Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1982
+
Maðurinn minn,
JÓN TÓMASSON
frá Hrútatungu,
Alfaskeiöi 64, Hafnarfiröi,
lést i Landsspítalanum að morgni 22. janúar.
Fyrir hönd vandamanna.
Ósk Þórðardóttir.
Eiginmaður minn og fósturfaðir,
ÁRNI ÞÓRARINSSON,
Skjólbraut 3, Kópavogí,
fyrrverandi hafnsögumaóur, Vestmannaeyjum,
lést að Borgarspítalanum 18. þ.m., jaröarförin fer fram mánudag-
inn 25. janúar kl. 1.30 e.h. frá Fossvogskapellu.
Guöbjörg Þóröardóttir, Hílmar Þórarínsson.
+
Eiginmaöur minn,
JÓN GRÉTAR SIGUROSSON
lögfræöingur,
Melabraut 3, Seltjarnarnesí,
andaðist í Landakotsspítala 21. janúar.
Guðbjörg Hannesdóttir.
+
Systir mín og föðursystir okkar,
GUÐRUN MORTHENSEN,
Holti, Danmörku,
lést 20. janúar. Jaröarförin fer fram frá Holti 23. janúar n.k.
Hermann Ólafsson,
Ólafur Sveinsson, Lárus Sveínsson.
+
Bróöir okkar,
SÆVAR BENÓNÝSSON,
sem lóst að sjúkrahúsi Vestmannaeyja 15. janúar, veröur jarö-
sunginn frá Landakirkju, laugardaginn 23. janúar kl. 2.
Fyrir hönd systkina,
Sjöfn Benónýsdóttir.
+
Eiginmaöur minn,
ÞORSTEINN Z. AOALBJORNSSON
frá Siglufirói,
Heióarbraut 3, Garði,
veröur jarösunginn frá Utskálakirkju, laugardaginn 23. janúar kl.
14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Islands.
Fyrir hönd vandamanna.
Guöbjörg Valdadóttir.
+
Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma,
GUOBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Eystrí-Loftstööum,
Vesturvallagötu 7,
veröur jarösungin frá Selfosskirkju í dag, laugardag 23. janúar kl.
14.00.
Bóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar,
er beint á líknarstofnanir.
Feröir veröa frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.00.
Einar Guómundsson, Haraldur Einarsson,
Guómundur Einarsson, Hanna Ragnarsdóttir,
Jón Þorbjörn Einarsson, Gyöa Áskelsdóttir,
Sigríöur Einarsdóttir, Stefán T. Tryggvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Alúöarþakkir sendum viö öllum þeim sem auösýndu okkur samúö
viö andlát og útför
ÞORORNU ERLENDSDÓTTUR.
Fyrir hönd aöstandenda,
Halldóra Thorlacius,
Edda Thorlacius.
Minning:
Guðríður Finnboga-
dóttir Bíldsfelli
Fædd 10. júní 1883
Dáin 13. janúar 1982
Nú, þegar Guðríður Finnboga-
dóttir, fyrrum húsfreyja að Bílds-
felli, hefur kvatt þennan heim, há-
öldruð, langar mig til að flytja
henni nokkur kveðju- og þakkar-
orð.
Eg sá hana fyrst, þegar ég fyrir
tæplega hálfri öld kom að Bílds-
felli sem ungur maður ásamt fé-
lögum mínum til laxveiða í Sog-
inu.
Þangað kom ég alloft í mörg
sumur og tók húsfrúin og Guð-
mundur Þorvaldsson maður henn-
ar ávallt ástúðlega á móti mér og
þeim sem með mér voru og þáðum
við ósjaldan góðar veitingar. Hún
gaf sér þá oft tíma til að rabba við
okkur, þótt hún hefði ávallt meira
en nóg að starfa á hinu stóra
heimili og félli sjaldan verk úr
hendi.
Þórdísi konu minni, sem fæddist
og ólst upp á Bíldsfelli, kynntist ég
á þessum árum, er hún var barn
að aldri. Henni var Guðríður sem
besta móðir. Kristín Jósefsdóttir
móðir Þórdísar, sem vann þar á
bænum í áratugi jafnframt sínum
Ijósmóðurstörfum, og Guðríður
húsfreyja voru mjög góðar vin-
konur.
Er Guðríður lést, hafði hún ver-
ið ekkja um þrjátíu ára skeið og
lengst af búið hér í borg hjá Þóru
dóttur sinni og Ólafi Tómassyni
manni hennar. Eftir að ég kvænt-
ist Þórdísi fyrir tuttugu árum,
urðu kynni okkar Guðríðar nán-
ari. Hún var sístarfandi að handa-
vinnu fram á síðustu ár, prjónaði
m.a. margt, sem hún gaf okkur og
börnunum. Hún hafði yndi af að
gefa og gleðja. Það var alltaf
ánægjulegt að líta inn til hennar.
Ævinlega var hún glöð og elskuleg
og vildi öllum gott gera.
Börn okkar voru mjög hænd að
henni og þótti vænt um hana eins
og ömmu sína.
Við söknum hennar mikið öll,
ekki síst kona mín og tengdamóð-
ir, sem unnu henni mjög.
Að leiðarlokum kveðjum við
hana með trega og biðjum Guð að
blessa hana og leiða á þeim veg-
um, er hún nú hefur lagt út á.
Blessuð veri minning hennar.
Erlingur Þorsteinsson
Guðríður Finnbogadóttir fædd-
ist að Víðilæk í Skriðudal 10. júní
1883. Hún var dóttir hjónanna
Ingibjargar Sigurðardóttur og
Finnboga Ólafssonar, bónda, og
voru þau bæði ættuð úr Austur-
Skaftafellssýslu.
Guðríður var elst af 10 systkin-
um, og eru þau nú öll látin nema
einn bróðir, sem búsettur er í
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og úttör móöur
okkar, tengdmóöur og ömmu,
ÖNNU GUTTORMSDÓTTUR.
Arndís Hervinsdóttir, Gottskálk Jón Bjarnason,
Guómundur Hervinsson, Björg Sverrisdóttir
Erna Guðbjarnardóttir,
og barnabörn
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og
útför
SIGRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR.
Fyrir hönd fjarstaddrar dóttur og systkina hinnar látnu.
Valur Guðmundsson.
+
Innilegar þakkir færum viö þeim sem sýndu okkur samúö og
vinsemd viö andlát og jaröarför
GUÐMUNDAR E. Þ. BJÖRNSSONAR,
Skipasundi 3.
Gíslína Árnadóttir,
Kristín Björnsdóttir,
Viðar Björnsson,
Sigurjón Björnsson.
+
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför
HERDÍSAR ÞORLEIFSDÓTTUR.
Þorleifur Þorleífsson
og aörir vandamenn.
+ Þökkum af alhug öllum þeim. sem auösýndu okkur samúö og
hluttekningu viö fráfall ástkærs sonar okkar, bróöur og mágs.
ANTONS SIGURDSSONAR,
Unufelli 31.
Kristín Þorvaldsdóttir, Siguröur Ólafsson,
Kolbeinn Sigurösson, Guörún E. Gunnarsdóttir,
Davíö Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir,
Jón R. Sigurösson, Thelma B. Siguröardóttir.
Ameríku. Hún ólst upp í Víðidal
og víðar í Skriðudal. Veturinn
1904 til 1905 var hún í húsmæðra-
skóla í Reykjavík.
Hinn 5. nóv. 1906 giftist hún
Guðmundi Þorvaldssyni í Geitdal
í Skriðudal. Þau hófu búskap í
Geitdal 1907 og bjuggu þar uns
þau keyptu Bíldsfell í Grafningi
árið 1910, þar sem þau bjuggu síð-
an. Mann sinn missti Guðrún árið
1948. Eftir það bjó hún í 2 ár með
Sigurði, syni sinum, á Bildsfelli.
Börn þeirra Guðríðar og Guð-
mundar voru 7 og eru öll á lífi.
Þau eru: Þorvaldur, kvæntur Frið-
meyju Guðmundsdóttir, Þorvald-
ur var áður kvæntur Þrúði Briem,
en þau slitu samvistum, Svanhvít,
hennar maður var Geir Gígja,
skordýrafræðingur, Ingibjörg, gift
Grími Ögmundssyni á Syðri-
Reykjum, Sigurður, garðyrkjum.,
kvæntur danskri konu, Marie
Kristinsen, Elísabet, gift Tage
Andersseon, dönskum iðnaðar-
manni, Þóra, gift Ólafi Tómassyni,
viðskiptafræðingi og Guðríður
Hulda, gift Sigurði Jónssyni, for-
stjóra. Þórdís, stjúpdóttir Guðríð-
ar er gift Erlingi Þorsteinssyni,
lækni.
Auk þessara barna ólu þau hjón
upp nokkur börn að meira eða
minna leyti.
Eins og áður segir, byrjuðu þau
Guðríður og Guðmundur búskap
sinn á Bíldsfelli árið 1910. Varð
myndarskapurinn á Bíldsfelli
fljótlega kunnur víða. Mig minnir
það væri 1940, sem ekki ómerkari
maður en Böðvar á Laugarvatni
sagði mér, að Bíldsfell væri falleg-
asta býli í Árnesýslu, bæði utan
dyra og innan.
Þau hjónin byggðu litla rafstöð
til ljósa árið 1911, og hef ég fyrir
satt, að sú sé hin fyrsta rafstöð í
sveit á íslandi.
Árið 1930 byggðu þau reisulegt
íbúðarhús í gömlum burstabæj-
arstíl. Hann stendur enn, þótt síð-
an hafi nýrra hús verið byggt á
Bíldsfelli. En fallegur finnst mér
alltaf gamli bærinn. Þá hafði Guð-
mundur fyrir nokkru selt Reykja-
víkurborg vatnsréttindi fyrir lík-
lega svipað verð og hann keypti
jörðina alla, en auk þess var í
þeim samningi ákvæði um frítt
rafmagn, 10 hö, sem fylgja skyldu
jörðinni upp frá því æ og ævin-
lega. Þessa get ég til að sýna hygg-
indi Guðmundar og þeirra hjóna í
hvívetna.
Á Bíldsfelli var jafnan mann-
margt og mörgu að sinna enda
telja kunnugir að venjulegur
vinnudagur húsfreyju væri frá kl.
6 að morgni til miðnættis. Fjöl-
skyldan var stór og margt vinnu-
fólk. Gestkvæmt var þar og oft
dvalargestir á sumrum. Þótt Guð-
mundur bóndi hefði jafnan nóg að
sýsla við stjórn og störf á stóru
búi, gaf hann sér ævinlega nægan
tíma til að sinna gestum sínum og
taldi lítt eftir. En auðvitað mæddi
allt það umstang mest á húsfreyj-
unni.
Guðríður heitin var meðalkona
á hæð og samsvarandi á annan
vöxt, hún var fremur glaðlynd, en
hæglát og hlý í fasi, trygglynd og
traust, enda hlaut hún vináttu og
virðingu flestra, sem henni kynnt-
ust að ráði.
Það mun nú vera hátt á 5. ára-
tug síðan ég kynntist Guðríði
fyrst, og kom hún mér fyrir sjónir
á þann hátt, sem að ofan greinir.
Eftir að ég varð tengdasonur
hennar og hún hætti búskap,
dvaldi hún oft part úr sumri á
heimili okkar Ingibjargar. Eru
minningar mínar allar hinar ljúf-
ustu frá þeim tíma.
Síðastliðin 25 ár dvaldi Guðríð-
ur óslitið hjá Þóru, dóttur sinni og
manni hennar, Ólafi Tómassyni.
Verður atlæti það og sú umönnun
sem hún naut á heimili þeirra,
þeim hjónum til ævarandi sóma.
Hafi þau heila þökk fyrir.
Tengdamóður, Guðríði Finn-
bogadóttur, kveð ég með þökk og
virðingu frá okkur Ingibjörgu.
Öðrum aðstandendum votta ég
samúð.
Grímur Ögmundsson
Vegna þess að ég ætla að línur
þessar nái ekki síst augum margra
þeirra sem af ósérhlífni og
drengskap lögðu á sig ómælt erfiði