Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 16

Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 Þar sem mikil blaðaskrif hafa verið um Bifreiðastöð Steindórs sf., sl. tvær vikur, þar sem ýmsu hefir verið haldið fram, bæði af fyrirsvarsmönnum Frama, úthlut- unarmönnum atvinnuleyfa leigu- bílstjóra í Reykjavík svo og af starfsmönnum samgönguráðu- néytsins, sem gefur alrangar hugmyndir um málið, tel ég nauð- synlegt m.a. til að viðhalda minn- ingu föður míns Steindórs Ein- arssonar, brautryðjanda í leigu- bílaakstri hér á landi, að rekja gáng mála frá byrjun til dagsins í dag, og til að leiðrétta þau stór- yrði sem varpað hefir verið fram almennt í fjölmiðlum um sölu Bif- reiðastöðvar Steindórs sf. Stendór Einarsson hóf rekstur Bifreiðastöðvar Steindórs í Ráða- gerði árið 1914. Arið 1916 var stöð- in flutt að Hótel íslandi og 1919 að Aðalstræti 3 og Hafnarstræti 2, þegar stöðin keypti eignir Duus- verziunar. Fékk stöðin leyfi bæj- aryfirvalda fyrir rekstri sínum. Allt frá byrjun hefir Bifreiða- stöð Steindórs verið rekin sem sjálfstætt fyrirtæki og sá Steindór heitinn Einarsson um reksturinn fyrstu árin einn. Uppúr 1920 fer svo Sigurður E. Steindórsson að aðstoða föður okkar við rekstur fyrirtækisins og starfaði við það til dauðadags 1974 eða í um 54 ár. Undirritaður hóf og að starfa við fyrirtækið árið 1940 og starfaði við það til sl. áramóta eða í um 41 ár. Er Steindór Einarsson lést árið 1966 var hann búinn að reka fyrir- tækið í 52 ár. Fram skal tekið að við feðgarnir höfðum allir meirapróf bifreiða- stjóra og ókum því í byrjun bílum okkar ásamt starfsmönnum. Árið 1936 hóf Sigurður E. Steindórsson að reka sjálfur leigu- bíla á Bifreiðastöð Steindórs fyrir eigin reikning og gerði það til dauðadags 1974, en þá tók kona hans við svo og synir. Sama gerði undirritaður frá 1942 og gerði all- an tímann sem hann vann við reksturinn. Var þessi bifreiðarekstur í fyllsta máta löglegur allan tím- ann, þar sem hér var um að ræða löglegt fyrirtæki sem rekið var með öllum þeim opinberu leyfum sem þurfti. Þegar Steindór Einarsson fór að eldast og reksturinn ekki farinn að bera sig sem skyldi, lét hann eitt þekktasta lögfræðifyrirtæki borgarinnar athuga fyrir sig með sölu á fyrirtækinu með öllum gögnum þess og gæðum. Álit lögfræðifirmans var það að heimil væri sala á fyrirtækinu sem heild með öllum gögnum þess og gæðum þ.m.t. rekstrarleyfi stöðvarinnar á 45 leigubílum. Þetta lögfræðilega álit var gefð árið 1965, eða ári áður en Steindór Einarsson lést. Var fyrirtækið þá búið að starfa í 51 ár. Árið 1951 rituðu þeir Bergsteinn Guðjónsson, form. Bifreiðastjóra- félagsins Hreyfils og Friðleifur I. Friðleifsson form. Vörubílastöðv- arinnar Þróttar, greinargerð til Alþingis um nauðsyn þess að sett yrðu lög um takmörkun á fjölda leigubíla í Reykjavík. Beiðni þessi mun hafa verið sett fram vegna þess að fjöldi leigubíla í Reykjavík var talinn vera of mikill og þá sér- staklega að mikill fjöldi var af svonefndum „hörkurum", sem voru í fullri vinnu annarsstaðar, en óku á kvöldin og um helgar og tóku því verulega hluta af leigu- akstrinum til sín, enda höfðu þeir fæstir aðsetur á bifreiðastöð. Þetta mun hafa verið aðal- ástæðan hjá bílstjórafélögunum til lagasetningabeiðnarinnar. Umræður á Alþingi fylla um 93 blaðsíður í Alþingistíðindum og voru þingmenn ekki ásáttir um frumvarp þetta, þar sem talið var m.a. varhugavert að veita ákveðn- um stéttum slík sérréttindi. Frumvarpið dagaði upp á alþingi en var tekið upp árið eftir og sam- þykkt með naumum meirihluta. Lög þessi voru nr. 23/1953. Með þessum lögum var ákveðið að allir leigubílar skyldu hafa afgreiðslu frá stöð, sem fengið hefði viður- kenningu bæjarfélags svo og að heimilt væri að takmarka fjölda leigubíla. Það sem ritað hefir verið hér í „Það er von mín að leysa megi mál þetta á friðsamlegn hátt og að dómstólar landsins verði látnir skera úr um ágreining þennan eins og gengur og gerist í lýð- ræðislöndum, en of- stopamenn fái ekki að vaða upp með meiðyrði á saklaust fólk.“ málsgreininni hér að ofan á einnig við um frumvarp til breytinga á lögum nr. 23/1953, sem fram kom á Alþingi 1954 þar sem í lög var sett „að óheimilt sé að skerða at- vinnuréttindi þeirra manna, sem á lögmætan hátt stunda leigubif- reiðaakstur ... þegar lögin taka gildi". Þá var og kveðið á um að leyfi til leigubifreiðaraksturs skv. lögum megi aðeins veita skv. reglugerð. Lög þessi voru samþykkt á Al- þigni eftir mikla umræðu og voru alþingismenn ekki á einu máli um þessi lög enda samþykkt með litl- um meirihluta í báðum deildum Alþingis. Lög þessi voru nr. 25/1955. Athyglisvert er að Alþingi gerir þá breytingu frá frumvarpinu að bætt er í það ákvæðinu um að óheimilt sé að skerða atvinnurétt- indi þeirra sem á lögmætan hátt stunda leigubílaakstur, þegar lög- in taka gildi. Ennfremur bætir Al- þingi við frumvarpið að leyfum til leiguaksturs megi einungis ráð- stafa með reglugerð sem kveði á um að við ráðstöfun slíkra leyfa skuli þeir, sem áður hafa stundað akstur leigubíla, sitja fyrir um leyfi. Ljóst er að Alþingi taldi nauð- synlegt að setja slikan varnagla um rétt þeirra sem stundað höfðu þessa starfsemi, þar sem það taldi varhugavert að einstaka stéttarfé- lag hefði slíkt vald sem frumvarp- ið gerði ráð fyrir. Við yfirlestur umræðna á Al- þingi um þessi mál kemur ljóslega fram uggur í alþingismönnum um veitingu slíkra sérréttinda til ein- stakra stétta. Reglugerð nr. 13/1956 var svo gefin út þ. 9. febr. 1956 skv. lögun- um frá 1955. í 3. gr. reglugerðar- innar segir m.s. „Leyfin skulu tölusett og bundin við nafn leyfis- hafa. Engum má úthluta fleira en einu atvinnuleyfí, nema BifreiðastöÓ Steindórs, sem skal fá 45 atvinnu- leyfí af þeirri tölu leigubifreiða, sem leyfð er.“ Skýringin á því að Bifreiðastöð Steindórs fékk 45 leyfi mun hafa verið sú að þegar lögin frá 1955 tóku gildi rak stöðin 45 leigubíla. Úthlutunarmenn atvinnuleyfa Kristján Sigurgeirsson og Berg- steinn Guðjónsson, gáfu út þessi 45 leyfi sem öll eru stíluð á Bif- reiðastöð Steindórs, þ. 25. maí 1956 og sendu stöðinni leyfin. Þetta er eina tilvikið á landi hér sem atvinnuleyfi til leigubílaakst- urs hefir verið gefið út á fyrirtæki. Það hefir ávallt verið skilningur Eftir Kristján Steindórsson eigenda Bifreiðastöðvar Steindórs og þeirrá lögmanna sem hún hefir ieitað til, að leyfin 45 væru óað- skiljanlegur hluti fyrirtækisins. Stöðin hafi verið búin að starfa í 42 ár áður en reglugerðin var sett og því löghelgað sér þennan starfsrétt. Má í þessu sambandi benda á sem hliðstæðu lyfsöluleyf- ið í Reykjavíkurapóteki svo og lyfsöluleyfin í Laugarnesapóteki og Akureyrarapóteki. Rétt er að ítreka að rekstrar- Ieyfin til Bifreiðastöðvar Stein- dórs eru veitt fyrirtækinu, en ekki Steindóri heitnum Einarssyni persónulega. Segir það sína sögu um skilning stjórnvalda á þessu leyfamáli. Steindór Einarsson andaðist í nóvember 1966 og tóku þá synir hans Sigurður og Kristján við stjórn félagsins, en Sigurður hafði þá unnið við fyrirtækið í 46 ár en Kristján í 26 ár. Höfðu þeir báðir á þessum tíma ekið leigubílum frá stöðinni, verið stjórnendur hennar og gert út eigin bíla frá stöðinni, ásamt börnum sínum og systur. Þann 18. janúar 1967 berst fyrirtækinu bréf frá Bifreiða- stjórafélaginu Frama, undirritað af Bergsteini Guðjónssyni, þar sem óskað er að hin 45 leyfi verði afhent félaginu. Svar fyrirtækis- ins til Frama var á þá leið að beiðni þess um afhendingu hinna 45 leyfa hefði enga lagastoð þar sem sérreglur giltu um Bifreiða- stöð Steindórs, sem ætti leyfin, þar sem Steindór Einarsson hefði ekki verið handhafi þeirra og því giltu ekki reglur um einstaklinga, heldur sérreglur um Bifreiðastöð Steindórs sem fyrirtækis. Að ráði lögg. endurskoðenda var ákveðið að stofna félag um rekstur stöðvarinnar, annaðhvort hlutafé- lag eða sameignarfélag, sem yrði eign erfingja Steindórs Einars- sonar og konu hans. í framhaldi af þessari ákvörðun var Samgönguráðuneytinu ritað bréf dags. 26. janúar 1967, þar sem óskað var eftir að rekstrarleyfin yrðu yfirfærð á hlutafélag um Bif- reiðastöð Steindórs. Ráðuneytið svarar síðan erindi þessu með bréfi dags. 12. maí 1967 og til- kynnir að það geti ekki samþykkt yfirfærslu á hlutafélag, en sam- þykkir hinsvegar yfirfærslu á sameignarfélag, sem væri sam- eign erfingja Steindórs og konu hans. Með þessu leyfi ráðuneytisins töldu eigendur stöðvarinnar að skoðun ráðuneytisins félli saman við skoðun eigenda stöðvarinnar svo og lögmanna þeirra er leitað hafði verið álits hjá, þess efnis að sérreglur giltu um Bifreiðastöð Steindórs, eins og fram hafði kom- ið í fyrstu reglugerðum um þessi mál og svo ætíð síðan ótvírætt. Ef ráðuneytið hefði hinsvegar ekki fallist á að yfirfæra leyfin á sameignarfélagið, hefði það haft sama skilning á málinu og Frami. Þann 18. júlí 1968 ritar Bifreiða- stöð Steindórs sf., samgönguráðu- neytinu bréf og tilkynnir því stofnun og skrásetningu sameign- arfélags um stöðina. Loks er sent erindi til úthlutunarmanna at- vinnuleyfa dags. 19. ágúst 1968, þar sem farið er fram á umskrán- ingu rekstrarleyfa Bifreiðastöðvar Steindórs á sameignarfélagið, Svar úthlutunarmannanna til Bif- reiðastöðyar Steindórs sf., er dags. 4. septemher 1968 og er yfirfærsl- an samþykkt sbr. 1. mgr. bréfsins. Hinsvegar setyr úthlutunarnefnd- in skilyrði sbr. 2. mgr. bréfsins, sem strax var miótmælt, bæði við úthlutunarmennina og eins við ráðuneytisstjóra samgöngumála- ráðuneytisins, þar sem úthlutun- arnefndin var ekki talin hafa neitt vald til að setja fram nokkur skil- yrði, enda ekki um nein skilyrði að ræða í samþykki ráðuneytisins í bréfi dags. 12. maí 1967. Nú líða meira en 5 ár en þ. 3. ágúst 1972 sendir samgönguráðu- neytið Bifreiðastöð Steindórs sf. „reglur um Bifreiðastöð Steindórs sf.“, sem útgefnar voru 28. julí 1972. Þessum reglum var mótmælt með ábyrgðarbréfi fyrirtækisins dags. 10. ágúst 1972. Með þessum „reglum" var 5 börnum Steindórs Einarssonar „úthlutað" níu leyf- um hverju. Lokaákvæði reglna þessara var svohljóðandi.: „Reglu- gerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um leigubifreiðar, nr. 36. 9. maí 1970, staðfestist hérmeð til að öðlast þegar gildi og birtist til eft- irbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.“ Vegna mótmæla fyrirtækisins, sbr. bréfið 10. ágúst 1972, var reglugerð þessi aldrei birt í Stjórnartíðindum, eins og lögin frá 1943 gera ráð fyrir og öðlaðist því aldrei lagagildi. „Reglugerð" þessi frá 1972 stangaðist alfarið á við bréf ráðuneytsins frá 12. maí 1967, en þá samþykkir ráðuneytið án skilyrða að rekstrarleyfi megi yfirfærast á sameignarfélagið Bifreiðastöð Steindórs sf. Nú verður hlé á annað ár en þá fá börn Steindórs Einarssonar bréf frá úthlutunarmönnum at- vinnuleyfa dags. 7. nóvember 1973, þar sem tilkynnt er útgáfa 9 leyfa á hvern aðila og þeir beðnir um að sækja þau. Þessu bréfi úthlutunarmanna er svarað með bréfi dags. 20. nóv. 1973 og efni bréfs þeirra mótmælt og vísað á bug sem lögleysu og að engu hafandi. Segir ma. í bréfi fyrirtækisins: „Skiptir því ekki máli hver eða hverjir séu eigendur fyrirtækisins (Bifreiðastöðvar Steindórs sf.), hvort það er einn eða fleiri erfingjar Steindórs Einarsson- ar eða einhverjir aðrir.“ Verður nú 5 ára hlé á bréfa- skriftum úthlutunarmanna og Frama þar til 15. desember 1978, að Frami kemur enn á ný með þá fullyrðingu að börn Steindórs heitins Einarssonar séu leyfishaf- ar en ekki Bifreiðastöð Steindórs sf. Þessu bréfi Frama svarar fyrirtækið þ. 23. janúar 1979 og málflutningi Frama vísað á bug. í reglugerð nr. 219/1979 sem gefin er út af samgönguráðuneyt- inu þ. 9. maí 1979 og birt í Stjórn- artíðindum B-26/1979, segir í 6. gr. 5. mgr.: „Engum má úthluta fleira en einu atvinnuleyfí, nema Bifreiðastöð Steindórs sf„ sem nú hefir 45 atvinnuleyfí." Ljóst er af reglugerðarákvæði þessu frá því í maí 1979, að skilningur samgöngu- ráðuneytisins á árinu 1979, er sá að Bifreiðastöð Steindórs sf., sé rekin á leyfunum frá 1956, en ekki á „leyfum" barna Steindórs Ein- arssonar frá 1973, því ekkert er minnst á „reglugerðina" frá 1972 um að börn Steindórs Einarssonar séu leyfishafar. Vorið og sumarið 1981 fóru starfsmenn fyrirtækisns þess á leit að fá fyrirtækið keypt með gögnum þess og gæðum, þar sem fv. eigendur þess hugðu á sölu þess. Fóru fram samningaviðræður sem tóku nokkurn tíma m.a. vegna þess að núverandi eigendur, fv. starfsmenn fyrirtækisins, unnu að því að láta meta bifreiðar og lausafé fyrirtækisins og eins „goodwill" þess. Tókust samningar þ. 9. desember 1981 og tók samn- ingurinn gildi 1. janúar 1982. Ekk- ert ákvæði samningsins tekur til sölu á rekstrarleyfum, heldur er fyrirtækið selt með gögnum þess og gæðum eins og títt er um þegar eignir almennt eru seldar. Samningur þessi er ekki og hef- ir ekki verið neitt leyndarmál, heldur er hér um að ræða samning einkaréttarlegs eðlis. Samningur þessi var afhentur lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík vegna rannsóknar þess embættis á beiðni samgönguráðuneytisins um stöðvun á rekstri Bifreiðastöðvar Steindórs sf. með lögregluvaldi, sem síðar verður greint frá. Þegar vitnast fór að Bifreiða- stöð Steindórs sf., myndi skipta um eigendur barst börnum Steindórs Einarssonar bréf úthlutunarmanna dags. 16. des- ember 1981, þar sem hótað er aft- Nokkrar staðreyndir um Bifreiðastöð Steindórs sf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.