Morgunblaðið - 23.01.1982, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
Sérci Harald Hope
Minningarorð
Hann er jarðsunginn í dag að
kirkjunni í Mostur á Sunnhörða-
landi. Hún er ein þeirra kirkna,
sem hann þjónaði síðari árin, eftir
að hann varð sóknarprestur í
Finnás. Mostur er sögustaður, eins
ok Íslendinjíum er kunnugt, tengd-
ur fornri sögu íslenskri, en einnig
elstu kirkjusögu Noregs. Þar lét
Ólafur konungur Tryggvason fyrst
gera kirkju í Noregi. Mostrar-
kirkja er elst steinkirkja þar í
landi.
Harald Hope (Haraldur frá
Hópi, eins og honum var ljúft að
nefna sig á íslandi) var mikill
sögumaður og næmur á mál
helgra staða. Eitt af afrekum hans
var að koma upp minnismerki við
Mostrarkirkju og efna þar til
þjóðhátíðar í hitteðfyrra, þar sem
minnst var elsta kristniréttar
Noregs, en hann var settur og
kynntur í Mostur. Á þessari hátíð
var Haraldur í sviðsljósi. For-
ganga hans í þessu máli vakti
þjóðarathygli og almenna viður-
kenningu. Eg get þessa af því, að
annars voru verk hans og afrek
ekki auglýst. Hann vann í kyrrþey
að hugðarmálum sínum og kunni
því betur, að aðrir en hann hlytu
þakkir og heiður af málum, sem
hann tók upp og hratt fram. Þetta
á sérstaklega við um þau stórvirki,
sem hann vann í þágu íslenskra
málefna. Island á marga vini í
Noregi. En varla hefur verið þar
annar maður, né í neinu öðru
landi, sem svo var altekinn af
elsku til Islands sem hann, né svo
aðsætinn og ötull við að vekja
aðra til vinarbragða í vorn garð.
Þetta gerði hann fyrst og fremst
með viðtölum og bréfaskriftum.
Þau bréf, sem hann skrifaði í
þessu skyni skipta mörgum þús-
undum. En svo afrenndur sem
hann var að afli, líkamlegu og
andlegu, hefði áhugi hans og að-
fylgi til lítils komið, ef hann hefði
ekki notið trausts og álits og vakið
tiltrú með einlægni sinni, rök-
semdum og allri málafylgju. Enda
er það víst, að kirkja Noregs og
allir þarlendir samferðamenn
hans kveðja hann í dag í fullri vit-
und þess, að þar er mikilmenni á
bak að sjá sem hann er. Hérna
megin hafsins mætti þó nafn hans
og minningu bera enn hærra.
Hlýrri augu en brúnu, sterku aug-
un hans hafa ekki horft hingað af
öðrum ströndum né heitari bróð-
urhönd hingað seilst.
Kveikju þeirra kennda, sem
Harald Hope bar í brjósti til ís-
lands, fékk hann á ungum aldri, í
snauðum móðurranni. Hann
missti föður sinn þriggja ára,
systkinin voru sjö, heimilið hafði
ekki á öðru að byggja en samtaka
atorku ekkjunnar og barnanna.
Þar varð hlutur Haralds gildur,
þegar hann fór að þroskast. Móð-
irin var gáfuð, þrekmikil, sterk-
trúuð, góður fulltrúi norskrar al-
þýðumenningar. Harald varð
frameftir árum að vinna heimili
hennar, aðstaða var engin til
skólagöngu, þegar barnanámi
lauk. En hann nam kjarnmikið
tungutak af móður sinni, þjóð-
kvæði, sagnir, söngva og ósvikinn
kristindóm. Hann hreifst af þeirri
þjóðernisvakningu, sem ýmsir
bestu menn Noregs hrundu af stað
á ofanverðri síðustu öld og enn var
nokkuð atkvæðamikil, þegar hann
var á mótunarskeiði. Þessi vakn-
ing vildi sækja afl í lindir sögunn-
ar, leita safans í rótum þjóðlegra
erfða, endurfæða norska tungu
með því að leysa lifandi talmál al-
þýðu úr læðingi og hefja til virð-
ingar. Brautryðjendur og tals-
menn þessarar hreyfingar hlutu
að líta til íslands. Þar hafði tunga
feðranna varðveist. Norsk saga
fyrri tíma var skráð á íslenskar
bækur. Það var Islendingum að
þakka, að Norðmenn gátu rakið
spor fornra feðra sinna sér til örv-
unar, til aukinnar sjálfsvitundar
og hollrar brýningar.
Þessar staðreyndir mótuðu
viðhorf Haralds til íslands fyrst
og kveiktu með honum þá loga,
sem brunnu í huga hans og glædd-
ust með aldri, með kynnum af
landi og þjóð og þó einkum með
vaxandi umsvifum hans í þágu Is-
lands. Þar bættist eitt verkefnið
við annað og aldrei þótti honum
nóg að gert. Norðmenn voru í svo
stórri skuld við ísland, sagði hann
jafnan. Allt, sem hann gerði, var
aðeins smávægileg viðurkenning á
því. Og oft lét hann það í ijós, að
Noregur nútímans ætti á miklu
rausnarlegri hátt en raun væri á
orðin að reyna að gjalda eitthvað
aftur af því, sem hann hefði þegið
héðan. Gegn þessum skilningi
hans dugðu engin mótrök né úrtöl-
ur og til lítils kom, þótt við vinir
hans reyndum stundum að halda
aftur af honum og bæðum hann að
fara sparlegar með sína dýrmætu
krafta. Hann lét ekki letjast né úr
sér telja stórhug sinn. Norðmönn-
um bar að klæða ísland skógi að
nýju, því þótt hörð náttúra og
ströng lífsbarátta í þessu landi
hefðu eytt skóga og gróður, sem
prýddi landið, þegar Norðmenn
settust hér að, þá skýldi íslenska
berangrið þeim fræjum, sem lif
norskrar þjóðar mátti síst missa.
Harald skipaði sér fremst í flokki
þeirra landa sinna, sem vildu
styðja íslensk skógræktarmál.
Hann gekk svo fram í því að safna
girðingarstaurum handa Islend-
ingum, að hann hlaut auknefni af,
var kallaður „staurapresturinn".
Hann fylgdi hingað norskum
vinnuhópum, er unnu að gróður-
setningu. Hann naut þess að vinna
moldarverk og ræktunarstörf á Is-
landi.
Þegar vakningin um endur-
reisn Skálholts var hafin, var Ha-
rald fljótur að bjóða liðveislu sína.
Og það munaði um hana.
Skálholtsdómkirkja nýja mun um
aldur bera því vitni. Mikill hluti af
viðum kirkjunnar, þar með talin
súðin öll undir sperrum, er gjöf
frá honum, ennfremur gólfhellur
allar og þakskífur. Hann safnaði
fé til kaupa á þessu efni og braust
sjálfur í því að koma því til hafnar
og í skip til íslands. Hve mikið
hann lagði fram úr eigin vasa veit
enginn, né heldur hverju hann
kostaði til ferðalaga, simtala og
bréfaskrifta. Dagsverkin voru
ekki heldur talin. Aðeins
viðhafnarstólarnir þrír í kirkjunni
fengu að teljast persónulegar gjaf-
ir frá honum og frú Hönnu, konu
hans.
Þegar kirkjan var vígð hafði það
markmið verið kynnt að stofna
næst lýðháskóla í Skálholti. Eng-
inn greip þá hugsjón fyrr né betur
en Harald. Á vígsludegi kirkjunn-
ar afhenti hann ríflega upphæð til
skólans. En hann lét ekki staðar
numið við það. Hann hélt áfram
að kynna þessa skólastofnun með-
al landa sinna og afla henni stuðn-
ings. Síðan sneri hann sér til
hinna Norðurlandanna. Þar vissi
hann um ýmsa góða og áhuga-
sama liðsmenn við þetta mál, lýð-
háskólamenn og kirkjulega for-
ustumenn. Jarðvegurinn hafði
verið undirbúinn nokkuð. En hik-
laust þakka ég það Harald Hope
öðrum fremur, að fjársöfnun sú,
sem fram fór á Norðurlöndum til
skólans, áður en nokkur teljandi
stuðningur var í augsýn hér
heima, náði svo langt sem raun
varð á. Þeir fjármunir réðu úrslit-
um um það, að unnt var að hefja
smíði skólahússins og starfsemi
skólans, þegar það var gert. Það
fékk þessari stofnun þá fótfestu,
sem tryggði framtíð hennar.
Auk þess fjár, sem Harald Hope
safnaði til Skálholtsskóla, gáfu
þau hjónin borðbúnað og sængur-
fatnað í hundrað manna heima-
vist. Ég kom á heimili þeirra, þeg-
ar þau höfðu safnað þessum mun-
um saman þar í þröngum húsa-
kynnum sínum og naut með þeim
hamingju hinna glöðu gefenda.
En áfram hélt Harald að vinna
fyrir skólann og safna fé til hans.
Mest er það honum að þakka, að
skólinn á nú talsverða fjárhæð
bæði í Noregi og Svíþjóð, sem bíð-
ur þess á vöxtum, að unnt verði að
auka og bæta húsakost hans svo
sem áformað er og nauðsyn kref-
ur.
Hallgrímskirkja í Reykjavík var
enn eitt hugsjónamál Haralds,
sem hann veitti stórmannlegt lið.
Enginn einn maður hefur líkt því
sem hann aflað sjálfboðaframlaga
til Hallgrímskirkju. Þótti honum
þó minna miklu en hann vildi. En
þó er það víst, að liðveisla hans
hefur munað miklu og verið ómet-
anleg. Harald vissi og skildi, hvern
styrk íslenska þjóðin hefur þegið
frá Hallgrími. Helgustu minn-
ingar hennar voru honum heilagar
og dýrmætar. Hann varð og hand-
genginn sálmum Hallgríms og
kunni manna best að meta þá.
Hann bætti því á afrekaskrá sína í
þágu Islands að þýða Passíusálm-
ana á nýnorsku. Þeir komu út í
þýðingu hans árið 1979 (Lunde
Forlag í Oslo og Hallgrímskirkja í
Reykjavík). Ég ætla að þessi þýð-
ing hans megi teljast til stóraf-
reka. Hann hafði óvenjulegt vald á
sínu nýnorska, auðuga móðurmáli,
og íslensku kunni hann vel, þótt
hann væri ragur við að tala hana
eða feiminn við það sakir þeirrar
miklu virðingar sem hann bar
fyrir henni. Hann gat samt vel
mælt á vora tungu, hann prédikaöi
nokkrum sinnum hérlendjs og
fórst það vel. En til daglegra nota
dugði honum norskan hans við Is-
lendinga, enda vildi hann láta á
það reyna. Það mál var fagurt í
munni hans, enda röddin ómgóð
«g hreimmikil. Norsku Homilíu-
bókina fornu þýddi hann einnig á
nýnorsku, fyrstur manna (kom út
1972), og leysti það verk af hendi
með viðurkenndum ágætum.
Þess gat ég fyrr, að kjör hans í
uppvexti voru hörð og úrræði til
náms virtust engin. En gáfur hans
og dugnaður ruddu honum braut,
þótt með ólíkindum væri. Hann
gat lesið á nóttunni, þótt hann
væri í erfiðisvinnu á daginn. Allt
námsefni lá honum í augum uppi,
næmi og minni frábært. Á óvenju-
lega skömmum tíma náði hann
öllum prófum. Þegar hann hafði
lokið ágætu embættisprófi í guð-
fræði hugðist hann gerast kristni-
boði í Kína og þau hjónin bæði. Til
undirbúnings undir það lærði
hann kínversku og er mér tjáð, að
hann hafi numið þá erfiðu tungu
til mikillar hlitar. Hitt vissi ég, að
hann hélt við kunnáttu sinni í því
máli. Grísku og hebresku unni
hann mjög og las jafnan sér til
hvíldar og uppbyggingar.
Styrjöldin og byltingin í Kína
komu í veg fyrir áformin um starf
austur þar. Hann gerðist prestur
heima. Lengi þjónaði hann í Ytre
Arna. Hann gegndi þar umsvifa-
miklu starfi, en ekki þykir em-
bættið meðal hinna álitlegri. Oft
átti hann kost á því að breyta til.
En verkahringur hans þarna, þótt
annasamur væri, veitti honum
nokkru meira frjálsræði og svig-
rúm út á við en ábyrgðarmeira
embætti hefði gert. Hann taldi sig
geta beitt sér betur að sínum ís-
lensku áhugamálum með því að
afsala sér frekari frama eða meira
áberandi embætti. En fyrir nokkr-
um árum fluttist hann þó um set,
varð sóknarprestur í Finnás í
sama biskupsdæmi, Björgvinjar.
Hann var alla tíð mjög virtur af
yfirboðurum og starfsbræðrum og
ástsæll og mikils metinn meðal
sóknarbarna.
Hann varð ekki gamall, fæddur
30. júní 1913. Hann var farinn að
hugsa gott til þess að láta af em-
bætti og geta orðið frjálsari að því
að velja sér viðfangsefni, sinna
fræðilegum verkefnum og ritstörf-
um. En í fyrra veiktist hann
hættulega. Var tvísýnt um líf hans
lengi. En hann var heimtur úr
Helju, undursamlega, tók aftur til
starfa en baðst jafnframt lausnar.
Skamma stund fékk hann að njóta
næðis og griða. Sjúkdómurinn tók
sig upp síðla árs og braut niður á
skömmum tíma hans dæmafáa
þrek. Hann andaðist 16. þ.m.
Síðasta bréf hans til mín er
dagsett annan jóladag. Það gat
hann þó ekki skrifað sjálfur, held-
ur las það fyrir, hann hafði ekki
lengur krafta til að halda á penna.
Hann lætur þess getið, m.a. að
hann hafi verið boðinn til Oslo í
tilefni af heimsókn forseta íslands
þangað. Hann gat ekki þegið boðið
heilsunnar vegna, „men det gladde
meg for di det gjaldt Island, det
gled meg á bli rekna som Islands-
ven“, skrifar hann. Bréfi sínu lýk-
ur hann með þessum orðum:
„Skulle det henda at eg fekk koma
til krefter att, vonar eg De kan fá
fleire prov pá mi takksemd ... Du
er den fyrste til á tilgjeva at eg
ikkje hev fenge gjort meir for Is-
lands sak. Eg fær heller takka
Gud for at eg fekk utfört i kjær-
leik det vesle grann som er gjort,
men Gud veit sjölv kor hug eg
hadde hatt til á gjera meir for det
folk og land som fekk min kjær-
leik i unge ár.“
Svo hugsaði hann til Islands til
hinstu stundar, þessi einstæði
drengur og ógleymanlegi vinur.
Hanna, kona hans, mikilhæfur,
skilningsríkur og dugmikill föru-
nautur hans, á mikinn hlut í giptu
hans og lífsverki. Þau eiga tvær
dætur. Áritun hennar er: Fru
Hanna Hope, 5410 Sagvág, Noreg.
Sigurbjörn Einarsson
Harald Hope, sóknarprestur á
Stord í Noregi, er látinn, 68 ára að
aldri. Hann fluttist til Stord
haustið 1981, þegar hann varð að
láta af starfi sóknarprests í
Finnaas af heilsufarsástæðum. í
Finnaas hafði hann þjónað frá
1972. En hann verður jarðsettur
við gömlu Mostrakirkjuna á
Bömlö, en af mikilli þrautseigju
beitti hann sér fyrir því fyrir
fáum árum, að þar væru reistir
minnisvarðar um Ólaf konung,
Grímkel biskup og kristnitökuna.
Ólafur konungur kom til athafnar
þessarar og Hope hafði sjálfur
tekið þátt í að höggva minnisvarð-
ana.
Harald Hope var fjölhæfur
maður. Hann fæddist í Linaas 30.
júní 1913. Á kreppuárunum upp úr
1930 tókst honum að ganga
menntaveginn með því að vinna
hörðum höndum á daginn og lesa
á nóttunni. Hann lauk stúdents-
prófi 1936, og útskrifaðist úr Trú-
boðsskólanum í Stavangri 1940, og
hafði hugsað sér að leggja fyrir
sig trúboðsstörf, en það urðu störf
sóknarprests í heimalandi hans.
Hann lauk guðfræðiprófi 1949, fór
í námsferðir til Englands, Þýzka-
lands og Norðurlandanna. Sem
trúboðsprestur hafði hann verið
forfallaprestur í Björgvin og síðar
í Stavangursbiskupsdæmi frá 1943
og eftir að hann lauk embættis-
prófi í guðfræði varð hann aðstoð-
arprestur í Haus-prestakalli 1952
með búsetu í iðnaðarbænum Ytre
Arna. Hann varð síðan prófastur í
umdæminu, en frá 1972 sóknar-
prestur í Finnaas og var þar virt-
ur og dáður.
Hope sat í héraðsstjórn Haus
meðan hann gegndi þar og var
formaður héraðsstjórnar í 4 ár,
einnig átti hann sæti í skólanefnd.
Árið 1952 tók hann þátt í skóg-
ræktarferð til Islands sem norsk
skógræktarfélög og fleiri samtök
beittu sér fyrir. Upp frá því var
Hope mikill Islandsvinur. Hann
skipulagði fjársafnanir til að efla
skógrækt á íslandi og safnaði
einnig fjármunum tii uppbygg-
ingar lýðháskóla í hinu gamla
biskupssetri og síðar til stuðnings
byggingar Hallgrímskirkju í
Reykjavík. Islendingar sýndu hon-
um margvíslegan sóma fyrir þetta
og hann var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslenzku Fálkaorðu
og síðar stórriddarakrossi. Hann
var heiðursfélagi í Skógræktarfé-
lagi Islands og fleira mætti nefna.
Hann þýddi Hómilíubók úr ís-
lenzku og Passíusálma Hallgríms
Péturssonar. Hann fékk St.
Olafs-orðuna 1981.
Ludvig Herdal
Kveðja - Guðrún
Steingrímsdóttir
Eftir því sem lengri tíð líður,
skiljum við betur gildi vináttunn-
ar og tengsla sem við myndum á
bernskuárum, þótt oft togni á
þeim böndum síðar meir. Úr litla
hópnum, sem fylgdist að í barna-
skóla Landakots árin 1946—1952
eru þrjú horfin fyrir fullt og allt,
nú síðast Guðrún Steingrímsdótt-
ir, 41 árs, lézt úr krabbameini eft-
ir skamma legu, 16. janúar sl.
Á þessum árum voru leikir og
kátína og stundum lærdómur efst
í huganum og þetta var samrýnd-
ur hópur. Undir handleiðslu frök-
en Guðrúnar heitinnar Jónsdótt-
ur, námum við og íslendingasögur
á annan hátt en verður gert með
því að lesa þær af bókum, við lifð-
um okkur inn í sögurnar og tókum
jafnvel á okkur líki persóna, sem
okkur hugnuðust sérlega. Um
margt voru þetta góðir dagar, en
allir bekkjarfélagarnir tóku þátt í
reynslu Guðrúnar 7 ára, þegar
móðir hennar lézt. Við sýndum
henni samúð okkar í ýmsu og ég
hygg hún hafi metið vandræða-
legar og barnslegar tilraunir til að
gera henni lífið léttbærarara.
Guðrún var sem barn kát og
hress, aðsópsmiki! og örgeðja, vel
viljuð og átti auðvelt með að eign-
ast vini. Eftir að barnaskóla lauk,
skildu leiðir. Síðan hef ég þó frétt
af henni gegnum sameiginíega
• i • (í I í (/ • imr.if ("L
kunningja og venzlafólk. Þessi
barnaskólaár skipa sérstakan sess
í hugskotunum, við höfum alltaf
síðan komið hvert öðru við, þótt
samskipti væru ekki ýkja mikil.
Við áttum saman þann tíma á
lífsleiðinni, þegar gleðin var
ósvikin og áhyggjurnar ristu
sjaldnast djúpt.
Fleirum en mér hefur brugðið
að heyra um andlát gamallar
vinkonu og ágætrar manneskju.
Ég sendi manni hennar, börnum
og öðrum þeim sem þótti vænt um
hana, samúðarkveðjur. hk.
n u i /1 »J n > t rr v) i m *; r t j •