Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 , HLAÐVARPINN, Umsión Sveinbjörn I Baldvinsson GÖTURNAR í REYKJAVÍK: Mjósta gata í Reykjavík Nei, þetta er ekki bara eitthvert nafnlaust húsasund. Þetta er alvöru- gata í Reykjavík með númeruðum hús- um, nafni ok öllu saman. Þar sem hún er mjóst er hún u.þ.b. 60 sentímetrar á breidd. Gatan er Nýlendugata, sem eins og flestum er kunnugt ligKur samsíða VesturKötu, vestan frá BrunnstÍK ok að ÆKÍSRötu. En þar með er saKan ekki öll. Því handan við ÆKÍsRötuna heldur NýlenduKata áfram inn í eins konar port ok síðan eftir marKháttuðum krókaleiðum allt út í KeKnum húsasund út á NorðurstÍK- Af skiljanleKum ásta'ðum er NýlenduKata Kersamlf'ya ófær bílum á þessum kafla ok því er hún fáfarin enda nánast falin bak við hús ok skúra. En hún er nú þarna samt ok aðstandendur Hlaðvarpans telja að hér muni komin mjósta Katan í höfuð- borKÍnni, sem hæKt er að nefna því nafni. MeðfylKjandi mynd sem Kristján tók sýnir tíðindamann Hlaðvarpans ganga um mjósta hluta NýlenduKötu ok í fjarska má sjá húsasund það sem Katan lÍKKur um, út á NorðurstÍK- SjálfsaKt eru til enn mjórri Kötur úti í hinum stóra heimi, en NýlenduKata hlýtur þó að vera ofarleKa á blaði í þessum hópi, altént miðað við fólksfjölda. m " 'V V NL\ fV H -** \ ■ \lll , __ » > Inngangurinn ( Jazzskemmtistaðnum mun líta út eitthvað þessu líkt þegar þar að kemur, séð frá Pósthússtræti. TEYGIST ÚR DJÚPINU: Jazzskemmtistaður í mars „Gallerí Djúpið" hefur nú um nokkurt skeið verið eins konar miðstöð í ís- lenzku jazzlífi ok nú eru þar á döfinni breytingar á innréttingum og rekstrarfyr- irkomulagi sem munu væntanlega treysta Djúpið enn í sessi á þessum vettvangi og breyta því endanlega í jazzskemmtistað. Eigendur Djúpsins eru þeir sömu og reka veitingahúsið Hornið, enda er Djúpið kjallarinn undir matstaðnum. Eigendurnir, Guðni Erlendsson og Jakob Magnússon, hyggjast nú stækka Djúpið nokkuð og koma þar m.a. fyrir vínstúku, eins og bar heitir á virðulegu máli. Er vínstúkan bæði ætluð Djúpgestum og matargestum Hornsins. Eftir breytingarnar er ráðgert að salurinn rúmi hundrað manns og er talið að það nægi til þess að rekstur jazzskemmtistaðar geti borið sig þar en sýningar- starfsemi verður hætt. Helstu breytingarnar sem gerðar verða á innviðum eru þær, að sett verður upp fullkomið loftræstikerfi, og aðalinngangur í Djúpið verður í framtíðinni frá bílastæðinu á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Þar fyrir innan verður opnað inn í títtnefnda vínstúku til vinstri en upphækkuðu sviði verður komið fyrir í norðurenda núverandi salarkynna og milliveggir fjarlægðir svo sjá megi á sviðið alls staðar að úr salnum. Ráðgert er að sækja um leyfi til að hafa nýja staðinn opinn fram á nótt um helgar eins og aðra skemmtistaði. Jazzvakning mun sjá um rekstur Djúpsins hvað varðar bókanir hljómlistar- manna, greiðslur til þeirra og auglýsingar, en þeir Guðni og Jakob munu sjá um veitingasöluna. Að sögn eins stjórnarmanna Jazzvakningar er ætlunin að jazz verði leikinn í Djúpinu framvegis á fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöldum og hefur þegar verið gengið frá bókunum einn til tvo mánuði fram í tímann og eru erlendir jazzleikarar þar á meðal. Til dæmis eru Danirnir Alan Botchinski og Bo Stief. Hafist verður handa við breytingarnar næstu daga, en jazzskemmtistaðurinn Djúpið verður formlega opnaður 4. mars næstkomandi. HAFIÐ BLÁA HAFIÐ: „Onedin-skútanu kemur til landsins í apríl Á Angmag.ssalik á Grænlandi verdur hafisl handa vid að kvikmynda nýjan myndaflokk fyrir BBC sjónvarpið í mars næstkomandi, sem byggður er á ferð landkönnuðarins Robert F. Scott til suðurskautsins. Af þessu tilefni verður frægri skútu siglt hingað til lands í apríl. Skútan gegndi stóru hlutverki í mynda- flokknum um Onedin skipafélagið, sem sýnt var hér í sjónvarp- inu fyrir nokkrum árum en á þessari skútu fór Onedin marga svaðilforina um heiminn. Héðan verður skútunni svo siglt til Grænlands. Hér má meðal annars sjá skútuna „Discovery", en Onedin-skútan mun fara med hlutverk hennar í myndaflokknum um fór Scotts á suðurheim- skautið. Baines, stýrimaður á Onedin- skútunni, um borð. I nóvember síðastliðnum komu Englendingar, sem vinna að myndaflokknum, hingað til lands og flugu þau Jytte Marcher og Helgi Jónsson hjá Flugskóla Helga Jónssonar með þá til Kul- usuk en þaðan fóru þeir með þyrlu til Angmassalik, því þeir ætluðu að kanna hvort landslagið þar hentaði til kvikmyndatöku. Rn aðstæður á suðurskautinu eru óheppilegar fyrir 30 manna kvikmyndahóp, þar eð takmark- aður húsakostur er á staðnum. Englendingarnir leituðu að landslagi, þar sem gæfi að líta háa fjallatinda og mikinn hafís og fundu þeir einmitt slíkt um- hverfi í Angmagssalik auk þess sem aðrar aðstæður þóttu hinar ákjósamlegustu. •'ytte og Helgi munu annast flutninga á mönnum og tækjum í hinni nýju ellefu sæta vél sinni, Mitsuhishi, sem búin er öllum helstu þægindum, meðan á kvikmyndatökunni stendur í apríl, svo og í sumar þegar kvik- m.vndatöku verður haldið áfram á Grænlandi. Myndaflokkurinn um Scott og leiðangur hans á suðurskautið verður í fjórum þáttum og hver þáttur verður 60 mínútna langur. Englendingarnir, sem komu hingað til lands heita Robert Davis, Keith og John Harris og Martin Friend. Þeir eru þekktir af ýmsum góðum myndaflokkum, sem meðal annars hafa verið sýndir í íslenska sjónvarpinu. Má þar nefna myndaflokkana um Onedin skipafélagið og „I hertogastræti", og sá' síðast nefndi vann einnig að mynda- flokknum „Sveitasetrinu", sem sýndur hefur verið undanfarin laugardagskvöld í sjónvarpinu, en Onedin-skútan er einnig í eigu Martin Friend. Þessi nýi myndaflokkur mun segja frá fyrsta leiðangri Scott þar sem hann gerir tilraun til að komast á suðurheimskautið. Scott og hinir 48 menn, sem voru í för með honum, lögðu af stað þann 31. júlí árið 1901. Sérstakt skip hafði verið smíðað til farar- innar, sem hlaut nafnið „Dis- covery", en „Onedin-skútan" mun einmitt fara með hlutverk „Dis- covery“. Markmið fararinnar var að ákvarða eftir kostum náttúru, staðhætti og stærð þess hluta suðurskautslandsins, sem ráð var fyrir gert að leiðin lægi um og framkvæma segulkannanir auk ýmiss konar annarra rannsókna. Leiðangursmenn lentu í mikl- um hrakningum á leið sinni á suðurskautið og þurftu að glíma við ógnir storms og íss. Þeir lögðu skipi sínu loks í McMurdo-sundi en þar tókst að finna hagkvæman veturstað fyrir leiðangurinn þangað til voraði og hægt var að halda suður á jökulhálendið. í þá sleðaför fóru þrír menn, þeir Scott, Shackleton og Wilson. Sóttist þeim ferðin vel framan af en á heimleiðinni þurftu þeir að heyja harða baráttu við hungur, vosbúð og veikindi, auk þess sem hundarnir drápust og urðu þeir sjálfir að draga sleðana. Eigi að síður komust þeir til vetrarstöðva sinna aftur. „Discovery" hafði frosið í fastaís lengst inni í McMurdo- sundi um veturinn en menn væntu þess að um leið og veðrátt- an yrði mildari, þá leysti ísinn og hann ræki til hafs, en mönnunum varð ekki að ósk sinni. Því var ákveðið að Scott og menn hans yrðu annan vetur á suðurskaut- inu. Þegar voraði aftur var haf- inn undirbúningur að því að losa skipið og var meðal annars söguð renna í ísinn í því augnamiði. En allt í einu var komin hreyfing á íshelluna og tókst að brjóta skip- inu leið út úr ísnum og út á auðan sjó. Til Englands kom „Discovery" í septembermánuði 1904 og þótti árangurinn af ferðinni frábær- lega góður, enda þótt leiðang- ursmenn hafi aldrei komist alveg á suðurskautið. Það mun verða danskur skip- stjóri, sem vanur er að sigla í ís- hröngli, sem sigla mun „Onedin- skútunni" til Grænlands. Þar er ætlunin að láta hana frjósa fasta eins og „Discovery" gerði forðum í McMurdo-sundi. Tuttugu og sex leikarar fara með hlutverk í myndinni og verða þeir líklega af frægara taginu, en það er ennþá leyndarmál hverjir leikararnir verða. Ráðgert er að sýna mynda- flokkinn í breska sjónvarpinu veturinn 1983 og vonandi fáum við að sjá hann í íslenska sjón- varpinu. — pjg MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 11 HVAÐ ER VERIÐ AÐ GERA? „Ég var allt ad því farinn til Vínar eftir menntaskólann, ad læra söng, en ég hætti við það. Ég var bara hræddur við það. Ég hafði enga undirstöðu* menntun í tónlist og hefði sem sagt verið að fara til lands, þar sem tónlist er á geysilega háu plani og gífurleg samkeppni er rfkjandi á þessu sviði og ég taldi mig bara ekki mann í þetta, svo ég hélt bara áfram í líffræðinni.“ „Lang mest gaman að starfa hérna heirna" Kristinn Sigmundsson söngvari hefur vakið mikla athygli fyrir söng sinn í hlutverki Peter Hom- onay greifa í sýningu Islensku óperunnar á Sígaunabaróninum eftir Johann Strauss. Hlaðvarpinn hafði samband við Kristin og bað hann að segja frá tildrögum þess að hann syngur nú eitt aðalhlut- verkið í Sígaunabaróninum fjór- um sinnum í viku, stundar nám í Söngskólanum og kennir líffræði við Menntaskólann við Sund. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á tónlist og það má segja, að þegar ég byrjaði í kórnum í Menntaskólanum í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, hafi ég endanlega fengið bakteríuna, en ég fór þó ekki utan til söngnáms og ég sé ekkert eftir því núna. Ég veit mikið betur núna, hvað ég vil og hvað ég þarf að gera. Hefði ég farið út i þetta þarna um árið, hefði ég kannski bara lent í bjórnum. En núna langar mig sem sagt að halda áfram að læra aö syngja og vita hvort ég get ekki einhvern tíma orðið góður söngvari." — Ýmsir virðast nú þegar álíta að þeirri spurningu sé svarað? — „Já, ég veit það ekki. Ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir þá jákvæðu gagnrýni sem ég hef hlot- ið, en þess ber að gæta í því sam- bandi að hlutverk greifans í Síg- aunabaróninum er þakklátt hlut- verk frá höfundarins hendi. Það er ekki jafn erfitt og sum hinna hlut- verkanna í þessari óperu. Ég hef engar sérstakar fastmót- aðar áætlanir um framtíðina, en ég verð að minnsta kosti hér á landi í eitt ár í viðbót, en síðan hef ég mikinn áhuga á að komast út. Vinarborg er mjög freistandi, ekki síst þegar maður veit af fólki þar (l.jósm. Fridþjófur Heljí»Hon) Kristinn (t.h.) og Garðar Cortes í hlutverkum sínum í Sígauna- baróninum. Rætt við Krístin Sigmundsson söngvara Kristinn Sigmundsson á borð við Erik Werba og fleiri mjög góða kennara. En á sínum tíma kláraði ég líffræðinám við Háskólann og lauk því árið 1977 og hef síðan kennt *við Menntaskólann við Tjörnina og arftaka hans við Sund. Það sem varð til þess að ég fór inn á þessa söngbraut aftur, var það að ég var að syngja með Filharmóníukórnum og þegar Sin- fóníuhljómsveitin og Fílharmóní- an settu upp óperuna La Traviata í konsertformi í Háskólabíói snemma árs 1980 þá vantaði mann til að syngja þrjú smáhlutverk. Það voru tveir þjónar og einn sendiboði. Marteinn Hunger hvatti mig til að reyna þetta og Gilbert Levine sem þá var hljómsveitarstjóri sin- fóníunnar eins og oftar var mjög jákvæður og hvetjandi, svo ég ákvað að slá til. Þetta'hafði nú verið gamall draumur hjá mér, að taka þátt í svona löguðu. Það má því segja að það sé mikið til Mart- eini að þakka eða kPnna, að ég fór. útí þetta aftur. Þegar ég á sínum tíma hætti við að fara til Vínar, var það í og með sjálfsagt vegna þess að á þeim tíma kynntist ég konunni minni sem þá var í námi í hjúkrunar- fræði og okkur leist hálfilla á það, hve miklu þurfti að fórna ef af utanlandsferð yrði. En ég lærði líka mikið á þessum árum hérna heima. Ég söng ailtaf ýmist meö Fílharmóníunni eða Pólýfónkórn- um og lærði heilmikið af þeim mönnum sem þar hafa stjórnað. Ég gleymi einum manni, sem ég á mikið að þakka og það er Guðmundur Jónsson, óperusöngv- ari. Hann er sá sem ekki hvað síst hefur hjálpað mér í sambandi við þetta allt saman. Hann er stór- kostlegur kennari. Mér finnst hann hafa unnið algert kraftaverk á mér, síðan ég byrjaði hjá honum, fyrir einu og hálfu ári.“ — Finnst þér það hafa háð þér að hafa ekki hlotið sérstaka menntun í tónlistarskóia? — „Það var erfitt fyrst þegar ég fór aö syngja, en það gengur ágæt- lega núna. Ég hef annars verið heppinn með, að það hefur jafnan verð fullt af fólki í kringum mig sem hefur verið boðið og búið til að hjálpa mér við ýmislegt í þessu sambandi, en því er ekki að neita að fyrst um sinn þá gekk þetta stundum svolítið seint hjá mér. Það sem hefur hjálpað mér mik- ið er það, hvað ég hef fengið mörg tækifæri til að syngja, bæði hjá Ingóifi Guðbrandssyni, Jóni Stef- ánssyni og fleirum. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“ — IJvers vegna heldurðu að söngurinn hafi skipað svo háan sess í lífi þínu eftir að þú byrj- aðir í kórnum í MH forðum. Margir syngja í kór í áraraðir án þess að fá nokkra bakteríu. — „Já, ætli þetta sé ekki spurn- ing um það, hvað höfðar til hvers og eins. Svo hefur það náttúrulega sitt að segja, ef maður finnur að maður getur eitthvað. Þá eykst áhuginn um leið. Annars er það ábérandi hve stór hópur fólksins sem sungið hefur í kórnum hjá Þorgerði, heldur áfram á tónlist- arbrautinni." — Hvað er skemmtilegast að syngja ? — „Hér áður fyrr söng ég fyrst og fremst óratoríutónlist, barokk, svo sem Bach og Hándel, og ennþá er það að syngja Bach eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Á Ijóðasöngsnámskeiðinu hjá Erik Werba nú í sumar kynntist ég svo ýmsum hlutum sem höfða sterkt til mín og ég þekkti lítið áður, til dæmis tónlist eftir Hugo Wolf og Gustav Mahler. Nú legg ég þetta alit að jöfnu, óperu, óratoriu og ljóðasöng. I framhaldi af því verð ég að segja, að ég hefði gaman af því að fá tækifæri til að syngja Verdi, þeg- ar ég er búinn að læra í nokkur ár.“ — Hvað heldurðu um framtíð íslensku óperunnar? — „Ég held að það sé ljóst að þrátt fyrir góðar undirtektir al- mennings verði hún ekki rekin sem hugsjónafyrirtæki endalaust. Þetta er mikil og erfið vinna og í framtíðinni verður að greiða fólk- inu laun fyrir þessa vinnu rétt eins og aðra vinnu. Það er eðlilegt, að þegar fram í sækir verði starfs- fólkinu greitt fyrir sína vinnu bæði á æfingum og sýningum. Nú- verandi fyrirkomulag er byggt á þvi að greiða söngvurunum altént fyrir sýningar. Söngvarar hafa annars oft þurft að taka á sig fjár- hagslega áhættu vegna þessa starfs sins. Þannig getur þetta ekki gengið i framtíðinni. En þetta kemur allt saman. Viðtökurnar hafa verið frábærar, annað verður ekki sagt. Þá er þetta hús líka al- veg frábært. Það þarf ekki annað en að opna munninn og þá glymur í öllu.“ — Hvað um nánustu framtíö? — „Nú fer ég að huga að próf- um í Söngskóianum í vor. Ég þarf að æfa upp lög fyrir það. Sfðan stendur til að ég syngi í Matthe- usar-passíunni með Pólýfónkórn- um um páskana. Að öðru leyti held ég áfram við það sem ég er að gera núna, að kenna líffræði á daginn og syngja með íslensku óperunni á kvöldin. Þetta fer nú kannski ekkert óskaplega vel sam- an. Núna á eftir þarf ég til dæmis að fara að tína þörunga niðrí fjöru, vegna kennslunnar, og ég verð að passa mig á því að kvefast ekki vegna söngsins. Annars bjargast þetta alveg ennþá og fjöl- skyldan sýnir mér mikið umburð- arlyndi. Ég er eiginlega mest hissa á að þau skuli ennþá þekkja mig.“ — Hefurðu áhuga á því að starfa erlendis sem söngvari? — „Vitaskuld væri gaman að fá tækifæri tii að kynnast því, en ef vel gengur í framtíðinni með ís- lensku óperuna, eins og flest bend- ir til, þá er þó langmest gaman að starfa hérna heima.“ SIB Sýning Sigurð- ar K. Arnasonar Myndlist Bragi Ásgeirsson I vestri sal Kjarvalsstaða sýnir um þessar mundir og fram að mánaðamótum Sigurður K. Árna- son, 63 olíumálverk. Myndirnar spanna yfir aldarfjórðungs at- hafnasemi gerandans á myndlist- arsviði og mætti því að vissu marki skoðast sem yfirlitssýning. Þó eru langflestar myndanna mál- aðar á síðustu 15 árum og mikið er um nýlegar myndir, jafnvel ekki með öllu þornaðar. Én hér mun vera átt við yfirborð litarins því að olíulitur þornar sjaldnast alveg í gegn á skemmri tíma en tveim árum samkvæmt efnafræðibókum. — Á sýningu Sigurðar ber lang- mest á landslagsmyndum víða að af landinu og á því sviði virðist hann njóta sín best og þar er tæknisvið hans fjölbreyttast. Sigurður vakti fyrst athygli mína með nokkrum landslags- myndum máluðum í kúbískum stíl á árunum 1966—67 og eru nokkrar þeirra á sýningunni að Kjarvals- stöðum, t.d. „Vor við ströndina" (1967) og „Úr Fljótshverfi" (1966). Þetta eru sérkennilegar myndir á vettvangi íslenzkrar landslags- hefðar og er mér nokkur eftirsjá að því að Sigurður skuli ekki hafa haldið áfram á þeirri braut því að hann tæmdi hvergi nærri mögu- leikana, — réttara væri að segja, að hann hafi þreifað fyrir sér á þessu sviði en hætt fljótlega. Það má vinna í kúbisma á mjög marg- víslegan hátt svo sem sjá má í myndlistarsögunni en hann hefur einnig þá náttúru að gerandinn verður að kanna dýpri lífæðar málunarmátans til að ná veru- legum árangri. Þetta gerði Sigurð- ur ekki og tel ég að hann hafi hér misst af góðu tækifæri til útvíkk- unar tæknisviðs síns. Á þessari sýningu er það mjög áberandi, að Sigurður nýtur sín hvað best í myndum dökkra tóna, því að í slikum myndum er hann magnað- astur með pentskúfinn og virðist gefa mest af sjálfum sér. Það er dálítið skemmtilegt að hugsa til þess að síðasta sýning sl. árs á þessum stað var öðru fremur óður til sólskinsbjartra daga í fögru landslagi og sterkustu myndir þeirrar sýningar voru er gerand- anum tókst að ná fram dularfullu ljósflæði inn í myndirnar í anda Ásgríms Jónssonar. Þessi sýning er andhverfa þeirrar sýningar því að bestu myndirnar að mínu mati, eru sem fyrr segir, myndir dökkra og dulúðugra tóna. Ég nefni hér myndir svo sem „Strúturinn, (1978), „Keilir", (1980), „Úr Hraunteig" (1980) og vísa jafn- framt á fleiri hliðstæðar myndir. Pensilmeðferð Sigurðar er nokkuð hrjúf og honum er nokkuð laus höndin í mörgum mynda sinna, sem ber vott um, að hanp hafi ekki notið strangrar og ag- aðrar skólagöngu, sem er harla mikilvæg í sambandi við þessa tegund myndlistar. Niguröur K. Arnason Mannamyndirnar eru stórum lausari í sér en landslagsmyndirn- ar enda er hér um allt annað svið að ræða og hér skiptir einnig und- irstöðumenntunin miklu máli. — Sigurður K. Árnason hefur verið frekar hlédrægur með sýn- ingar á myndlistarvettvangi og ekki tranað sér fram. Hann hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis og hlotið ýmsar viður- kenningar m.a. verið sæmdur gullmedalíu Akademíu lista og vinnandi stétta á Ítalíu (4. marz 1980) (Accademia Italia delle Arti e del Lavoro). Litið á heildina er nokkur tómstundamálarabragur yfir sýningunni og einhvernveginn finnst manni vanta úrskerandi átök við efniviðinn er á heildina er litið. Það er von mín að það hafi góð áhrif á Sigurð að sjá svona mörg verka sinna frá ýmsum tímabilum samankomin á einn stað og verði honum aflgjafi til nýrra landvinn- inga. Bragi Asgeirsson Bók um sögu stein- steypu á íslandi STEINSTEYPUFÉLAG íslands ákvad á fundi sínurn, þann 10. des. sl. að standa að útgáfu bókar sem rekur sögu stein- steypu á íslandi. Félagið er áhugamannafélag á sviði mann- virkjagerðar úr steinsteypu og stendur félagið fyrir fundum og námskeiðum til þess að útbreiða þekkingu á þessu sviði. Félagið varð 10 ára þann 10. des. sl. og verður bókin gefin út í tilefni afmælisins. Tveir fundir hafa verið haldn- ir á starfsárinu. I júlí hélt þýsk- ur prófessor, Gerhard Mehlhorn fyrirlestur um þýska brúargerð- arlist og í nóvember var haidið tveggja daga námskeið sem fjallaði um sýnilega steypufleti. Það sem eftir er starfsársins verða haldnir fundir um eftir- farandi málefni: 7. janúar verður rætt um breytingar á íslensku sementi. I febr. verður fjallað um nýjungar í byggingariðnaði, þróun í mótatækni og forsteypt- ar einingar. Viðgerðir á alkalí- skemmdum verður á dagskrá í mars og í apríl/maí verður rætt um steypuframleiðslu í Reykja- vík, vandamál og lausnir. Fundirnir verða auglýstir síð- ar auk þess sem félagsmönnum er tilkynnt um þá bréflega. Steinsteypufélag íslands hefur einnig um nokkurra ára skeið tekið þátt í norræni samvinnu steinsteypufélaga og íslenska fé- lagið hefur nú forustu í rann- sóknanefnd félaganna, sem á að samræma og örfa rannsóknir á Norðurlöndunum á sviði stein- steypu. Það kemur því í hlut fé- lagsins að sjá um ráðstefnu 1984, þar sem allir þeir er stunda rannsóknastörf á þessu sviði á Norðuriöndum fá tækifæri til að k.vnna rannsóknir sínar og niðurstöður. Eins og áður sagði er félagið áhugamannafélag og þvi öllum opið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.