Morgunblaðið - 23.01.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 23.01.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 17 Ályktun Esperantistafélagsins Auroro urköllun „leyfanna" frá 1973, verði fyrirtækið selt. Þessu svara fv. eigendur fyrirtækisins með bréfi dags. 30. desember 1981 og er bréfi úthlutunarmanna mótmælt sem lögleysu og að engu hafandi. Tekið skal fram að umboðsmenn fv. eigenda áttu samtöl við ráðu- neytisstjóra samgönguráðuneytis- ins nokkum sinnum í okt.—des. 1981, vegna stóryrða formanns Frama í einu dagblaðanna um ólögmæti sölu stöðvarinnar og annara gífuryrða hans. Var reynt að ná samkomulagi við ráðuneytið um að málið yrði lagt til úrskurð- ar dómstóla landsins, en „alþingi götunnar" ekki látið um það fjalla. Töldu seljendur fyrirtækisins að slíkt samkomulag væri komið á þ. 30. desember 1981, sem farsælla hefði verið fyrir ráðuneytið. Tekið skal fram að fv. eigendur Bifreiða- stöðvar Steindórs sf., báðu ráðu- neytið aldrei um samþykki fyrir sölu á fyrirtækinu með gögnum þess og gæðum, þar sem það hefir ætíð verið skoðun eigenda að sá réttur væri ótvíræður skv. mati færustu lögvísindamanna hér á landi. Hinsvegar var ljóst að ágreiningur var uppi um málið og því eðlilegt að leggja þann ágrein- ing fyrir dómstóla landsins. Rétt er að geta þess að ráðu- neytinu var tilkynnt um að dætur Steindórs Einarssonar hefðu gengið úr fyrirtækinu á árinu 1968 og hefir það verið tilkynnt firma- skrá Reykjavíkur, en skiptum á dánarbúi Steindórs Einarssonar og konu hans lauk ekki fyrr en 4. maí 1968, en formlegum skiptum milli erfingjanna síðar. Það sem skeð hefir í málinu frá sl. áramótum er alþjóð kunnugt svo ekki þarf að fjölyrða frekar um þann þátt málsins, sem ekki er tl sóma fyrir fyrirsvarsmenn Frama eða aðra er afskipti hafa haft af máli þessu. Eins og áður er getið hafnaði lögreglustjóraembættið afskiptum af lögregluaðgerðum tl stöðvunar á fyrirtækinu, í samráði við sak- sóknaraembætti ríkisins, sem álykta má af að málatilbúnaður úthlutunarmanna og samgöngu- ráðuneytis hafi ekki verið sem skyldi. Það er von mín að leysa megi mál þetta á friðsamlegan hátt og að dómstólar landsins verði látnir skera úr um ágreining þennan eins og gengur og gerist í lýðræð- islöndum, en ofstopamenn fái ekki að vaða uppi með meiðyrði á sak- laust fólk. Hinum nýju eigendum er beðið velfarnaðar. Reykjavík 21. janúar 1982. Kristján Steindórsson, fv. forstjóri Bifreiðastöðvar Steindórs sf. Sóknarnefnd Kotstrandar- kirkju þakkar áheit og gjafir AÐALSAFNAÐARFUNDUR sókn arnefndar Kotstrandarkirkju var haldinn 15. nóv. sl. Formaður sóknarnefndar, Unn- ur Benediktsdóttir, lét af störfum og var í hennar stað kosin Ragn- hildur Johnson. Sl. haust lét Ragnheiður Kjartansdóttir Busk af störfum sem söngstjóri og organisti kirkjunnar og var Guð- mundur Ómar Óskarsson ráðinn í hennar stað. Kotstrandarkirkju bárust alls áheit og gjafir að upphæð tvö þús- und og sex hundruð krónur, og þakkar sóknarnefndin öllum þeim sem hlut eiga að máli. í sóknarnefndinni eru nú Ragnhildur Johnson, Þorlákur Gunnarsson og Ólafur Guð- mundsson. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á fundi í Esperantistafélaginu Auroro: 1. Talandi maður er mállaus með- al fólks þegar sameiginlegt tungumál skortir. 2. Ákvæði Helsinki-sáttmálans um aukin samskipti milli ein- staklinga úr mismunandi ríkj- um verða innantóm orð meðan málaþröskuldurinn hindrar eðlileg samskipti. 3. Engum einstaklingi er kleift að læra að gagni nema örfá allra þeirra mála sem bera uppi heimsmenninguna. 4. Málakunnátta sem bindur tjáskipti við eitt tiltekið mál- svæði ýtir undir sjálfbirgings- hátt gagnvart öðrum málsvæð- um sem er óþarfur heimsfriði og bræðraþeli milli þjóða. 5. Lausn á þessu verður þá fyrst viðunandi þegar allir þeir, sem leita samskipta við fólk utan nánasta umhverfis síns, kunna mál sem þeir geta notað í tjá- skiptum við alla jarðarbúa. 6. Sú lausn ein er viðunandi sem veitir öllum notendum slíks al- þjóðlegs hjálparmáls sama rétt í raun án tillits til þess hvert móðurmál þeirra er. 7. Engin þjóðtunga er því tæk sem alþjóðlegt hjálparmál, því sá sem ætti alþjóðlegt tungumál að móðurmáli stæði skör hærra við notkun þess en aðrir. 8. Þeir sem til þekkja, vita, að besta lausnin, og raunar hin eina sem fullnægir kröfum nú- timans um jafnrétti, er esper- anto og að það hefur fyrir löngu sannað verðleika sína á öllum sviðum mannlegra tjáskipta enda eru það stjórnmálalegar ástæður og tregða sem hafa til þessa komið í veg fyrir að það væri viðurkennt í raun af opinberum aðilum sem alþjóð- legt hjálparmál. Með ofangreindum rökum bend- ir 300. fundur Esperantistafélags- ins Auroro, haldinn 11. desember 1981, á brýna nauðsyn þess að skilningur aukist á þessu vanda- máli og að jafn réttur allra verði virtur við lausn þess. (Frá Auroro) SKIÐAVORUSYNINGIN LAUGARDALSHÖLL 22.-24. JAH 1982 Á sýningunni Útivera og íþróttir syna all- ir helstu innflytjendur á íslandi þaö besta sem þeir hafa á boöstólum af skíðavarn- ingi. Þar getur aö líta fjölmargar tegundir Laugardagur 23. janúar kl. 10.00 Oþnaö. kl. 14.00 ísalþ-sýning á klifurbúnaöi kl. 15.00 Viðhald á skíöum (sýni- kennsla). kl. 16.00 Tískusýning kl. 18.00 ísalþ-sýning á klifurbúnaöi. kl. 20.45 Tískusýning kl. 21.00 Viðhald á skíöum (sýni- kennsla) kl. 22.00 Lokaö. Milli atriöa veröur kvikmynda- og lit- skyggnusýning af skíöum, skíöaskóm, fatnaöi allskonar ogáhöldum. Fylgist meö því nýjasta í skíðaútbúnaðin- um. Sunnudagur 24. janúar kl. 10.00 Oþnaö. kl. 14.00 Viðhald á skíöum (sýni- kennsla) kl. 15.00 ísalþ-sýning á kllifurbúnaði. kl. 16.00 Tískusýning. kl. 18.00 Viðhald á skíðum (sýni- kennsla). kl. 20.45 Tískusýning. kl. 22.00 Lokað. Milli atriöa veröur kvikmynda- og lit- skyggnusýning Tommi framreiðir nýja SKÍÐA-borgara sem renna vel niður. SKÍÐASAMBAND ÍSIANDS i (: ) : t i< IAUGL TEIKNISTOFA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.