Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 5 Happdrætti SÁÁ: Yfirlýsing frá hag- stofustjóra MORGIJNBLAÐINU barst í gær cftirfarandi yfirlýsing frá Klemenz Tryggvasyni hagstofustjóra „vegna rannsóknar þeirrar, er nú stendur yfir á því, með hvaða hætti gíró- seðlalisti vegna happdrættis Sam- taka áhugafólks um áfengisvanda- málið hafi orðið til“: „Samkvæmt eðli þessa máls og vegna sérstakra aðstæðna í sam- bandi við það, taldi hagstofustjóri það vera skyldu Hagstofunnar að óska eftir opinberri rannsókn á því. Var Rannsóknarlögreglu ríkisins send beiðni þar að lútandi hinn 12. mars sl., en frétt um dreifingu happdrættisseðla til 70.000 kvenna birtist fyrst mánu- daginn 8. mars sl., í Dagblaðinu og Vísi. I samræmi við sjálfsagða opin- bera siðareglu ákvað hag- stofustjóri að tjá sig ekki til fjöl- miðla um málið meðan það væri í rannsókn. En nú er svo komið, að reynt er á áberandi hátt að nota þessa afstöðu Hagstofunnar til að tortryggja málstað hennar. Af þessum sökum telur hagstofu- stjóri rétt að lýsa því yfir, að ekkert sem hingað til hefur komið fram við rannsóknina, hefur dreg- ið úr þeirri sannfæringu hans, að brýna nauðsyn beri til að málið fáist upplýst til hlítar á vettvangi dómskerfisins." Tónskólinn með tónleika 1 kvöld NÚ STENDUR yfir á vegum Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar námskeið í hljómsveitarleik. Nám- skeiðið hófst í síöustu viku og æf- ingar hafa verið þrisvar á dag en námskeiöið mun enda með tónleik- um í Bústaðakirkju á miðviku- dagskvöldið. Stjórnandi á tónleik- unum verður George Hadjinikos, grískur hljómsveitarstjóri og píanó- leikari, sem starfar sem prófessor við Konunglega tónlistarskólann í Manchester. Þetta er í þriðja skiptið sem George Hadjinikos kemur til ís- lands á vegum Tónskólans, en auk þess að kenna ferðast hann mikið, leiðbeinir á námskeiðum, stjórnar hljómsveitum og kemur fram sem einleikari. Þátttakendur á námskeiðinu eru auk nemenda tónskóians frá flestum tónlistarskólum í Reykja- vík og nágrenni. Hljómsveitina skipa um 60 hljóðfæraleikarar. A efnisskrá eru þrjú verk: Sin- fónía í þrem þáttum eftir Igor Stravinsky, Sinfónía í C-dúr (stóra sinfónían) eftir Franz Schubert og svíta í h-moll fyrir flautu og strengjasveit eftir J.S. Bach. Einleikari á flautu er Gunnar Gunnarsson. Tónleikarnir verða eins og áður sagði í Bústaðakirkju miðviku- dagskvöldið 7. apríl og hefjast kl. 20. (Krétlatilkynnini!) Elsti Dalvíking- urinn látinn Dalvík, 3. apríl. ÞANN 20. mars sl. andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri elsti íbúi Dalvíkurbæjar, Arngrímur Jó- hannesson, fyrrum útgerðarmaður og smiður í Sandgerði. Hann var fæddur 11. mars árið 1886 og var því nýlega orðinn % ára. Arngrímur var sonur hjónanna Jóhannesar Þor- kelssonar útvegsbónda og Guðrúnar Gísladóttur frá Ytra-Holti. Arngrímur Jóhannesson hóf snemma afskipti af útvegsmálum hér, fyrst í samfloti við föður sinn en síðar einn. Árið 1917 saltar hann síld fyrstur manna á Dalvík. Arngrímur lærði trésmíði og hafði réttindi sem bátasmiður, húsa- smiður og mublusmiður sem kall- að var. Það kom því snemma í hans hlut að smíða bryggjur við Böggvisstaðasand ásamt árvissu i viðhaldi eða jafnvel uppbyggingu Föstuvaka í Seljasókn SÚ nýbreytni verður í Seljasókn að haldin verður vaka frá kvöldi skír- dags til guðsþjónustu á föstudaginn langa. Vakan fer fram í Tindaseli 3 og byrjar hún kl. 18.00 á skírdags- kvöldi. Tilgangur með þessari vöku er að íhuga pínu og dauða Jesú Krists. Verður í gangi dagskrá alla vökuna. Vakan er öll- um opin. þeirra. Þar vann hann þrekvirki á sínum tíma. Margar byggingar reisti Arngrímur hér um slóðir en byging Sundskála Svarfdæla árin 1928—29 er eitt af hans meiri Arngrímur Jóhannesson háttar verkum ef miðað er við þær aðstæður og tæki, sem fyrir hendi voru á þeim tímum. Árið 1919 kvæntist hann Jór- unni Antonsdóttur frá Hamri og eignuðust þau þrjú börn sem öll eru á lífi og búsett hér. Konu sína missti hann 3. maí árið 1960. Útför Arngríms Jóhannessonar, eins af frumbýlingum þessa byggðarlags, fór fram frá Dalvíkurkirkju 27. mars sl. Fréttaritarar. Tollur á neyðarfæði: Sjálfsagt endurskoðað — segir fjármálaráöherra „ÞAÐ ER margt skrítið í tolla- löggjöfinni. Tollalöggjöfin í heild er í endurskoðun og sjálfsagt er þetta eitt af því sem verður endur- skoðað,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, er Mbl. spurði hann um ástæðu þess að matur í björgunarbáta fiskiskipa er talinn eins konar lúxusvara, ef dæma má af tollmeðferð á slíkri vöru. Vara þessi er skattlögð á þann hátt, að fyrst er lagt á 3% jöfn- unargjald, síðan kemur 24% vörugjald og loks 32% tíma- Sjálfstæðis- menn með opið hús í Eyjum Sjálfstæðismenn í Vestmanna- eyjum hafa opið hús í Eyverja- salnum nk. laugardag kl. 1—7. „Það verður kaffi á könnunni og spjall eins og okkur er lagið, aðal- atriðið er að fólk hittist og við viljum hvetja til þess,“ sagði Sig- urgeir Ólafsson í samtali við Mbl., en bæjarfulltrúar flokksins og væntanlegir fulltrúar verða á ráp- inu á staðnum. bundið innflutningsgjald. Sam- anlagt gerir þetta 68%. Ragnar sagði, að honum væri ekki kunn- ugt um þetta, nema það sem hann hefði lesið um það í Mbl., en samkvæmt fréttinni þar, væri um það að ræða að sam- kvæmt tollskránni væri farið eftir því úr hvaða efni varan væri framleidd. Leiðrétting í SAMTALI við Vilhelm Þorsteins- son framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa í Morgunblaöinu i gær, er haft eftir honum að ætlunin hafi verið að taka ákvörðun um endurnýjun togarans Sólbaks á ár- inu 1979, en ekki orðið af því sökum erfiðleika fyrirtækisins. Vilhelm hafði samband við Morgunblaðið í gær, og sagði að hér væri ekki haft rétt eftir sér. Hann hefði sagt við viðkomandi blaðamann, að árið 1979 hefði ver- ið til umræðu að endurnýja Sól- bak, en vegna hás verðs og þeirra lánakjara, sem þá voru í boði, hefði ekki orðið af því. Þá sagðist hann vilja árétta að aldrei hefði verið rætt um að ÚA yfirtæki Þórshafnartogarann. Jónas Guð- mundsson sýnir í Eden JÓNAS Guðmundsson heldur málverkasýningu í Eden í Hveragerði um páskana og sýnir þar myndir, olíumálverk og vatnslitamyndir, sem voru á sýningu hans í ráðhúsinu í Lux- emborg í síðasta mánuði. Sýningin verður opnuð á skírdag og stendur til 25. apríl. Jónas Guðmundsson Brandtex kvenbiússur, kvenbuxur, kvenjakkar. Mjög vandaður danskur kvenfatnaöur í sumar- litunum úr bómull-polyester-flannel og ekki spillir veröiö fyrir. Austurstræti 10 sinii: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.