Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 39 fclk í fréttum Konunglegur danskennari Betty Vacany I síöuatu kannslustund sinni (dansskólanum. Hinn konunglegi danskennari í Englandi hefur nú látið af störf- um Þaö er mikil sómakona sem heitir Betty Vacany, 73ja ára gömul. Hún hefur kennt tveimur ættliðum konungsfjölskyldunnar aö dansa síöustu 50 árin, eins og til dæmis Elísabetu drottningu, Margréti prinsessu, Karli prins, Önnu prinsessu, Edward prins og laföi Díönu prinsessu af Wal- es. Hún á indælar minningar um þessa sérstöku drengi og stúlkur og öll minnast þau „ungfrú Betty“ meö hlýhug. Þegar hún dró sig í hlé frá danskennslunni á dögunum spjallaði hún lítillega viö blm. Og rifjaöi upp gamla, góöa daga. Hún minntist dvalar sinnar í Windsor-kastala snemma á fimmta áratugnum: Ég dvaldi þar jafnan um helgar, segir hún, og Elísabet prinsessa leit eftir mér. Hún var elskuleg stúlka og ákaflega umhyggjusöm. Betty byrjaöi aö kenna Elísa- betu dans þegar hún var 4ra ára gömul og litla systir, Margrét prinsessa, var þá strax áfjáö í aö sleppa frá „Nanny“ útá dansgólf- ið. Þegar tímar liðu var Betty boöiö í Buckingham-höll aö kenna Karli prins 4ra ára göml- um að dansa og Önnu prinsessu 2ja ára. Karl prins var einstaklega geðþekkur piltir, segir Betty; al- varlegur í bragöi og þenkjandi. Þegar hann var oröinn 5 eöa 6 ára átti hann til aö benda á efni- lega stúlku í bekknum og segja: Ungfrú Betty, hún stendur sig svo sannarlega vel þessi! Hún er aðeins fjögurra, eins og þú veist. Anna prinsessa varö snemma ágætur dansari og tók fyrsta stigs próf í ballettdansi, en hvaö um Játvarö prins? Hann var sá óþekki, segir Betty. Hann var reglulega óþekkur sá drengur. Þegar ég sagöi bekknum aö setjast, stóö hann á fætur og þegar ég skip- aöi bekknum aö standa upp, þá settist hann. En hann læröi aö hlýöa hjá mér. Mest þykir Betty til um Franc- es litlu, dóttur Snowdons lávarö- ar. Hún kom fyrst í danskennslu til Bettyar 1V4 árs gömul. Betty segir: Hún var hreint út sagt ynd- islegt barn. Hún var gáfaöasta hnátan af þeim öllum. Þá sagöi Betty aö lafði Diana hefði komiö í skóla sinn á 17 ári. Hún vildi gerast balletdanskenn- ari og reyndi aö læra til þess í tæpan vetur, en þá skildist henni aö þaö verður aö hafa dansinn í blóöinu til slíks. E(ísab«t: Sérlega elskulegt barn. Margrét: Snemma áköf í dansinn. Játvaröur: Hann var óþekkur. Karl: Einstaklega geöþekkur piltur. Diana: Hún elskaöi ballet — en haföi hann ekki í blóöinu. Bob og Gina + Heimsfrægir skemmtikraftar, Bob Hope og Gina Lollobrigida saman við upptöku á 2ja stunda skemmtiþætti Bobs sem bar nafniö: „Konurnar hans Bob Hope — fallegar en fyndnar". Gina sagði eftir upptökuna aö Bob heföi ekkert breyst, þrátt fyrir aö hann sé nú orðinn 77 ára ... Mjúkar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg" Teg. „Rotterdam“ Þolir olíu og sjó, rafeinangrandi, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stæröir allt aö 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiöjum þar sem fólk stendur tímum saman viö verk sitt. Þolir sæmilega olíu og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stæröir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og í brú og á brúarvængjum. 5ÍtcLD oHmogjy tr oJJ Vesturgötu 16, Reykjavík, sfmar 13280/14680. Keyrum áburöinn í alla garöa og dreifum ef óskaö er. Pantið strax. Siminn er: 71386. éWé GUÐMUNDUR T.GÍSLASON skrúdgarrtyrkjumeistari EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.