Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 40
r
Síminná OQnQQ
afgreiðslunni er OOUOO
3*lor£iinMní>ií>
iKigBtttlrliifrife
J Sími á ritstjórn HfHfln
ogskrifstofu: IU IUU
LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
, # Ljósm. MW_- ÓLK.M.
Útivera og íþrottir
Kkki myndi slá að þessum krökkum, þótt napurt blési úti við, en þarna eru þau að sýna útiklæðnað á tízkusýningu á sýningu
Skíðasambands íslands, „Útiveru og íþróttum". Sýningin var opnuð í gær og stendur áfram í dag og á morgun; til klukkan
22 annað kvöld.
Húsnæðisstofnun rfkisins:
Óskar eftir að greiða skuldir við
lífeyrissjóðina með skuldabréfum
Sex landa
samkomulag
um verndun
laxastofna
6 LANDA samkomulag með aðild
F.rnahagsbandalagsins um verndun
laxastofna á NorðausturAtlantshafi
var undirritað í Keykjavík í gær
kvöldi. Megin inntak samkomulags-
ins er að veiðar á laxstofnum, sem
ganga á milli lögsögusvæða, verði
ætíð bannaðar utan fiskveiðilögstigu
landanna og að nú verði laxveiðar
bannaðar utan 12 mílna nema við
Vesturtirænland, en þar má veiða
út að 40 mílum, og við Færeyjar, en
veiða má í allri lögsögu Færeyja.
Svæðinu er síðan skipt niður í
þrjú svæði og á hverju þeirra
starfar ein nefnd, sem ákveður
veiðiálag á hverju svæði fyrir sig.
liöndin, sem undirritað hafa
samninginn, eru Bandaríkin,
Kanada, Svíþjóð, Noregur, ísland,
Danmörk, fyrir hönd Færeyja, og
Kfnahagsbandalagið. Formlegur
samningur verður síðan undirrit-
aður í Reykjavík 23. febrúar
næstkomandi.
Þjófaflokkur
10 pilta
upprættur
Kannsóknarlögregla ríkisins hefur
handtekið 10 pilta á aldrinum 13 til
14 árá og einn 17 ára gamlan og hafa
þeir viðurkennt innbrot víðs vegar
um borgina, skemmdarverk og vesk-
isþjófnaði. Ýmist stálu þeir veskjum
úr fötum fólks á vinnustöðum, eða
hnupluðu þeim innan um marg-
menni. Alls eru þeir viðriðnir á milli
25 og 30 mál og nema upphæðir þær,
sem þeir hafa haft á óheiðarlegan
hátt, talsverðum fjárhæðum.
Eins og fram hefur komið í Mbl.
hafa 50 stöðumælar verið eyði-
lagðir það sem af er árinu og
munu pörupiltar þessir hafa kom-
ið þar mjög við sögu. Þeir brutu
upp stöðumælana og stálu pen-
ingaboxunum úr þeim. Þannig ollu
þeir umtalsverðu tjóni, því hver
mælir kostar um 3 þúsund krónur
nýr. Þá hafa þeir viðurkennt inn-
brot í veitingahúsið Arnarhól og
þaðan stálu þeir fé að andvirði á
milli 15 og 20 þúsund króna. Af
þessu fé komust 6 þúsund krónur í
ávísunum til skila.
Það eru einkum 6—7 piltar úr
þjófaflokki þessum, sem hafa ver-
ið ötulastir. Sumir þessara pilta
hafa komið við sögu hjá Rann-
sóknarlögreglunni undanfarnar
vikur og mánuði.
IIIISNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur
sent út dreifibréf til lífeyrissjóðanna í
landinu, þar sem óskað er eftir því að
stnfnunin fái að greiða með skulda-
bréfum afborganir, vexti og verðbætur,
af skuldabréfalánum þeim er Bygg-
ingasjóður ríkisins hefur tekið á und
anförnum árum hjá lífeyrissjóðunum. í
bréfinu, sem undirritað er af Sigurði E.
(æðmundssyni, framkvæmdastjóra
Húsnæðisstofnunar, segir svo meðal
annars: „Er hér um geysiháar fjárhæð-
ir að ræða. Ljóst er, að ætti stofnunin
þess kost að greiða þetta fé að meira
eða minna leyti með skuldabréfum,
kæmi það sér afar vel fyrir hana.
Þeim eindregnu tilmælum er því
hér með beint til stjórna lífeyris-
sjóðanna, að þær taki við greiðslum
þessum í formi skuldabréfa Bygg-
ingasjóðs ríkisins. Væri það mögu-
legt myndi það létta sjóðnum mjög
róðurinn á næstu mánuðum.
Þessum eindregnu tilmælum er
hér með komið á framfæri."
Sigurður E. Guðmundsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að alls væri hér um að ræða
50 milljónir króna, sem greiðast
ættu nú í ársbyrjun. í janúarbyrjun
hefðu 14 milljónir króna verið
endurgreiddar, í reiðufé, og nú væri
verið að greiða 16 milljónir króna,
sem einnig væru að mestu leyti
greiddar í peningum. Eftir stæðu þá
20 milljónir króna sem ætti að
greiða um eða eftir mánaðamótin.
Væri vonast til að sem mest af þeirri
upphæð mætti endurgreiða með
skuldabréfum. Sigurður kvað þó alls
ekki útlit fyrir að öll upphæðin feng-
ist greidd með þeim hætti, það væri
óraunhæft, en of snemmt væri að
segja til um hve stór hluti hennar
fengist greiddur á þann hátt.
Að sögn Sigurðar hefur þessi hátt-
ur verið hafður á undanfarin 3 til 4
ár, að Húsnæðisstofnun hefði farið
fram á að greitt yrði af lánum með
þessum hætti. Þessar óskir nú væru
því ekki einsdæmi. Um það hvort ósk
þessi sýndi ekki slæma fjárhags-
stöðu Húsnæðisstofnunar sagði Sig-
urður, að um það mætti deila. Ekki
væri útlit fyrir annað en unnt yrði
að standa við allar skuldbindingar
sem unnt væri að sjá fyrir hjá stofn-
uninni, og staðan að því ieyti ekki
slæm. I desember hefði á hinn bóg-
inn verið tekið 40 milljóna króna lán
hjá Seðlabankanum, sem þyrfti að
endurgreiða í febrúarbyrjun. Tækist
ekki að fá lífeyrissjóðina til að taka
við greiðslum í skuldabréfum yrði
ekki unnt að standa við skuldbind-
ingarnar gagnvart Seðlabankanum,
en þar yrði að hafa í huga að ríkis-
sjóður hefði gengist í bakábyrgð
fyrir láninu, ef stofnuninni tækist
ekki að standa í skilum. Þrátt fyrir
fjárþörf Húsnæðisstofnunar væri
því ljóst að staðið yrði í skilum bæði
við Seðlabankann og þá aðila er rétt
ættu í húsnæðislánum.
Lesendaþjónusta Morgunblaðsins:
Spurt og svarað
um skattamál
Hringið í síma 10100 kl. 13—15
MORGUNBLAÐIÐ mun veita lesendum sínum þá þjónustu í
sambandi vid skattaframtöl að þessu sinni ad leita eftir svörum
og upplýsingum við spurningum lesenda um skattamál. Hefst
þessi þjónusta mánudaginn 25. janúar nk. Eru lesendur hvattir
tii að notfæra sér þessa þjónustu og hringja í síma 10100 kl.
13—15 virka daga þar til framtalsfrestur er útrunninn. Verða
spurningar teknar niður og svara síðan aflað við þeim. Nauð-
synlegt er að nafn og heimilisfang fyrirspyrjanda fylgi með.
Flugleiðir:
Um 3,7% aukning á
Evrópuleiðum 1981
Um 14,9% samdráttur á Atlantshafinu
AIIKNING varð á farþegaflutningum Flugleiða til Evrópulanda á síðasta
ári um liðlega 3,7%. Alls flutti félagið 146.244 farþega á flugleiðum til
Evrópu, þ.e. til Bretlands, Nkandinavíu og meginlandsins á sl. ári, sam-
anborið við 140.968 farþega árið 1980.
Hins vegar varð um 2,2% sam- flutti félagið 138.766 farþega á
dráttur í innanlandsflugi félags-
ins á síðasta ári. Alls voru fluttir
216.562 farþegar á sl. ári, en til
samanburðar voru fluttir
221.356 farþegar árið 1980.
Þá varð um 14,9% samdráttur
í farþegaflutningum Flugleiða á
Atlantshafsflugleiðum, en alls
sl. ári, samanborið við 163.167
farþega árið 1980.
Til viðbótar við þetta flug hafa
svo Flugleiðir stundað leiguflug
víða um heim og vöruflutn-
ingaflug, en tölur um það liggja
ekki fyrir ennþá.