Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
... að fá sér göngutúr um
náttúruna í ys og þys borgarinnar
íbúar við Austur- og Vesturbrún í Reykjavík hafa mótmælt
harðlega fyrirhugaðri byggð á auða svæðinu milli þessara
hverfa í Laugarási og óska íbúar þess að ekki verði vikið frá
upphaflegu skipulagi sem gerði ráð fyrir friðlýstu útivistar
svæði á hæðinni. Margir íbúanna hafa boðist til að vinna í
sjálfboðavinnu að því að gera svæðið sem gengur undir
nafninu „holtið“ manna á meðal, að skemmtilegu útivistar
Kristján Sigurjónsson og Vilborg Jónsdóttir: „Eitt sinn átti að flytja styttuna
af Leifi heppna upp á holtið."
Vilborg Jónsdóttir:
„Öllum þykir svo
vænt um holtið að
enginn vill flytja“
„Ég hef búið hér á Austurbrún í 25 ár og allan þann tíma hef ég aldrei
heyrt minnst á að byggja ætti þarna í holtinu," sagði Vilborg Jónsdóttir,
þegar Morgunblaðsmenn litu í heimsókn og spurðu hana um álit hennar á
fyrirhuguðum framkvæmdum í holtinu.
„Ég hef aldrei hugsað mér holt-
ið öðruvísi en sem útivistarsvæði,
enda þurftum við að sækja vatn
langar leiðir því ekki mátti snerta
við holtinu. Því er ég á móti öllu
raski á svæðinu. Það hefur aldrei
mátt gera neitt við það. Eitt sinn
báðum við um part af því undir
bílastæði vegna þess að gatan hér
er mjög þröng. Því var þverneitað
og nú á allt í einu að rífa það allt
upp,“ sagði Vilborg.
„Það var eitt árið, að þetta holt
var talinn svo góður staður, að það
átti að flytja styttuna af Leifi
heppna, sem er fyrir framan Ha-
llgrímskirkju, hingað upp á holt-
ið,“ sagði einn sonur Vilborgar
sem kom inn í stofuna rétt í þessu.
„Gamla fólkið notar holtið líka af-
skaplega mikið til gönguferða, en
áður hafði það bara ekkert til að
setjast á og hvíla sig. Þá tókum
við strákarnir hér í hverfinu
okkur til og fluttum tvo bekki, sem
voru við strætóstoppustöðvar hér
rétt hjá, upp á holtið og gamla
fólkið varð óguriega ánægt með
það. Það var stöðugur straumur
um holtið og er enn og þess vegna
er það ekkert smámál þegar á að
grafa það allt í sundur og byggja á
því.“
„Hérna er öllum," sagði Vilborg,
„farið að þykja svo vænt um holt-
ið, að enginn vill flytja héðan. Það
gerir ekki svo mikið til með stóru
blokkirnar. Þær ná ekki það mikið
inn á holtið. Það er bára svo sorg-
legt að það skuli eiga að fara að
byggja á holtinu núna þegar allir
hafa alltaf talað um það sem úti-
vistarsvæði," sagði Vilborg að lok-
um.
Sölvi Þ. Valdimarsson:
„Eins og
að eiga
heima úti
í sveita
„Það er sjálfsagt að leyfa holtinu
að vera eins og það er og þá meina ég
að vera ekki að byggja á því, en það
má gera eitthvað fyrir það,“ sagði
Sölvi Þ. Valdimarsson í samtali við
Mbl., en hann býr við Vesturbrún.
„Það má setja í holtið skemmtilegan
gróður og bekki og gangstíga," bætti
hann við.
„Það má heita, að þetta sé eins
og að eiga heima úti í sveit að hafa
holtið hérna. Fólk af dvalarheimil-
inu labbar mikið um það og tyllir
sér á þá örfáu bekki sem krakkar í
hverfinu komu þar fyrir. Það verð-
ur úti um rólegheitin hérna þegar
þeir fara að sprengja í klöppina og
grafa dag og nótt.
Víst verður eftirsjá að holtinu og
ég er mikið á móti því að planta
þar niður byggingum. Ég skil ekki
hvað það á að fyrirstilla að fylla
holtið af húsum. Þeir mega ekki sjá
auðan blett í borginni, þá þarf að
byggja á honum. Rusla öllu upp á
þeim stað þar sem áður mátti ekki
leggja lagnir yfir vegna rasks,
heldur þurfti fólkið að leggja miklu
lengri leið til að fá vatn.
Það er þó ein glóra í þessu. Þeir
ætla ekki að byggja efst uppi á
holtinu og á einhverjum smábletti
öðrum. En ég er alveg á móti öllum
byggingum á svæðinu, en eins og ég
sagði áðan, þá vil ég endilega að
það sé gert eitthvað fyrir holtið.
Það gert að skemmtilegu útivist-
arsvæði," sagði Sölvi Þ. Valdi-
marsson.
Hjálmar Finnsson: „Mér líst óguðlega vel á að lofa þessari náttúru að halda
sér eins og hún er.“
Hjálmar Finnsson:
„Kom mér á óvart
að ætti að fara að
byggja í holtinu“
„Mér líst illa á það ef fara á að byggja hús hér í holtinu,“
sagði Hjálmar Finnsson, en hann hefur átt heima á Vestur
brún síðan 1954. „Ég held mikið upp á upprunalegu áætlun-
ina þegar hugmyndin var að allt holtið ætti að vera nokkurs
konar „rock garden“, eða grjótgarður, þar sem yrði grjót og
náttúrulegur gróður. Þannig myndu íbúarnir vera sem næst
náttúrunni. Það hefði verið aldeilis tilvalið að hafa það þann-
>g-
Sölvi Þ. Valdimarsson: „Þeir mega ekki sjá auðan blett í borginni, þá þarf að
byggja á honum.“
Þegar blokkirnar þrjár voru
reistar hérna í útjaðri holtsins
varð manni ekkert vel við það.
Ekki vegna útsýnisins sem fólk
missti heldur vegna hugmynd-
arinnar um útisvistarsvæðið.
Það myndi minnka. Mér líst
nefnilega óguðlega vel á að lofa
þessari náttúru að halda sér
eins og hún er. Það er orðið
óskaplega þröngt um okkur hér
á íslandi ef ekki er hægt að sjá
þennan smáblett í friði. Það er
oft búið að segja um okkur ís-
lendinga að við ættum nóg
olnbogarými, við erum svo fá.
En mér þykir þetta nú heldur
þröngt.
Húsin sem hugsanlega verða
byggð í holtinu snerta mig
kannski ekki beint því sam-
kvæmt skipulagi koma þau til
með að vera hinum megin á
holtinu. En það er bara þetta að
það má aldrei hafa nein útivist-
arsvæði í borginni og það yrði
mjög slæmt ef holtið yrði ekki
notað til slíks. Ég hefði gjarnan
viljað sjá eitthvað gert fyrir
holtið á þann hátt að setja þar
gangstíga og prýða allskonar
gróðri og grasi og hafa bekki til
að sitja á. Láta náttúruna
halda sér.
Þess vegna kom mér á óvart
þegar ég heyrði að ætti að fara
að byggja á holtinu meira en
orðið er. Ég hélt alltaf að mein-
ingin væri að framkvæma
þessa hugmynd. Um þennan
stað gilda alveg sérstakar
kringumstæður því hvergi ann-
ars staðar er að finna svona
lagað í borginni. Ég þekki alla
vega ekki annan slíkan stað.“
Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn vill að hér rísi íbúðarbyggingar í framtíðinni. fbúarnir við holtið, eins og það er kallað, vilja ekki sjá íbúðarbyggingarnar
heldur viðhalda náttúrunni og koma þarna fyrir gróðri, gangstígum og bekkjum.