Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 56 hesta- mannamót STÆRSTA hestamannamót sumarsins verður Landsmót hestamanna á V indheimamelum í Skagafirði 7.—11. júlí, en í frétt frá Landssambandi hestamanna segir að gert sé ráð fyrir því, að 10 þúsund manns sæki mótið. Mótanefnd Landssambands hestamanna hefur sent Mbl. eftirfarandi yfirlit um hestaþingin í ár: 2. apr.: Firmakeppni Blæs. I7.-I8. apr.: íþróttamót íþróttadeildar Fáks, Víóivöllum. 22. apr.: Firmakeppni llelludeildar (.eysis, Hellu. 24. apr.: Firmakeppni Custs v Arnarneslæk. 24. apr.: Firmakeppni Hvolsvallardeildar Geysis, Hvolsvelli. . 24. apr.: Sýning á stóóhestum hjá Stóóhesla- stöó BÍ í Cunnarsholti. 1. maí: Vormót Smára (íþróttamót) á Kálf- árbökkum. 2. mai: íþróttamót íþróttadeildar Sleipnis á Selfossi. 8. maí: Firmakeppni Sörla, Hringvöllur v/Kaldárselsveg. 8. maí: Firmakeppni Fáks, Vióivöllum. 8. maí: íþróttamót iþróttadeildar Geysis, Hellu. 8.-9. mai: Opió íþróttamót iþróttadeildar Faia. 15. maí: Vorkappreióar Fáks, Víóivöllum. 16. maí: íþróttamót Sleipnis ot Smára á Stokkseyri. 20. maí: Gæóinf>akeppni Andvara á æfinf>a- velli v/Arnarneslæk. 20. maí: Firmakeppni Haróar v/Varmá, Mosfellssveit. 22. maí: Gæóinjakeppni Gusts á æfinf>avelli v Arnarneslæk. 22. maí: íþróttamót iþróttadeildar Sörla. 23. maí: Kappreióar of> tæóinf>asýnin|> And- vara, Gusts og Sörla á Vióivöllum. 23. mai: Firmakeppni Ljúfs aó Reykjakoti. 23. maí: Firmakeppni Háfeta i Þorláksböfn. 29.-31. mai: Hvitasunnukappreióar Fáks, Víói- vöHum. 5. júní: íþróttamót Haróar r/Varmá, Mos- fellssveiL 5.-6. júní: Hestaþinf> Mána. Gæóinf>akeppni Of> kappreióar á Mánagrund. 6- júni: Gæóingakeppni Sörla v/Kaldár- selsvefj. 19. júní: íþróttamót íþróttadeildar Þyts aó Lækjarmóti. 19. júni: Kappreióar og gæóingakeppni Haró- ar v/Arnarhamar, Kjalarnesi. 19.-20. júní: Kappreióar og gæóiogakeppni Hornfiróinga aó Fornustekkum. 20. júni: Kappreióar og gæóingakeppni Ljúfs og Háfeta aó Reykjakoti. 26.-27. júní: Hestaþing Smára og Sleipnis á Murneyri. 26.-27. júni: Kappreióar og gæóingakeppni Neista, Óóins og Snarfara vió Húnaver. 26.-27. júní: Kappreióar og gæðingakeppni Dreyra, Ölveri. 26.-27. júní: llestamannadagur Freyfaia á Ióa- völlum. 27. júní: Gæóingakeppni og kappreióar Sindra v/Pétursey. 3. júlí: Gæóingakeppni og kappreióar, SóF völlum, Landbroti. 3. júlí: Kappreióar og gæóingakeppni Glaós aó Nesodda, Dalasýsht. 3. júlí: Kappreióar og gæóingakeppni Þyts á Grafarmelum, V-Hún. 3.-4. júli: Hestamót Geysis á Rangárbökkum. Kappreiéar og gæóingakeppni. 4. júlí: Gæóingakeppni og kappreióar Seyós v/Fjaróari Seyóisfirói. 7,-ll.júli: Landsmót hestamanna' á Vind- heimamelum í Skagafirói. 24. júlí: Gæóingakeppni og kappreióar Snæfellings á Kaldármelum. 24. júlí: Gæóingakeppni og kappreióar Blakks og Kinnskæs á Félagssvæói Kinnskæs. 24.-25. júlí: Melgeróismelamót á vegum Léttis, Funa og Þráins. Kappreióar og gæó- ingakeppni á Melgeróismelum. 24.-25. júli: Vinamót Gnýfara, Glæsis og Fljóta- mannai Ólafsfirói. 31. júL-l. ág: Kappreiðar og gæóingakeppni Faia á Faiaborg. I. ágúst Kappreióar og gæóingakeppni Loga v/Hrisholt 6. -7. ágúsL Gæóingakeppni og kappreióar Grana og Þjálfa á Húsavik. 7. ágúsL Ágústmót Mána. Kappreióar á Mánagrund. 7. -8. ágúsL Kappreióar og gæóingakeppni Hríngs aó Flalartungu, SvarfaóardaL 8. ágúsL Kappreióar og gæóingakeppni Blæs á Kirkjubólseyrum, Norðfirói. 14. ágúsL Innanfélagsmót Þráins. 14.-15. ág.: StórmóL Hestamannafélogin á Sué- urlandi austan Hellisbeióar, kapp- reióar og gæóingakeppni á Raogár- bökkum. 21. ágúsL Bæjarkeppni Funa á MelgeróismeF um. 22. ágúsL Innanfélagsmót Trausta á Laugar- dalsvöllum. 21.-22. ág.: íslandsmeistaramót í hestaiþróttum á Mánagrund, Keflavík. Afhentu Volvo Laplander. Konur úr slysavarnadeildinni Sjöfn, Vopnafirði. Slysavarnadeildin Sjöfn á Vopnafirði afhendir bifreið Aðalfundur slysavarnadeildarinnar Sjafnar á Vopnafirði var haldinn 27. mars sl. A fundinn mættu 30 konur. f lok hans kom stjórn björgunarsveit- arinnar Vopna til að veita viðtöku lyklum að bifreið sem slysavarna- deildin var nýbúin að festa kaup á með góðum styrk frá Slysavarnafé- lagi íslands. Er þetta Volvo Lapland- er árgerð 1981. Bifreiðin kostaði 106.586 kr. Pétur Olgeirsson formaður Vopna þakkaði á fundinum fyrir hönd björgunarsveitarinnar þessa góðu gjöf. Ýmislegt vantar í bílinn s.s. sjúkrakörfu, togspil, ljóskastara, toppgrind og fl. Mun því vera stefnt að því að safna fyrir þessu. Að lokinni kaffidrykkju var bíll- inn skoðaður. Einnig var konunum boðið að skoða húsnæði sem björg- unarsveitin hefur unnið við að inn- rétta. Þar mun verða fundarað- staða og rými fyrir ýmsan útbúnað sveitarinnar. Slysavarnadeildin verður 15 ára 10. des. nk. Fyrsti formaður hennar var Kristín Guðmundsdóttir, en núverandi formaður er Heiðbjört Björnsdóttir. Hefur hún gegnt því starfi sl. 6 ár. FréttariUri Stjórn björgunarsveiUrinnar Vopna, Vopnafirði. Hvert stefiiir? eftir Arna Helgason Það er varla að maður fletti svo blaði og jafnvel aðalmálgagni þjóðarinnar að ekki sé þar fullt uppi af vanþakklæti, vandlætingu, tortryggni, kröfugerð og ádeilum og jafnvel útúrsnúningum í þeim tilgangi að gera þeim erfiðara fyrir sem stýra þjóðarskútunni í dag. Þar er allt að fara úrskeiöis, stjórnarstefnan röng, allt rekið með tapi, stefnt i atvinnuleysi, upplausn, þjóðin safni stórskuld- um, fólk geti ekki byggt yfir sig, lánakerfið ómögulegt, sem sagt allt á leið aftur á bak. Og þessu á svo fólkið að trúa, meðan fjár- munir vaða um hendur þess í auknu peningaflóði og sumt hefir varla við að eyða... Og hvernig er þtta svo í raun? Verslunin er talin á heljarþröm sem birtist í hinum glæsilega minnisvarða hennar, Húsi versl- unarinnar, sem gnæfir yfir allt þegar maður lítur til höfuðborgar- innar af Kjalarnesinu. Það vantar allsstaðar lóðir og lendur undir stórmarkaði og ný verslunarhús, og enginn hefir við í því kapp- hlaupi. Á landbúnaðinum geta menn ekki framfleytt sér, sem sést best á því að maður ekur ekki svo um sveitir að þar blasi ekki við ótal vélar og verkfæri, tæki og annað svo sem fagrar byggingar sem prýða okkar fagra land og það þakkar fyrir. Útgerðin er rekin með bullandi tapi og núlli, og fisk- verkunin má ekki við neinu, með- an hvert iðjuverið í þeim bransa rís upp og menn keppast eftir að ná í og eignast báta, ekki einn, heldur fleiri og komi nokkur bátur á markað er hann horfinn bara ef hann getur verið á floti. Það vilja allir fara í útgerð til að TAPA. Svo þarf ótal hringa til að selja framleiðsluvörurnar, SH, SÍS, og svo þurfa að vera sérstakir skreið- arsalar, saltfisksalar, skelsalar, grásleppusalar, þorskhausasalar. Þá verður að byggja sölumiðstöðv- ar með tilheyrandi skrifstofu- báknum og fólksfjölda þarf til þess að koma öllum þessum tap- rekstri í verð og gerir ekkert þó það kosti sitt. Iðnaðurinn, ekki má gleyma honum, sem hangið hefir á hor- riminni og öfug stjórnarstefna hefir teygt og togað, hann er alltaf á niðurleið um leið og eigendurnir geta lítið fitnað og hann er svo illa kominn að hús iðnaðarins er ekki komið nema til hálfs, en þó tala allir um stóriðju og ný fyrirtæki sem þurfi að taka við 2000 vinn- andi höndum á ári til þess að tapa á þeim. Allir toga til sín, Sauð- árkrókur og Þorlákshöfn bæði þola að tapa — og svo kemur Austurlandið og sjálfsagt við á Vesturlandi því ekki má skuturinn liggja eftir þegar vel er róið fram á. Atvinnuleysið birtist í vaxandi auglýsingum, í blaðinu okkar, eft- ir mannafla og er þar lítið þrot á. Fólk getur ekki byggt yfir sig og sína, það sanna meðal annars yfir 1600 umsóknir um nýjustu úthlut- un í Reykjavík í rúmar 300 lóðir. Byggingarlóðir alltof fáar, bæði kauptún og bæir hafa ekki við að skipuleggja ný hverfi og auðvitað getur enginn byggt. Stundum er gengið að drepa allt fyrir hversu fast það stendur og ef slakað er á þá drepur það helmingi meira. Þetta minnir á dæmisöguna um strákinn og föður hans, sem fóru í kaupstaðinn og skiftust á um að teyma klárinn eða sítja á honum. Skattarnir eru allt að sliga, þeir Árni llelgason verða að lækka um ieið og fjár- munir eru sóttir í ríkara mæli í fjárhirslur ríkisins. Fjárlögin allt of há, um leið og þingmennirnir keppast við að ná sem mestu út úr þeim fyrir sína umbjóðendur, menn verða nefnilega að sýnast menn með mönnum. Og svona lít- ur þetta út í blöðunum og svo er boðuð leiðin til bættra lífskjara, sem enginn skilur og varla boð- berar hennar, sem í gerningaþoku komast ekki í takt við hugsun fólksins. Kröfuharkan og eyöslan á að leysa allt úr læðingi og er á henni engin þurrð. Menn þurfa að fatmeira í eyðsluna. Sjá ekki nema svart þó sól sé hátt á lofti. En hvernig er svo allt í alvör- unni, hinum stríðanda degi. Þar hafa menn nóg að bíta og brenna og meira en það. Það sjáum við daglega ef við höfum augun opin. Skemmtibúskapurinn hefir aldrei blómgast betur, hallir rísa upp sem allar kalla í menn út á galeið- una. Ferðalög út um heim hafa aldrei verið líflegri og ein ferða- skrifstofan af ótal mörgum aug- lýsir að henni berist 300 umsóknir í hverri viku um far til sólar- stranda, auglýsingaflóðið hefir aldrei verið meira, það sér maður vel á okkar góða blaði. Húsbyggingarnar sýna að þar er engin fátækt á ferð og sú bygg- ing er ekki mörg þar sem ekki sést góður bíll fyrir utan og um heimil- istækin þarf ekki að spyrja. Að maður minnist ekki á tóbakið og áfengið sem rennur í stríðum straumum um allt land til „hags- bóta“ fyrir þjóðfélagið og það eru kröfur sem pósthúsin þurfa ekki að ítreka. Með vaxandi velmegun aukast svo sjúkdómarnir, menn þola ekki góða daga og rætist þar máltækið að á misjöfnu þrífast börnin best. ÖII sjúkrahús yfirfull og fjöldi manns bíður eftir plássi, læknum fjölgar stöðugt og hafa ekki við. Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.