Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Árni Antonsson bóndi og útgerðarmaður látinn lituð og ólituð Samfélagstíðindi: Hvað er að ger- ast í Póllandi? ÚT ER komið Samfélagstíðindi, blað þjóðfélagsfræðinema við Há- skóla Islands. Meðal efnis í blaðinu er 50 ára dánarminning G.H. Mead. Grein um fjölmiðla eftir Þorbjöm Broddason og Hvað er að gerast í Póllandi? grein eftir Arnór Hannibalsson. Auk þess er að finna í blaðinu fréttagreinar frá 5. ráðstefnu norrænna fjölmiðlafræðinga, ljóð og fleira. Blaðið fæst í Bóksölu Stúd- enta, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Máls og Menningar. Málverka- sýning á Höfn Á MORGUN mun Bjarni Jónsson opna málverkasýningu i gagnfreða- skólanum á Höfn í Hornafirði, sem stendur fram til 6. júní. Er sýningin opin frá kl. 14.00—22.00 alla daga. Á þessari sýningu eru þjóðlífsmyndir, dýra- myndir, blómamyndir, lands- lagsmyndir, málaður rekaviður og fleira. Tveir af bifreiðastjórum Steindórsstöðvarinnar, annar í merktum bol og hinn í nýja einkennisbúningnum. Ljósmynd Mbl. Guðjón. Nýjung hjá Bifreiðastöð Steindórs: Tekið við greiðslu gegn kreditkortum og bifreiðastjórar í einkennisbúningum BIFREIÐASTOÐ Steindórs hefur nú tekið upp þá nýbreytni að veita kred- itkortaþjónustu í öllum bifreiðum sín- um. Að sögn forráðamanna stöðvarinn- ar er þetta fyrsta leigubifreiðastöðin, sem tekur upp þessa þjónustu við viðskiptamenn sina. Tekið verður við greiðslu með kortum frá Kreditkortum hf., sem hefur umboð fyrir Mastercard, Eurocard og Access. I hverri bifreið er sérstök vél, sem kortunum er stungið í og stimplar hún jafnframt sérstakar nótur. Þá hafa bifreiðastjórar stöðvar- innar tekið upp þá nýbreytni, að hver og einn þeirra er í sérstökum einkennisbúningi stöðvarinnar og mun Steindórsstöðin einnig vera fyrst leigubifreiðastöðva hér á landi til að taka upp þessa nýjung að sögn bifreiðastjóra þar. ÞANN 6. maí sl. andaðist að heimili sínu á Dalvík Árni Antonsson fyrr- um útgerðarmaður og bóndi frá Hamri. Árni var tæplega 93 ára að aldri er hann lést en hann fæddist að Skáldalæk i Svarfaðardal 8. maí árið 1889. Foreldrar hans voru hjónin Anton Vilhelm Árnason, Arna- sonar hómopata, og Freyja Þor- steinsdóttir, Þorsteinssonar smiðs frá Upsum. Árni ólst upp hjá foreldrum sín- um að Hamri og kom það snemma í hans hlut ásamt stórum systk- inahópi að vinna hörðum höndum að bústörfum, þar sem faðir hans var oft langdvölum fjarri heimili við hákarla- og handfæraveiðar. Hann var búfræðingur frá Hólum og hefur hugur hans vafalaust staðið til landbúnaðarstarfa. Þrátt fyrir það hóf hann ásamt Þorsteini bróður sínum útgerð 1916 með því að þeir bræður létu smíða á Akureyri m.b. Bjarma. Bát þennan gerðu þeir bræður út um allmörg ár og var Þorsteinn jafnan formaður, annálaður sjó- sóknari og aflamaður, en Árni sá um landverkin. Um áraraðir stóð hann einnig fyrir síldarverkun á Dalvík og var eftirsóttur til þeirra starfa vegna þekkingar sinnar á meðferð og verkun síldar. Mjög ódýr massív furuhúsgögn Árið 1920 keypti Árni jörðina Hrísa ásamt Óla bróður sínum. Þar ráku þeir myndarbú til ársins 1968 þegar Árni brá búi og fluttist til Dalvíkur. Árni var greindur maður og hafði ákveðnar skoðanir á þjóð- málum sem hann hvikaði ekki frá og var óvæginn í gagnrýni á störf og stefnur stjórnmálamanna þeg- ar honum þótti það við eiga. Hann var ókvæntur og barnlaus en naut hin siðari ár aðhlynningar og umönnunar Pálrúnar Antons- dóttur, bróðurdóttur sinnar. Útför Árna Antonssonar var gerð frá Dalvíkurkirkju þ. 13. maí sl. FrétUritarar HUSGÖGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.