Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 13 André Poulsen með nokkur myndbönd frá Warner Home Video. (Ljósm. Mbl. Kmilía) hingað eru einungis ætlaðar til einkanota, en alls ekki til notk- unar í þráðsjónvarpskerfum eins og hér eru víða í húsum og jafnvel hverfum. Slík notkun venjulegra myndbanda er með öllu ólögleg. Við munum í fram- tíðinni einnig flytja inn spólur fyrir slík kerfi, en þær verða þá líka dýrari, að sjálfsögðu. Það er ekkert vit í, að ein fjögurra manna fjölskylda greiði sama verð fyrir myndband með James Bond og stórt þráðsjónvarpsfyr- irtæki með fleiri þúsund áhorf- endur. Það er auðsætt að myndbönd- in verða almenningseign í fram- tíðinni, rétt eins og sjónvarpið. Það sem á eftir að stuðla hvað mest að þessu, er að mínum dómi einkum þrennt: síaukið úr- val myndefnis á spólum, æ ódýr- ari tæki til heimaupptöku og í þriðja lagi gerð sérstakra myndbandaþátta með blönduðu efni. I því sambandi langar mig að nefna að við höfum í Danmörku hafið samstarf við dagblaðið BT um gerð myndbandaefnis. Við köllum þessar spólur „BTV-2“ og þær hafa að geyma blandað afþreyingarefni fyrir alla fjöl- skylduna. Þetta hefur mælst vel fyrir og vissulega er þetta sam- keppni við sjónvarpið í auknum mæli en dagblaðið eitt sér. I framhaldi af þessu má geta þess, að við höfum mikinn áhuga á samstarfi við íslenska aðila sem gera myndefni fyrir vídeó. Slíkt hefur sem sagt gef- ist vel í Danmörku. Við höfum til dæmis getað boðið myndbönd frá stórviðburðum á íþróttasvið- inu daginn eftir að þeir gerðust. Þar vorum við jafnvel á undan blöðunum." sm Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur: Launataxtar verði færð~ ir til meira samræmis því, sem greitt er í raun Magnús L. Sveinsson endurkjörinn formaður Magnús L. Sveinsson var endurkjörinn formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur á aöalfundi fé- lagsins 29. marz sl. Aðrir, sem kjörnir voru í stjórn eru: Pétur A. Maack, Elís Adolphsson, Böðvar Pét- ursson, Teitur Jensson, Halldóra Björk Jónsdóttir, Arnór Pálsson, Anna Lauf- ey Stefánsdóttir. Fundarstjóri var Hannes Þ. Sigurðsson og fundarritari Guðbjörg Hannesdóttir. Á aðalfundinum var m.a. samþykki eftirfarandi álykt- un: „Aðalfundur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, haldinn að Hótel Esju, mánu- daginn 29. mars 1982, sam- þykkir eftirfarandi í kjara- málum: Mikilvægt skref var stigið í rétta átt í samningunum í nóvember, þegar samið var um lágmaksdagvinnutekjur, án þess að sú hækkun færi sjálfkrafa upp í gegnum álagstaxtana. Vinnumarkaðsrannsóknir sýna ótvírætt, að fólk við verzlunarstörf í lægstu launa- flokkunum, hefir engar aðrar Magnús L. Sveinsson tekjur, en skv. umsömdum töxtum. Þetta fólk fær ekki greiðslur skv. bónus- eða ákvæðisvinnutöxtum, né heldur aðrar yfirborganir. Þetta sýnir, að lægst laun- aða fólkið hefir farið verst út úr taxtaskerðingum undan- farinna ár. Krafan í dag er því sú, að launataxtar verðir færðir til meira samræmis því, sem mikill hluti vinnuveitenda greiðir nú þegar, og að bæta lægst launaða fólkinu upp taxtaskerðingar undanfar- inna ára. Leggja verður áherzlu á þessi atriði í samn- ingaviðræðum, sem þegar eru hafnar." Þá skoraði aðalfundur VR á stjórnvöld að heimila lífeyr- issjóðum að eiga og reka hús- næði, sem nýtt er í þágu aldr- aðra og fól fundurinn stjórn félagsins að sækja um lóð hjá Reykjavíkurborg fyrir hús- næði, sem notað yrði fyrir starfsemi í þágu aldraðra verzlunarmanna. Magnús L. Sveinsson flutti á fundinum skýrslu stjórnar fyrir síðasta starfsár, sem auk samningagerðar ein- kenndist af útbreiðslu- og fræðslustarfi. Gerð var könn- un á atvinnusjúkdómum fé- lagsmanna VR og efnt til námskeiða í heilsurækt og heilsuvernd og úr sjúkrasjóði var veitt fé til fyrirbyggjandi starfs á sviði heilbrigðismála. Pétur A. Maack, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningum félagsins, og Guðmundur H. Garðarsson gerði grein fyrir reikningum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. hafi veriö leiksoppar Bandaríkja- manna, sem hafi með góðu eða illu ætlað að ná landinu inn á áhrifa- svæði sitt. Mér er ekki kunnugt um, hve mikil áhersla er lögð á sagnfræðilega nákvæmni í stjórn- málafræðum. Að minnsta kosti sýnist höfundi bregðast bogalist- in, þegar hann metur sagnfræði- legar heimildir. Það fer ekki held- ur fram hjá neinum, að samúð höfundar er með þeim, sem ekki vildu, að íslendingar gerðust aðil- ar að vestrænu samstarfi í örygg- ismálum. Hér er ekki ástæða til að rekja vangaveltur höfundar um atburðina 1949 og 1951 og gera við þær athugasemdir, færa missagn- ir til rétts vegar og leiðrétta mis- skilning. Að ýmsu leyti fellur höf- undur í þessu efni í gildru sam- særiskenninganna, sem einkenna til dæmis bók þeirra Jóns Guðna- sonar og Einars Olgeirssonar: ís- land í skugga heimsvaldastefn- unnar. Hefur dr. Þór Whitehead, prófessor, fjallað ítarlega um sagnfræðilegar missagnir af þessu tagi í ritdómi um bók þeirra Jóns og Einars í síðasta hefti tímarits- ins Sögu. Hins vegar ætla ég að drepa á nokkur atriði, sem höfundur fer rangt með, þegar hann segir frá atburðum, sem gerst hafa á sið- „ ustu árum. Á blaðsíðu 270 stend- ur: „Því er haldið fram, að forsæt- isráðherra Ólafur Jóhannesson hafi fyrir hönd ríkisstjórnarinnar snúið sér til bandarísku ríkis- stjórnarinnar með ósk um að hún lánaði skip („fartyg") frá varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli til að nota við landhelgisgæslu í deil- unni við Breta 1976 en kröfunni hafi verið hafnað. Slíkir atburðir hafa að líkindum leitt til þeirrar auknu gagnrýni á NATO-sam- starfið, sem nú verður vart meðal ráðamanna Framsóknarflokks- ins.“ I þessari einu málsgrein eru þessar villur: Ólafur Jóhannesson var dómsmálaráðherra á þessum tíma. í blöðum var um það fjallað, að hann hefði leitað eftir svonefndum Ashville-bátum hjá Bandaríkjastjórn, um það þarf ekki að hafa neinar getsakir. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli ræður ekki yfir neinum skipum. Hvar verður þess vart, að til dæm- is Ólafur Jóhannesson sé nú gagn- rýnni í garð NATO en áður eða aðrir ráðherrar Framsóknar- flokksins? Á blaðsíðu 227 er það nefnt sem dæmi um það, hve varnarleysis- stefna vinstri stjórnarinnar frá 1971 til 1974 hafi vakið mikla al- þjóðaathygli, að meðal annars ha- fi fastaráð NATO beint því til rík- isstjórna Islands og Bandaríkj- anna, að ekki yrði hróflað við for- svari NATO á íslandi. Það er mik- ill misskilningur að ætla, eins og ráða má af orðum Elfars Lofts- sonar, að hér hafi verið um óbeð- inn erindrekstur af hálfu fasta- ráðsins að ræða. Þvert á móti: það var að gegna skyldu sinni sam- kvæmt varnarsamningnum frá 1951. Þar er beinlínis fram tekið, að hvor ríkisstjóm fyrir sig geti hvenær sem er farið þess á leit við fastaráð NATO, að það taki til at- hugunar, hvort nauðsyn sé á áframhaldandi aðstöðu fyrir varn- arliðið hér og segi báðum ríkis- stjórnunum álit sitt á því. Sex mánuðum eftir að slík tilmæli eru sett fram, getur hvor aðili sem er rift samningnum með tólf mánaða fyrirvara. Það var í samræmi við þetta samningsákvæði, sem fasta- ráðið sagði álit sitt í desember 1973 og þess vegna síður en svo um óbeðinn erindrekstur að ræða, álitsgjörðin var í raun liður í þeim Dr. Elfar Loftsson áformum íslensku ríkisstjórninar- innar að segja upp varnarsamn- ingnum, þótt uppsögnin hefði gengið þvert á álit fastaráðsins. Eftir 1. janúar 1974 var það á valdi Alþingis að rifta varnar- samningnum. Hins vegar gerðist það um miðjan janúar 1974, að 14 einstaklingar hófu undirskrifta- söfnun undir kjörorðinu: Varið land. Þegar henni lauk höfðu 55.522 kjósendur ritað undir áskorun á ríkisstjórn og Alþingi um að fallið yrði frá ótímabærum áformum um uppsögn varnar- samningsins. Af bók Elfars Lofts- sonar má ráða, að ekki hefur þessi undirskriftasöfnun verið honum að skapi. Hann hefði þó átt að fara rétt með staðreyndir. Á blaðsíðu 277 er fullyrt, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið fyrir undirskriftasöfnuninni. Á blaðsíðu 280 er sagt, að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi sótt gegn ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar undir merki Varins lands og á blaðsíðu 281 er fullyrt, að „organisation“ Sjálfstæðisflokksins hafi staðið að öflun undirskrifta með mjög ár- angursríkum hætti. Allar eru þessar staðhæfingar rangar. í hópi 14-menninganna voru menn úr lýðræðisflokkunum þremur, Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Áhersla var á það lögð, að söfnun undirskrift- anna væri ekki á vegum neins stjórnmálaflokks. Nær lagi væri að segja, að til hennar hafi verið efnt, af því að 14-menningunum þótti sem stjórnmálamennirnir stæðu ekki nægilega fastir fyrir og færu of óvarlega með sjálfstæði þjóðarinnar. Elfar Loftsson leggur sig fram um að gera grein fyrir ásökunum andstæðinga undirskriftasöfnun- arinnar og leggur síðan sinn dóm á það, hvort þær séu réttar eða rangar. Hann segir meðal annars, að engin sönnun hafi verið lögð fram um það, að CIA, bandaríska leyniþjónustan, hafi haft eitthvað með undirskriftasöfnunina að gera, en líkur þó kaflanum um CIA með þessum orðum á blaðsíðu 283: „Um það má finna dæmi, að CIA hafi eytt fé í áhrifaminni að- gerð en undirskriftasöfnun Varins lands, en með hliðsjón af því, hve Sjálfstæðisflokkurinn stendur traustum fótum í íslensku at- vinnulífi getur ekki verið, að það hafi verið óyfirstíganlegur vandi að afla fjár til undirskriftasöfnun- arinnar." Ætli það séu margar fræðigreinar, sem viðurkenna slíka röksemdafærslu í doktorsrit- gerð? Hér að ofan hef ég fullyrt, að staðhæfingar höfundar um hin sérstöku tengsl við Sjálfstæðis- flokkinn séu rangar. Ætli stjórn- málafræðingar komist þá ekki að þeirri niðurstöðu, að CIA hafi borgað brúsann fyrir Varið land? Á blaðsíðu 284 fullyrðir Elfar Loftsson, að Varið land hafi haft sem merki ísland umvafið keðju. Hér er rangt með farið, því að for- göngumenn undirskriftasöfnunar- innar notuðu ekkert merki. Undir- skriftasöfnuninni lauk 20. febrúar 1974. í lok maí fóru fram sveitar- stjórnarkosningar og í lok júní Al- þingiskosningar. Fyrir þær síðar- nefndu lét Sjálfstæðisflokkurinn búa til merki í líkingu við það, sem að ofan er lýst. Flokkurinn lét einnig búa til svipað merki til að minna á þá stefnu sína að færa fiskveiðilögsöguna í 200 sjómílur. Þennan misskilning sinn um merkið notar höfundur síðan til að gefa til kynna, að ef til vill hafi menn haldið, að þeir væru að skrifa undir ósk um 200 mílurnar, þegar þeir voru að skrifa undir skjal Varins lands. Hér verður látið staðar numið. Elfar Loftsson hefur hlotið dokt- orsgráðu fyrir þetta rit frá stjórn- málafræðideild Gautaborgarhásk- óla. Eins og í upphafi sagði get ég fallist á niðurstöðu höfundarins, þegar hann skilgreinir afstöðu ís- lenskra stjórnmálaflokka eins og til dæmis Alþýðubandalagsins, sem hann sýnist þekkja best, til öryggismála. Vafalaust er sú niðurstaða verðugt framlag til stjórnmálafræðinnar. Hins vegar eru „sagnfræðirannsóknir" höf- undar lítils ef ekki einskis virði. Eftir lestur ritsins er það því niðurstaða mín, að í stjórnmála- fræði sé lögð minni áhersla á að hafa það sem sannara reynist heldur en að komast að réttum niðurstöðum um þróun og stefnu stjórnmálaflokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.