Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 23 Tæknimenn fresta upp- sögnum sínum TÆKNIMENN hjá Ríkisútvarpinu hafa ákveðið að fresta uppsögnum um óákveðinn tíma. Tæknimenn sögðu upp fyrir þremur mánuðum vegna óánægju með laun og áttu uppsagnir þeirra að taka gildi á þriðjudag, 1. júní. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins áttu á föstudag fund með fulltrúum Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins um sérkröfur félagsins. Á þeim fundi áttu tæknimenn fulltrúa. „Þar sem viðræður eru komnar í gang þá var ákveðið að fresta upp- sögnum um óákveðinn tíma. Menn töluðu af skilningi um stöðu mála en ekkert tilboð hefur komið fram,“ sagði Runólfur Þorláksson, tækni- maður hjá Ríkisútvarpinu, í sam- tali við Mbl. Nýr fundur hefur verið boðaður á þriðjudag. IGNIS - býöur nokkur betra verö? Djúpfrysti skapar 140 l 160 L 180 L 220 L 270 L L 3 340 L 265 L \ J 310 L 350 L 1 l 410 L J 1 1 300 L l 380 L 1 1 100 L h 85 cn H 85 cm H 104.5 cm H 113.5cm H 133.5 cm H 144.5 cm H 139 cm H 159 cm H 160 cm H 160 cm H 165 cm H 180 cm H 52.5 cm H 80.5 B 45.5 B 55 B 47.5 B 54.8 B 54.5 B 59.5 . B 55 B 55 B 59 6 B 67.6 B 55 B 60 B 52,5 B 76 5 D 60 D 60 " D 60 D 60 D 60 D 64 D 58.5 D 58 5 D 60 D 60 d 60 D 60 D 60 D 52.5 360 L H 180 cm B 60 D 60 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 Seðlabanka- hússbyggingin: Vignir H. Benediktsson með lægst til- boð í 2. áfanga SEÐLABANKINN hefur undirritað samning við Vigni H. Benediktsson múrarameistara f.h. Steintaks hf. um að byggja 2. áfanga Seðlabankahúss- ins við Arnarhól. Vignir átti lægsta tilboð af sex, sem var um 21 og hálf milljón kr.. Hæsta tilboð var liðlega 25 millj. kr. en áætlaður kostnaður var 23 millj. kr. Að sögn rekstrarstjóra Seðla- bankans, Stefáns G. Þórarinssonar er 2. áfangi framkvæmdanna upp- steypa og frágangur bifreiða- geymslu á tveimur hæðum, einnig undirstaða og botnplata sjálfs Seðlabankahússins. Þessum fram- kvæmdum skal lokið fyrir miðjan febrúarmánuð nk. í samningum við Reykjavíkurborg á bankinn að skila bílageymsluhæðunum frágengnum tveimur árum eftir samþykkt teikn- inga. Bifreiðastæði í geymslunni verða fyrir 175 bíla. Borgarráð: Staðfesti samning við hjúkrun- arfræðinga BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum á lostudag samning borgarinnar og hjúkrunarfræðinga, en fulltrúar borg- arinnar i launamálanefnd undirrituðu hann með fyrirvara á fimmtudag. Hér er um að ræða tvennskonar kjarasamninga, sérkjarasamning sem gerður var á grundvelli aðal- kjarasamnings, en hann samsvarar kjaranefndarúrskurði ríkisins og samning samhljóða þeim sem ríkið gerði við hjúkrunarfræðinga á dög- unum. Lauk stúdents- prófi á 2 árum VEGNA fréttar í Mbl. sl. föstudag um skamman námstíma nýstúdents við MH hefur athygli Mbl. verið vakin á því, að vorið 1974 útskrifað- ist Helgi Þorleifsson eftir aðeins tveggja ára nám í skólanum. Helgi var þá 17 ára gamall og var í stærðfræðideild. Helgi er um þess- ar mundir að ljúka námi í stærð- fræði í Þýzkalandi. Samkvæmt sömu heimildum, er námstími Helga sá stysti, sem vitað er um í stúdentsnámi hér. Allir kostir vönduöustu einingahúsa -og sveigjanleiki aö auki Nú býðst ný lausn fyrir þá sem gera bæði kröfur um vandað og fallegt húsnæði á hagkvæmu verði - og vilja fullnægja óskum og þörfum fjöl- skyldunnar. Sveiguanleikinn varðar bæði stærð, efni, innréttingu, liti og allan búnað og byggist á einingakerfi hönnuðu af arkitektunum Torben Rix og Leif Jensen m.a.a.. Flexplan húsin eru árangur af þró- unarstarfi og samvinnu danskra og íslenskra aðila. Hönnun og notkun byggingarefna er nýstárleg og í fyllsta samræmi við kröfur nútímans - enda hlaut húsið 1. verðlaun í sam- keppni tímaritsins „Bo Bedre" Tveir sýnilegir límtrésdreglar bera hallandi loftið sem er klætt panel. Allir innveggir eru vandlega hljóð- einangraðir og klæddir með panel eða öðrum hefðbundnari klæðning- um. Húsin eru rækilega einangruð og þrefalt gler er í öllum gluggum. Gólf- in eru steypt og frjálslegt val um gólf- efni. Allar innréttingar fylgja og eru húsin búin fullkomnum tækjum í baðherbergjum og eldhúsi. Hægt er að fá húsin tilbúin til notkunar með gardínum, lýsingu, húsgögnumo.fl. Aukeinnarhæða einbýlishúsa gefst kosturá2ja hæða húsum, raðhúsum, parhúsum og bílskúrum. Skjólbær sf. veitir ráðgjöf innanhúsarkitekta og hvers konar fyrirgreiðslu, þ.á.m. uppsetningu, undirbygg- ingu og aðstoð við lóðaútvegun. Síðast en ekki síst ber að hafa í huga tímasparnaðinn sem þessi byggingarmáti hefur í för með sér. flexplan -húsin (\<í> SKJÓIBÆR SF. Borgartúni 29 Sími29393

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.