Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 35 Jón Emil Stefánsson, fyrsti heiðurs- borgarinn áttræður Bein sjónvarpsútsend- ing frá messu í dag ÞANN 4. maí sl. varð Jón Emil Stef- ánsson trésmíðameistari á Dalvík áttatíu ára. Jón fæddist á Jarðbrú í Svarfaðardal árið 1902 og voru for- eldrar hans Jónína Arnbjörnsdóttir og Stefán Jónsson. Fyrstu árin ólst Jón upp með foreldrum sínum en fór snemma að vinna fyrir sér á ýmsum bæjum hér í sveit. Hugur hans hneigðist snemma til húsasmíða því 1920 hóf hann að afla sér tilsagnar í þeirri iðn hjá Gunnlaugi Sigfús- syni, smið á Dalvík. Síðan lá leið hans til Akureyrar þar sem hann starfaði við húsasmíðar, þ.á m. með Sveinbirni Jónssyni, bygg- ingarmeistara, og árið 1928 öðlað- ist hann meistararéttindi í húsa- smiðum. Hér á Dalvík og í ná- grenni hefur Jón byggt mörg hús- in, stór og smá, og munu þau um ókomin ár bera merki um störf hans við uppbyggingu á Dalvík. Má m.a. geta þess að Jón var bygg- ingarmeistari að Dalvíkurkirkju sem þykir hið veglegasta hús. Jón starfaði um áraraðir í þágu sveitarfélagsins við vatnsveitu- og holræsaframkvæmdir og oft við erfiðar aðstæður. Hann var mikill atorkumaður í hvívetna í sínu starfi og gerði sams konar kröfur til annarra. Jón hefur ætíð haft létta lund og glöggt auga fyrir skoplegum hliðum mannlífsins. Þessi eðlisþáttur hans hefur kom- ið gleggst í ljós í umgengni við unglinga og hefur Jón miðlað þeim mörgum hollum ráðum er nýst hafa þeim á lífsleiðinni. Um ára- raðir rak hann trésmíðaverkstæði ásamt félögum sínum Sveini Frið- björnssyni og Birni Þorleifssyni. Nú við þessi tímamót hefur Jón dregið saman seglin og er hættur byggingarstörfum. Arið 1929 kvæntist hann Fann- eyju Bergsdóttur frá Hofsá í Svarfaðardal. Eignuðust þau einn son sem þau misstu á þriðja ári. Árið 1942 tóku þau hjón í fóstur Elínu Skarphéðinsdóttur sem þá var á þriðja ári. Síðla sama ár varð Jón fyrir því mikla áfalli að missa konu sína og stóð hann þá einn með fósturdótturina. Það var HVAÐ ER NU ÞETTA? honum svo til happs að til hans réðst María Sigurjónsdóttir árið 1943 og ól Elínu upp með honum. Njóta þau nú í ríkum mæli um- hyggju fósturdótturinnar og manns hennar, Gylfa Björnssonar. Jón hefur alla tíð verið heilsu- hraustur og er vel ern þrátt fyrir háan aldur. Þann 11. sept. 1980 var Jón gerður að heiðursborgara Dalvíkur. Fréttaritarar BEIN sjónvarpsútsending verður í dag, hvítasunnudag, frá guðsþjón- ustu í hvítasunnukirkjunni í Reykja- vík og verður hún frá klukkan 17.00. til 18.00., samkvæmt upplýsingum sem Morgunbiaðið fékk hjá Einari Gíslasyni. Öllum er heimill aðgang- ur að guðsþjónustunni. Einar Gíslason prédikar, organ- isti er Árni Arinbjarnarson, Dani- el Glad les ritningarorð og bæn. Sálmar verða sungnir og barna- blessun fer fram, m.a. verður sunginn sálmur til heiðurs Sigur- jóni Óskarssyni aflakóngi, en amma hans orti sálminn. Ágústa Ingimarsdóttir mun syngja ein- söng við guðsþjónustuna. er sumarauki Nú erum við tilbúnir til að selja þér nýjasta smábíl franskra bílahönnuða - TALBOT SAMBA GL 1982. í SÖMBU GL er fullt af alskyns aukabúnaði inniföldum í verði undrabílsins, t.d. fjögurra gíra alsamhæfður gírkassi, 4 cyl.1124 rúmsentimetra 50 Din hestafla vél, höfuðpúðar, hiti í afturrúðu, tauklædd djúpbólstruð sæti, opnanleg skuthurð, diskahemlar, sæti fyrir fjóra, elektrónísk kveikja, klukka, 13tommudekk. Þetta er ekki allt - eyðslan er aðeins 4,6 lítrar á 100 km. miðað við 90 km. meðalhraða, samkv. upplýsingum verksmiðjunnar. SAMBA hefur slegið í gegn um alla Evrópu undanfarið jafnt hjá bílablaðamönnum sem ánægðum kaupendum. SAMBA er litli bíllinn sem þú hefur verið að leita að. Mundu að SAMBA er sumarauki. Sýningarbíll á staðnum. Bílar til afgreiðslu strax og verðið er frá kr. 112.383 (gengi pr. 5.5.82). Komdu með í S AMBA í sumar! Ifökull hf. Ármúia 36 Simi: 84366 Dalvík: Hvítasunnusöfnudurinn:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.