Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1982 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^ÍL il^ UJnt’U lf Barnauppeldi og hegðun unglinga Kinar Grétar Björnsson voru aðeins Utvegsbankinn og Landsbankinn, og komust þeir vel af með jjeningamál þjóðarinnar, ásamt þeim sparisjóðum sem þá störfuðu. Eg hef komið víða um heim en aldrei séð annað eins af bönkum og bankaútibúum og á höfuðborgarsvæðinu hér. Hvað kostar þetta þjóðina? Tökum til dæmis, Hull og Grimsby, þar sem á sínum tíma voru gerðir út 250 togarar og þar voru stórir fiskmarkaðir. Bæirnir voru með tvo banka hvor, íbúar í Grimsby um 80 þús. en í Hull rúml. 100 þús., en þar eru nú starfandi 3 bankar. Já, það er ekki öll vitleysan eins hér á landi. Ég spyr: Til hvers á að reisa seðlabanka uppá 18 þús. fermetra ef trúa má Jó- hannesi Nordal að gengishagnað- ur bankans sé tómar tölur. Væri ekki nær að láta hagnað af geng- isbreytingum renna í sjávarút- veginn aftur þaðan sem hann er kominn — og styrkja þannig und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar og lifibrauð, heldur en að byggja sex hæða höll undir tómar tölur. Einar Grétar Björnsson María Friðriksdóttir skrifar: Það hljómaði einkennilega í mínum eyrum sem Sigmundur Stefánsson á Selfossi sagði í sam- tali við sjónvarpsmenn á dögun- um. Ég sagði við heimilisfólk mitt þegar meðan á útsendingunni stóð: Þessi maður segir ekki satt! Hann hélt því blátt áfram fram að það væri lögreglan sem ætti sök- ina á ólátunum á Selfossi eftir áramótin. Ég hef aldrei heyrt ann- að eins bull og vitleysu. Þegar við komum hingað í at- vinnuleit fyrir rúmum 30 árum, en ég er af erlendu bergi brotinn, þá var ýmislegt hér sem í okkar aug- um var skrítið. Nú kem ég úr landi þar sem „agi“ er mikill og börn ólust upp við það að bera virðingu fyrir fullorðnu fólki, og þá ekki síst fyrir foreldrum sínum. Það þurfti aldrei að segja hlutina við okkur tvisvar. Þegar fullorðið fólk sagði „nei“, þá var það nei, manni datt ekki í hug að væla og suða eða stappa niður fæti, enn síður að sýna frekju og heimta. En hvað gera íslenzku foreldr- arnir? Fyrst er sagt nei, þá „láttu ekki svona“, og svo „Æ, elskan, því læturðu svona?, Jæja þá allt í lagi — en vertu þá góða barnið". Ef þetta er að ala upp börn, þá kann ég það ekki og mun aldrei sætta mig við þessa aðferð. Það eru ein- mitt þessi börn sem láta illa þegar eitthvað er um að vera — þau eiga fiest foreldra, sem voru unglingar og börn þegar við komum hingað fyrir 30 árum. Mér hefur líka alltaf fundist mikið sambandsleysi milli for- eldra og barna hér — ég hef kynnst hér mörgu fólki á þessum árum og satt að segja sakna ég þessarar hlýju innan fjölskyld- unnar, sem ég kynntist í heima- landi minu. Það eru svo dæma- laust mörg heimiii hér þar sem maður hefur á tilfinningunni að allir fari í taugarnar á öllum, hver og einn hugsar bara um sig og sitt, og engin vill taka tillit til annars. Það dásamlegasta sem ég veit er að maka manns þyki vænt um mann, að börnin manns elski mann og fjölskyldan sé heil og án tortryggni og öfundar. Og fyrir alla muni að fjölskyldan lifi fyrir sjálfa sig, en ekki fyrir Pétur og Pál, eins og þegar fólkið er alltaf að hugsa um hvað nágranninn segir eða gerir. Ég vil að foreldrar hafi meiri tíma til að sinna börn- um sínum og kenna þeim hvað er rétt og hvað er rangt. Og fyrir alla muni, iátið börnin ykkar finna að ykkur þyki vænt um þau, og ekki síður ættu hjón að sýna hvoru öðru ást og virðingu. Það er um seinan að gráta á grafarbakkan- um, lífið er svo stutt og hvi að gera það svona erfitt? Þess vegna á ekki að láta ofstækismenn stjórna unga fólk- inu. Unga fólkið hér er síst verra en annarstaðar en það er vandi að stjórna því á réttan hátt, og í mín- um augum er Sigmundur Stef- ánsson ekki rétti maðurinn tii þess. Ég vona að börn á Selfossi sjái að sér, því eitt er að vera kát- ur og annað að vera með skríis- læti. Ég elska glaða og káta ungl- inga. Eitt það dásamlegasta sem til er í heiminum er glöð æska, og ísienzk börn hafa enga ástæðu til annars en að elska lífið. Takið aftur upp lestur skipafrétta Kæri Velvakandi. Við erum hér nokkrar gamlar konur. Við vildum biðja þig að hjálpa okkur og koma því á fram- færi við Útvarpið að aftur verði byrjað að lesa skipafréttirnar eft- ir fréttir eins og áður. Við eigum syni og aðstandendur á milli- landaskipum, og fylgjumst alltaf með hvar þau voru stödd okkur til ánægju. Ég vona að Útvarpið sjái sér fært að taka skipafréttirnar upp aftur — það mætti t.d. fækka lögunum eitthvað í staðinn. Lína Friðbjörnsdóttir og fleiri gamlar konur. Nú er annar þessara vina minna farinn frá konu og börn- um fyrir nokkrum árum. Hann hætti ekki að drekka en minnk- aði það nokkuð. En svo kynntist hann annarri konu, sem hafði betra lag á drykkjufýsn hans, og er hættur öllu sulli með vín að mestu. Hin hjónin hanga enn saman, með öllum þeim vand- ræðum sem því fylgir og Arný þekkir svo vel. Því hefur verið haldið fram að áfengissýki sé ættgeng og ef til vill getur það átt við rök að styðjast ef menn eru ekki nógu viljasterkir. Ég hugsa að líf Árnýjar hafi ekki verið mikið blómum stráð og held að það væri bezt fyrir Árnýju að af- henda þessum drykkjusjúka eig- inmanni sínum ferðapassann — það virðist bezt fyrir þau bæði. Eg óska Árnýju gleðilegs árs með ósk um betri tíð með blóm í haga. spe*— • \Ackers1 POWER AND MOTION I CONTROL SYSTEMS | Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkcumboð á íslandi. Atlas hf ÁRMÚLA 7 SÍMI 26755 SAUÐFJÁRMERKI Baendur, sauðf járaektarfélög, búnaðarfélög Sauðf|ármerkin frá Reyk|alundi eru framleidd í samraði vift bændur og sauðf)arveikivarmr rik- isms Meikm eru framleidd eftir samræmdu litakerfi og áprcntuð meö bæjar- hrepps- og sýslunún’eri annars vegar en raðnumerum aö oskum bænda hins vegar Skriflegnr pantamr þarf aö gera með góðum tyrirvara til að trvggia afgreiðslu fyrir REYKJALUNDUR Soludeild 270 VARMÁ Mosfellssveit. Janúarblaðið er komiö, 56 síður, 83 árgangur. Nýir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaupbæti. Áskriftasími er 17336. ÆSKAH Laugavegi 56, Lindarbær Gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 21.00 til 02.00. Rútur Kr. Hannesson og félagar leika, söngkona Valgerður Þórisdóttir. Aðgöngumiðasala í Lindrbæ frá kl. 20.00, sími 21971. Gömludansaklúbburinn Lindarbæ. Avallt um helgar S7 LEIKHÚS W KjnunRinn Opiö til kl. 03.00. Kjallarakvöld aöeins fyrir matargesti. Miðar seldir milli kl. 14 og 16 fimmtud. og föstud. Spiluð þægileg tónlist. Boröapantanir eru i síma 19636. Spariklæónaöur eingöngu leyföur. Opið fyrir almenning eftir kl. 10. Njáll Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.