Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 27 Litli leikklúbburinn á ísafirði: Frumsýnir nýtt íslenskt leikrit annan í páskum LITLI leikklúbburinn á ísafirði frumsýnir annan dag páska nýtt islenskt leikrit, Úr aldaannál. Er það eftir Böðvar Guðmundsson og var sérstaklega skrifaö fyrir Litla leikklúbbinn. Þá hefur Jónas Tómasson samið tónlist við verkið. Leikstjóri er Kári Halldór. Mbl. ræddi á dögunum við hann og forráðamenn Litla leikklúbbsins. Fremst standa þ*r Kristin Karlsdóttir, Ásthildur Þórðardóttir og María Mariusdóttir, en uppi i hjallinum sitja Jón Baldvin Hannesson og Reynir Sigurðsson. l.jósm. Leó. Halla Sigurðardóttir er formað- ur Litla leikklúbbsins og Trausti Hermannsson, sem lengi var formaður, hefur með höndum framkvæmdastjórn þessarar sýn- ingar. Þá kemur Hafsteinn Vil- hjálmsson og við sögu, en hann sér um gerð leikskrár og prentun á leikritinu, en ráðgert er að það komi einnig út í bók. Þau þrjú eru spurð hvers vegna ráðist var í að fá leikrit sérstaklega skrifað fyrir Litla leikklúbbinn. — Það kom upphaflega til af því að okkur var boðið að taka þátt í norrænni leiklistarhátíð í Hró- arskeldu, vinabæ ísafjarðar. Leit- uðum við eftir höfundi til að skrifa myndrænt verk, sem auðvelt væri í flutningi á erlendri grund, þ.e. að verkið væri ekki eingöngu byggt upp af texta. Við sömdum við Böðvar Guðmundsson og í þann mund sem það var frágengið feng- um við bréf þess efnis að þeir Hró- arskeldumenn treystu sér ekki til að halda hátíðina. En þá kom annað til, Listahátið í Reykjavík hafði boðið Bandalagi ísl. leikfélaga að senda verk í sam- keppni og yrði eitt valið úr til sýn- inga á Listahátið. Einnig leituðum við eftir öðrum möguleika á utan- landsferð og höfum nú ákveðið að fara til Næstved í Danmörku í lok maí og að sjálfsögðu höfum við alltaf ráðgert að sýna verkið hér vestra. Þá munu fulltrúar frá Listahátíð sjá sýningu okkar og í framhaldi af því verður ljóst hvort við fáum að sýna á Listahátíð. Möguleikarnir í þeirri samkeppni eru háðir því að verkið hafi ekki verið flutt á Stór-Reykjavíkur- svæðinu áður og að það sé á ein- hvern hátt nýstárlegt eða frum- legt. Litli leikklúbburinn hefur nú starfað í 17 ár og jafnan haft sýn- ingar haust og vor. í vetur voru einnig sérstakar barna- skemmtanir og komu þá 35 manns við sögu. Verk Böðvars er 36. verk- efni félagsins. Litli leikklúbburinn telur 70 félaga og eru um 40 þeirra virkir þátttakendur. Níu leikarar koma fram í sýningunni og eru öll hlutverkin nokkuð svipuð að um- fangi, öll eru þau aðalhlut- verk. Leikararnir heita Reynir Sigurðsson, Jón Steinar Ragnars- son, Laufey Waage, Kristín Karlsdóttir, Ásthildur Þórðar- dóttir, Páll F. Hólm, María Maríusdóttir, Börkur Gunnarsson og Jón Baldvin Hannesson. Fyrir utan leikarana starfa um 15 manns að sýningunni, margt annað en leikarar eða annað það sem sést á sviðinu fylgir því að setja upp leikrit. Ráðgerðar eru 8 til 9 sýningar og segja forráða- menn sýningarinnar að það dugi vart til að ná inn fyrir kostnaði og hafa verði í frammi ýmsa fjáröfl- un til að greiða megi kostnað við fyrirhugaðar ferðir. Fleiri hafa einnig komið við sögu þessarar sýningar Litla leikklúbbsins. Hilde Helgason var fengin eina helgi til að halda sér- stakt námskeið fyrir leikara og Jón Axel Steindórsson var fenginn til að æfa með þeim júdó. Er það m.a. vegna þess að ýmsar stymp- ingar eru í verkinu og Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Bandalags ísl. leikara, hefur að- stoðað á ýmsan hátt. Segjast forráðamenn Litla leikklúbbsins þannig vilja undirbúa allt sem best og vilja leggja í nokkurn kostnað til að það megi takast. Kári Halldór, leikstjóri, og Böð- var Guðmundsson, höfundur verksins, ræddust nokkuð við áður Kári Halldór leikstjóri. en Böðvar lauk við að skrifa og sagði Kári að þar hefði hann feng- ið að koma með nokkrar ábend- ingar og hugmyndir, sem Böðvar hefði síðan unnið úr. — Það var mjög skemmtilegt að vinna þannig með höfundi sem hefur áhuga á leikhúsinu öllu, sagði Kári Hall- dór. — Texti í leikriti getur stund- um þvælst ofurlítið fyrir atburð- arásinni, en með leikriti er leitast við að lýsa ákveðnum aðstæðum og atburðum og þá skiptir textinn sjálfur ekki alltaf höfuðmáli. Reyni ég að kynna leikurum ákveðin kjörorð, hugsun — hreyf- ing — texti. Ekki verður hér fjallað um verkið sjálft, enda réttast að menh sjái það sjálfir, en þó má segja um það að það styðjist við atburði frá árunum 1784 til 1786, i móðuharð- indunum. Kemur fram hvaða áhrif aðstæður þá höfðu á mann- lífið og sérstaklega er fjallað um örlög fjögurra kvenna og kemur fram hvernig ákveðnir aðilar nota sér aðstæður annarra. En hvað segir Kári Halldór um það að vinna með áhugaleikklúbbi? — Þetta hefur verið mjög gam- an. Tíminn hefur að vísu verið naumur, en ég byrjaði á því að vera með fólkinu eina helgi og út frá því voru leikarar valdir. Mun- urinn á áhugaleikara og atvinnu- leikara er stundum ekki svo mikill og hér finn ég ákveðinn metnað í öllum um að gera vel. Auðvitað hefur atvinnuleikari ýmsa tækni framyfir aðra og hann er vanari, en þá reyni ég að finna einfalda þjálfunarleið, sem bætir radd- beitinguna og fleira, en ekki er tími til að fara mjög ítarlega út í þá sálma. Við höfum getað æft allan tím- ann hér í félagsheimilinu og er það mjög mikils virði að geta strax æft stöður og hreyfingar með leikmyndinni, en hún sjálf er hluti af verkinu og hjálpar okkur að fá fram áhrifin, leikmyndin er engin venjuleg skreyting, eins og mér virðist menn stundum halda. Sem fyrr segir frumsýnir Litli leikklúbburinn verkið annan dag páska. Næstu sýningar eru síðan ráðgerðar á miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag, 14. til 16. apríl. Páskamynd Gamla Bíós er „Ofjarl óvættanna“ PÁSKAMYND Gamla bíós er brezk-bandarísk og heitir „Ofjarl óvættanna“ eða Clash of the Tit- ans á frummálinu. Leikstjóri er Desmond Davis og í aðalhlutverkum eru Harry Hamlin, Maggie Smith, Judi Bowker, Claire Bloom, Burgess Meredith, Ursula Andress og Lawrence Olivier. Myndin er byggð á sögum úr goðafræði Forn-Grikkja og seg- ir frá Perseifi, jarðneskum syni Seifs, og baráttu hans við alls konar forynjur og illvætti til að frelsa hina fögru Andrómedu frá illum örlögum. Sýningar hefjast miðvikudag- inn 7. apríl. 22. aprfl — 27. dagar — Verð kr. 9.400 — hálft fæði Þátttakendur í Mallorkaferð Vegna mikillar eftirspurnar höfum við fengið fleiri herbergi til ráðstöfunar á Hótel Piznero og getum þar af leiöandi bætt við þátttakendum í Mallorca- ferðina 22. apríl. islenskur fararstjóri og hjúkrunarfræðingur er í ferðinni. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.