Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
Æskir leyfis að hafa
varðhunda við höfnina
FYRIRTÆKIÐ Securitas hefur sent
borgarráði umsókn um heimild til aó
hafa varóhunda á afmörkuóum sva-«V
um í borginni, meðal annars vid hnfn-
ina. „llmsókn þessi er vegna sér
stakra aóstæðna vió höfnina og á öór
um vörugeymslusvæóum. Við höfum
tekið að okkur öryggisgæzlu meóal
annars vió höfnina og þar sem þar er
víða skuggsýnt, þá er ekki forsvaran-
legt að láta menn sinna öryggisgæzlu
án einhvers konar tryggingar, því
víða geta óvelkomnir menn leynzt í
skúmaskotum. I»ví höfum við farið
fram á að hafa varðhunda, og þá til
að gæta öryggis manna okkar," sagði
Jóhann Oli Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, í samtali við
Mbl.
„Ég legg ríka áherzlu á, að hund-
arnir eru ætlaðir til öryggis
mönnum, en ekki árásar. Það er
alkunna að þjálfaðir hundar eru
mjög þefnæmir og geta því gert ör-
yggisgæzlumönnum viðvart í tíma
og einnig eru þeir mjög næmir á ef
eldur er laus.
Þessir hundar munu aldrei
ganga lausir, heldur ávallt í bandi
öryggisgæzlumanns. Þessi beiðni
okkar var lögð fram á þriðjudag og
hefur verið send borgarlögmanni
til umsagnar. Ég vænti þess, að
undanþága fáist frá hundabanninu
á sama hátt og Tollvörugeymslan
fékk, en hefur að vísu ekki nýtt
sér,“ sagði Jóhann Óli.
Útivistarferd ad
Gullfossi og Geysi
ÚTIVIST efnir á morgun, sunnudag,
til ferðar að Geysi og Guilfossi og er
ráðgert að skoða Gullfoss í klaka-
böndum og sjá Geysisgos, en þau
hafa verið tíð að undanförnu.
Jón I. Bjarnason, annar farar-
stjóranna, sagði Usamtali við Mbl.,
að Útivist hefði fengið tilskilin
leyfi frá menntamálaráðuneytinu
og Geysisnefnd til þess að fara
austur með sápu og setja í hverinn
til að framkalla gos. — Við von-
umst til að geta sýnt ferðalöngum
Geysi í allri sinni reisn, sagði Jón
ennfremur.
Það kom fram hjá Jóni I.
Bjarnasyni, að þetta væri þriðja
ferðin á árinu, sem Útivist færi til
að skoða Gullfoss í klakaböndum
og hefðu liðlega 200 manns tekið
þátt í fyrri ferðum. Auk þess að
skoða Gullfoss og Geysi er svo
ráðgert að fara heim í Haukadal,
þar sem Bergþórsleiði og skógur-
inn verða skoðaður. Lagt verður
upp frá Umferðarmiðstöðinni
klukkan 10.00.
Egill í Norræna húsinu
EGILL Eðvarðsson listamaður heldur sýningu á 67 myndum í Norræna
húsinu dagana 23. janúar til 7. febrúar nk. Á myndinni, sem myndin
sýnir, kemur ýmislegt við sögu hjá Agli í byggingunni, sófi, skór, fjöl-
skyldumynd og ritað mál. Sýningin er opin daglega frá kl. 2—10.
Heimdallur FUS:
Margeir Pétursson tefl-
ir fjöltefli í Valhöll
MARGKIR Pétursson, alþjóðlegur
meistari í skák, teflir fjöltefli í Sjálf-
stæðishúsinu Valhöll, við Háaleitis-
braut, í dag klukkan 14 á vegum lieim-
dallar, félags ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík. í frétt sem Morgunblaðinu
hefur borist frá Heimdalli, segir að all-
ir séu velkomnir í Valhöll í dag á með-
an húsrúm leyfir, hvort heldur sé til að
fylgjast með fjölteflinu, eða til að taka
þátt í því. Kinkum séu þó yngri Heim-
dallarfélagar hvattir til að fjölmenna,
og spreyta sig gegn Margeiri.
Atvinnumálafundi
sjálfstæðis-
manna frestad
Fundi Sjálfstæðisflokksins um
atvinnumál, sem halda átti í Vest-
mannaeyjum í dag, kl. 16, hefur
verið frestað af óviðráðanlegum
orsökum um óákveðinn tíma. Nán-
ar verður sagt frá fundartíma síð-
ar en ræðumenn áttu að vera Ólaf-
ur G. Einarsson, alþingismaður og
Matthías Bjarnason, alþingismað-
ur.
Margeir l’étursson, alþjóðlegur meist-
ari í skák.
Þátttakendur verða að koma með
töfl, og þátttökugjald er 40 krónur
fyrir hvern þátttakanda. Teflt verð-
ur í vestursal Valhallar, á jarðhæð
hússins.
Margeir Pétursson er sem kunn-
ugt er einn efnilegasti skákmaður
íslendinga um þessar mundir, og
hefur að undanförnu getið sér gott
orð á skákmótum víða um heim.
(Frétt frá Heimdalli.)
Ný sundlaug að
Kleppjárnsreykjum
Korgarfirði í ofanverðum janúar.
í LOK síðasta árs var lokið við að
reisa sundlaug við grunnskólann á
Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal.
Þótt Kleppjárnsreykjaskóli
standi við vatnsmikinn hver þá
hefur öll sundkennsla farið fram í
laug Héraðsskólans í Reykholti í
þessi 20 ár, sem Kleppjárnsreykja-
skóli hefur starfað.
Má þakka tilurð sundlaugar-
innar m.a. því að ungmennafé-
lagið, kvenfélagið, o.fl. hafa
styrkt bygginguna með fjár-
framlögum og öðru, er flýta
mætti fyrir byggingu hennar.
Enn vantar búningsklefa við
sundlaugina og er ekki vitað,
hvenær þeir verða tilbúnir.
Jafnframt má minna á að-
stöðuleysið, sem almenn lík-
amsrækt fær að búa við í Klepp-
járnsreykjaskóla. Þar er verið af
veikum mætti að sprikla í einum
ganginum fyrir framan kennslu-
stofurnar. Ér gangurinn 3 metr-
ar á breidd og 15 metrar á lengd.
Sjá menn, hversu erfiðlega geng-
ur að vera í leikfimi á svo litlu
svæði. Og því ekki nema eðlilegt,
að krakkarnir þurfi að ærslast
dálítið í tímum til þess að fá út-
rás. Þar er þó alla vega stærra
svæði til þess að atast á.
— Fréttaritari.
Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR:
Akstur SVR um Laugaveg
hefur lengi verið erfiður
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Eirfki
Asgeirssyni, forstjóra Strætisvagna
Reykjavíkur.
Ritstjórn Morgunblaðsins.
í grein í blaði yðar hinn 21. þ.m.
um fund Kaupmannasamtakanna
varðandi stöðumæla við Lauga-
vegi segir m.a. svo:
„Sigurður Haraldsson, kaup-
maður, sagði að tölur um tíma
strætisvagna við að aka niður
Laugaveginn, sem forstjóri
strætisvagnanna hefði gefið
upp, væru mjög villandi. For-
stjórinn segði, að tíminn gæti
verið á bilinu 10—25 mínútur,
en samkvæmt mælingu, sem
hann hefði sjálfur gert væri
þessi tími á bilinu 8—11 mínút-
ur. Sömu niðurstöður hefðu
komið fram hjá Kaupmanna-
samtökum Islands, sem hefðu
framkvæmt tímamælingu."
Vegna þessara ummæla tel ég
rétt að skýra frá því að fram hafa
farið tímamælingar í 3 skipti, þrjá
föstudaga á tímabilinu kl. 13—18.
Þessar tímamælingar voru gerðar
22. ágúst, 13. nóvember og 4. des-
ember 1981. Tímamælingarnar
framkvæmdu allir vagnstjórar á
þeim 18 vögnum sem um Lauga-
veginn aka á hverri klukkustund.
Niðurstaðan varð þessi:
22.08. 1981 reyndist aksturstím-
inn 4—13 mín. 13.11 1981 reynd-
ist aksturstíminn 4—15 mín.
04.12. 1981 reyndist aksturstím-
inn 4—18 mín.
Þessar eru staðreyndirnar í
málinu.
I téðum ummælum er eftir mér
haft, að tíminn gæti verið á bilinu
10—25 mínútur. Þarna gætir
nokkurrar ónákvæmni, í meðferð
talna, og skeikar um 5 mínútur, —
10—20 mínútur hefi ég sagt því í
undantekningar, tilvikum hefur
aksturstíminn teigst upp í 20 mín-
útur.
Vegna þeirra umræðna og
blaðaskrifa, sem fram hafa farið
um mál þetta, tel ég rétt, að fram
komi, opinberlega, greinargerð
mín, sem fylgdi tillögu stjórnar
SVR til borgarráðs um þetta mál:
„Eitt megin einkenni á þjónustu
almenningsvagna er að aka þarf
skv. fyrirfram gerðri tímaáætl-
un. Til þess að fólk laðist að
þessari þjónustu, er mikils um
vert að treysta megi stundvísi
vagnanna. Umferðartafir eru
hvað hvimleiðastar og valda því,
að farþegar, sem ætla að skipta
um vagna, missa af þeim, en
vagnstjórar lenda í erfiðleikum
Akranes:
við að reyna að ná tímaáætlun á
ný. Farþegar standa síðan á við-
komustöðum annars staðar á
leiðunum og bíða óþolinmóðir,
oft við erfiðar aðstæður í mis-
jöfnu veðurfari.
Akstur um Laugaveg hefur um
árabil reynst strætisvögnum
erfiður. Eru þess mörg dæmi, í
viku hverri, að vagnar séu frá 10
mínútum og allt upp í 20 mínút-
ur að aka frá Hlemmi niður í
Lækjargötu, vegarspotta, sem
aðeins er 1220 metra langur, en
aksturstími þennan spöl er
áætlaður og tilgreindur í leiða-
bók aðeins 5—6 mínútur."
Með þökk fyrir birtinguna,
Kiríkur Ásgeirsson.
Unnur Jensdóttir og Jónína
Gísladóttir með tónleika
IJNNUR Jensdóttir söngkona og Jón-
ína Gísladóttir píanóleikari halda tón-
leika í Tónlistarskólanum á Akranesi, í
dag, og hefjast þeir kl. 15.00. Á efnis-
skránni eru m.a. verk eftir Árna Thor-
steinsson, Sigvalda Kaldalóns, Brahms,
Dupare, Rachmaninoff og Rossini.
Unnur Jensdóttir er fædd í
Reykjavík. Hún stundaði nám við
Söngskólann í Reykjavík og London.
Hún er nú söngkennari við Tónlist-
arskólann á Akranesi.
Jónína Gísladóttir er fædd í
Reykjavík. Hún stundaði nám við
TónlistarSkólann í Reykjavík og er
núna píanókennari og undirleikari
við Nýja Tónlistarskólann og
Söngskólann í Reykjavík.
Þær Unnur og Jónína héldu tón-
leika í Norræna húsinu 10. janúar sl.
fyrir fullu húsi.
Aðgöngumiðar að tónleikunum á
Akranesi í dag verða seldir við inn-
ganginn.
Jónína Gísladóttir píanóleikari og
llnnur Jensdóttir söngkona.