Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
Thailand:
ASSOCIATED PRESS
Rfagan forseti þt'gar hann lét í Ijós ánægju með öflugan stuðning þing-
manna beggja flokka við frumvarp sitt um aukningu herútgjalda sem hann
undirritadi rétt eftir áramótin. Reagan sagði að frumvarpið væri aðeins
upphaf haráttu sinnar fvrir efldum hernaðarmætti Bandaríkjanna.
Reagan náði valdi á þinginu
á fyrsta ári sínu í embætti
RONALD REAGAN forseti hefur
verið eitt ár í embætti. I»ótt það sé
of skammur tími til þess að unnt sé
að fella dóma um störf stjórnar
hans — það verður ekki hægt fyrr
en kjörtímabili hans lýkur eftir þrjú
ár — er Ijóst að forsetinn hefur náð
árangri á sumum sviðum og að hon-
um hefur mistekizt á öðrum. I*að er
enn fremur Ijóst að á þcssum stutta
tíma hafa komið fram vísbendingar
um hvert stjórn hans stefnir, þótt
lokadómur verði að bíða.
Á fyrsta ári sínu í embætti hef-
ur forsetanum tekizt að ná valdi
á þjóðþinginu, sem er ef til vill
merkasti árangur hans. Hann
hefur haldið gagnrýnendum sín-
um í skefjum og hafizt handa um
miklar skattalækkanir og niður-
skurð ríkisútgjalda eins og hann
lofaði. Hann hefur hleypt af
stokkunum kostnaðarsamri áætl-
un um eflingu heraflans. I utan-
ríkismálum hefur stjórn hans
annars vegar hafið samningavið-
ræður við Sovétríkin um tak-
mörkun kjarnorkueldflauga og
hins vegar reynt að refsa Rússum
fyrir herlögin í Póllandi, en for-
setinn hefur lagt megináherzluna
á innanríkismál.
Talsmaður Hvíta hússins segir:
„Við vildum svo sannarlega að
annað árið yrði eins gott og það
fyrsta." En margt hefur farið úr-
skeiðis á þessu eina ári. Sam-
dráttur hefur aukizt í efna-
hagsmálum, atvinnuleysi hefur
aukizt og fyrirsjáanlegur halli á
ríkisfjárlögum er ískyggilegur og
miklu meiri en Reagan og hag-
fræðingar hans höfðu gert ráð
fyrir.
Reagan gekk í gildru, sem hans
eigin stjórn hafði lagt, þegar til-
kynnt var opinberlega að fram-
vegis yrði skólum, þar sem kyn-
þáttamisrétti viðgengist, ekki
neitað um skattaívilnanir. Eftir
vandræðalega þögn í fjóra daga
bað hann þingið að endurvekja
bannið með lögum.
Honum urðu einnig á mistök í
almannatryggingarmálum, en
mistök hans á því sviði eru orðin
svo mörg, allt frá því hann hóf
fyrst afskipti af landsmálum, að
segja má að þetta sé eins konar
atvinnusjúkdómur. Hann fer
óvarlega með tölur og er stundum
ónákvæmur þegar hann talar um
áhrif stefnu sinnar. Þetta sást
fyrir nokkrum dögum þegar hann
lýsti því yfir að atvinna hefði
aukizt síðan hann tók við emb-
ætti. Staðreyndin er sú að
atvinnuleysi hefur aukizt um
hálfa milijón.
Mistök hans í utanríkismálum,
sem verða ekki talin hér, eru ef til
vili alvarlegri. En Reagan hefur
ekki verið eins kreddubundinn
íhaldsmaður eins og hægrimenn
vildu og frjálslyndir óttuðust.
Þetta mátti sjá þegar hann skip-
aði fyrstu konuna hæstaréttar-
dómara, þrátt fyrir mótmæli
hægri manna, sem gagnrýndu
feril hennar í þjóðfélagsmálum.
En yfirleitt eru viðbrögðin að
loknu fyrsta ári hans í embætti
eins og við mátti búast. Leiðtogar
blökkumanna segja að ríkis-
stjórnin geri hina fátækari fá-
tækari. Leiðtogar neytendasam-
taka segja að hagsmunamál neyt-
enda hafi verið fyrir borð borin,
en þeir voru á móti Reagan í upp-
hafi þar sem hann hafði ekki
áhuga á neytendamálum.
Demókratar segja að ástandið
sé slæmt og fari versnandi. Repú-
blikanar segja að ástandið muni
senn lagast þar sem efnahags-
máiastefna Reagans muni bera
árangur. Reagan sagði á blaða-
mannafundi að hann hefði mikla
samúð með atvinnuleysingjum,
„en þegar skattalækkanirnar fara
að hafa áhrif er ég viss um að við
munum sjá uppsveiflu í efna-
hagslífinu og það er svarið við
vandamálum þeirra."
Einu ári eftir embættistökuna
horfði Reagan um öxl og var
ánægður með starf sitt, þótt því
væri ekki lokið. „Byrjunin hefur
verið athyglisverð,” sagði hann.
„Á þessu fyrsta ári höfum við
komið á laggirnar starfsliði
hæfra, samvizkusamra manna.
Við höfum lagt grundvöll að efna-
hagsbata og þjóðarvakningu. Við
eigum enn langa leið fyrir hönd-
um .. .“
Skoöanakönnun á vegum New
York Times og CBS bendir til
þess að Bandaríkjamenn séu
sammála þessu. Sextíu og einn af
hundraði sagði að stefna Reagans
hefði skaðað þá efnahagslega til
þessa — en 60 af hundraði töldu
að hún mundi hjálpa þeim að lok-
um.
Þessi skoðanakönnun sýndi að
49 af hundraöi voru sammála
heildarstefnu Reagans, færri en
nokkru sinni áður og færri en
þeir sem voru ánægðir með
frammistöðu Jimmy Carters þeg-
ar hann hafði verið eitt ár í emb-
ætti (51 af hundraði var ánægður
með Carter). Tölulega séð er
þetta athyglisvert: þeir standa
nokkurn veginn jafnfætis. En
mikilvægasta spurningin er sú
hvaða afstöðu kjósendur munu
taka til Reagans og ríkisstjórnar
repúbiikana eftir tvö ár (AP).
Bardagar
við ópíum-
höndlara
Bangkok. 22. janúar. AP.
MIKLIR bardagar hafa geisað tvo
síðustu dagana milli hermanna thai-
lensku stjórnarinnar og ópíumhöndl-
aranna á „Gullna þríhyrningnum"
svokallaða. Mörg hundruð lögreglu-
manna, með fallbyssuþyrlur sér til
halds og trausts, hafa barist við vel
vopnaðar liðsveitir Khun Sa, sem tal-
inn er standa á bak við mikla
ópíumflutninga frá Burma inn í Thai-
land.
Khun Sa er foringi Shan-hersins,
uppreisnarmanna sem hafa snúið
sér að verslun með ópíum og heró-
ín. Talið er, að í flokki hans séu um
2500—4000 menn og hafa þeir yfir
miklum og fullkomnum vopnum að
ráða. Mikið fé hefur verið sett til
höfuðs Sa en þrátt fyrir það hefur
hann til þessa getað farið ferða
sinna óáreittur og er það haft eftir
bandarískum embættismönnum, að
múturnar greiði götu hans.
„Gullni þríhyrningurinn" er eitt
helsta framleiðslusvæði fyrir
ópíum í heiminum og áætlað, að
600 tonn hafi komið þaðan á síð-
asta ári, einkum frá Burma, þar
sem Khun Sa hefur þriðjung fram-
leiðslunnar í hendi sér.
Hótaði Reagan
(’harleston, VesturVirginíu, 22. janúar. Al*.
ÞRÍTIJGUR atvinnuleysingi, Wayne
S. Williamson, var ákærður í dag,
föstudag, fyrir að hóta að myrða
Ronald Reagan forseta og var úr
skurðaður í geðrannsókn.
Starfsmaður leyniþjónustu for-
setans, Miller Davis, sagði að
simastarfsmaður hefði sagzt hafa
heyrt Williamson hafa hótunina í
frammi í síma, en ekki er vitað við
hvern hann talaði. Starfsmaður-
inn tilkynnti þetta yfirmönnum
sínum, sem hringdu í lögregluna
og hún handtók Williamson fyrir
ölvun á þriðjudag.
„Amnesty“ sendir
Tyrkjum áskorun
Umdon, 22. janúar. Al’.
AMNKSTY International skoraði á
herforingjastjórnina íTyrklandi í dag,
lostudag, að binda endi á dauða og
pyntingar tyrkneskra fanga. Samtökin
segja að alls hafi 70 pólitískir fangar
látizt í fangelsum síðan herinn gerði
byltingu fyrir 16 mánuðum.
Amnesty International hvetur til
rannsóknar á dauða Bahadir Dum-
anli 3. janúar 1982 og mágs hans,
Ataman Ince, 26. okt. 1981, í Istan-
bul. Amnesty International segir að
atvinnulausar t Efnahagsbandalags-
löndunum í desember sl. og hafa at-
vinnuleysingjar þar ekki verið fleiri í
annan tíma frá því að síðari heims-
styrjöld lauk.
Samkvæmt þessum tölum, sem
gerðar voru opinberar í dag, eru
9% vinnufærra manna í aðildar-
londunum 10 án atvinnu eða tveim-
Dumanli, sem var kennari, og Ayt-
im, kona hans, hafi verið handtekin
29. okt. Frú Dumanli var sleppt í
desemberbyrjun, en maður hennar
var fluttur í sjúkrahús þar sem
hann lézt, segja samtökin.
Amnesty International kveðst
einnig hafa fengið nýjar fréttir um
grimmilegar pyntingar af ýmsu
tagi, m.a. um „krossfestingu" fanga,
oft eftir að þeir hafi orðið að þola
raflost.
Vitnað er í bréf, sem var smyglað
ur milljónum fleiri en í árslok 1980.
Hvergi hefur ástandið skánað, ým-
ist staðið í stað eða versnað og
mest í Vestur-Þýskalandi, þar sem
atvinnuleysið jókst um 0,8% í des-
embermánuði.
Innan Efnahagsbandalagsins er
atvinnuleysið mest í Belgíu, eða
12,9%, en minnst í Luxembourg,
1,3%. Annars staðar er það um
8—10%.
út úr einu fangelsinu, en þar segir:
„Ég er núna í Balikesir-fangelsi.. .
fætur mínir er svartir og bólgnir,
og hendur mínar og augu eru eins,
vegna pyntinga ... það væri betra
að vera dauður."
Amnesty fagnar því að tyrkneska
stjórnin hefur fallizt á að rannsaka
fyrri fréttir um pyntingar og dauða,
en segir að fréttir með nýjum ásök-
unum haldi áfram að berast.
I yfirlýsingu sinni leggja saintök-
in áherzlu á „mikilvægi þess að
réttindi og öryggi fanga fáist
tryggð, sérstaklega fyrstu 45 dag-
ana, þegar hafa má þá í haldi án
dóms og laga. Þessi tími var styttur
úr 90 dögum í september 1981, en
þeir (fangarnir) mega ekki enn fá
heimsóknir lögfræðinga eða ætt-
ingja.“
I Strassborg krafðist Evrópu-
þingið þess í dag, föstudag, að fjár-
hagsaðstoð við Tyrki yrði hætt „þar
til aftur yrði tryggð virðing fyrir
mannréttindum og frelsi".
Þingið samþykkti ályktun þar
sem segir að tyrkneska herforingja-
stjórnin hafi ekki sýnt „alvarlegan
vilja til þess að koma aftur á
mannréttindum, lýðræði og frelsi"
og hvatt er til þess að pólitískir
fangar verði tafarlaust látnir laus-
ir.
Tíu milljónir
atvinnulausar
Brii.vtt'l, 22. janúar. Al*.
RÚMLEGA tíu milljónir manna voru
Stélhluti þotu Air Florida hífður upp úr Potomac-ánni fyrr í vikunni. Þotan fórst í
Washington D.C. á miðvikudag í síðustu viku og mcð henni 74 menn. f gær höfðu
fundist Ifk þeirra allra, að undanskildu því að ófundið var lík eins kornabarns er
fórst með þotunni. Kimm komust lífs af er þotan fórst, en fjórir vegfarendur á brú
yfir l'otomar-ána fórust er þotan skall ofan á brúna. í baksýn má sjá Boeing
727-þotu frá bandaríska flugfélaginu United í aðflugi að National-flu- lli.