Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1982 37 Myndin er tekin á ráðstefnu LÍÚ og SMS. Námskeið á veg- um LÍÚ og SMS EFNT VAR til náinskeiðs á vegum Landssambands íslenskra útvegs- manna og Sambands málm- og skipasmiðja á Hótel Ksju dagana 29. mars til 1. apríl. Að sögn forsvars- manna þessara aðila, Brynjars Har- aldssonar og Kristins Halldórsson- ar, var megintilgangur þessa nám- skeiðs að stuðla að því að betur verði staðið að skipaviðgerðum af beggja hálfu. I*að kom fram að þess- ir aðilar hafa lengi átt i erjum sín á milIL Af þeim sökum hefðu þeir tekið höndum saman og staðið að þessu námskeiði í því skyni að leitast við að koma á sættum og auka gagn- kvæman skilning á sjónarmiðum beggja aðila. Fyrirmyndir nám- skeiðs þessa eru norskar, en reynt var að laga þær eins og kostur var á að íslenskum aðstæðum. 15 starfsmenn á vegum þessara aðila tóku þátt í námskeiðinu. Var þátttakendum skipt í þrjá hópa. Hver hópur fékk spurningar um atriði sem þátttakendum eru kunn úr atvinnulífinu. Má segja að verkefnið hafi spannað vítt svið; allt frá byrjun viðgerðar til loka- reikninga. M.ö.o. var í raun leitast við að vinna eftir sem fullkomn- astri verklýsingu. Síðan voru niðurstöður þessara þriggja hópa rökræddar. Þetta er annað námskeið af þremur sem þessir aðilar gangast fyrir. Fyrsta námskeiðið var hald- ið í febrúar, en ráðgert er að halda það þriðja 1 haust. Að sögn Brynjars og Kristins er það brýnt að skipaviðgerðir fari fram á íslandi, en nokkur brögð eru að því að útgerðarmenn láti gera við skip sín erlendis. Það sé því nauðsynlegt að ákveðin endur- skipulagning verði á rekstri skipa- smiðjanna hér á landi til að svo verði. Brynjar og Kristinn voru sam- mála um að gagnkvæmt traust þessara aðila mundi aukast veru- lega beri námskeiðið tilætlaðan árangur. Að sögn Kristins er það mikilvægt að útvegsmenn geti treyst því að kostnaður við skipa- viðgerðir sé rétt metinn. Og með þessu námskeiðahaldi m.a. væri verið að tryggja að þeir gætu fylgst með einstökum verkliðum viðgerðar. Mbl. ræddi við tvo þátttakendur á námskeiðinu, Svein Jónatansson og Kristin B. Kristinsson. Sveinn kvaðst vænta góðs árangurs af þessu námskeiði. Að hans dómi væri námskeiðahald sem þetta besta leiðin til að leysa þau vandamál sem komið hafa upp milli þessara tveggja aðila um skipaviðgerðir. Kristinn tók í sama streng. Að hans hyggju þyrfti að varðveita þá þekkingu, sem miðlað var á þessu námskeiði, í fyrirtækjunum svo að tilgangin- um með námskeiðinu yrði náð. Samyinnuverzlunin gerir tilraun með hvetjandi launakerfi AÐALFUNDIIR Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var hald- inn fostudaginn 2. apríl að Ármúla 3, Reykjavík. Í frétt frá sambandinu segir, að á aðalfundinum hafi verið fjallað um ástand og horfur í kjaramálum nú og samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun í þeim efnum. „Vinnumálasamband samvinnu- félaganna álítur að stöðug verð- bólga valdi rýrnun kaupmáttar, og þeim mun meiri rýrnun sem verð- bólgan er meiri. Það er jafnframt skoðun VMS, að verðbólgan hafi nú þegar valdið mikilli kaupmátt- arrýrnun og sú þróun muni halda áfram með vaxandi hraða nema spyrnt verði við fótum. Jafnframt þessu grefur verð- bólgan undan rekstri atvinnufyr- irtækjanna með því að rýra eigið fé og draga inn lánsfé með vax- andi kostnaði. Möguleikar fyrirtækjanna á að standa undir launagreiðslum minnka því með aukinni verð- bólgu. Þess vegna leggur VMS höfuð- áherslu á það við gerð yfirstand- andi kjarasamninga að ná verð- bólgunni niður, í bráð og lengd, og væntir þess að samkomulag geti náðst um það við verkalýðshreyf- inguna." A fundinum var ennfremur fjallað um hvetjandi launakerfi í verslunum. Vinnumálasambandið hefur unnið að undirbúningi slíks kerfis á síðustu tveimur árum og er sú vinna á lokastigi þannig að innan tíðar verður hægt að hefja tilraunir með slíkt launakerfi í samvinnuversluninni, segir í frétt- inni. í stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna eru nú: Hall- grímur Sigurðsson, Reykjavík, formaður; Ólafur Sverrisson, Borgarnesi, varaformaður; Arni Benediktsson, Reykjavík; Árni Jó- hannsson, Blönduósi; Matthías Gíslason, Vík í Mýrdal; Jón Al- freðsson, Hólmavík og Gísli Har- aldsson, Neskaupstað. Fram- kvæmdastjóri er Júlíus Kr. Valdi- marsson. Jón Valdimar Lövdal — Minning Mann setur ávallt hljóðan þegar maður heyrir um andlát vinar og félaga. Ekki hvað síst þegar um slys er að ræða og menn á besta aldursskeiði láta lífið og eru horfnir af sjónarsviðinu. Mánudaginn 1. mars sl. lagði báturinn Grunnvíkingur frá Sand- gerði net sín undan Hafnarbergi. Vildi þá svo til að einn af skipverj- um tók útbyrðis og drukknaði. Skipstjóri og áhöfn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til leitar og var lengi leitað, en án árangurs og á skipstjóri og áhöfn þakkir fyrir. Góður Guð blessi skipstjóra, áhöfn og skip og alla þá sem tóku þátt í leit að Jóni Valdimar. Sér- stakar þakkir til björgunarsveit- anna sem tóku þátt í leitinni. Jón Valdimar Lövdal var fædd- ur 9. desember 1959, sonur hjón- anna Sigrúnar Jónsdóttur og Edvard Lövdals. Þau slitu sam- vistum á uppvaxtarárum Jóns. Var hann í sveit á sumrin og lengi að Sauðhaga, Vallarhreppi. Líkaði heimafólki þar mjög vel við hans framkomu og störf og fékk hann mikið lof fyrir. Til Noregs fór hann 16 ára gamall og vann þar við landbúnaðarstörf og fékk góð meðmæli þaðan. Sama ár réðist Jón til sjós á Grunnvíking og var þetta 7. vertíðin þegar hann drukknaði. Hann fékk mikið þakklæti frá skipstjóra sínum fyrir áræðni og dugnað. Ég, sem þetta skrifa, færi mági mínum miklar þakkir fyrir ánægjulegar samverustundir á heimili okkar hjónanna og víðar og blessuð sé minning hans. Lengi lifi minning hans ávallt í hjörtum okkar. Móðir Jóns giftist aftur Gunn- ari Sigurgeirssyni, múrara, og er honum þakkað fyrir þann hlýhug og umhyggju sem hann hefur sýnt börnum hennar, svo og tengda- móður minni og heimilinu ávallt. Leyst allan vanda í blíðu og stríðu. En umhyggja hans er frábær, enda tók hann börnum eins og hann ætti þau sjálfur. Mágkonum mínum og mágum, tengdamóður minni og Gunnari óska ég alls þess besta, og góður Guð styrki þau í sorgum sínum og allir góðir vættir greiði þeirra veg. Kristín Halldórsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð viö fráfall og jarðarför SVANLAUGAR BJARNADÓTTUR, Túngötu 41. Bjarni isleifsson, Bára Vilbergs, Jón ísleifsson, Lillý Steingrimsdóttir, Leifur fsleifsson, Bergljót Halldórsdóttir, Nanna ísleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Nánari upplýsingar hja: Aðalumboðsmenn í Danmörku: DFDSA/S Sankt Annæ Plads 30 DK-1295 K0BENHAVN K. Sími: (01) 156300 Telex: 19435 Umboðs- og vörumóttöku- aðiiar í Horsens: Wilh. Chr. Bech Spedition Havnen 43 8700 HORSENS Sími: (05) 625444 Telex: 61618 HORSENS Næstu ferðir frá Horsens: 26. apríl - irafoss 10. mai - Múlafoss 24. mai • írafoss 07. júní - Mulafoss rvýtt Jótland Beinar ferðir frá HORSENS á tveggja vikna fresti HORSENS - nýr valkostur sem gæti opnað þér nýja möguleika Hafðu samband EIMSKIP Simi 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.