar hefðu landað þar
væri að jafnaði frá þremur og upp í
tólf tonn, en fáeinir voru með
meira.
í Grindavík fékk Albert GK 31
fimmtán tonn í fyrsta róðri eftir
verkfall, en aðrir 7—12 tonn.
Fékkst aflinn að mestu í þorska-
net um 50 mílur út af Reykja-
nesi.
í Sandgerði höfðu nokkrir
línubátar fengið 6—8 tonn á bát,
en aðrir bátar minna. Var mál
manna þar að fiskiríið færi hægt
af stað.
í Vestmannaeyjum hefur veð-
ur hamlað veiðum og því lítill
afli borist á land, en þó höfðu
bátar komið inn með afla allt frá
3 tonnum og upp í 24 tonn.
Þær upplýsingar fengust í
Þorlákshöfn að þar hefði enginn
afli borist á land síðan á þriðju-
dag, en, von væri á bátum til
hafnar á fimmtudagskvöld. Alls
hafði verið landað 156 tonnum
úr 11 bátum, þar af tveimur sem
reru með línu. Einn bátur hafði
landað 46 tonnum og annar 38
tonnum, en aðrir höfðu fengið
minna en 13 tonn.
Vinnsla aflans hafin í söltunarstöð Hraðfrystihúss Grindavíkur.
Ljósm. (audfinnur
Fundur Varðbergs og SVS:
Aukin þátttaka
Islendinga f
vörnum landsins
KJARTAN Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
flytur ræðu á fundi Varðbergs og
Samtaka um vestræna samvinnu,
sem haldinn verður í dag. Umræðu-
efni hans nefnist: „íslenskt frum-
kvæði í _ öryggismálum — aukin
þátttaka íslendinga í vörnum lands-
ins.“
Fundurinn hefst klukkan 12 á
hádegi í dag, laugardaginn 23.
janúar, í Átthagasal Hótel Sögu
(neðstu hæð, suðurenda). Fundur-
inn er opinn félagsmönnum í
Varðbergi og Samtökum um vest-
ræna samvinnu og gestum þeirra.
Kjartan Gunnarsson
Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri íscargó:
__ r
Salan á Electra-vél Iscargó
til Perú er út úr myndinni
Höfum í hyggju ad auka hiutafé félagsins, auk þess að leita eftir aukinni fyrirgreiðslu
„VIÐ HÖFUM fengið afsvar frá Perúmönnum, þeir fengu ekki tilskil-
in leyfi og það verður því ekkert af sölu Electra-vélar félagsins," sagði
Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri íscargó, í samtali við Mbl.
„Þetta setur okkur auðvitað í mikinn vanda. Þessir menn hafa dregið
okkur á svari svo mánuðum skiptir, svo við munum krefja þá um
skaðabætur,“ sagði Kristinn Finnbogason ennfremur.
— Við höfum undanfarna Arnarflugsmenn hafa allar
sain-
daga verið að leita fyrir okkur
með aukningu hlutafjár í félag-
inu, sem er nauðsynleg í þeirri
stöðu, sem upp er komin, auk
þess að fá aukna fyrirgreiðslu.
Okkur er nauðsynlegt að skipta
Electrunni upp í Boeing
727-100-farþegavél til að geta
sinnt okkar farþegaflugi, auk
þess sem viðræður okkar við
Einþáttungar
í Leikbrúðulandi
Á MORGUN, sunnudaginn 24.
janúar, verður sýning á tveim ein-
þáttungum í Leikbrúðulandi, Frí-
kirkjuvegi 11; „Hátíð dýranna" og
„Eggið hans Kiwi“. Sýningin hefst
kl. 15.
stoppað á Electrunni. Þeir hafa
hreinlega ekki not fyrir hana,
sagði Kristinn ennfremur.
Kristinn sagði ennfremur, að
upp úr viðræðum félaganna,
sem staðið hafa yfir um nokk-
urra mánaða skeið, hefði slitn-
að vegna þess, að Arnarflugs-
menn hefðu ekki haft nein not
fyrir Electruna. — Ég er hins
vegar viss um, að saman hefði
gengið með okkur hefði vélin
verið seld, því hagsmunir félag-
anna iara aö morgu ieyu
an. Það hafa til að mynda um
85% hluthafa í íscargó sam-
þykkt að selja hlutabréf sín
Arnarflugi, sagði Kristinn.
Þá kom það fram hjá Kristni,
áð Iscargómenn væru að sjálf-
sögðu tilbúnir til viðræðna við
Arnarflugsmenn hvenær sem
er, því hagsmunir félaganna
færu saman.
ö
INNLENT
Fjórir skákmenn^
fá heiðurslaun BÍ
STJÓRN Brunabótafélags íslands
hefur ákveðið í tengslum við 65
ára afmæli sitt, að stofna stöðu-
gildi á skrifstofu félagsins og veita
einstaklingum heiðurslaun, þó
ekki lengur en eitt ár í senn.
Stjórnin hefur ákveðið að
veita fjórum skákmönnum heið-
urslaun á þessu ári, hverjum 3
mánuði í senn. Skákmennirnir
eru alþjóðlegu meistararnir
Helgi Ólafsson, Haukur Angan-
týsson, Jón L. Árnason og Mar-
geir Pétursson. Munu þeir þiggja
laun samkvæmt 20. launaflokki
opinberra starfsmanna, efsta
þrepi, sem munu vera liðlega 10
þúsund krónur á mánuði.
„Stjórn Brunabótafélags ís-
lands sýnir skákmönnum al-
mennt mikla virðingu með þessu
og ég fagna þessum heiðurslaun-
um. Þetta er mér, og ég efast
ekki um félögum mínum líka,
mikil hvatning til að gera enn
betur og kemur í góðar þarfir í
viðleitni okkar til að ná betri
árangri," sagði Margeir Péturs-
son í samtali við Mbl.
Framvegis mun auglýst eftir
umsóknum um heiðurslaun, en
þar sem ekki fékkst ráðrúm til
að auglýsa eftir heiðurslaunum á
árinu 1982 ákvað stjórnin að
veita skákmönnunum fjórum
heiðurslaunin í ár.