Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 Er skipulag íslandsmótsins f handknattleik gengið sér til húðar? I. DEILDARKEPPNIN í hand- knattleik er nú hálfnuð. Ef stigatafla móLsins er rifjuð upp, kemur í ljó.s að a.m.k. 4 lið eiga góða möguleika á að hreppa hinn eftirsótta ís- landsmeistaratitil í ár. Ef allt væri með felldu ætti mót, þar sem svo tnorg lið eiga jafngóða möguleika á að verða íslandsmeisstarar, að geta boðið upp á mikla spennu og laðað til sín mikinn fjölda áhorfenda. Reyndin er nú samt önnur. Furðuleg niðurröðun kemur öðru fremur niður á mótinu og fyrir það gjalda félögin. Ekki veit ég hvort hinn almenni áhorfandi gerir sér almennt grein fyrir því hvað leikmenn 1. deildar og margra 2. deildarliða leggja hart að sér til að ná sem bestum árangri á íslandsmótinu. Staðreyndin er nefnilega sú, að liðin stunda þrot- lausar æftngar 9 til II mánuði á ári til þess eins, að því er virðist, að taka þátt í „sundurslitnu** íslands- móti, scm stendur eðlilegri þróun handboltans á íslandi fyrir þrifum. Flest góð 1. deildarlið æfa 4—5 sinnum í viku, sem er sama og leikmenn heimsmeistara Vestur- Þjóðverja gera með sínum félags- liðum. Munurinn er bara sá, að í Vestur-Þýzku Bundesligunni eru ieiknir 26 leikir, reyndar frá miðj- um september fram í maí. Danir, sem við gjarnan berum okkur saman við, æfa 2 sinnum til 3 sinnum t' viku. Þeir leika þó 18 leiki og er niðurröðun á þeirra 1. deildarkeppni töluvert samfelldari en okkar. Þó taka Danir þátt í að- alkeppni heimsmeistarakeppninn- ar í febrúar og marz á þessu ári. Ef íslandsmót það, sem nú er hálfnað og styrinn stendur um, er skoðað nánar, kemur í ljós að mót- ið byrjaði vel. Einn leikur á viku hjá hverju liði og alls voru leiknar 3 umferðir. Spenna var í mótinu og áhorfendum fjölgaði jafnt og þétt. Síðan er gert hlé á mótinu vegna Tékkóslóvakíuferðar lands- liðsins, sem margir hafa gagnrýnt sem hreina og beina tímaskekkju, og nær hefði verið að geyma sér þessa ferð þar til á næsta ári. Ferð þessi kom þó harðast niður á Vík- ingurn, sem náðu ekki að undirbúa lið sitt sem skyldi fyrir fyrri leik sinn við spænsku meistarana Atl- etico Madrid. Þráðurinn var svo tekinn upp að nýju viku eftir að landsliðið kom heim frá Tékkóslóvakíu og tvær umferðir leiknar á mótinu. Síðan er gert eðlilegt hlé á mótinu vegna undirbúnings og þátttöku lands- liðs Islands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, í heimsmeistara- keppninni í Portúgal. Sjötta um- ferð var svo leikin í kringum 20. desember, á þeim árstíma, sem menn gjarnan hugsa um eitthvað annað en handbolta. Sjöunda um- ferð fór síðan fram t janúarbyrj- un. Eftir þessa skrykkjóttu fyrri umferð, hefði mátt ætla að seinni umferð færi fram með eðlilegum hætti og leikinn yrði að meðaltali 1 leikur á viku, sem er það ákjós- anlegasta. Félagsliðin hafa for- gang, segir landsliðsþjálfarinn í viðtali við eitt dagblaðanna. En mótið kemur til með að ráðast á 10 dögum frá 30. janúar að telja. Þá eiga liðin að leika 3 leiki á 10 dög- um. Allt skal sett til hliðar fyrir 5 heimalandsleiki í febrúar. HSI hefur oft réttilega bent á, að þeir þurfi að leika marga heimalands- leiki til að fá tekjur í kassann. En hvað þá með þær tekjur, sem fé- lögin þurfa að fá af 1. deildar- keppninni til að reka kostnaðar- samar handknattleiksdeildir? Þrátt fyrir þessa furðulegu niður- röðun er aðsókn eitthvað að aukast eftir ládeyðu undanfarinna ára, sem betur fer fyrir félögin. Eitt er víst að aðsóknin myndi enn aukast ef mótið færi fram með eðlilegri hætti. ► Ekki B-ár Töluvert hefur verið rætt og rit- að um það hvort landsliðið eigi að hafa forgang eða ekki. Þessar um- ræður litu dagsins Ijós er Víkingar bentu á að á þá hefði verið hallað vegna títt nefndrar Tékkóslóv- akíuferðar landsliðsins. Málið er ekki svo einfalt að hægt sé að af- greiða það með einföldu jái eða neii. Verkefnum þarf að raða eftir mikilvægi. Meta þarf möguleika íslenskra félagsliða í Evrópu- keppni til jafns við möguleika landsliða okkar í forkeppni (sem við leikum í annað hvert ár). Hagsmunir félaga og landsliðs eiga að geta farið saman ef rétt er haldið á málum. Með tilliti til þess, að um algjört „milliár" er að ræða hjá okkur ís- lendingum, hefði aðaláherzla átt að vera á 21 árs landsliðið (frekar hefði átt að senda það til Tékkó) og Evrópukeppni félagsliða, þar sem möguleikar eru meiri heldur en til dæmis næsta ár, þar sem margar Austur-Evrópuþjóðir taka ekki þátt í Evrópukeppni í ár. Á svokölluðu „milliári" náði Valur sínum besta árangri í Evrópu- keppni. Síðast en ekki síst hefði verið upplagt tækifæri að spila öfluga og fjöruga 1. deildarkeppni. Næsta ár fer aftur á móti fram forkeppni Ol-leika í Hollandi með þátttöku 12 B-þjóða. Aðeins tvö lið komast áfram á sjálfa Ol-leikana í Los Angeles 1984 og að því marki stefnir íslenzka liðið. í ár hefði ísl. landsliðið leikið u.þ.b. 25 lands- leiki ef Búlgaríuferðin hefði ekki fallið niður, sem hefði talist frá- bær undirbúningur fyrir t.d. næsta ár. Á meðan leikum við 1. deildarkeppni með aðeins 14 leikj- um. Hér er kannski kjarni vandans þ.e.a.s. mótið sjálft. Er ekki skipulag þess gengið sér til húðar? Er úrvaldsdeild það sem koma skal? Flestir ættu að geta verið sam- mála um að núverandi mótafyr- irkomulag og þar með leikjafjöldi er ófullnægjandi. Flestir sjá í hendi sér að hlutfall milli þess sem er æft og leikið, er ekki rétt. Hvað er þá til bragðs að taka? Ilvaða fyrirkomulag hentar okkur íslendingum best? Æ háværari raddir eru uppi um að koma á 6 liða úrvalsdeild, svipað og tíðkast hefur í körfuboltanum undanfarin ár. Leikjum myndi þá fjölga úr 14 í 20, en vandinn felst í því að fá slíka deild samþykkta, sérstaklega hjá utanbæjarfélögunum. Aðrir vilja halda 8 liðum í deild- inni, leika tvöfalda umferð eins og nú er gert, en að þeim loknum fari fram keppni um 4 efstu sætin ann- ars vegar, en 4 neðstu sætin hins vegar og verði þá stigin í mótinu látin gilda áfram. Þetta er nokk- urn veginn sú hugmynd, sem Svíar hafa notað að undanförnu í sinni Allsvenskan. Þeir róttækustu telja að við aqtt- um að taka upp 8 liða úrvalsdeild eða kalla hana landsliðsdeild, þar sem allir leikmenn úr landsliði yrðu væntanlega valdir úr þessari deild. Leika ætti 4 umferðir og fjölgaði þá leikjum í 28. Það liggur í augum uppi að lengja yrði keppnistímabilið og jafnvel leika tvo leiki á kvöldi eins og forðum daga, þegar Laugardalshöllin var þéttsetin í hvert skipti sem leikið var. Forsendur eru breyttar, því í dag eru það ekki bara Valur og Víkingur, sem draga til sín áhorf- endur, heldur eru fleiri félög farin að láta að sér kveða. Með því að leika tvo leiki á kvöldi leysum við húsnæðisvandann, sem ekki er hægt að líta framhjá þegar við tölum um breytt fyrirkomulag. Með tveggja leikja fyrirkomulagi væri bæði hægt að koma leikjum Sýningarhópurinn á vegum Volvo kemur til íslands í aprfl. Volvo hefur safnað saman skíðameisturum sem hafa sett saman sýningu, sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum í dag. Þar eru samankomnir fyrrver andi og núverandi heimsmethafar í skíðafimi, sem sýna listir sínar víðs- vegar um heim. Þetta er fjórða árið í röð sem Voivo-skíðasýningin er haldin, og hafa þúsundir manna séð sýning- una. fyrir og skapa nauðsynlegt svig- rúm fyrir okkar efnilega landslið. Enn aðrir vilja fara bil beggja og leika 3. umferð á hlutlausum velli eða jafnvel láta draga um annan heimaleikinn og skipta tekjum jafnt, sem af honum kæmi. Hvernig væri nú einu sinni að vera framsýnir og taka upp 8 liða landsliðsdeild og samþykkja hana strax fyrir næsta keppnistímabil! Hvað myndi ávinn- ast með breyttu fyrirkomulagi? Áhorfendum fjöigar. Leikjum fjölgar. Leikmenn liðanna kæmust í betri leikæfingu og sæju meiri tilgang í að æfa jafn mikið og raun ber vitni um. íslenzkur hand- knattleikur myndir þróast fram á við, hugsanlega færu færri leik- menn utan, þar sem ísl. landsliðs- deildin yrði orðin ein sú skemmti- legasta og erfiðasta sem leikin yrði í heiminum í dag. Breytingin yrði til þess að íslenzka landsliðið myndi sjálfkrafa bæta sig um 25% án þess að samæfing þess yrði nokkuð meiri en hún er í dag. Eru menn búnir að gleyma aðalbar- áttumáli Vlado Stenzeis, lands- liðsþjálfara Vestur-Þjóverja. Hann beitti sé fyrir því að Bund- esligan yrði leikin í einni deild og leikjum fjölgað í 26, og eftir þá breytingu urðu þeir heimsmeist- arar. A síðastliðnu ári kom skíðafólk- ið fram rúmlega fimmtíu sinnum í sjónvarpi í Evrópu, Bandaríkjun- um og Suður-Ameríku. Volvo-skíðasýningarhópurinn kemur hingaö i boði Flugleiða og Skíðasambands Islands. I ár auglýsir Volvo-skíðasýn- ingarhópurinn Flugleiðir á öllum sýningum sínum um heim allan. Hingað til Islands kemur hópur- inn í apríl og verða sýningar í Bláfjöllum 3. og 4. apríl nk. Heimsmeistarar í skíðafimi sýna í Bláf jöllum Jóhann Ingi skrifar um handknattleik HINN kunni handknattleiksþjálfari, Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrum landsliðsþjáifari íslands, nú þjálfari KR, mun á næstunni skrifa þrjár greinar um handknattleik á íslandi. Á síðunni í dag er fyrsta grein Jó- hanns og ber hún fyrirsögnina Er skipulag íslandsmóLsins í hand- knattleik gengið sér til húðar? í næstu grein mun Jóhann fjalla um mál landsliðsins o.fl. Þá er rétt að greina frá því að í dag verður úr því skorið hvort Jóhann mun taka við danska landsliðinu í handknattleik. Bikarkeppni HSÍ FH mætir Fylki NÆNTKOMANDI mánudagskvöld fara fram tveir leikir í bikarkeppni HSÍ í handknattleik í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. FH leikur gegn Fylki í meLstaraflokki karla en í meistara- flokki kvenna leika FH og Valur. Kvennaleikurinn hefst kl. 20.30, en karialeikurinn strax á eftir. Víkingur mætir KA í 1. deild EINN leikur fer fram í 1. deild fs- landsmótsins í handknattleik á mánudagskvöldið í Laugardalshöll- inni. íslandsmeistarar Víkings leika gegn KA og hefst leikur liðanna kl. 20.00. Úrvalsdeildin í körfubolta um helgina TVEIR leikir fara fram í úrvalsdeild íslandsmótsins í körfuknattleik um helgina, einn í dag, en annar á morg- un. í dag mætast ÍR og Fram I íþróttahúsi Hagaskólans og hefst leikurinn klukkan 14.00. Á morgun eru það Valur og KR sem eigast við og fer sá leikur einnig fram í Haga- skólanum. Hann hefst klukkan 20.00. Tveir leikir í blakinu í dag TVEIR leikir fara fram í 1. deild íslandsmóLsins í blaki um helgina, báðir í dag. Um klukkan 15.00 eigast við UMSE og Þróttur í Glerárskóla á Akureyri og í Hagaskólanum leika klukkan 14.00 Víkingur og ÍS. Strax að þeim leik loknum fer fram hörku- leikur í 1. deild kvenna, ÍS og UBK mætast, en það eru lang bestu lið deildarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.