Morgunblaðið - 16.05.1982, Page 32

Morgunblaðið - 16.05.1982, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MAÍ 1982 Myndvíddir Tryggva Ólafssonar Bragi Ásgeirsson Myndlistarmaðurinn Tryggvi Olafsson, sem í meira en tvo ára- tugi hefur verið búsettur í Kaup- mannahöfn sýnir fram á kosn- ingadag 46 málverk í Listmuna- húsinu við Lækjargötu. Tryggvi, sem hefur gert það gott í borg- inni við sundið, heimsækir gamla landið nokkuð reglulega og er þá iðulega með sýningu í malnum. Þetta er til eftirbreytni fyrir þá sem haslað hafa sér völl erlendis því að harla lítið fáum við að sjá af verkum sumra þeirra og þá mjög óreglulega. Hér áður sýndi Tryggvi Ólafsson einvörðungu í SUM- galleríinu meðan það var og hét en nú hefur hann tekið ástfóstri við hin vistlegu húskynni List- munahússins. Sýningarsalurinn er að öllu samanlögðu þannig innréttaður sem best gerist er- lendis og þannig séð á heims- mælikvarða. Fyrir tveimur árum sýndi Tryggvi á sama stað og mun mörgum sú sýning minnisstæð því að myndheimur Tryggva stingur mjög í stúf við það sem menn eiga að venjast hérlendis. Og þó eru myndtákn hans í hæsta máta íslenzk ekki síður en alþjóðleg sem sýnir það, að margur íslenzkur myndlistar- maðurinn leitar langt yfir skammt þegar landslaginu sleppir. List Tryggva lýsir danski listgagnrýnandinn Pierre Lú- becker í þessa veru: „T.Ó. sýnir okkur fléttur nútímaumferðar, hinar þungu þotur, sem hefja sig til himins, gagnstætt flugdrek- um æskuáranna, sem voru búnir til úr pappírsörk. Þeir hafa ein- mitt magalent á gólfinu. í mynd- um T.Ó. höfum við séð strand- ferðaskipið mæta opnum vík- ingaskipum, séð hvernig stein- súlur Ggyptalands hallast inn á myndflötinn, yfir krossi hins krossfesta eða yfir til krossins án Krists. Hann hefur lævíslega fært sér í nyt hinn ómissandi grip á verkstæðum listamanna öldum saman, hinn þolinmóða trémann með allar kúlurnar í út- limunum. Hann notar mótmenn- ið til að lýsa því hvernig fögur nakin módel verða andlag þess sem hann fer á fjörur við. Hann hefur málað borgir með yfirvof- andi eldglóandi fjöllum og hrauni sem baksvið fyrir mann- eskjur, sem elskast eða sem hrifsa táknin upp úr öskju töfra- mannsins. Sér hann listamann- inn fyrir sér sem töframann? Hvað sem öðru líður veit hann hvernig nota skal margræða hluti í þjónustu þverstæðunnar." Þetta er gild skilgreining á myndheimi Tryggva en einnig mætti nálgast hann frá öðrum hliðum og með nýjum óvæntum uppgötvunum. Tryggvi blandar öllu mögulegu saman úr hlut- veruleikanum í kringum nútíma- manninn og bætir við gömlum minnum úr bernzku sinni. Hann er þannig mjög virkur frásegj- andi þess, sem hann upplifir og Myndlíst hefur upplifað og þannig séð er hann trúr upplagi sínu og bernskuslóðum á Norðfirði. Hann er eini listamaðurinn, sem ég þekki, sem gengur jafnan með sjómannahníf, snæri og annað smálegt í vösum sínum svo sem ungir drengir gera að jafnaði í sjávarþorpum. En sannast sagna koma þessir ómissandi hlutir sér vel þegar á þarf að halda hvort heldur sem menn eru staddir á Patreksfirði eða í París ... Á sýningu Tryggva taldi ég upp eitthvað á milli 30—40 tákn, sem hann notar að staðaldri og virkjar á margvíslegan hátt inn í víddir myndflatarins. Hann er þar á línu með alþjóðlegum poppmálurum en hér fer honum líkt og fleirum, sem hafa orðið fyrir áhrifum af þeim, að hann hugsar meira í litnum og er þannig séð meiri málari. Sýning Tryggva í Listmuna- húsinu er um margt svipuð þeirri er hann hélt fyrir tveimur árum, hér eru engar stökkbreyt- ingar á ferð heldur hæg og markviss þróun. Listamaðurinn virðist þannig hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þessi vinnubrögð henti honum bezt og hér getur maður verið honum sammála, því að liturinn hefur öðlazt meiri fyllingu á þessum tveim árum. Það eitt er mikils- verður áfangi á ferli hvers ein- asta málara. Islenzkur almenningur hefur tekið Tryggva vel, sem sýnir að það er fleira en iandslag sem höfðar til hans t.d. hinn nakti íslenzki veruleiki, bátur í nausti, leggur og skel, fugl, fiskur, bíll og munúðarfullt ómissandi hold „starfskraftsins" til uppfyllingar og heimspekilegra hugleið- inga... Bragi Ásgeirsson Tveir í Ný- listasaíhinu Tveir ungir fremjendur gjörn- inga og áhangendur hvers konar hugmyndafræðilegra tiltekta á listasviði tróðu upp í húsa- kynnum Nýlistasafnsins að Vatnsstig 3 föstudaginn 7. maí. Gerendurnir, þeir Halldór Ás- geirsson og Hannes Lárusson sýna svo árangurinn af þeirri andlegu og verklegu uppljóman sinni er þar fór fram út þessa viku. Mest eru þetta verk, sem ungu mennirnir ætla ekki langlífi nema þá í hugarfóstrum ákafra aðdáenda þessarar listastefnu, því að þau eru máluð á gólf og veggi mörg hver og dæmd til eyðileggingar að sýningunni lok- inni. Myndir Halldórs Ásgeirssonar eru nokkuð nýbylgjulegar í mál- unarmáta og virka í heild sem umhverfislist (environments) með artistísku yfirbragði. Þá hanga þarna einnig uppi á vegg nokkrar rissmyndir, sem hann gerði með bundið fyrir augu. Þær gefa ekki í skyn mikla ósjálfráða tilfinningu til tján- ingar í línum og eru undarlega líflausar. Hér getur lítið barn gert mikil kraftaverk en sjálf- sagt er þetta stórum æðri list en svo að uppruninn skipti ein- hverju máli svo og línurit lík- ama, hjarta og sálar. Framlag Hannesar Lárusson- ar hefst strax og gengið er inn í innri sal með langri laufgaðri línu er hlykkjast um gólfið og upp vegg þar sem getur að líta nakta konu í blóðrauðum lit er munúðarfull opinberar skaut sitt. Þá er þarna á öðrum vegg röð ljósmynda er ber heitið „From Possible Why“ og sjáum við þar listamanninn í ýmsum hug- myndafræðilegum stellingum ásamt lagskonu sinni eða aðstoð- arstarfskrafti. Hið náttúrlega virðist þó á tveim myndum bera huglæga heimspeki ofurliði, þó ég fortaki ekki, að holdsins lysti- semdir geti verið með mjög rismiklu hugmyndafræðilegu ívafi. Líklega tengist það mynd- inni á veggnum að starfskraftur- inn opinberar lystilega sköp sín á annarri þessara mynda en á hinni rís höfundi gjörningsins allmyndarlega hold. Að sjálf- sögðu hlýtur þetta að vera mikil list og ekki sett fram í svo au- virðilegum tilgangi sem að vekja athygli og umtal. Þó virtust þeir fáu er litu inn á meðan ég var Nafn Keflvíkings Þorsteins Eggertssonar mun koma ýmsum kunnuglega fyrir sjónir því að maðurinn hefur verið viðriðinn margt um dagana. Unnið að myndlist, hannað auglýsingar og að auki samið texta við lög. Hann mun hafa haldið tvær einkasýningar í Keflavík og tek- ið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þorsteinn er nú kominn fram með sína fyrstu einkasýningu í höfuðborginni og er hún til húsa í Gallerí Lækjartorg til 15. maí. Á sýningunni, sem að hluta til er yfirlitssýning, kennir æði margra grasa og í heild er sýn- ingin þannig í hæsta máta ósamstæð. Fram kemur, að Þorsteinn Eggertsson á til óbeislað hugmyndaflug er sækir í margar áttir án þess að marka þarna aðallega hafa áhuga á að meðtaka hugljómun við að berja þessar dulmögnuðu staðreyndir augum. neina eiginlega meginstefnu. Á einum stað er tækni hans næsta barnalega klaufsk án þess að Dregið saman í hnotskurn varð ég ekki fyrir tiltakanlegum áhrifum á sýningu tvímenning- anna enda hef ég séð glás af hafa yfirbragð þess sköpunar- krafts, sem einkennir yngstu kynslóðina. Á öðrum stað kemur aftur á móti fram furðu þróuð tækni eins og t.d. í myndinni „Prúðuleikararnir/ Brjóstsyk- ursandlit. Hér koma fram svo miklar andstæður, að skoðand- inn stendur gáttaður frammi fyrir þeim og spyr sjálfan sig þeirrar spurningar hvar gerand- inn sé eiginlega sjálfur í öllu þessu. Þetta sama á nefnilega einnig við abstrakt-myndirnar á sýningunni, sem manni fellur allvel við en svo kemur ein lítil er ber af þeim öllum að upplifun og sterkum málunarmáta, sú ber einmitt nafnið „Lognið á undan storminum". Með hnitmiðaðri vinnubrögð- um gæti Þorsteinn vafalítið náð mun lengra og t.d. hefði hann mátt þaulvinna snjallar hug- samskonar hlutum og í mjög mörgum tilvikum stórum ris- meiri. Bragi Ásgeirsson myndir, svo sem kom fram í myndunum „Dynjandi sex“ og „Cavaleria Rusticana". Til við- bótar þessu kemur svo fram angi nýlistar í myndinni „History re- peats itself/ Sagan endurtekur sig“. — Að manni læðist ósjálfrátt sá grunur, að Þorsteinn hafi máski of dreift áhugasvið og flýti sér full hratt á milli þeirra. En hvað um það, þá kemur fram á þessari sýningu, að þessi mað- ur er gæddur myndrænni gáfu en svo er annað mál hvernig hann virkjar þessa gáfu sína og hér er ég ekki með á nótum. Væri næsta fróðlegt að sjá frá hendi Þorsteins Eggertssonar sýningu þar sem hann afmarkar sér ákveðið þema og vinnur það í botn ... Bragi Ásgeirsson „Logniö á undan storminum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.