Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 21

Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 21 arinn- á degi því sem Olafur Ragnar Grímsson segir. Hann er löngu farinn úr Framsóknarflokknum og veit ekk- ert hvað þar gerist," sagði Steingrímur Hermannsson hér í blaðinu í gær. Af sama tilefni minnti Tómas Árnason á, að Ólaf- ur R. Grímsson hefði verið að stikla á milli þriggja flokka og það væri „náttúrulega eðlilegt að blessaður maðurinn ruglist...“ Það er greinilega ekki vilji til þess hjá stjórnarsinnum að rifta samstarfi sínu í ríkisstjórninni fyrr en reynt er til þrautar að ná samkomulagi um eitthvað, sem þeir geta við unað, þó með trega, fram yfir 1. mars. Næsti vísitölu- dagur er 1. júní, að loknum sveit- arstjórnakosningum. Bráða- birgðaúrræðin verða látin duga fram á haust. Stóru orð framsóknarmann- anna eru orðin að engu. 3.janúar 1981 hét forystugrein Tímans: Niðurtalningin hafin. 22. janúar 1982 heitir forystugrein Tímans: Bráðabirgðaúrræði betri en engin. Segir þetta ekki alla söguna um það, hvernig kommúnistum hefur tekist að telja framsóknarmenn niður í ríkisstjórninni? Og er ekki hitt einnig táknrænt, að í grein sem þessari er ekki unnt að segja eitt einasta orð um viðhorf for- sætisráðherra og fylgismanna hans til efnahagsmála? Björn Bjarnason Deiliskipulag að svæði f Sogamýri, sem samþykkt var í skipulagsnefnd með ágreiningi fyrir nokkru, var sam- þykkt á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag. Atkvæði féllu þannig að meirihlutaflokkarnir greiddu tillög- unni atkvæði, en borgarfulltrúar Sjálfsta'ðisflokksins greiddu atkvæði á móti. Andvígur byggingum á svæðinu Nokkrar umræður urðu um tillögu þessa og tók Magnus L. Sveinsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fyrstur til máls. I upphafi ræðu sinnar lýsti Magn- ús því yfir að hann væri á móti skipulaginu sem samþykkt hefði ver- Magnús L. Sveinsson Sigurður Harðarson Klín Pálmadóttir Öll loforð um samráð svikin, ekk- ert tillit tekið til óska fbúanna - segir Magnús ið í skipulagsnefnd enda kvaðst hann vera því andvígur að byggt yrði á svæðinu. Sagði Magnús að meðferð þessa máls í borgarkerfinu sýndi vel hug meirihlutans í borgarstjórn til samstarfs og samráðs við borgarbúa. Sagði hann að sl. haust hefði sam- þykkt verið gerð í umhverfismála- ráði, þar sem harðlega var átalið að skipulagið hefði ekki verið sent ráð- inu til umsagnar. Þá sagði Magnús að ráðið hefði lagt það til að skipu- lagið yrði kynnt borgarbúum, þeim sem næst svæðinu búa. Síðan sagði Magnús, að skipulagið hefði verið samþykkt í skipulagsnefnd, án þess að nokkurt samráð hefði verið haft við íbúana í nágrenninu. Öll loforð um samráð hafa verið svikin, sagði Magnús, það hefur ekkert tillit verið tekið til óska íbúanna. Hann sagði fróðlegt að rifja þetta upp, einmitt þegar verið væri að ræða um lýðræði í borginni. Magnús sagði að fyrir kosningar hefði þáverandi minnihluti gefið mörg og stór fyrirheit. Þetta hefði verið svikið, og hefðu meira að segja sumar nefndir borgarinnar vítt þessar starfsaðferðir. „Mönnum sem ekki fara eftir óskum borgarbúa, eða L. Sveinsson taka tillit til þeirra, ferst ekki að tala um einræðishneigð hjá öðrum flokkum," sagði Magnús. Kvað hann þess fjölmörg dæmi, að ekkert sam- band eða samráð hefði verið haft við borgarbúa, þrátt fyrir að þeir óskuðu eftir því. Fólkið ekki virt svars Þá kom í ræðustól Elín Pálma- dóttir (S). Sagði hún að fólkið í borginni væri ekki einu sinni virt svars, þegar það óskaði eftir viðræðum við borgina. Sagði hún að nú ætti að setja niður nokkrar byggingar á svæðinu, sem hægt væri að byrja á fyrir vorið. Hins vegar væri með því verið að taka útivistarsvæði framtíðarinnar undir byggingar, vegna þess að ódýrt væri að byggja þar. Sagði hún að samþykkt skipulagsnefndar ætti við um byggingu nokkurra húsa á þessu svæði, en ekkert meira. Því hefði verið gengið fram hjá þeim arkitekt- um sem unnið hefðu verðlaunatillög- una um skipulag svæðisins. Ekkert tillit væri tekið til tillögunnar, það væri ekkert eftir henni farið. Þá fór Elín fram á að væntanlegar fram- •kvæmdir yrðu kynntar íbúum hverf- isins. Aldrei betur kynnt en nú Þá talaði Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar (Abl.). Hann sagði lítið tilefni til þess að ræða þetta deiliskipulag, því ákvörð- un um það hefði verið tekin fyrir löngu. Það væri búið að ákveða að byggja á svæðinu. Þá sagði Sigurður að það væri ljóst að sá þáttur skipuíagsmála, sem væri kynning fyrir borgarbúa, hefði aldrei verið betur ræktur en nú. Kvaðst hann geta fullyrt um það, vegna 8 ára setu sinnar í skipulags- nefnd. Síðan sagði Sigurður að mikil umræða hefði orðið vegna svokallað- rar þéttingar byggðar og því væri ekki hægt að segja að þær hugmynd- ir hefðu ekki verið kynntar. Kvaðst hann ekki sjá að slælega hefði verið staðið að þeim málum. Upplýsti Sig- urður í framhaldi af þessu að kynna ætti borgarbúum næstu úthlutanir um aðra helgi. Þá sagði Sigurður að enn gæti fólk komið fram með óskir sínar varðandi skipulagið og einnig mótmælti hann því að meðferð máls- ins hefði verið óeðlileg. Síðastur talaði Magnús L. Sveins- son (S). Kvað hann fróðlegt að heyra Sigurð Harðarson segja að ekki væri hægt að kynna skipulagstillöguna nú, en til stæði að kynna hana þegar hún hefði hlotið samþykki. „Hvers vegna er ekki hægt að fara að ósk umhverfismálaráðs og kynna íbúum skipulagstillöguna?“ sagði Magnús. Sagði hann að svo virtist sem for- maður skipulagsnefndar, Sigurður Harðarson, hefði komið í veg fyrir það að ósk umhverfismálaráðs um kynningu hefði verið framkvæmd. Sagði Magnús að þótt Sigurður Harðarson segði að hægt væri að kynna skipulagið þegar það hefði hlotið samþykki, þá væri ekki auð- velt að fá því breytt þegar málum væri svo komið. „Telur Sigurður Harðarson að auðvelt sé að verða við óskum borgaranna um breytingar á skipulaginu, þegar það hefur þegar verið samþykkt?" sagði Magnús. „Dettur nokkrum manni það í hug að það séu rétt vinnubrögð, að láta fólk halda að auðvelt sé að breyta sam- þykktu skipulagi?" Kvað Magnús sjálfsagt að leita álits íbúanna á skipulagi, áður en það væri sam- þykkt. Magnús sagði að það sæmdi ekki formanni skipulagsnefndar að reyna að blekkja borgarbúa og borg- arfulltrúa. Davíð Oddsson um útvarpsviðtal við Sigurjón Pétursson: Rangfærslur, ósannindi og stolnar fjaðrir einkenndu útvarpsyiðtalið Talaði ekki í blekkingum, segir Sigurjón DAVÍÐ Oddsson, borgarfulltrúi Sjilfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega útvarpsþátt, við umræður utan dagskrár á fundi borgarstjórnar sl. fimmtu- dag, eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu í gær. Sigurjón Pétursson, forseti borg- arstjórnar, en að honum beindist gagnrýnin, svaraði Davíð í ræðu og hóf hann mál sitt á því að gera at- hugasemd við það hvernig ræðu Davíðs hefði borið að. Sagði hann að hægur vandi hefði verið fyrir Davíð að óska eftir umræðum þessum fyrirfram, en ekki taka til máls utan dagskrár. í ræðu sinni vitnaði Davíð til frásagnar í Þjóðviljanum, þar sem sagt var frá útvarpsþættinum, og sagði Sigurjón að tvær missagnir, eða misprentanir, væru í viðtalinu sem birtist í Þjóðviljanum. Varðandi gagnrýni Davíðs á um- mæli Sigurjóns vegna Hitaveitu Reykjavíkur, sagðist Sigurjón ekki hafa talað í blekkingum. Vandi Hita- veitunnar ætti sér sögu frá árinu 1970, enda hefði hitaveitustjóri margsagt það sjálfur. Sagðist Sigur- jón telja „vísitöluleikinn" svokallaða „stórhættulegan". Varðandi kaup borgarinnar á 40 strætisvögnum, sagði Sigurjón að hann hefði ekki reiknað með því að menn héldu að hann hefði átt við að vagnana ætti að kaupa á einu ári, það væri misskilningur. Um Ikarus- vagnana sagði Sigurjón að hann hefði verið spurður um hvort ekki hefði verið hægt að leysa þá út vegna fjárskorts. Hann sagðist hafa sagt sem satt væri að hann hefði þá um daginn verið að taka á móti þessum vögnum, — enda hefði ekki verið spurt um hvers vegna vagnarnir hefðu ekki verið leystir út fyrr. Sagði Sigurjón það hafa dregist vegna fjárskorts. Ef menn vildu fá það svar, þá hefðu þeir átt að spyrja um það. Varðandi stjórnkerfismál, sagði Sigurjón að spyrill hefði m.a. spurt, hvort hægt væri að leggja að jöfnu meirihluta Sjálfstæðisflokksins og einræðiskerfi úti í heimi. Kvaðst Sigurjón hafa svarað spurningunni á þann hátt að stjórnkerfið, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í meirihluta, hefði verið þannig upp- byggt að einn maður, oddviti borgar- stjórnarflokksins, hefði verið ábyrg- ur, hann hefði tekið ákvarðanir og verið æðsti embættismaðurinn. Þeg- Sigurjón Pétursson ar svo væri komið væri of mikið vald á einni hendi og sagðist hann hafa líkt því við virkt einræði, en ekki harðræði og kúgun. Varðandi skattamál sagði Sigur- jón að það væri rétt hjá Davíð að fasteignamaúð í Reykjavík væri hærra en úti á landi, en hins vegar væru tekjur fólks úti á landi yfirleitt hærri og þar nteð útsvarið. Þá sagði Sigurjón að spurning um leiguíbúðir hefði verið þannig orðuð, að spurt hefði verið um, hvað meiri- hlutinn hefði beitt sér fyrir bygg- ingu margra slíkra íbúða. Kvaðst hann hafa sagt sem satt væri að þær væru 40. Ekki hefði verið spurt um hve margar íbúðir hefðu verið b.vggðar. Þá vék Sigurjón máli sínu að Borgarleikhúsi og sagðist játa að sér hefði orðið þar á missögn, þegar Davið Oddsson hann sagði að bygging leikhússins hefði hafist þegar dánargjöfin kom fram. Hið rétta væri að byggingin hefði hafist að nýju, orðin „að nýju“ hefðu átt að vera með, hitt væri mis- mæli. Sigurjóni gekk illa að fóta sig Að máli Sigurjóns loknu talaði Davíð Oddsson. Hann sagðist ekki hafa átt von á því að Ríkisútvarpið myndi láta ósannindi Sigurjóns standa ein, hann hefði talið að út- varpinu þætti ekki óeðlilegt að gefa stjórnarandstöðunni kost á að svara fyrir sig. En þegar hann hefði séð að það væri ekki ætlun útvarpsins, hefði hann ákveðið að taka málið upp á vettvangi borgarstjórnar. Þannig væri þessi umræða til komin. Þá sagði Davíð, að Sigurjóni hefði gengið illa að fóta sig í ræðunni og gert því skóna að blaðamaðurinn hefði ekki vitað um hvað hann væri að spyrja og því hefðu spurningarn- ar misskilist. Þá benti Davíð á nokkur atriði í ræðu Sigurjóns, m.a. það, að þó verið væri að teikna 40 leiguíbúðir, þá væru þær enn ekki komnar í bygg- ingu. Það væri mergurinn málsins. Varðandi yfirlýsingar Sigurjóns um „virkt einræði“ í borginni á valdaár- um Sjálfstæðisflokksins, þá væru þær með eindæmum ósmekklegar og reyndar alrangar, enda kæmi það ekki á óvart að orðið lýðræði velktist fyrir Sigurjóni Péturssyni og flokksbræðrum hans. Hins vegar væri tvennt sem stæði upp úr viðtalinu við Sigurjón, það væru rangfærslur hans og ósannindi og stolnar fjaðrir, fjaðrir sem hann reyndi að skreyta sig með, en ætti engan heiður af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.