Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1982 Sitjandi frá vinstri Hugrún Reynisdóttir, Sturlaugur Eyjólfsson, Erla Karlsd- óttir. Standandi frá vinstri Halldóra Guðbjartsdóttir áminnari, Margrét Guð- bjartsdóttir, Gudmundur Gunnarsson og G. Margrét Óskarsdóttir leikstjóri. „Skyggna vinnu- konan“ í Dölunum LEIKFÉLAGIÐ Lítið eitt í Saurbæ í Dölurn fnimsýnir Skyggnu vinnu- konuna eftir Pierre Barillet og Jean Pierre Grédy, í þýðingu Ragnars Jó- hannessonar, fimmtudaginn 8. apríl í Tjarnarlundi í Dalasýslu. Leikend- ur eru fimm en alls taka tíu manns þátt í uppsetningunni. Leikstjóri er G. Margrét Óskarsdóttir. Önnur sýning verður á sama stað laugard. 10. apríl en þriðja sýning í Búðardal, mánudag 2. í páskum. Áætlað er að sýna í ná- grannabyggðum og bregða síðan undir sig betri fætinum og sýna í Strandasýslu. Leikfélagið Lítið eitt var stofnað 1980. Fyrsta verk félagsins var Barn í vændum. 1981 flutti það Höfuðbólið og hjáleig- una eftir Sigurð Róbertsson. Auk þess hefur leikfélagið staðið fyrir tveimur fjölskylduskemmtunum á tímabilinu. Formaður leikfélagsins er Magnús Agnarsson. „Svefnlausi brúðgum- inn“ sýndur í Kjós KióaíVlli í Kjós, 4. apríl. í VETIIK hefur Leikklúbbur Kjósar- hrepps æft „Svefnlausa brúðgumann" eftir Arnold og Back í þýðingu Sverris llaraldssonar. Þetta er bráðskemmtilegt leikrit, sem kítlar hláturtaugar áhorfenda. Leikendur eru tólf: Guðmundur Davíðsson, Anna Einarsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Vilborg Einars- dóttir, Kristín Hreiðarsdóttir, Eirík- ur Davíðsson, Ólafur Magnússon, Björn Hjaltason, Svanhvít Krist- jánsdóttir, Sigþrúður Jóhannesdótt- ir, Kristín Hjaltadóttir og Kristján Oddsson og til aðstoðar eru þau Valborg og Hermann Ingólfsson. Leikstjóri er Sverrir V. Guðmunds- son. Frumsýning verður í Félagsgarði laugardaginn fyrir páska, en önnur sýning á annan páskadag. Kaffiveit- ingar verða eftir báðar sýningarnar. Þá verður sýning í Hlégarði í Mosfellssveit miðvikudaginn 14. apr- íl og að Logalandi í Reykholtsdal föstudaginn 16. apríl. Allar sýn- ingarnar hefjast kl. 21. Formaður leikklúbbsins er Sig- þrúður Jóhannesdóttir, Morastöðum. — Hjalti. Sauðárkrókur: Gróskumikið starf sjálfstæðisfélagsins Sauóárkróki, I. apríl. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks var haldinn sl. þriðju- dagskvöld. Formaður félagsins, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, og kom þar fram, að starfsemi félagsins var fjölþætt og gróskumikil á liðnu ári. Gjaldkeri félagsins, Páll Kagn- arsson tannlæknir, skýrði reikninga félagsins, sem sýndu bættan efna- hag þess. Fundinn sátu alls um 60 manns. Umræður urðu miklar á fundin- um og lýstu menn yfir eindregnum vilja til að gera hlut Sjálfstæðis- flokksins sem mestan í kosningun- um í vor. Stjórn félagsins var öll einróma endurkjörin, svo og menn í fulltrúaráð og kjördæmisráð. Formaður er Jón Ásbergsson, varaformaður Reynir Bardal, og aðrir í stjórn eru Árni Egilsson, Páll Ragnarsson og Sigurður Han- sen. í kjördæmisráð hlutu kosn- ingu Friðrik J. Friðriksson, Knút- ur Adnegaard og Þorbjörn Árna- son. Á fundinum voru eftirfarandi tillögur samþykktar einróma: Að- alfundur Sjálfstæðisfélags Sauð- árkróks haldinn 30. marz 1982 lýs- ir fullum stuðningi við framkomn- ar tillögur í ríkisstjórn um stað- arval steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. Fundurinn minnir á það frumkvæði, sem bæjaryfirvöld á Sauðárkróki hafa frá upphafi haft í tæknilegum og fjárhagsleg- um könnunum á hagkvæmni steinullarverksmiðju. Að loknum þessum könnunum er nú ljóst, að öll rök mæla með því, að steinull- arverksmiðja á Sauðárkróki yrði arðbært fyrirtæki, sem efla myndi bæ og sveit. Skorar fundurinn því á stjórnvöld, að sjá til þess, að steinullarverksmiðja rísi á Sauð- árkróki. Hin tillagan, sem samþykkt var er svohljóðandi: Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks, haldinn 30. marz 1982 skorar á ríkisstjórn að standa við það fyrirheit sitt, að næsta virkjun landsmanna verði við Blöndu. Jafnframt beiti ríkisstjórnin sér fyrir því, að á næstu árum verði unnið að markvissri uppbyggingu iðnaðar í kjördæminu. Bendir fundurinn á, að lægstu meðaltekj- ur landsmanna, eru yfirleitt í Norðurlandskjördæmi vestra. ■ -Kárf._______ 19 Hagi hf. opnar í Eyjum Olafur Gránz í Vestmannaevjum hefur opnað verzlun með eldhús- innréttingar, baðskápa og fleiri innréttingar frá Haga hf., en verzl- unin er að Brimhólabraut 1, þar sem húsgagnaverslun Marinós Guðmundssonar var til húsa. Á myndinni er Ólafur Gránz, til hægri, að ræða málin í nýju verzluninni við Þórarinn Magnússon kennara. Ljósmynd Mbl. Siffurgeir. Ferðatæki frá kr. 250,00. Stereo-ferðaútvörp frá kr. 2.980,00. Vekjaraklukkur frá kr. 310,00. HLJÖMTÆKJADEILD Éjj) KARNABÆR ^f HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 AUDIO SONIC Gjöfin fœst hjá okkur Skáktölvur frá kr. 1.280,00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.