Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Lánskjaravísitala hækkar um 4,06% um mánaðamót: Verðbólguhraðinn er nú í kringum 61% SEÐLABANKI ÍSLANDS hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júní- mánuð og verður hún 359 stig og hefur því hækkað um 4,06% frá fyrra mánuði, en hún var 345 stig í maímánuði. Ef hækkun lánskjaravísitöl- lánskjaravísitala hækkað úr 245 unnar nú er framreiknuð í 12 stigum í 359 stig, eða um liðlega mánuði til að sjá verðbólguhrað- 46,5%. ann, kemur í ljóst liðlega 61,2% Framfærsluvísitalan hækkar hækkun, en á einu ári hefur um 10,87% um næstu mánaða- Út úr vítahringnum Ný bók frá Heimdalli með ræðum og ritgerðum Eyjólfs Konráðs Jónssonar mót eins og skýrt hefur verið frá, en ef sú hækkun er framreiknuð næstu 12 mánuðina kemur í ljós um 51,1% hækkun. í því sam- bandi ber að geta þess, að fram- færsluvisitalan hafði verið greidd niður um 2 prósentustig, þannig að ef niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur væru teknar inn í dæmið, hefði hækkunin ver- ið um 12,87%, en sú hækkun framreiknuð um 12 mánuði, þýð- ir um 62,3% hækkun. I aprílmánuði hækkaði bygg- ingarvísitala um 11,66%, en sú hækkun framreiknuð næstu 12 mánuðina þýðir um 55,5% hækk- un. Jón Árnason, flugdeildarstjóri Arnarfhigs, Lv., tekur á móti Guðmundi Hilm- arssyni, flugstjóra, sem flaug hinni nýju ('essnu Conquest skrúfuþotu félags- ins heim frá Bandaríkjunum. Ljómnrnd Mbi. köe Skrúfuþota í flota Arnarflugs Út úr vítahringnum, nefnist bók sem nýkomin er út hjá Heimdalli, samtökum ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. í bókinni eru ýmsar ræó- ur og greinar eftir Eyjólf Konráð Jónsson alþingismann um efna- hagsmál. I>á eru einnig í bókinni svör og gagnrýni á greinar Eyjólfs, og greinar sem ritaðar voru í fram- haldi af þeim, eftir ýmsa aðila. Með- al þeirra sem slíkar greinar og ræður eiga í bókinni eru Olafur ísleifsson hagfræðjngur, Erlendur Einarsson forstjóri SIS og birt er bréf til Eyj- ólfs frá Jónasi H. Haralz banka- stjóra. I formála sínum að bókinni seg- ir Árni Sigfússon, formaður Heimdallar, svo meðal annars: „Efnahagsmálin hafa nú um all- langt skeið mjög sett svip sinn á íslenska stjórnmálaumræðu. Þrátt fyrir þetta hefur síðasti ára- tugur einkennst af úrræðaleysi stjórnvalda og hálfkáki gagnvart þessum vanda. Því ríða nú húsum stjórnlyndisstefna og verðbólga." Börkur með 960 tonn af kolmunna til Danmerkur BÖRKUR NK 122 er nú kominn á ný til Neskaupstaðar eftir að hafa reynt kolmunnaveiðar við Færeyjar um tíma. Veiðar Barkar gengu frek- ar illa, fyrst og fremst sökum þess hve veður á Færeyjamiðum hefur verið risjótt í vor. Gott veður gerði þó í nokkra daga og fékk skipið þá 960 tonn, sem farið var með til Dan- merkur. Þá bilaði aðalvél skipsins og tók eina viku að gera við vélina. Ennþá er leiðinda veður á Fær- eyjamiðum og kolmunnaafli skipa þar mun vera iítill. Var því ákveð- ið að Börkur kæmi heim á ný. Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. Bók sú er nú kemur út, á sér að- draganda í bæklingi er Heimdall- ur gaf út 1981 með nokkrum grein- um Eyjólfs Konráðs, og í formála fyrir bæklingnum sagði Pétur Rafnsson, þáverandi formaður Heimdallar, meðal annars: „I greinum sínum hefur Eyjólfur Konráð lýst því á einfaldan og auðskilin hátt hvernig bregðast eigi við verðbólgumeinsemdinni og efnahagsvandanum í heild, þannig að árangur verði sem bestur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú þegar tekið margar af hugmynd- um hans inn sína efnahagsmála- stefnu, enda er Eyjólfur ötull tals- maður sjálfstæðisstefnunnar, stefnu frjáls atvinnurekstrar og frelsis á öðrum sviðum þjóðmála." Bókin Ut úr vítahringnum er 172 blaðsíður að stærð, sett, prent- uð og bundin í ísafoldarprent- smiðju. Los Paraguay- os koma ekki TIL stóð að spænski söngflokkur- inn Los Paraguayos kæmi hingað til lands og skemmti á sjómanna- daginn, nk. sunnudag. í gær bár- ust hins vegar þær fréttir að tveir meðlimir sveitarinnar hefðu slas- ast í bílslysi og að ferðin til ís- lands félli niður. NÝ skrúfuþota af gerðinni ('essna ('onquest bættist í flota Arnarflugs á föstudagskvöld, en vélin er tekin á leigu til þriggja mánaða frá Banda- ríkjunum, að sögn Guðmundar Magnússonar, flugrekstrarstjóra Arnarflugs. Við ætlum aðallega að nota þessa vél í leiguflug milli landa og þá aðallega í Grænlandsflug okkar. Auk þess ætlum við að sjá hvernig vélin kemur út á malarvöll- unum hér á landi og ef raunin af því verður góð munum við væntanlega kaupa vélina, sagði Guðmundur ennfremur. Þetta er mjög vönduð skrúfu- þota með fullkomnum úthafs- flugsbúnaði og hún er með jafn- þrýstiklefa og getur flogið upp í um 35 þúsund fet. Hún er knúin mjög kraftmiklum mótorum og getur fiogið á um 270 hnúta hraða, sem er með því mesta, sem við þekkjum hér á landi, sagði Guð- mundur Magnússon ennfremur. Þá kom það fram í samtalinu við Guðmund, að nýja vélin getur flogið fullhlaðin um 2.000 mílur, en hún er innréttuð fyrir 10 far- þega og farangur. BHM óskar viðræðna við fjármálaráðherra „ÞAÐ er veruleg óánægja meðal ýmissa hópa innan BHM með launa- kjörin nú. Vegna þess og stöðunnar í samningamálum almennt höfum við óskað viðræðna við fjármálaráð- herra, Ragnar Arnaids, en ekki er enn Ijóst hvenær eða hvort af slíkum viðræðum verður,“ sagði Guðríður Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri BHM, meðal annars í samtali við Morgunblaðið. Guðríður sagði ennfremur að nú væru 4 félög innan BHM nýlega búin að gera sérkjarasamninga við ríkið og giltu þeir í tvö ár, en kjaradómur hefði úrskurðað laun 15 félaga. Á hinn bóginn væru samningar BSRB og almennra launþega lausir og félagar í BHM óttuðust það, að ef ekkert yrði að- gert í launamálum þeirra fyrr en að liðnum tæpum tveimur árum, Fékk 10 fyrir sjóvinnuna: „Komin af sjómönnum langt aftur í ættir" NEMENDUM 9da bekkjar Austurbæjarskóla var í fyrsta skipti í vetur gefinn kostur á að læra verklega og bóklega sjóvinnu. 43 nemendur stunduðu nám í 9. bekk í skólanum og af þeim völdu 7 þessa námsbraut. Námið er tvíþætt, annars vegar verklegt og hins vegar bóklegt. í verklega hlutanum eru meðal annars kenndar hnýtingar, netabætingar og netafelling og beiting. í bóklega hlutanum cr kennd siglingafræði og siglingareglur. Að námi þessu loknu fá nemendur heimild til að stjórna 30 tonna fiskibát þegar siglingartíma og tilskildum aldri er náð, sem miðast við 19 ár og 18 mánuði á sjó. Af þeim nemendum sem völdu ættir og langafi hennar væri hinn sjóvinnu voru tvær stúlkur, önnur þeirra valdi verklegu brautina en hin, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, 16 ára, valdi bæði verklega og bóklega sjóvinnu og lauk hún námi sínu með hæstu mögulegri einkunn sem er 10. í stuttu spjalli við blaðið sagði Sigurbjörg að hún hefði farið dagsferð með skólanum á bátnum Þorsteini frá Reykjavík. Sigurbjörg sagði að hún væri komin af sjómönnum langt aftur í frægi skipstjóri Hannes lóðs. Sig- urbjörg sagðist vilja þakka kenn- ara sínum, Þorleifi Valdimarssyni, sinn góða námsárangur. Sem viður- kenningu frá skólanum fékk Sigur- björg áttavita „svo það væri engin hætta á að ég villtist þegar ég kæmi út á sjó“. Um framtíðina kvaðst Sigurbjörg alls óráðin, hún ætlaði ekki á sjó í sumar en þetta nám veitti henni meiri starfsmögu- leika í framtíðinni. gætu þeir dregizt verulega aftur úr í launum. Auk þess hefði sára- lítil hækkun fengizt út úr nýgerð- um samningum BHM og ríkisins og nú væri orðinn mikill munur á launum háskólamenntaðra manna hjá ríkinu annars vegar og hins vegar á almennum vinnumarkaði. Yfirmenn á kaupskipum: Akvörðun um verkfalls- boðun á þriðjudaginn - ef enginn árangur næst á sáttafundi SÁTTAFUNDUR hefur verið ákveð- inn í kjaradeilu farmanna á þriðju- dag og munu yfirmenn á kaupskip- um ætla taka ákvörðun um, hvort boðað verður til verkfalls eftir þann fund. Þá er Ijóst, að sjómenn á fiski- skipaflotanum og þó sérstaklega á togaraflotanum eiga bágt með að sætta sig við fiskverðshækkun, sem nemur 10,33%, sökum þeirrar miklu kjararýrnunar, sem þeir hafa orðið fyrir á þessu ári, fyrst og fremst vegna annarrar aflasamsetningar en undanfarin ár. Einn af viðmælendum Morgun- blaðsins, úr sjómannastétt, sagði að líklega myndu sjómenn láta frá sér heyra eftir helgina, en nýtt fiskverð á að taka gildi 1. júní. Kvað hann sjómenn horfa fram á miklu lakari hlut á þessu ári en í fyrra. Á sama tíma gerðist það að samið væri um kauphækkanir á almennum markaði og síðan væri ríkið að gera allskyns samninga við fámenna hópa. Rætt væri um tugi prósenta, auk þess sem kynni að verða samið um á næstunni. Sjómönnum fyndist þetta ein- kennileg hegðun af hálfu ríkisins og yrðu þeir ekki ánægðir, ef þeir ættu að bera skarðan hlut frá borði á sama tíma og kaup hjá öðrum væri hækkað. Allt bendir til þess að samkomulag náist - segir fulltrúi Kvennaframboðs á Akureyri ALLT bendir til þess að samkomulag náist á milli Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks, Alþýðubandalags og Kvennaframboðs á Akureyri, en þess- ir aðilar hafa síðustu dagana rætt sín á milli um samstarf í bæjarstjórn Ak- ureyrar, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Valgerði Bjarnadóttur, bæjarfulltrúa Kvenna- framboðs. Valgerður sagði að fundir aðila hefðu staðið yfir á fimmtudag og föstudag. í gær var einnig fundur með aðilum, en ekki hafði Morgun- blaðið haft spurnir af honum þegar blaðið fór í prentun. Valgerður sagði að allt benti til þess að saman gengi með flokkunum og Kvenna- framboði. Kvennaframboð hefði viðraó ýmsar hugmyndir sínar við flokkana, m.a. stofnun sérstakrar jafnréttisnefndar og kvað hún flokkana hafa tekið vel í. Einnig sagði hún að breytingar á stjórn- kerfi bæjarins hefðu verið ræddar. Sagði hún að enn hefði enginn sá ágreiningur orðið sem leitt gæti til þess að upp úr viðræðum slitnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.