Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 20

Morgunblaðið - 23.01.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LaUGARDAGUR 23. JANÚAR 1982 fMfagtfiiÞIftfrifc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur. Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Harmleikur við Vestmannaeyjar Enn einu sinni höfum við íslendingar verið minntir á það, að þrátt fyrir tækniþróun og alhliða framfarir megum við okkar lítils gagnvart náttúruöflunum. Björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum unnu að því við hinar erfiðustu aðstæður, í náttmyrkri og fram á ljósan fimmtudag síðastliðinn, að bjarga skipverjum af strönduðum belgískum togara. Svo hörmulega fór að tveir belgískir sjómenn og tveir íslenzkir björgunarmenn drukknuðu. „Atburðurinn átti sér stað steinsnar frá landi, í u.þ.b. 20 til 30 metra fjarlægð frá háum hamra- vegg, sem drynjandi austanbrim barði í sífellu og var brimið slíkt að það svipti togaranum til eins og fis væri á klöppunum", eins og viðstaddur blaðamaður Mbl. komst að orði í fréttafrásögn. Þetta er í fyrsta skipti í langri sjóbjörgunarsögu íslendinga, sem björgunarmenn farast við björgunarstörf. Skipulegt sjóbjörgunar- starf má rekja til stofnunar Björgunarfélags Vestmannaeyja 1918 og komu Þórs, fyrsta björgunar- og varðskipsins þangað sama ár. Land- helgisgæzlan tekur síðan til starfa 1926 og Slysavarnarfélag íslands var stofnað 1928. Slysavarnarfélagið dreifði síðan línubyssum og fluglínutækjum um landið, en slík tæki vóru fyrst notuð við björgun- arstörf í marz 1931, fyrir rúmlega hálfri öld. Síðan skipulegt sjóbjörg- unarstarf hófst hafa margir íslendingar fyllt flokka björgunarsveita vítt um land — og mörgum manninum verið bjargað úr lífsháska, nú síðast sex belgískum sjómönnum af strandstað í Vestmannaeyjum Þetta starf íslenzkra björgunarsveita þarf enn að efla, með almanna- stuðningi, bæði fyrirbyggjandi aðgerðum og með bættum búnaði og starfsskilyrðum björgunarsveita. Islendingar eru fámenn þjóð og samkennd þeirra segir ríkulega til sín þegar náttúruöflin höggva skörð í þjóðarfjölskylduna. Tveir ungir menn hafa týnt lífi — i viðleitni til að bjarga lífi annarra — og það ríkir sorg í hugum allra landsmanna. Morgunblaðið vottar aðstand- endum hinna látnu innilega samúð. Vinstri menn: stórir í orðum, smáir í athöfnum Meðan sjálfstæðismenn höfðu meirihluta í borgarstjórn Reykja- vikur var afsláttur gefinn af fasteignagjöldum, lögleyfður út- svarsstigi var ekki fullnýttur og aðstöðugjöld vóru ekki í hámarki. Sú meginregla ríkti í fjármálastjórn borgarinnar, að sveigja útgjöld borgarsamfélagsins undir hóflega skattheimtu. Birgir Isleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, lýsir breyt- ingunni við komu vinstri meirihlutans efnislega svo: Fasteignagjöld vóru hækkuð og hæsta leyfilegt álag sett á útsvör og aðstöðugjöld. Þessi hækkun dugði ekki nema fram á mitt kjörtímabil. Þá tók forseti borgarstjórnar sér betlistaf í hönd og gekk fyrir ríkisstjórnina og bað tmað lögum yrði breytt, þannig að hægt væri að hækka enn útsvörin. Við þeirri beiðni var orðið. Nú er liðið að lokum kjörtímabilisins og hinar miklu skattahækk- anir upp urnar. Lög leyfa ekki meiri útsvars-, aðstöðugjalds- eða fasteignagjaldahækkanir til borgarinnar. „Þá er málið einfaldlega afgreitt með erlendum lántökum", segir Birgir ísleifur, og „þegar það er orðið stefna að brúa fyrirsjáanlega fjárvöntun með erlendum lán- um, þá er mikið að“. Birgir ísleifur segir og upplýst, að við gerð þessarar fjárhagsáætl- unar hafi vinstri meirihlutinn til ráðstöfunar 300 m.kr. — eða 30 gamla milljarði — umfram það, sem sjálfstæðismenn höfðu til ráð- stöfunar við gerð fjárhagsáætlunar 1978, m.a. vegna stóraukinnar skattheimtu. „Samt þarf að taka stórfelld erlend lán á þessu ári til að endar geti náð saman." Þannig sé ástandið hjá borgarsjóði — en flestar borgarstofnanir séu sízt betur á vegi staddar. Arfleifð þessar- ar vinstri tilraunar — til stjórnar á Reykjavíkurborg — til næstu borgarstjórnar einkennist af skuldum á skuldir ofan, þrátt fyrir stórauknar skattaálögur á borgarbúa og þrátt fyrir óefnd fram- kvæmdaloforð. Vinstri menn reynast ætíð stórir í orðum en smáir í athöfnum. Sleifarlag í skólamálum Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri, sagði í umræðu um fjárhagsáætl- un borgarinnar, að þrátt fyrir að 44% allra grunnskólanema í Reykjavík stunduðu nám í 5 skólum í Breiðholti, þá væru aðeins 2 þeirra fullbyggðir, en framkvæmdum við hina hafi verið slegið á frest. A þessu kjörtímabili hafi engri skólabyggingu verið endanlega lokið. Ekki hafi verið hægt að standa svo að málum að unnt yrði að Ijúka við íþrótthús Seljaskólans, en í hverfi hans séu um 2000 börn, sem ekki fái lógboðna íþróttakennslu. Sigurjón Fjeldsted gagnrýndi harðlega þetta sleifarlag í skólamál- um, en mun lægra hlutfall heildarútgjalda borgarinnar gengi nú til fræðslu- og æskulýðsmála en á valdatíma sjálfstæðismanna. Stjórnarherrar deila: „Pakkinn" til þjóð ar minnkar dag fri Ágreiningurinn innan ríkisstjórnarinnar um úrræði í efnahagsmálum er þess eðlis, sem mestum erfiðleikum veldur fyrir samsteypustjórnir: aðilar þeirra eru með opinberum yfirlýsingum farnir að munnhöggvast og takast á sín á milli um það, hverra ráð séu best. Undanfarna daga hafa ráðherrar Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins og þar að auki formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins skipst á orðsendingum í blöðum, og flokksmál- gögnin Tíminn og Þjóðviljinn hafa í forystugreinum gefið til kynna, að þolinmæðin sé af skornum skammti hjá hvorum um sig. Athygli vekur, að í þessari orrahríð heyrist ekkert frá þriðja aðila stjórnarinnar um efnisatriði, hins vegar liggur það hjá forsæt- isráðherra að höggva á hnútinn eða sætta sjónarmið. Drátturinn, sem orðinn er á því, að ríkisstjórn- in kynni þjóðinni úrræði sín, bendir til þess, að forsætisráð- herra geti ekki barið sjónarmiðin saman eða lagt fram eigin hug- myndir um lausn. í því sambandi má minnast þess, að þegar fram- sóknarmenn og kommúnistar tók- ust á um efnahagsmál, ásamt krötum vorið 1979 undir forsæti Ólafs Jóhannessonar, þá byrjuðu þau átök fyrir jólin 1978 og lyktaði ekki fyrr en frumvarp að svonefndum Ólafslögum var lagt fram á Alþingi 15. mais 1979. Hafa þau lög æ síðan verið kennd við höfund sinn, forsætisráðherr- ann, en um þau tókst honum að sameina stjórn sína. Að vísu ent- ist sá friður skammt, því að í október 1979 sprakk stjórnin. Segja má, að sú rimma um al~ menna stjórn efnahagsmála, sem nú stendur yfir milli stjórnar- flokkanna, hafi byrjað í desember síðastliðnum. Inn í átökin kom ákvörðunin um fiskverð, hún var tekin fyrst 14. og síðan aftur 15. janúar, samhliða henni var gengið fellt um 12% og loforð gefið um meiri gengislækkun. Þær ákvarð- anir, sem teknar voru um fisk- verðið, munu að óbreyttu leiða til talsverðrar hækkunar á verð- bólgu. Hins vegar er það yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar, að sigrast á verðbólgunni og ná henni niður í 35—40% á þessu ári. Sé horfið frá því markmiði, eru allar forsendur stjórnarsamstarfsins brostnar. Til þess að ná markmiðinu segj- ast framsóknarmenn halda fast við niðurtalninguna og Tómas Árnason lýsti henni þannig 9. des- ember sl.: „.. .ríkisvaldið standi fyrir skattalækkunum, bankarnir fyrir lækkun vaxta, launafólk taki á sig skerðingu verðbóta, bændur skerðingu á afurðaverði og sjó- menn með lægra fiskverði". Með ákvörðuninni um fiskverð var að fyrirlagi Steingríms Hermanns- sonar, formanns Framsóknar- flokksins, horfið frá þessari stefnu flokksbróður hans Tómasar, að minnsta kosti að því er sjómenn varðar. Raunar braut ákvörðunin um fiskverð í bága við þá stefnu, sem þeir boðuðu báðir í áramóta- greinum sínum, Steingrímur Her- mannsson og Svavar Gestsson. Eftir að Tómas Árnason hafði látið ofangreind ummæli falla um skerðingu verðbóta á laun, réðust þeir Svavar Gestsson og Ólafur R. Grímsson harkalega á hann. Ekki leið á löngu þar til Steingrímur Hermannsson tók fram fyrir hendurnar á Tómasi, hann sagðist fyrst vilja „skipta á verðbótavísi- tölu og kaupmætti" en síðan hvarf Framsóknarflokkurinn frá því. Setti Steingrímur Hermannsson þá fram hugmyndir um, að vísi- tölugrundvellinum yrði breytt og verðbætur skertar meira en nú samkvæmt Ólafslögum með því að herða á skerðingarákvæðum þeirra. 15. janúar samþykkti þing- flokkur framsóknarmanna tillögu um það efni. Um þær hugmyndir framsóknarmanna sagði svo í for- ystugrein Þjóðviljans 21. janúar: „... geta (þær) á engan hátt sam- ræmst því sjónarmiði að viðhalda eigi umsömdum kaupmætti". í sömu forystugrein Þjóðviljans segir, eftir að hugmyndum fram- sóknarmanna hefur þannig verið vísað á bug, að á það geti launa- fólk „ef til vill sæst að greiða megi niður verðlag með auknum niður- greiðslum á búvöru og tolla- lækkunum 1. mars næstkom- andi..." I krafti valds síns sem fjármálaráðherra hefur Ragnar Arnalds einmitt verið að leggja til stórauknar niðurgreiðslur og fjár- öflun til þeirra til að ná þessu markmiði, sem Þjóðviljinn boðar. Eftir að Ragnar kynnti hugmynd- ir sínar í Þjóðviljanum sagði Steingrímur Hermannsson, að það „hrikti í stjórninn", þegar slíkir „pakkar" væru sýndir. Um „pakk- ann“ frá Ragnari snúast nú átökin í stjórnarherbúðunum og með hvaða ráðum unnt sé að safna saman fé til að leika á vísitölu- kerfið 1. mars. Framsóknarmenn hafa sætt sig við það, að ekki verði litið lengra en til 1. mars. í forystugrein Tím- ans í gær sagði: „Sumir telja vafa- laust, að þörf sé róttækari að- gerða, en pólitísk aðstaða til þess er ekki fyrir hendi, því að ekki er úrræði að sækja í herbúðir stjórn- arandstæðinga. (!) Bráðabirgða- úrræði eru betri en engin." (Les- endum finnst ef til vill einkenni- legt, að Tíminn skuli telja það stjórnarandstæðingum að kenna, að ríkisstjórnin komi sér ekki saman um annað en bráðabirgða- úrræði, en sú fullyrðing á rætur að rekja til þeirrar skoðunar blaðsins, að efnahagsvandann í landinu sé að rekja til stjórnar- andstöðunnar.) Þótt stjórnarliðar hafi þannig sætt sig við, að aðeins verði gripið til bráðabirgðaúrræða og fjár- munir skattgreiðenda notaðir til að greiða niður vísitöluna 1. mars, eru þeir síður en svo sáttir um leiðina að þessu marki. Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, sagði í Tím- anum fimmtudaginn 21. janúar, að sínir menn væru búnir að sam- þykkja ráð og leiðir, „pakkinn" væri til frá þeirra hendi, hins veg- ar væri óeining innan Framsókn- arflokksins — „Tómas Árnason er með ýmsar sérskoðanir varðandi efnahagsaðgerðir", sagði Ólafur R. Grímsson. „Ég kannast ekki við neina óeiningu innan Framsókn- arflokksins og tek nú lítið mark á Steingrimur um efnahagstillogur Ragnars: Ilriktir í stjórninni slíkir „pakkar“ eri Ragnar Amalds fjýrm&laráðherra: Yeit ekki hvað Steini Ekki sagt að það væri fullt samkomulag um málið, ef ÁMX- 21 Efnatingspakki ríkisstjórnarinnar: Enn er heitt í kolun innan ríkisstjórnarii Steingrímur Hermannsson formaður Framsók w^Kannast ekki við 2l</i/<ii. ingu mnan Frams „Tek nú lítið mark á því sem Olafur Ra Enn ekkert samkomulag um efnahagsn DEILT UM SKflTl FJflRlAGflNIÐUR! „Hríktir svolitid T’, segir Tómas Arnason - „Stri ( Framsóknarflokknum”, seglr Ólafur Ragnar G

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.