Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 fUtfip Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö. Varnir eyja Sagan sýnir, að varnir eyríkja geta verið erfiðar. Á sínum tíma gerðu Japanir skyndiárás á Pearl Harbor á Hawaii-eyjum og grönduðu stórum hluta bandaríska flotans. Japanir gengu ekki á land á Hawaii, til þess skorti þá afl, þótt þeir gætu komið Bandaríkjamönnum á óvart með loftárásum. Falklandseyjar eru 400 til 500 mílur frá Argentínu, en stjórn- völd þar hafa gert kröfu til yfirráða á þeim síðan 1833. Eyjarnar eru hins vegar hluti af Bretlandi, sem er í um 8000 mílna fjarlægð. Bretar líta ekki lengur á sig sem heimsveidi, þótt þeir haldi úti herafla á nokkrum stöðum utan Bretlandseyja, svo sem á Gíbraltar, í Hong Kong og Belize við Guatemala og síðast en ekki síst á Falklandseyjum, þar sem voru 84 landgönguliðar. Breska stjórnin taldi víst, að með samningum væri unnt að leysa ágreiningsmál við ríkisstjórn Argentínu út af yfirráðum yfir Falklandseyjum. Trú Breta á það kom meðal annars fram í því, að þeir sendu ekki aukinn liðsafla til Falklandseyja, þrátt fyrir hótanir Argen- tínumanna. Á eyjunum var því sama og engin andstaða, þegar argentínski herinn lét til skarar skríða. Nú hafa Bretar gert út öflugan sóknarflota, yfir tug skipa og nokkur þúsund hermenn, til að endurheimta eyjarnar. Ferðin suður á bóginn tekur tvær vikur og vonir manna hljóta að standa til þess, að ekki komi til hernaðarátaka, þótt báðir aðilar búi sig undir hið versta. Á sínum tíma gerðust Islendingar aðilar að Atlantshafsbandalaginu með því skilyrði, að hér á landi þyrfti ekki að stofna her eða hafa her á friðartímum. Á tveimur árum breyttist hernaðarstaðan svo, að ekki var talið nægja til varnar íslandi, að landið væri í Atlantshafsbandalaginu heldur þyrfti að hafa varnarlið til staðar í landinu sjálfu og var þá varnarsamningurinn gerður við Bandaríkin. Síðan hefur hernaðarstaðan enn breyst og því miður ekki á þann veg, að hernaðarlegt mikilvægi íslands minnkaði. Falklandseyjar hafa lítið hernaðarlegt gildi, aðrir þætt- ir ollu því að tómarúmið á eyjunum vegna lélegra varna leiddi Argentínu- menn í þá freistni að hertaka þær. Það hefur lengi verið skoðun þeirra, sem telja nauðsynlegt, að ísland sé í Atlantshafsbandalaginu og gerðar séu sérstakar ráðstafanir til að tryggja varnir þess, að úrsögn úr NATO og brottför hersins myndi hafa í • för með sér tómarúm og þar með leiða það herveldi í freistni, sem nú þenur sig mest út, ekki síst á Norður-Atlantshafi, Sovétríkin. Fjarlægðin er ekki lengur vörn eyja fyrir innrás. Allt fram í síðari heimsstyrjöldina litu íslendingar á fjarlægðina frá meginlöndunum sem sína bestu vörn — hlutleysi í krafti fjarlægðar var til dæmis staðfest í sambandslögunum 1918. Nú verður ísland ekki varið nema í landinu sjálfu sé liðsafli. Afl hans verður að vera nægilegt til að hann fæli hugsanlegan árásaraðila frá illum áformum sínum. Vonandi tekst að leysa deiluna um Falklandseyjar með friði. Komi til átaka, munu þau tæplega stofna heimsfriðnum í hættu, þannig að óttinn við stórstyrjöld heldur ekki aftur af deiluaðilum. Væri tómarúm vegna varnarleysis á íslandi og sovéska herveldið næði að fylla það með skyndi- sókn, yrði landið ekki aftur endurheimt nema um leið yrði tekin sú áhætta, vegna hernaðarlegs mikilvægis og hnattstöðu landsins, að þriðja heimsstyrjöldin kynni að hefjast. Það er engin furða þótt þeim, sem hæst tala um varnarleysi Islands og úrsögn úr NATO, vefjist tunga um tönn, þegar þeir eru spurðir: Hvaða kost vitið þið betri en núverandi fyrirkomu- lag á vörnum íslands? Ekkert samband við borgarana Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, vekur at- hygli á því í grein hér í blaðinu síðastliðinn laugardag, hve hlálegt það sé hjá Alþýðubandalaginu, að gera dreifingu valds og samráð við borgarbúa að einhverju sérstöku baráttumáli sínu nú í borgarstjórnar- kosningunum í Reykjavík. Eins og Markús Örn bendir réttilega á, er dreifing valds og tillit til skoðana almennings í hróplegri andstöðu við kjarnann í stefnu kommúnista og það kerfi, sem þeir hafa byggt upp í eigin flokki. En ekki nóg með það. I þau fjögur ár, sem Reykjavík hefur verið stjórnað undir forystu Alþýðubandalagsins „hefur verið um skipuleg vinnubrögð að ræða hjá vinstri meirihlutanum til að koma í veg fyrir lýðræðisleg áhrif borgarbúa á ákvarðanir borgarstjórnar" svo að enn sé vitnað til orða Markúsar Arnar Antonssonar. Hafi samtök borgarbúa af einhverju tilefni viljað koma á framfæri gagnrýni eða athugasemdum við vinstri meirihlutann, hafa borgarbúar verið reknir öfugir til baka og jafnvel mátt þola ómaklegar, opinberar árásir frá vinstri mönnum, ekki síst „alvitringum" Alþýðubandalagsins, sem starfa undir kjörorðinu: Ekk- ert samband við borgarbúa. Varnir gegn „útúrbor uhætt i “ Þaðer nú komið fram, að skipulagsmarkmið vinstri manna í Reykja- vík eru þessi: 1) Að forða mönnum frá þeim háska „að eignast þak yfir höfuðið". 2) Að koma í veg fyrir að „gróðahagsmunir" auðvaldsskipu- lagsins stuðli að því að tveggja ættliða fjölskyldan sé sjálfstæð neyslu- og félagseining. 3) Að útiloka einkaeign á íbúðum því að annars er „hætt við útúrboruhætti og smámunalegri einstaklingshyggju". Þetta eru skipu- lagsmarkmið Alþýðubandalagsins, sem framsóknarmenn og kratar hafa samþykkt og Sigurjón Pétursson ætlaði að hrinda í framkvæmd á síðasta sumri. Þá var hann stöðvaður — það verður erfiðara fái kommúnistar endurnýjað umboð í komandi kosningum. Þar búa 2.000 manns, sen 600 þúsund fjár vegna ull Rætt við dr. Sturlu Friðriksson um dvöl hans á Falklandseyjum „Þetta er afskaplega friðsamlegt og vinalegt fólk, sem hvorki getur né vill standa í illdeilum við nokkra að- ila, og ósk mín er sú að þetta mál leysist á friðsamlegan hátt,“ sagði dr. Sturla Friðriksson erfðafræðing- ur í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær, en Sturla er einn ör- fárra íslendinga, sem vitað er til að hafi komið til Falklandseyja. Sturla var í nokkra daga á Falklandseyjum í janúar 1979 ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Laxdal, í tilefni samnings sem gerður var milli Alþjóða nátt- úrufriðunarsjóðsins og landsstjórn- arinnar. Að sögn Sturlu er á Falklands- eyjum nútímalegt þjóðfélag, sem þó ber þess merki hve fáir eyj- arskeggjar eru, eða aðeins um 2.000 talsins. Um helmingur þeirra býr í stærsta þorpi eyjanna, eða eins konar höfuðstað, Port Stanley. Falklandseyingar búa á um 15 eyjum, þeim stærstu í eyja- klasanum, sem samtals telur um 300 eyjar og hólma. „Þrátt fyrir að ætla megi að á þessum slóðum séu gjöful fiskimið," sagði Sturla, „þá eru eyjarskeggjar litlir sjósóknar- ar, en því meiri fjárbændur. Á sumum eyjanna eru einn eða tveir bændur, og ekki er óalgengt að einn bóndi hafi um 10 þúsund fjár. í heimboði hjá landsstjóranum á Falklandseyjum í landsstjórasetr- inu, sem er í Port Stanley. Tilefnið var undirritun samnings milli lands- stjórans og forsvarsmanna Alþjóða náttúrufriðunarsjóðsins, World Wildlife Fund, um myntsláttu fyrir eyjarnar. Hluti ágóðans gekk til náttúruverndar á eyjunum. Lengst til vinstri á myndinni er prins Bernharð af Hollandi, en landsstjórinn er að undirrita samn- inginn. Sir Peter Scott er við enda borösins. Dr. Sturla Friðriksson og Sigrún Laxdal, kona hans, fyrir miðju, en lengst til hægri má sjá fjallagarpinn Tenzing Norge og konu hans, að baki eru nokkrar konur af Falklandseyjum. Myndin er tekin í janúar 1979. Sauðfé sitt rækta þeir vegna ullar- innar, þetta er ullarmikið kyn, og um 90% útflutningsins er ull sem þeir selja á heimsmarkað. Kjötið hirða þeir á hinn bóginn minna um, enda eru hvorki sláturhús né frystihús á eyjunum. Samtals eru um 600 þúsund fjár á eyjunum, en þær eru um 12.000 ferkílómetrar að stærð. Hagar eru þar góðir fyrir sauðfé allan ársins hring og því þarf þar ekki að heyja eða hafa fé inni yfir veturinn. Og þrátt fyrir að hugsanleg olía á þessum slóðum sé vafalítið stór þáttur í deilum Breta og Argent- ínumanna um Falklandseyjar, þá sér þess ekki merki á eyjunum. Þar eru t.d. öll hús kynt með mó, og hver fjölskylda eða hvert býli hefur sina mógröf og sína eldivið- argeymslu heima við, og eldavélin er jafnvel höfð í stofunni til að fá af henni hita. Þegar við vorum þarna í janúar er hásumar á Falklandseyjum, en þá er meðalhitinn milli 10 og 12 gráður að ég hygg, en á kaldasta tíma ársins er hann svona 1 til 2 gráður. Þarna er vindasamt, skiptast á skin og skúrir, og veð- urfar minnir talsvert á Færeyjar, eða jafnvel enn frekar á Vest- mannaeyjar. Þorpið gæti verið sjávarþorp á Vestfjörðum, húsin timburhús með bárujárnsþökum, og landsstjórabústaðurinn minnir á Ráðherrabústaðinn í Reykjavík. Tungumálið er enska og um 98% íbúanna af ensku og skosku bergi, og að koma til eyjanna er ekki Gæðum ellina lífí Við stærum okkur af því, ís- lendingar, og með fullum rétti, að ungbarnadauði er nú lægri hér (7,7 af 1000 lifandi fæddum 1980) en vitað er um í öðrum löndum, og jafnframt af því að við náum að meðaltali hærri aldri en þekkist með öðrum þjóðum (konur 79,7 ár, karlar 73,7 ár). Hvort tveggja þetta ásamt almennri dánartölu (hér 6,7 af hverju þúsundi íbúa, sem er með þeirri lægstu í heimi), er almennt talið besti mælikvarð- inn á heilbrigðisástand þjóða. Þetta er því athyglisverðara sem heilsufar Islendinga var í raun ömurlegt fram á þessa öld. Á árunum 1850—’60 voru með- alævilíkur kvenna hér 37,9 ár en karla 31,9 ár. Um miðja síðustu öld æddu farsóttir yfir landið, en viðnámsþróttur fólksins var lítill og manndauði mikill. Þá (1841 — ’50) dóu að meðaltali ár hvert 343 af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum, áður en þau urðu árs- gömul (á þeim tíma 2Vfe sinnum fleiri en t.d. í Danmörku) og misl- ingaárið 1846 komst ungbarna- dauði í 654 af hverjum 1000 lifandi fæddum. Hér á landi hafa því síðan orðið stórstígar framfarir á sviði heil- brigðismála, en ekki verða orsakir þess ræddar hér. Um nokkurt árabil hafa átt sér Avarp heilbrigðis- yfirvalda í tilefni af alþjóðaheil- brigðisdeginum, 7. apríl stað meðal okkar og í mörgum öðrum löndum þjóðfélagslegar breytingar, sem hafa haft veruleg áhrif á félagslega aðstöðu aldraðs fólks, og svo mun væntanlega verða í enn ríkari mæli á komandi árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in hefur ákveðið að helga alþjóða- heilbrigðisdaginn, 7. apríl 1982, málefnum aldraðra og hefur valið deginum kjörorðið: Gæðum ellina lífi (Add life to years). Hver er gamall? Þeir, sem taldir eru gamlir eða aldraðir, er ósamstæður hópur, enda á mjög misjöfnum aldri, sextugir og eldri. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur, að um 5,8% af mannkyni jarðar séu 65 ára og eldri, en að þetta hlutfa.ll verði um næstu aldamót um 6,4%. Hér á landi er yfirleitt miðað við fólk 70 ára og eldra, þegar talað er um aldraða. Árið 1980 var hlutfall þeirra af þjóðar- heildinni 6,8%, en þetta hlutfall mun vaxa verulega og verða 7,6—7,9% um næstu aldamót. Rannsóknir leiða í ljós og reynslan staðfestir, að það eru yf- irleitt nokkuð skýr mörk á milli aldurshópa manna 60 til 75 ára og þeirra, sem eru 75 ára og eldri. Þeir, sem eru í fyrri hópnum eru að búa sig undir að hætta eða eru hættir störfum. Hinir sem eru í seiúni hópnum, eru vegna hrörn- unar eða vanmáttar á leið frá því að vera sjálfstæðir og sjálfum sér nógir í það að verða öðrum háðir. Þetta er þó sveigjanlegt og mjög einstaklingsbundið. Elli veldur ekki sjúkdómum, þótt flestir séu vissulega mun móttækilegri fyir þeim á því ald- ursskeiði en öðrum. Menn eldast mjög misjafnlega vel. Margt fólk, sem náð hefur gamals aldri, er lík- amlega og andlega hraust. Öldrun er eðlilegur þáttur í lífi manna, en breytingar, sem henni fylgja, eru ekki einvörðungu á lík- ama heldur einnig á hugarfari. Komið hafa fram hugmyndir um, að í vændum séu grundvallarum- skipti í sinni aldraðra. Þeir eru í auknum mæli farnir að líta á sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.