Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiöslunni er 83033 orgjMttMoMíb SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 1.200 manns í Húsafelli í fyrrinótt Vetrarveður er nú norðanlands og austan og illa viðrar til útilegu um allt land Ferðamannastraumurinn sunnan- lands um hvítasunnuhelgina hefur aðallega legið til Borgarfjarðar og í Húsafell og aðfaranótt laugar- dagsins voru um 1.200 manns í tjöld- úm í Húsafelli. Vegna aðstöðuleysis hefur svæðinu nú verið lokað, en ekki voru þar teljandi ólæti eða óhöpp þrátt fyrir talsverða ölvun. Að sögn Veðurstofunnar viðrar illa fyrir útivist um helgina, kalt um allt land og snjókoma og frost víða austan- lands. Að sögn lögreglunnar í Borg- arnesi, sem var með gæzlu í Húsa- felli, var nokkuð um ölvun, en ólæti ekki teljandi, þó voru 7 tekn- ir grunaðir um ölvun við akstur. Kristleifur Þorsteinsson, hrepp- stjóri í Húsafelli, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi að um 1.200 manns hefðu verið í tjöldum við Húsafell aðfaranótt laugardagsins og vegna þess að ekki væri hreinlæt- is- eða þjónustuaðstaða fyrir fleiri, hefði hann nú lokað tjald- svæðinu. Hann sagði einnig að talsvert hefði verið um ölvun, en ekki borið mikið á ólátum. Svalt væri í veðri og ekki væri ráðlegt fyrir fólk að fara í útilegur nú, nema það væri sérlega vel til þess búið. Á veðurstofunni fengust þær upplýsingar að nú væri alls staðar kalt á landinu og illa viðraði til útilegu. Norðanlands og austan hefði hitastig í gær verið í kring- um frostmarkið, víðast hvar slydduhrið og á nokkrum stöðum hefði snjó fest og væri nú vetrar- veður á þessum slóðum. í Æðey hefði jörð verið flekkótt og víða austur um landið. Á Kambanesi var í gær frost og 11 sentimetra snjódýpt og á Dalatanga var snjó- dýptin 4 sentimetrar. Upp til fjalla var enn kaldara og meiri snjódýpt. Sunnanlands var heldur hlýrra og í Reykjavík og á Hellu var hitinn klukkan 9 í gærmorgun 7 stig og 5 á Síðumúla. Búizt var við því að áframhaldandi austan- átt yrði um hvítasunnuhelgina en heldur hlýnaði í veðri. . ' ■ BÍLAINNFLUTNINGUR hefur verið með mesta móti það sem af er árinu, að sögn Kjartans Jónssonar hjá Eimskip. Gegnumstreymi hefur jafnframt verið mikið hjá skipafélögunum, þar sem sala nýrra bíla hefur verið mikil. Kristján Einarsson, ljósmyndari Mbl., tók þessa mynd úr lofti yfir Borgarskálaportinu við Sigtún. Dollaraverð heftir hækk- að um 32,4% frá áramótum Dollarinn hækkaði hins vegar um 31% allt árið 1981 DOLLARAVERÐ hefur hækkað um liðlega 32,4% frá áramótum, en síðasta dag ársins var sölugengið skráð 8,185 krónur, en á föstudag var það skráð 10,832 krónur. Allt árið í fyrra hækkaði dollaraverð hins vegar um liðlega 31%. Frá áramótum hefur verð á brezka pundinu hækkað um lið- lega 24,2%, eða úr 15,652 krónum hvert pund í 19,443 krónur, en þannig var gengið skráð á föstu- dag. Danska krónan hefur hækkað heldur minna í verði frá áramót- um, eða um tæplega 22%. Hver króna var skráð á 1,1189 krónur síðasta dag ársins, en er nú skráð á 1,3642 krónur. Sjö menn ákærðir vegna bílasvika EMBÆTTI ríkissaksóknara hefur gefiö út ákæru á hendur sjö mönnum búsettum í Reykjavík vegna ætlaðra svika í bílaviðskiptum. Mennirnir festu kaup á bílum af einstaklingum gegn víxlum, sem svo féllu í gjalddaga og hafa aldrei verið greiddir. Þeir endurseldu bilana, þá iðulega á lægra verði og gegn staðgreiðslu að hluta eða að öllu leyti, og komust þannig yfir umtalsvert fé. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa haft í frammi svik í kaupum á alls um 20 bílum. En til Rann- sóknarlögreglu ríkisins komu til rannsóknar mun fleiri tilvik, að minnsta kosti annar eins fjöldi Mennirnir eru ákærðir fyrir fjár- svik; það er brot á 248. grein hegn- ingarlaganna og skjalafals. Þeir föisuðu nöfn á víxla, en einnig skrifuðu þeir sjálfir upp á víxla, en eiga það allir sammerkt að vera eignalausir og því ekki hægt að ganga að þeim. Yfirleitt uggði fólk ekki að sér fyrr en fyrsti víxill féll í gjalddaga, en þá var bíllinn seld- ur og ekkert hægt að gera í málinu. Hér er um prófmál að ræða; í hvaða mæli svona viðskipti þurfa að vera til þess að sviksamlegur hugur sé sannaður. Mennirnir hafa allir lýst því yfir, að þeir hafi ætlað að greiða hina föllnu víxla og að það muni gert. Þeir hafa hins vegar ekki greitt neina víxla og ekki er sýnilegt að þeir hafi fjárhagsiegt bolmagn til þe3s. Viðskipti þessi áttu sér sjaldnast stað á vegum bílasala heldur í gegn um smáauglýsingar Dag- blaðsins & Vísis og þá oft um helg- ar þegar ekki var hægt að komast í vanskilaskrár eða veðbókarvott- orð. „Við viljum láta reyna á hvað menn mega ætla gjaldfærni sína í þessum efnum og hvaða varúðar megi krefjast í sambandi við svona viðskipti," sagði Jónatan Sveinsson, saksóknari, í samtali við Mbl. „Það var mjög áberandi í þess- um viðskiptum að mennirnir höfn- uðu alltaf tilmælum seljenda um að fá veð í bílum. Það er full ástæða að vara við bílaviðskipt- um, sem fara fram í allríkum mæli í gegn um smáauglýsingar,“ sagði Jónatan Sveinsson. Vestur-þýzka markið hefur hins vegar hækkað nokkru meira eða um liðlega 27%. Það var skráð á 3,6418 krónur síðasta dag ársins, en er nú skráð á 4,6281 krónu. Varðandi dollaraverð má geta þess, að í tíð núverandi ríkis- stjórnar, frá febrúar 1980, hefur það hækkað um liðlega 169,65%, en verð á hverjum dollara við valdatöku hennar var 4,017 krón- ur, en var skráð á föstudag 10,832 krónur eins og áður sagði. Á einum mánuði hefur dollara- verð hækkað um liðlega 4,15%, en í lok aprílmánaðar var það skráð á 10,400 krónur, en 10,832 krónur nú í lok maímánaðar. KM-gjald hækkar um 15-16% 1. júní Kílómetragjaldið svokallaða hækkar frá og með 1. júní nk. um 15,07—16,0%, en þaö er greiðsla sú, sem opinberir starfsmenn fá fyrir notkun eigin bíla. Almenna gjaldió fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana hækkar um 15,63%, eöa úr 3,20 krónum á ekinn kílómetra í 3,70 krónur. Almenna gjaldið, séu eknir 10—20 þúsund kílómetrar á ári, hækkar um 15,79%, eða úr 2,85 krónum fyrir ekinn kílómetra í 3,30 krónur. Kílómetragjaldið, ef eknir eru meira en 20 þúsund kíló- metrar á ári, hækkar úr 2,50 krón- um á ekinn kílómetra í 2,90 krón- ur, eða um 16%. Breiðafjörður: Fundust heilir á húfi eftir mikla leit KLUKKAN 8 í gærmorgun barst Slysavarnafélagi íslands tilkynn- ing um það frá Búðardal, að saknað væri lítils opins báts með þremur mönnum, sem farið hefðu frá bænum Hnjúki í Klofn- ingi eftir hádegi á föstudag og ætlað að fara út í Rúfeyjar til að líta þar eftir varpi. Þá var strax bafin skipulögð leit af björgun- arsveitum Slysavarnafélagsins við innanverðan Breiðafjörð, og þyriu Landhelgisgæzlunnar. Þyrlan fann fólkið síðan um klukkan 12.15 í Hafnareyjum og var það allt heilt á húfi. Að sögn Hannesar Hafstein, framkvæmdastjóra Slysa- varnafélagsins, voru það björg- unarsveitir frá Stykkishólmi, Grundarfirði, Búðardal og Reykhólum, sem leituðu fólks- ins á bátum. Heldur var slæmt útlit til leitar vegna veðurs í gærmorg- un, að sögn Hannesar, hann gekk á með norðaustan 5 til 7 vindstigum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.