Morgunblaðið - 23.01.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982
Afmæliskveðja:
Magnús í Pfaff
áttræður í dag
Magnús Þorgeirsson forstjóri,
eða hann Magnús í Pfaff, eins og
flestir kalla hann, verður 80 ára í
dag, laugardaginn 23. janúar.
Þeir eru margir sem þekkja
Magnús í Pfaff, ekki aðeins í
Reykjavík og nágrannabyggðum
hennar, heldur einnig í þorpum og
kaupstöðum og sveitum, sem langt
eru frá Reykjavík.
Ég hefi stundum velt því fyrir
mér, hvers vegna Magnús væri
þekktur af jafn mörgum og raun
er á og ætti allan þann stóra
kunningjahóp sem hann á nú í
dag. Ekki hefir mynd af Magnúsi í
Pfaff verið algeng á sjónvarps-
skermi og ekki hefir rödd hans
heyrzt oft í útvarpi, og ekki hafa
blöðin heldur veifað sérstaklega
nafni hans.
Magnús hefir því ekki orðið
landsþekktur maður fyrir áhrif
fjölmiðla, eins og nú er orðið al-
gengast um flesta sem eitthvað
verða þekktir út fyrir sitt næsta
nágrenni.
Kunnugleikinn á Magnúsi í
Pfaff er kominn til á annan hátt.
Magnús hefir átt langan starfsdag
í miðri Reykjavík og kynnzt þar
mörgum.
í yfir 60 ár hefir hann stundað
þar verzlunarstörf, byrjaði fyrst
sem sendisveinn, síðar sem full-
gildur verzlunarþjónn og svo tók
við forstjórn í eigin fyrirtæki.
Fyrirtæki hans, Verzlunin
Pfaff, var stofnað 1929 og er því
nokkuð yfir 50 ára.
í þessum störfum sínum hefir
Magnús kynnzt mörgum, ungum
og gömlum, körlum og konum, úr
ýmsum starfsstéttum. Og þeir sem
höfðu einu sinni kynnzt Magnúsi
gleymdu honum ekki auðveldlega.
I verzlunarrekstri sínum komst
Magnús í kynni við marga ein-
staklinga vítt og breitt um landið.
Hann seldi sínar landsfrægu
saumavélar, sem talað var um sem
undratæki á mörgum heimilum,
og síðan kom hann með jafnfræg-
ar prjónavélar.
Og enn síðar seldi hann svo vél-
ar í hinar margrómuðu sauma- og
prjónastofur sem spruttu upp um
allt land og voru í miklu uppá-
haldi, einkum hjá kvenþjóðinni.
Flestar voru þessar vélar frá
„manninum" í Pfaff, og skipti þá
engu hvort það var Kristmann,
sonur Magnúsar, eða einhver ann-
ar í fyrirtækinu, sem vélarnar
seldi: Þær voru allar frá Magnúsi í
Pfaff.
Magnús Þorgeirsson var ekki
aðeins kunnur verzlunarmaður,
sem seldi sauma- og prjónavélar.
Hann var um langt árabil áhuga-
maður um íþrótta- og útivistar-
mál.
Magnús var fimleikameistari Is-
lands árin 1927 og 1928 og enn
heldur hann fallega á flugustöng-
inni þegar hann kastar fyrir lax í
uppáhaldsveiðiá sinni, Norðurá.
Magnús ferðaðist mikið um fjöll
og firnindi landsins á sínum yngri
árum. Þá gekk hann þvert yfir
landið og kleif hvert fjallið af
öðru. Mér þótti nóg um þegar ég
heyrði, að hann hefði gengið um
mikiu fleiri fáfarnar háfjallaslóð-
ir á Austurlandi en ég og meðal
annars svipast um að Snæfelli,
okkar hæsta og glæsilegasta fjalli
þar eystra.
Það var ekki ætlun mín með
þessum afmæliskveðjuorðum, að
rekja hér lífshlaup Magnúsar vin-
ar míns, og því er bezt að ég nemi
hér staðar í þeim efnum.
En ég sagði í upphafi þessara
orða, að ég hefði velt því fyrir mér,
hvers vegna jafn gífurlega margir
virtust þekkja Magnús og vera
kunningjar hans og raun er á.
Skýringin er að sjálfsögðu fólgin í
því, ásamt öðru, hvernig hann hef-
ir kynnzt fólki í störfum sínum og
á ýmsum áhugasviðum. En þar
kemur einnig fleira til.
Magnús er léttur í lund. Hann á
gott með að gera að gamni sínu.
Hann er ábyggilegur og traustur
vinur vina sinna, og hann er einn
af þeim sem getur auðveldlega átt
góðan kunningsskap, einnig við
þá, sem kunna að hafa önnur sjón-
armið en hann á almennum
þrætumálum dagsins.
Lítil saga af Magnúsi og við-
skiptavini hans lýsir býsna vel
léttleika hans og gamansemi en
um leið viðhorfi þeirra sem við
hann áttu skipti.
Sveitakona austan úr sveitum
kom í fyrirtækið til Magnúsar
með bilaða saumavél. Hún hitti á
Magnús sjálfan, sem hún þekkti
ekki. Konan sagði við Magnús í
Pfaff, að hann „Magnús í Pfaff
lofaði að gera við vélina og sagði
að það væri hægt“. Þá sagði
Magnús: 0, það er ekkert að
marka loforðin hans Magnúsar,
kona góð. Jæja, sagði konan, ann-
að segja mér nú allir sem þann
mann þekkja og ég trúi að hann sé
ábyggilegur maður, hvað sem þú
segir. Magnús brosti auðvitað við
og lét þrætu sína niður falla.
Samskipti mín við Magnús í
Pfaff hafa verið góð. Fyrst tók
hann mig sem húsnæðislausan
ráðherra árið 1957 eða 1958 og
skaut yfir mig skjólshúsi, þar til
ég hafði komizt yfir eigin íbúð hér
í borginni.
Síðan tók hann mig sem ör-
þreyttan ráðherra úr landhelgis-
slag mínum 1958 og fór með mig
upp í Borgarfjörð í sumarbústað
sinn. Þar kenndi hann mér flugu-
köst og hjá Magnúsi veiddi ég
fyrsta laxinn. Ég segi ekki frá
hvernig það gekk til, nema því að
ég braut víst allar hefðbundnar
reglur um veiðiaðferðir, einkum
við löndun á fiskinum. En lær-
dómurinn, sem ég fékk eftir þær
aðferðir og þá kennslustund sem
yfir mér var flutt, endist mér enn
og hefir gefizt merkilega vel.
Magnús Þorgeirsson er í mínum
augum dæmigerður um marga
ágæta Islendinga sem ólust upp á
fyrstu áratugum þessarar aldar.
Magnús ólst upp í fátækt. Hann
brauzt áfram af bjartsýni og
dugnaði. Hann ávann sér virðingu
og vináttu. Hann naut lítillar
skólamenntunar en er þó gagn-
menntaður maður úr skóla lífsins.
Hann er víðlesinn, fróður, góður
hagyrðingur og talar erlend mál
betur en ýmsir langskólamenn
gera nú.
Kynsloð Magnúsar hefir ekki
brugðizt þjóðinni.
Magnús, ég veit að ég mæli fyrir
munn allra þeirra sem með mér
hafa setið við kaffiborðið hjá þér,
þegar ég óska þér innilega til
hamingju með daginn og að þú
megir halda þínu góða skapi og
góðri heilsu sem lengst.
Að lokum, Magnús, flyt ég þér
og Ingibjörgu, konu þinni, innileg-
ar þakkir mínar og minnar konu
fyrir vinsemd ykkar í okkar garð.
Við óskum ykkur til hamingju
með þennan merkisdag í lífi
Magnúsar, og vonum að þið megið
bæði njóta góðrar heilsu á ókomn-
um árum.
Lúðvík Jósepsson
Samtök íþróttamanna hafa átt
marga góða syni. Afreksmenn
koma og fara, en nokkrir festa
rætur í hugum þeirra sem á eftir
fylgja. Þeir tengja saman kynslóð-
ir og verða fyrirmynd æsku-
manna, máttarstólpar þess
íþróttafélags, sem þeir í æsku til-
heyrðu.
Við hinir mörgu sem höfum •
tengst íþróttafélagi Reykjavíkur á
liðnum árum, höfum í svo ríkum
mæli notið vináttu gamla Is-
landsmeistara okkar í fimleikum,
Magnúsar Þorgeirssonar, sem í
dag heldur upp á 80 ára afmæli
sitt.
Um leið og ég sendi Magnúsi í
„Pfaff“ innilegustu hamingjuóskir
í tilefni dagsins, vil ég votta hon-
um virðingu mína og þakklæti
fyrir þétttöku hans í félagsstörf-
um íþróttafélags Reykjavíkur, en
Magnús hefur allan sinn starfs-
aldur verið einn af máttarstólpum
þess félags og fyrirmynd æsku-
manna í borginni með sinni Ijúf-
mannlegu framkomu.
Þá vil ég einnig þakka samstarf-
ið í þeim vinahópi, sem reglulega
heldur fundi til þess að leýsa „öll
vandamál", sem fyrir það
„Skuggaráðuneyti" eru lögð. Eng-
in kjörin ríkisstjórn gæti gert bet-
ur.
Það er mikils virði að eignast
góða vini og samferðamenn.
Magnúsi Þorgeirssyni og fjöl-
skyldu hans sendi ég beztu ham-
ingjuóskir í tilefni þessa merkis-
afmælis og vona að lengi megi
vinahópurinn halda áfram að hitt-
ast yfir kaffibolla.
Albert Guðmundsson
Það trúa því víst fáir, sem sjá
hann Magnús í Pfaff ganga niður
Skólavörðustíginn að hann sé orð-
inn 80 ára, en engum dylst að þar
fer hinn síungi íþróttamaður, sem
ekki hefur gleymt uppruna sínum.
Magnús varð fyrsti Islandsmeist-
ari í fimleikum árið 1927 og keppti
þá fyrir IR og því félagi hefur
hann verið trúr síðan og unnið
mikið fyrir það og er nú heiðursfé-
lagi þess. Það er ekki ætlun mín að
skrifa um íþróttamanninn Magn-
ús Þorgeirsson, heldur athafna- og
framkvæmdamanninn Magnús í
Pfaff, en svo er hann ávallt nefnd-
ur og ekki að ástæðulausu.
Það var fyrir 52 árum að systir
Magnúsar bað hann að útvega sér
saumavél. Hann skrifaði þá til
Pfaff í Þýskalandi og bað um að
sér yrði send ein saumavél, en þeir
þýsku voru ekki hrifnir af því að
senda eina saumavél til Islands,
og buðu þess í stað að senda 3
vélar. Það varð síðan úr, og varð
upphafið að verzluninni Pfaff, en
við hana hefur Magnús síðan
ávallt verið kenndur.
Fyrirtækið Pfaff, sem var í upp-
hafi smátt í sniðum, hóf rekstur
sinn að Bergstaðastræti 7 og var
unnið einungis í aukavinnu. En
„snjóboltinn" var runninn af stað
og hlóð stöðugt utan á sig og
þurfti því að huga að stærra hús-
næði. Magnús festi því kaup á hús-
eign að Laugavegi 4, en því húsi
fylgdi kartöflugarður við Skóla-
vörðustíg. í kartöflugarðinum
byggði hann 3ja hæða verzlunar-
og íbúðarhús, sem nú er Skóla-
vörðustígur la. Seinna byggði
hann svo húsið Skólavörðustíg 3
og byggði þá við verzlunina og 2
hæðir ofan á gamla húsið. En þó
að Pfaff húsið við Skólavörðustíg
væri byggt af stórhug og myrid-
arskap hélt boltinn áfram að rúlla
og hlaða utan á sig.
Gamla húsið að Bergstaðastræti
7 var flutt í burtu og þar byggt
nýtt og glæsilegt hús og mátti þá
segja að nú væri Magnús í Pfaff
kominn heim aftur. Fljótlega kom
í ljós að enn var húsnæðið of lítið
og óhentugt að reka fyrirtæki á 3
stöðum í borginni þ.e. verzlanirn-
ar við Skólavörðustíg og Berg-
staðastræti og vörugeymslur í
Borgartúni.
Enn á ný er þá hafist handa og
nú var byggt að Borgartúni 20 og í
dag er fyrirtækið Pfaff „allt undir
einu þaki“ í Borgartúninu.
Þegar Magnús hóf innflutning á
saumavélum, varð honum fljótt
ljóst að ekki var nóg að selja vél-
arnar, það þurfti líka að veita
þjónustu. Hann sendi því systir
sína Emilíu til Þýskalands á nám-
skeið í meðferð saumavéla og hef-
ur það verið hans metnaður alla
tíð að hafa í sinni þjónustu vel
menntaða og færa kennara og við-
gerðarmenn. Oft hef ég heyrt
hann segja „mín bezta auglýsing
er góð þjónusta". Ekki dugði það
athafnamanninum Magnúsi í
Pfaff að hugsa eingöngu um
saumavélar til heimilisnotkunar,
því að á flestum prjóna- og
saumastofum landsins eru ein-
göngu vélar, sem hann hefur flutt
inn. Á kreppuárunum dundaði
hann svo við innflutning á
sprengiefni, barnavögnum o.fl.
Það sem hér hefur verið sagt er
kannski þurr upptalning, en
margt er samt ótalið.
Þegar Magnús í Pfaff var 65 ára
afhenti hann syni sínum Krist-
manni alla stjórn fyrirtækisins.
Sýnir það best framsýni hans, að
þegar hann er enn í fullu fjöri með
óskerta starfsorku dró hann sig í
hlé. Hann er samt enn í dag sá
sterki bakvörður, sem hægt er að
leita til um ráð og tilsögn við úr-
lausn erfiðustu vandamála og er
það trú mín að mörg þau gömlu og
grónu fyrirtæki, sem lagt hafa
upp laupana væru enn við lýði ef
stjórnendur þeirra hefðu haft
sama háttinn á.
í dag ræður Magnús í Pfaff ríkj-
um á sínu eigin „elliheimili" að
Bergstaðastræti 7, þar sem hann
hóf starfsemi sína. Þar stjórnar
hann hinu landsfræga „Skugga-
ráðuneyti" og gætu forystumenn
stjórnmálaflokkanna lært margt
af honum, hvernig hann stjórnar
sínu ráðuneyti, sem samanstendur
af mönnum úr mörgum ólíkum
stjórnmálaflokkum og með ólík
lífsviðhorf. Á þeim fundum situr
ánægja og gleði í fyrirrúmi.
Það er ósk mín að Magnús í
Pfaff megi enn um langan tíma
verða „öldungur sá yngsti sem ég
þekki".
Ég sendi konu hans Ingibjörgu
og sonum hans Leif og Krist-
manni, svo og fjölskyldum þeirra,
mínar bestu árnaðaróskir, en
Magnús mun í dag dvelja á heimili
sonar síns Kristmanns, og taka
þar á móti vinum sínum milli kl. 4
og 7.
Halldór Pálsson.
í dag er áttræður Magnús Þor-
geirsson í Pfaff, eða Magnús í
Pfaff eins og hann heitir á
íþróttaíslensku, og í öðru daglegu
tali í bænum.
Magnús Þorgeirsson fæddist í
Keflavík 23. janúar árið 1902 og
voru foreldar hans þau hjónin
Þorgeir Pálsson, útgerðarmaður
þar og kona hans, Kristín Eiríks-
dóttir. Frá þessu er greint, þótt
vafalaust verði aðrir til að rekja
hans ættir betur, vegna þess að
Magnús hefur um svo langt árabil
verið svo vesturbæjarlegur í öllu
fasi og æru, að manni kemur það
eiginlega á óvart að hann skuli
hafa verið hingað fenginn úr öðru
byggðarlagi.
Ég kynntist Magnúsi Þorgeirs-
syni mjög snemma, eða á þeim
dögum er fimleikar voru í miklum
hávegum hafðir hér í landinu, og
fimleikasýningar voru sjálfsagðir
fylginautar innansveitarskálda og
fjallkonunnar á stórum stundum,
því í þeirri grein, eða fimleikun^
um, var Magnús meistari og fyrir-
mynd ungra manna um langa
hríð. Hann varð til að mynda
íslandsmeistari í fimleikum árin
1927 og 1928, sem er miklu meira
afrek en menn ímynda sér, því á
þeim árum kepptu menn nú ekki
Khadafy:
Vill stofna sambandsríki
Alsír, Sýrlands og Líbýu
Ik'irúl, 21. janúar. Al*.
Skipaskoðun í Vestur
Evrópu samræmd
t>sk'», 21. janúar. Al\
MÖAMMAR Khadafy, Líbýuleiðtogi,
hvatti til þess í dag að Sýrlendingar,
Alsír búar og Líbýumenn stofnuðu með
sér sambandsríki til þess að standa
öflugri gagnvart ísraelum.
Khadafy áréttaði þessa tillögu
sína á útifundi námsmanna í opin-
berri heimsókn hans til Alsír. Líb-
ýska fréttastofan Jaria skýrði frá því
að Khadafy og Chadli Benjadid, for-
seti Alsír, hefðu komið sér saman
um ýmsar ráðstafanir sem nauð-
synlegar eru áður en orðið getur af
samruna ríkjanna tveggja.
„Við höfum ekki nokkra trú á ein-
hverju bákni sem kallað er „Sam-
staða Araba“ og kemur til með að
lúta bandarískum áhrifum,“ sagði
Khadafy á fundi námsmanna. Líbýa
er í forystu þeirra harðlínuríkja
Araba, sem ekki vilja viðurkenna
Ísraelsríki og semja um friðsamlega
sambúð í Miðausturlöndum.
ÞRETTAN siglingaþjóðir í V’Evr
ópu undirrita nýjan samning um ör
yggi til sjós í París í næstu viku, að
því er skýrt var frá í Osló í dag.
Samkvæmt samningi þessum verð-
ur komið á heildarskráningu og eft-
irliti með skipum, sem hætta og
mengun getur stafað frá. Það eru
Norðurlöndin og EBE ríkin sem
eiga aðild að þessum samningi, en
samkvæmt honum er skylt að setja
á svartan lista skip, sem ekki upp-
fylla kröfur um öryggis- og mengun-
arvarnarútbúnað. Tölva mun síðan
sjá um upplýsingadreifingu, en
fyrirsjáanlegt er, að skip sem ekki
uppfylla þær kröfur sem tilgreindar
eru í samningnum fái ekki aðgang
að höfnum í löndunum þrettán.