Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 19 Rússar fagna sigri Koivisto Moskvu, 22. janúar. Al*. MOSKVU-útvarpið hefur látid í Ijós velþóknun á forsetakosningunum í Finnlandi og þar med lýst fyrstu viðbrögðum Rússa við sigri Mauno Koiv- isto. Útvarpið segir úrslitin sýna „greinilega vinstrisveiflu kjós- enda" og spáir því að Finnar muni „viðhalda góðum samskiptum við Moskvu". Útvarpið kallar sigur Koivisto „áfall fyrir tilraunir kap- ítalista-flokkanna til að sigra frambjóðanda sosíaldemokrata. I fyrsta skipti í sögu Finnlands var sigurvegari kosninganna ekki frambjóðandi kapítalistaflokks heldur vinstriaflanna." Moskvu-útvarpið telur mikil- vægt að mistekizt hafi „tilraun vissra flokka til að endurskoða utanríkisstefnu landsins og sveigja frá stefnu. Paasikivi og Kekkonens". Útvarpið leggur áherzlu á að það sé ætlun fulltrúa sosíaldemokrata og kommúnista að „varðveita vináttu, góð ná- grannasamskipti og samstarf við Rússa, báðum aðilum til góðs“ og segir utanríkisstefnuna njóta „víðtæks stuðnings í Finnlandi eins og kosningaúrslitin muni vafalaust staðfesta ennþá einu sinni". E1 Salvador: Orðrómur um úrslitaátök San Salvador, 22. janúar. Al*. SKOTHVELLIR kváðu við í allan gærdag í höfuðborg Kl Salvador, San Salvador, og ýtti það mjög undir orð- róm um, að skæruliðar hefðu á prjón- Prestur fær aukarefsingu Vín, 22. janúar. Al*. TÉKKAR hafa lengt fangelsisdóm jesúítaprestsins Frantisek Lizna í 27 mánuði, þar sem hann hafi „skaðað ríkishagsmuni erlendis", að sögn út- laga. Mikill viðbúnaður var f réttar salnum þegar dómurinn var felldur og þeir sem reyndu að sækja réttarhöldin voru handteknir. Dómararnir sögðu að sr. Lizna, sem hefur fjórum sinnum verið dæmdur fyrir andófsstarfsemi, hefði afhent tveimur vestur-þýzkum prestum bréf, þar sem hann lýsti erfiðleikum trúarhópa í Tékkóslóv- akíu. Bréfið var til systur hans í Englandi. I fyrra var Lizna dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir meinta dreif- ingu greina til trúartímarita 1977- 79. unum að leggja til úrslitarorrustunn- ar við herforingjastjórnina í dag, fóstudag, og minnast með því, að fimmtíu ár eru liðin frá fyrstu upp- rcisninni gegn stjórnvöldum í land- inu. Til átaka kom í þremur hverfum borgarinnar og féllu í þeim fjórir hermenn og 13 skæruliðar, að sögn stjórnvalda. Alla síðustu viku hafa hermenn leitað skipulega í heilu hverfunum að ólöglegri útvarps- stöð skæruliða, sem að undanförnu hefur verið að hvetja fólk til að búa sig undir Lokaátökin og stunda sprengjugerð af kappi. Síðasta meiriháttar sókn skæruliða var fyrir rúmu ári, 10. janúar 1981, en hún rann út í sandinn á fáum dög- um vegna lítils sem einskis stuðn- ings almennings i landinu. í dag, föstudaginn 22. janúar, eru fimmtíu ár liðin frá fyrstu uppreisninni gegn stjórnvöldum í E1 Salvador. Hún stóð að vísu að- eins í þrjá daga en þó er talið, að 30.000 manns hafi fallið fyrir her- mönnum Maximilano Hernandez, sem þá var í forsvari fyrir stjórn hersins, sem löngum hefur farið með völdin í landinu. launanna að þessu sinni bækurn- ar „Heimkynni við sjó", ljóða- safn eftir Hannes Pétursson, og „Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans", skáldsaga eftir Guðberg Bergsson. Bók- menntaverðlaunin eru 75.000 danskar krónur og verða afhent á fundi Norðurlandaráðs í Hels- ingfors 1. marz. IsJenzkir höfundar hafa tví- vegis hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, síðast í fyrra þegar þau voru úthlutuð Snorra stæðar bækur, sem ganga undir nafninu „Sörmlandsskáldsög- urnar". Nú þykir hann leggja út á nýjar brautir með verðlauna- skáldsögunni, „Samuels bok“. Samuel, sem bókin fjallar um, var afi Delblancs. Bókin fjallar um þrengingar sænskrar verka- mannafjölskyldu á síðustu öld. Dómnefndin segir að Delblanc „lýsi á nærfærinn hátt manni, sem er hafnað, og fjölskyldu hans og færi í tal með ást og Sven Delblanc hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandoráðs SÆNSKI rithöfundurinn Sven Delblanc fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir skáldsöguna „Samuels bok“. I thlutunin var ákveðin á fundi dómnefndarinnar í Stokk- hólmi í gær, föstudag. í umsögn segir að skáldsagan marki þátta- skil á rithöfundarferli Delblancs, sem er kunnur höfundur í Svíþjóð, og sé meðal merkari bóka hans. Frá íslandi voru lagðar fram til úthlutunar bókmenntaverð- Hjartarsyni. Ólafur Jóhann Sig- urðsson fékk verðlaunin 1976. Fulltrúar Islands í dómnefnd- inni að þessu sinni voru Njörður P. Njarðvík dósent og Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri, en vara- maður þeirra var Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Sven Delblanc er fæddur 1931 og er dósent í bókmenntafræði. Hann á að baki tuttugu ára bókmenntaferil. Hann varð landsfrægur fyrir fjórar sam- reiði baráttu fólks fyrir mann- legri reisn." Um bókina er haft eftir Del- blanc sjálfum að hann líti á hana sem „tilraun til að finna heildarmynd". Um bókina er einnig sagt að hún sé annars vegar „raunsæ, félagsleg og söguleg frásögn", hins vegar „at- höfn þjáningarfullrar samsöm- unar". Nánar verður fjallað um Del- blanc í hlaðinu síðar. Ríkissaksóknari Skota fær lausn iMindon. 22. janúar. Al*. Ríkissaksóknarinn í Skot- landi, Nicholas Fairbairn, hefur sagt af sér eftir ofaní- gjöf frá Margaret Thatcher forsætisráðherra og háðsyrði og glósur frá þingmönnum í Neðri málstofunni vegna meðhöndlunar hans á nauðg- unarmáli, sem hefur vakið reiði og ugg í Bretlandi. Frú Thatcher setti ofan í við hann vegna þess að hann sagði blöðum frá nauðgunármálinu áður en hann gaf þinginu skýrslu um málið. Fairbairn viðurkenndi í lausnarbeiðni sinni að hann hefði gert sig sekan um „dómgreind- arskort". Fairbairn átti að útskýra fyrir þingheimi hvers vegna þrír ungl- ingar, sem voru ákærðir fyrir að nauðga ungri móður í Glasgow og veita henni áverka með rakblaði, voru ekki leiddir fyrir rétt. Konan hefur neitað opinberum staðhæf- ingum um að hún hafi ekki viljað bera vitni í málinu. Frú Thatcher sagði í bréfi, þar sem hún samþykkti lausnarbeiðni Fairbairns, að ákvörðun hans lýsti „ábyrgðartilfinningu". í lausnar- beiðni sinni kvaðst Fairbairn ánægður með meðhöndlun sína á málinu. (Fréttastofan Press Ass- ociation segir að frú Thatcher hafi „látið hann hætta“.) Fyrir einum mánuði stóð mikill styrr um Fairbairn vegna blaða- frétta um að ritari í Neðri mál- stofunni hefði reynt að hengja sig í ljósastaur fyrir utan heimili sitt í London þar sem samband þeirra hafði farið út um þúfur. Fairbairn neitaði að staðfesta fréttina eða bera hana til baka. Konan, Pamela Milne, sagði seinna að hún hefði reynt að fyrir- fara sér með því að taka of stóran lyfjaskammt, en ekki með því að hengja sig. Fairbairn, sem er erfingi aðals- titilsins barón af Fordell, skildi fyrir tveimur árum við konu sína, Elizabeth Mary MacKay, sem hann á með þrjár dætur, eftir 17 ára sambúð. DOIO enn á ný undir smásjánni DG-10-FLUGVÉLIN frá Air Florida-flugfélaginu var nærri komin á brautarenda á flugvellinum í Miami 22. sept. sl. þegar áhöfnin heyrði allt í einu einhvern skrít- inn hávaða. Hægri hreyfillinn hafði á einhvern undarleg- an hátt hreinlega leyst upp — og vélin tók nú að snúast til hægri. Aðeins nokkrar sekúndur voru til stefnu en þrátt fyrir það tókst flugmanninum að hætta við flugtak- ið án þess að vélinni hlekktist á. Ekki er ótrúlegt, að með snarræði sínu hafi flug- manninum tekist að koma í veg fyrir slys á borð við það þegar DC-10-flugvél frá flugfélaginu American Airlines hrapaði í Chicago 1979 en með henni fórust 275 manns. Þegar hreyfillinn brotnaði upp á Air Florida-vélinni fóru brot úr honum í gegnum hægri vænginn og gerðu það að verkum, að ekki var hægt að stjórna vænglunum. Staða vænglanna breyttist við það og ef flugmaðurinn hefði reynt að fara í loftið er líklegt, að vélin hefði steypst yfir sig og hrapað. Tvær breytingar Slysið í Chicago, það mesta í bandarískri flugsögu, stafaði líka af því, að stjórnkerfi vænglanna var skemmt. Bandaríska flugmálastjórnin skipaði þá framleiðanda DC-10-vélanna, McDonnell Douglas, að koma fyrir viðvörunarkerfi, sem gæfi til kynna bil- anir í kerfinu, en eftir atburðinn á Miami-flugvelli á sl. hausti var fyrirtækinu skipað að skoða sjálfa vænglana betur. Það var gert og nú fyrir nokkru tilkynntu verksmiðjurnar, að gerðar yrðu tvær breytingar á vænglunum og stjórnkerfi þeirra, sem HÆGRI^ vHREYFILL MIAMIINTERNATIONAL AlRPðR’ eiga að tryggja það, að vænglarnir haldi sinni stöðu óbreyttri þótt vökvaleiðsla eða stálvír hrökkvi í sundur. Embættismenn bandarísku flugmálastjórnarinnar telja DC-10-vélina örugga og áreiðanlega og er haft eftir talsmanni stofnunarinnar, að slys af völdum bilaðra vængla sé afar fjarlægur möguleiki. Hvað sem því líður hefur stofnunin beðið verksmiðjurnar um ítarlegar upplýsingar um DC-10-vélina og slysið í september sl. og þeirri stóru spurningu er enn ósvar- að: Hvers vegna tættist hann í sundur, hréyfillinn á Air Florida-þotunni? NEWSWE.EK lb Ohlsson STEL- SSxHREYFILL VÆNGLAR í FI.UG- TAKSSTÖOU SKROKKUR HÆGRI IVÆNGUR «? £ STJORN- KAPALLí VÆNG ■ ■ •i Hluti hreyfilsins ' brotnaöi þegar vélin var í flugtaki. O Hreyfilbrotin ^ gengu í gegnum hlífarnar og inn í hægri vænginn. Stjórn- og vökva- leiöslur skárust í sundur. ^ Vænglarnir fóru upp og vélin tók aö snúast til hægri. Flugvélin haföi fariö 3000 feta vegalengd og var komin á 100 milna hraöa á klst. þegar flugmaöurinn hætti viö flugtakiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.