Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 mmmn „ þeparég Lit cx \>ig , dettur m'er \ Inug ab konqn f’ín hcifi ekki neitt sérlego. goban smeJck!" ... að sjá stjörnur þeg- ar þið hittist. TM Rag. U.S. Pat Off.-i* rlghts ranrvad * t98i Loe RngaMs TTtrm Syndkate mæðurnar. — Hér hjá mér er aldrei annar fiskur en glænýr fisk- ur! Vertu nú ekki að svekkja pabba þinn! Þessir hringdu . . . Með rauðan blett á hvítflibbanum Ása hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Ég var þakklát mínum gamla góða skólabróður frá Núpsskóla, honum Torfa Ólafssyni, þegar ég las svargrein hans 15. janúar í Morgunblaðinu um málefni kommúnista. Það eru ekki allir sem viðurkenna mistök sín og það fyrir alþjóð, en þessum velgefna manni hafa opnast augu fyrir hin- um hroðalegustu atburðum er hafa átt sér stað í löndum komm- únista, og væri vel ef fleiri þrosk- uðust frá þessum guðleysingjum. Ég minnist orða gamals skipstjóra sem sigldi oft til hafnarinnar Múrmansk. Hann sagði að ef ís- lenzkir kommúnistar sæju með eigin augum lífskjör fólksins þar þá myndu þeir ekki hallast að kenningum Stalíns og hans mönnum lengur. Fleiri mættu taka Torfa sér til fyrirmyndar. Mig langar að hnýta hér við, að allir á Akureyri sem ég hef talað við, um þáttinn hans Páls Heiðars á morgnana eru sammála um að hann sé alveg frábær, hafsjór af fróðleik og skemmtilegur um leið.“ Launamiðar ekki „opin bréf ‘ Starfsmaður á póststofunn. hringdi. Hann sagði að nú væru menn í óða önn að senda út launa- miða. Allmikið bæri á því að þeir væru sendir í „opnu bréfi" sem prentað mál, en það væri ekki heimilt. Þá ætti að senda í lokuðu bréfi og greiða fyrir það sem slíkt. Farið væri með launamiða í „opnum bréfum" sem bréf þar sem burðargjald er vangoldið. Væri augljóst hvaða erfiðleikum þetta gæti valdið og óþarfa fyrirhöfn. Einar Grétar Björnsson skrifar: Heiðraði Velvakandi. Finnst alþjóð og Öreigastjórn- völdunum, sem nú hafa stjórnar- taumana í hendi sér það réttlátt, að um 5.000 sjómenn borgi olíu úr eigin vasa að mestu leyti á fiski- skipaflota landsins. Hvað myndu aðrir launþegar segja ef þeir væru látnir borga af kaupi sínu hita og rafmagnskostnað, að ég tali ekki um 10 prósent stofn- sjóðsgjald, hjá fyrirtækjunum þar sem þeir vinna. Ætli það kæmi ekki einhverstaðar hljóð úr horni. Ætli þessi fyrirtæki sem byggð hafa verið í landi kosti ekki flest meira en einn skuttogari eða bát- ur? Það er ég ansi hræddur um, svo ekki sé minnst á allar þessar tölvur og nýjustu tæki sem alltaf er verið að kaupa til að létta fólki störfin. Ég er hræddur um að þau séu lítið ódýrari en veiðarfærin sem bátar og skip þurfa að endur- nýja. Er það eðlilegt, að við sjómenn skulum einir stétta þurfa að borga 17,5 prósent af launum okkar aftur til fyrirtækjanna sem við vinnum hjá. Ég er hræddur um að það myndi fara um Magnús nokkurn Bjarnfreðs- son ef hann þyrfti að borga þetta hlutfall af launum sínum til sjón- varpsins. Magnús skrifaði grein í Dagblaðið og Vísi 7. janúar um sjómenn og sjómannaslektið, sem var svo fávíslega skrifuð að mér datt ekki í hug að svara henni. Magnús er víst búinn að gleyma því þegar hann fór sjálfur til sjós og ætlaði að verða ríkur fyrir um 30 árum síðan. En hans var vitið meira — hann gafst upp eftir stuttan tíma og kom sér í land, eins og hann sagði, því sjó- mennskan væri bara þrældómur sem ekkert væri uppúr að hafa. Og var þetta þó á þeim tímum sem slegist var um plássin á Nýsköpunartogurunum og fengu. færri en vildu. Tímarnir breytast og mennirnir með, en fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Nú, svo ég víki aftur að olíu- gjaldinu sem við sjómenn verðum að borga, en Steingrimur og Ör- eigastjórnin var búin að lofa að fella niður um áramót — sem reyndist raunar tóm lýgi eins og flest eða allt sem ráðherrann hef- ur lofað sjómönnum. Það er gleymt um leið og hann snýr baki í þann sem hann talar við. — Væri það ekki þjóðráð að Seðla- bankinn tæki að sér að greiða í þennan Olíusjóð í stað sjómanna og jafnvel stofnsjóðagjaldið líka. Þetta gæti bankinn gert með gengismunarhagnaðinum sem hann fær, þvi þessi tekjulind er að mestu leyti, eða a.m.k. 85 pró- sent, frá sjávarútveginum kom- inn. Seðlabankinn virðist eina stofnunin sem græðir á gengis- breytingum hér á landi, enda ætl- ar hann að byggja yfir sig stór- hýsi uppá sex hæðir, alls 18.000 fermetra. Ætli þetta mætti nú ekki bíða í svo sem 20 ár eða svo? Eftir því sem Jóhannes Nordal segir er þessi gengismunarhagn- aður ekkert annað en tölur sem færðar eru til. Þó tölurnar séu stórar og margar þarf varla 18 þús. fermetra undir þær, síst á þessum dögum tölvuvæðingar. Ég held það væri nær að þessir peningar rynnu fremur í sjávar- útveginn aftur, því þaðan eru þeir komnir. Ég held að það sé hægt að gera margt gagnlegra við þessa peninga en að henda þeim í eina bankahöllina í viðbót. Eg get fullvissað Jóhannes um það, sem alþjóð veit, að hér er engin skort- ur á bönkum, hvorki á lands- byggðinni né í Reykjavík. Ég skil reyndar ekki í öðru en að ísland hljóti að komast í heimsmetabók Guinnes með alla þessa banka- súpu sem hér er. Ætli láti ekki nærri að það sé banki og útibú á hverja 1.000 íbúa í landinu, og það i peningalausu landi. Ætli tala bankastarfsmanna sé ekki jafn há og sjómanna eða yfir 5.000—6.000 manns. Ég er orðinn svo gamall að ég man eftir þeim tímum að hér Nokkur orð um Olíusjóðsgjaldið Svar til Arnýar: Drykkjuskapur oft makanum að kenna Garði, 20. janúar. Heiðraði Velvakandi. Enn skrifar Árný Björnsdótt- ir í Velvakanda þ. 17. janúar um áfengismál. Þar sem Árný nefn- ir nafn mitt með hlýhug vil ég svara henni með sama hætti. Árný segir: „Vísaðu mér veginn Njáll minn." Mér finnst ég sjái tár í augum hennar þegar hún skrifar þessi orð, ef til vill hef ég ekki skilið Árnýju rétt. Árný mín, vill nú enginn sanngjarn drykkjumaður lýsa veikindum sínum. Sem betur fer get ég ekki lýst drykkjumanni af eigin reynslu, það á ég að þakka kon- unni minni sem aldrei hefur verið með pilsaslátt þó glös hafi verið á borðum. Allir venjulegir menn hljóta að virða það og meta, og hætta öllum glasa- glaumi nema í hófi. Hins vegar hef ég fylgst með tveimur vinum mínum sem eru aðeins yngri en ég. Þeir giftu sig ungir myndarkonum, og báru hjónin ást og virðingu hvort fyrir öðru. Hjónaband þessara hjóna leit vel út, þau voru sam- hent um að fegra og prýða heim- ili sín. En þessir vinir mínir höfðu gaman af að fá sér í glas á frí- dögum, en þó í hófi. En konur þeirra voru „fanatískar" og vildu ekkert glasaglamur á sín- um heimilum, og helltu niður því sem í glösin átti að láta með tilheyrandi gauragangi. Þetta varð til þess að þeir fé- lagar fóru að geyma vín í úti- húsum, og hér og þar helltu þeir þessu í sig til að svala reiði sinni — komu svo fullir inn með til- heyrandi látum. Þetta varð til þess að hjónabönd þessara hjóna röskuðust og þeir urðu áfengissýkinni að bráð án þess að vita það sjálfir. Auðvitað var þetta hugsanavilla hjá þeim. vildu þeim vel — en þær fóru ekki rétt að þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.