Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1982 Stykkishólmur: Rúm 1500 tonn á land FramkvKmdanefnd og starfsmenn sundlaugarsöfnunarinnar: frá vinstri Jónas Jónsson, búnaðarmilastjóri, Björn Krist- leifsson, arkitekt, Guðmundur Karl Guðjónsson, tæknifræðingur, Stefin H. Sigfússon, landgræðslufulltrúi, Guðmundur Jóhannsson, bókari, Jón Bjarnason, skólastjóri, Gísli Pilsson, bóndi, Hofi, og Ásgeir Bjarnason, bóndi, Ásgarði. Aldarafmæli Hólaskóla: Sundlaugarsöfnunin hafin í TILKFNI 100 ára afmælis Bænda- skólans i Hólum í Hjaltadal hafa nokkrir eldri búfræðingar fri Hólum efnt til fjirsöfnunar til þess að gefa skólanum sundlaug. Söfnunin er haf- in og að sögn framkvæmdanefndar hafa þegar safnazt i þriðja hundrað þúsund krónur. Heildarkostnaður við byggingu sundlaugarinnar, gufubaðs, heits potts og endurbyggingu bún- ingsklefa er iætlaður um eir. milljón króna. Framkvæmdanefndin hefur þeg- ar sent út um 900 gíróseðla til eldri búfræðinga. Þá hefur fyrirtækjum tengdum landbúnaði verið sendir gíróseðlar og auk þess hafa ýmis önnur fyrirtæki ákveðið myndar- legar gjafir. Að sögn nefndarmanna hefur sundlaugin þegar verið pöntuð að utan og er hún væntanleg til lands- ins í apríl. Sundlaugin sjálf er 8x16,67 metrar að stærð og er fyrir- hugað að byggja hana við enda íþróttahússins þannig að hægt verði að nýta þar búningsklefa, sem þó þarf að gera upp. Við laugina verður heitur pottur, gufubað og umhverfis hana verður reistur skjólveggur úr timbri og stein- steypu. Telja nefndarmenn að því mikið hagræði að fá sundlaug við skólann, bæði til hagsbóta fyrir nemendur bændaskólans, Grunn- skóla Viðvíkur- og Hólahrepps svo og heimamenn, sem aðgang fengju að sundlauginni. Eins og nú er, þarf að aka grunnskólabörnum til sund- kennslu einu sinni í viku í Varma- hlíð. Ætlunin er að afhenda skólanum sundlaugina fullbúna, safnist nægi- legt fé á afmælishátíð skólans þann 4. júlí næstkomandi. Númer gíróreiknings söfnunar- innar er 11002. Jenný E. Guðmundsdóttir myndlistarmaður sýnir um þessar mundir verk sín í bókasafni ísafjarðar. Sýnir hún 21 mynd, silkiþrykk, lito- grafíu og æting og stendur hún yfir til 24. april. Jenný E. Guðmundsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1973 til 1977 og síðar tvö ár við Myndlistaskólann í Reykja- vík. Framhaldsnám í grafík stundaði hún við Listahá- skólann í Stokkhólmi 1978 til 1981. Jenný hefur tekið þátt í sýningum á Norðurlöndun- um, Póllandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Þá teiknaði hún nýverið leikmynd og búninga við leikritið „Þrjár systur" sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar 19. febrúar sl. Sýningin í Bóka- safni ísafjarðar er opin kl. 14 til 19 alla daga, en lokuð á sunnudögum. Jenný E. Guðmundsdóttir sýnir um þessar mundir í bókasafn- inu i ísafirði. PEUGEOT STATION 1982 & % 0 I Myndlist í Bóka- safninu á ísafirði 305 SR BREAK, nýr station frá Peugeot. Hann er rúmgóöur, lipur, kraftmikill en samt spar- neytinn bíll í lúxusútfærslu. í bílnum eru m.a. tweed áklæði á sætum, litað gler, snúnings- hraðamælir, þurrkur á afturrúðu, sjálfstæð fjöðrun á öllum hjól- um. 1. 2. 3. 4. Sérstaklega mikið far- angursrými, allt að 2,22 m2. Afturgormar staðsettir þannig, að þeirtaka ekkert piáss af farang- ursrými. Hægt er að leggja niður hálft eða allt aftur- sætið. Slaglöng og mjúk fjöðrun, ekta Peugeot- fjöörun. í marz StjkkÍHbólmi, 1. apríl. AFLI Stykkishólmsbita í marsmin- uði var rúm 1500 tonn, og var þetta mest allt þorskur og igætis afli. Mestan afla í þeim minuði hafði Þórsnes SH 108, skipstjóri Kristinn Ó. Jónsson, eða rúm 297 tonn. Mest- an afla fri iramótum hefir Þórsnes II, skipstjóri Jónas Sigurðsson, eða 455 lestir, en þar af er línuafli i jan. —febr. 206 tonn. Marsaflinn hefir mest verið verkaður í skreið og salt. Marsmánuður kvaddi með góðu veðri og apríl byrjar með sól og besta veðri svo hugsanlega slepp- ur maður við páskahretið sem svo oft hefir hrellt mannskapinn um þetta leyti. Lítill afli er nú sem stendur, enda stærstur straumur, en menn lifa í voninni og búast senn við aflahrotu. Vegir eru afar blautir og erfiðir hér og í nágrenninu og fá bílarnir verulega á þessu að kenna. Þetta leiðir svo hugann að því hversu mikill munur verður þegar varan- legt slitlag er komið á alla vegi á landinu og hversu allur kostnaður við rekstur bifreiða verður þá skikkanlegri. Rútubílstjórarnir bera sig ekki vel yfir vegunum í dag og áætlunin færist úr skorð- um. En með hækkandi sól þornar og vegirnir verða betri og greið- færari. Fréttaritari. Kirkjukvöld í Dómkirkjunni Bræðrafélag Dómkirkj- unnar gengst fyrir kirkju- kvöldi í Dómkirkjunni á skír- dag og hefst það kl. 20.30. Verður það í umsjá Sjöunda dags aðventista. Efnisskráin er sem hér segir: Orgelleikur, Marteinn H. Frið- riksson. Ávarp, sr. Þórir Steph- ensen. Kórsöngur, Kirkjukór Að- ventusafnaðarins með undirleik Sólveigar Jónsson. Inngangsorð, Erling B. Snorrason. Árni Hólm syngur einsöng með kirkjukórn- um. Kvöldmáltíðin, Björgvin Snorrason. Lofsöngur, almennur söngur. Grasgarðurinn, inngangs- orð Jón Hj. Jónsson en síðan kvartettsöngur. Lokaorð: Læri- sveinar, Erling B. Snorrason. Þá syngur Kirkjukór Aðventusafnað- arins, sr. Hjalti Guðmundsson flytur bæn og loks verður sunginn sálmur. 305 BREAK HAFRAFELL VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 Samsæti fyrir Barðstrendinga Barðstrendingafélagið í Reykjavík heldur fólki úr Barðastrandasýslum, sem náð hefur 60 ára aldri, samsæti á morgun, skírdag, og hefst það klukkan tvö í Domus Medica við Egilsgötu. Barðstrendingafélagið hefur haldið slík samsæti á skírdag und- anfarin 36 ár. Markmið þeirra er að gefa Barðstrendingum tæki- færi til að hittast og rabba saman. Kvennadeild félagsins hefur veg og vanda af skemmtun þessari, sér um veitingar og skemmtiatriði. Þá mun kvennadeildin bjóða Barð- strendingum, sem orðnir eru 67 ára í eins dags skemmtiferð um Jónsmessuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.