Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Kristinn Guðjóns- son forstjóri 75 ára Maðurinn sem veitti birtu inn í líf íslendinga Árið 1933. Ungur drengur fluttist að Sjafnargötu 12 og þar var þá fyrir ungur maður, bróðir húseigandans. Ekki man ég hvað þeim fór á milli, unga manninum og litla drengnum, þau ár sem þeir bjuKKu í sama húsi, en rámar þó óljóst í sögur, hlátur og svona eina og eina karamellu. Ég heid að hvorugan hafi órað fyrir því að æviþræðir þeirra ættu eftir að tvinnast svo saman sem raun varð á. En örlaganornirnar, sem aldrei liggur á, héldu ótrauðar áfram að vefa sinn vef og næst bar þá saman á lífsins braut, þegar þeir voru kosnir saman í stjórn Félags íslenskra iðn- rekenda árið 1968. Og nú ófust örlagaþræðir þeirra saman að nýju og mynduðu fljótt ramman vef trúnað- artrausts og órofa vináttu, vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Ég veit ekki hve margir gera sér grein fyrir því að Kristinn er einn af frumkvöðlum nútíma iðnaðar, ekki aðeins íslensks iðnaðar, heldur líka evrópsks iðnaðar. Flúrlampar, og flúrlýsing, eru orð- nir svo snar þáttur í öllu nútímalífi, að við tökum þá sem sjálfsagðan hlut og njótum birtu þeirra í öllum skól- um, skrifstofum og verksmiðjum. En þetta var ekki alltaf svo, lýsing á öllum þessum vinnustöðum var langtum lélegri og ófullkomnari hér áður fyrr og hafði það vafalaust óheilnæm áhrif, bæði á sjón fólks yf- irleitt og svo hlýtur fólk að hafa þreyst miklum mun fyrr og meira við að þurfa að rýna í lélegri birtu við vinnu sína. Þeir eru vafalaust nokkrir, sem vita að Kristinn Guðjónsson hóf fyrstur manna framleiðslu og sölu flúrlampa á íslandi, en ég held að það séu mjög fáir, sem vita að það var hann, sem var fyrstur manna í allri Evrópu, til að hefja framleiðsiu flúrlampa. Það þurfti mikla framsýni til þess árið 1940 að sjá að flúrlampar voru það sem koma skyldi í almennri lýs- ingu, en okkur, sem þekkjum Kristin, kemur það ekki á nokkurn hátt á óvart, að hann skyldi vera fyrsti mað- ur í Evrópu, sem skildi hvað klukkan sló, þvert á móti, það var einmitt það, sem við ætluðumst til af honum. Sem samstarfsmaður er Kristinn alveg óvenjulegur maður — fastur fyrir, rökfastur, fljótur að átta sig á breyttum aðstæðum, en alltaf jafn þolinmóður að hlusta og sanngjarn í garð annarra. Kristinn kann aragrúa af sögum um menn og málefni og kímni hans er víðfræg í röðum iðn- rekenda. Það eru ekki fá skiptin, sem Krist- inn hefur bjargað málum, sem voru að reyrast í einhvern allsherjar vand- ræðarembihnút með einhverri sögu, spaugsyrði eða snjallri samlíkingu. Að vonum var Kristinn beðinn um að taka að sér fjölda trúnaðarstarfa fyrir iðnaðinn. Hann sat í stjórn og var varaformaður Félags íslenskra iðnrekenda í mörg ár, sat í bankaráði Iðnaðarbanka tslands, í stjórn Hús- félags iðnaðarins, og fleira og fleira, sem ég hirði ekki að tína til hér, en öll þessi störf leysti hann af slíkri prýði að ekki verður betur gert. Fyrir öll þessi störf erum við samstarfsmenn hans honum afar þakklátir og ís- lenska þjóðin sýndi þakklæti sitt er honum var veitt Fálkaorðan fyrir nokkrum árum. Kristinn hefur verið mikill gæfu- maður í einkalífi sínu. Hann hefur búið við mikið barnalán — tengda- sonalán og barnabarnalán, en þó held ég að hans mesta gæfuspor í lífinu hafi verið þegar hann giftist Siggu. Þar fékk hann það ljós, þann sólar- geisla inn í líf sitt, sem hefur lýst honum síðan. Þau eru með afbrigðum samrýnd og samhent og öllum, sem þau þekkja, er ljóst að ef þeim á að líða vel, þá mega þau ekki nokkra stund hvort af öðru sjá. Þau eru bæði afar listelsk og smekkleg, eins og heimili þeirra að Víðimel 55 og sumarbústaðurinn í Mosfellssveit bera vott og þar kemur enn glöggt fram hversu náin sam- vinna þeirra er. Mig langar til að þakka þér Krist- inn fyrir bæði langt og óvenjulega ánægjulegt samstarf í sambandi við eitt mál þjóðarinnar allrar, iðnaðinn, jafnframt því, sem ég þakka fyrir að við Steffí höfum fengið að vera vinir ykkar Siggu öll þessi ár. Að lokum langar mig svo til að óska þér, síunga lífsglaða afmælisbarn, hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og óska þér, Siggu og allri fjölskyldunni Guðs blessunar um mörg ókomin ár og ég vona að við Steffí fáum að njóta þeirra með ykk- ur. Ilavið Sch. Thorsteinsson leöurfatnaöur semvekur Fallegar ullarfóöraöar leö- urkápur og jakkar, leöurbux- ur og leöurpils. Ath: Greiðsluskilmálar viö allra hæfi. Ný sending frá Beged-Or í miklu úrvali. Kirkjuhvoli gengt Dómkirkjunni, sími 20160. Magnús Erlendsaon, forseti bejaratjúmnr, og Signrgeir Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjaraarnesi, skýra líkan af nýjum byggingarsvæðum. Ljiam. Gmdjóm SUIaaoa. Fjölmenni á fundi Baldurs um húsnæðis- mál á Seltjarnarnesi Fundur Baldurs, félags ungra sjálfsUeðismanna á Seltjarnarnesi, var vel sóttur og fundarsalurinn þéttsetina. Ljómm. Mbi. Goðjón suiaaon. Hluti fundarmanna á fnndi Baldurs. BALDUR, félag ungra sjálfstæð- ismanna á Seltjarnarnesi, hélt nýverið almennan fund um bygg- ingamál ungs fólks á Nesinu, og var fundurinn vel sóttur, sá fjöl- mennasti sem félagið hefur geng- ist fyrir frá því það var stofnað á árinu 1974. Til fundarins voru sérstaklega boðaðir fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar Sel- tjarnarncss, og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins við bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Framsögumenn á fundi Bald- urs voru Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarn- arness, Sigurgeir Sigurðsson bæjarastjóri og Þorvaldur Mawby, formaður Byggung í Reykjavík. Gerðu þeir grein fyrir því hvað framundan væri í byggingamálum á Seltjarn- arnesi, og hvað ungu fólki stæði til boða á Nesinu í þeim efnum. Að sögn formanns Baldurs ber þar hæst blokkirnar, sem fara á að byggja í Plútóbrekkunni, við Austurströnd. Á fundinum var um það rætt hvort ungt fólk á Nesinu ætti að Þorvaldur Mawby, formaður Bygg- ung, í ræðustól. stofna byggingarsamvinnufélag, en niðurstaðan varð sú að hag- kvæmast væri að ganga til sam- starfs við Byggung í Reykjavík, og að ungt fólk á Nesinu léti skrá sig á sérstaka lista hjá þeim að- ila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.