Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 3 Keppt um fjölmarga titla og þátttökurétt á erlendum vettvangi FEGURÐARSAMKEPPNI íslands verður haldin á skemmtistaðnum Broadway dagana 3. og 6. júní nk. og verður þar keppt um fimm innlenda titla auk þess sem valdir verða þátttakendur í fegurðarsamkeppni á erlendum vettvangi. Krýndar verða Ungfrú ísland, Ungfrú Reykjavík, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ijósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan. Ur hópi þeirra verða valdir fulltrúar í keppnina Miss Universe, Miss Scandinavia, Miss Nation, Miss World og Miss Young International. Einar Jónsson hefur umboð fyrir alla ofangreina titla, en Guðni Þórð- arson er hins vegar eigandi keppn- innar. Heiðar Jónsson hefur þjálfað þátttakendur fyrir keppnina og tek- ið þátt í undirbúningi, en hann hef- ur verið viðriðinn keppnir af þessu tagi í mörg undanfarin ár. Heiðar sagði í samtali við Morgunblaðið að þær breytingar yrðu á fyrirkomu- lagi keppninnar nú, að efnt verður til opinberrar krýningar sem ekki hefði verið í nokkur undanfarin ár. Sagði Heiðar að þetta stafaði af því, að nýlega hefðu alþjóðasamtök feg- urðarsamkeppna ákveðið á fundi í París, að setja það sem skilyrði fyrir þátttöku í alþjóðlegum keppnum að formleg krýning hefði farið fram í þeim löndum sem senda þátttakend- ur til keppni. Að sögn Heiðars var naumur tími til stefnu hvað varðaði val á þátt- takendum, en þeir hefðu verið valdir eftir ábendingum auk þess sem þátttakendur verða úr hópi stúlkna sem tekið hafa þátt í fegurðarsam- keppnum sem haldnar hafa verið á vegum ýmissa aðila að undanförnu. Heiðar sagði að mjög yrði vandað til þessara tveggja kvöldaskemmtana og auk keppninnar yrði boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Undan- úrslitin fara fram fimmtudags- kvöldið 3. júní og úrslitakeppnin verður haldin sunnudagskvöldið 6. júní. Þessi mynd er frá árinu 1979 er Ungfrú ísUnd 1978, Halklóra Bjðrk Jóns- dóttír, krýndi Kristínu Bernkarösdóttur Unffrú íslnnd 1979. Sumarferð VarðaK Um Árnes- og Rangárvallasýslu mæltist það vel fyrir og hefur því einnig nú. Ferðin verður auglýst laugardagur orðið fyrir valinu og nánar kynnt síðar. Þrenn íslensk hjón til kristniboðsstarfa í haust Landsmálafélagið Vörður hefur ákveðið að leggja upp í sína 29. sumarferð 3. júlí næstkomandi. Að þessu sinni er áætlað að ferðast um héruð Árnes- og Rang- árvallasýslu í fylgd hins kunna ferðamanns, Einars Guðjohnsen. í síðustu ferð félagsins var farið um Borgarfjarðarhérað og voru þátt- takendur hátt á 7. hundrað manns, en þess ber að geta, að þessar ferðir hafa frá upphafi ver- ið þær fjölsóttustu sumarferðir sem farnar eru hérlendis. Á síð- astliðnu ári var tekin upp sú ný- breytni að leggja upp í dagsferð á laugardegi í stað sunnudags áður, TVENN hjón fara í haust til Eþiópiu og ein til Kenýa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá sr. Bernharði Guð- mundssyni fréttafulltrúa Þjóðkirkj- unnar. Nú eru í Kenýa tvenn íslensk hjón og starfa þar að kristniboði. Jóhannes Ólafsson og Áslaug Johnsen kona hans eru nýkomin frá Afríku, en dveljast nú í Nor- egi, en þau hafa verið kristniboðar í rúmlega tuttugu ár. Þá eru líka trúboðar ytra á vegum Aðventista og Fíladelfíusafnaðarins. Brottför: Verð: kr. 10.750.-. Kynnis- lerðir REYKJAVÍK: AKUREYRI: Austurstræti 17, sími 26611 og 20100. Kaupvangsstræti 4, sími 22911. 20. ágúst og 3. september. Hotel Anthoussa Beach. er að finna a Krit sem er syðst og stærst grísku eyjanna. Tíguleg fjöll, hrikaleg gljúfur, eyöilegar hásléttur og frjósama dali er aö finna á þessari sérstæöu eyju. Mjúkar öldur Miöjarðarhafsins skella á hvítum klöppum hennar eöa sleikja letilega hvítar sandstrendurnar. Engu að síður er mannlífið fjölbreytt og á sér langa sögu. Helstu borgir og ferðamannastaöir eru á norðanverðri eyjunni, en upp til fjalla oc inn til dala er það einfalt og frumstætt í þorpunum, eins og það hefur verið í þúsundir ára. Þar er gömlum siðvenjum viðhaldið af þrákelkni og meö virðingu fyrir hinu forna. Krítverjar eru stoltir, opinskáir og einstaklega gestrisnir og bera í fasi sínu fornan menningararf margra kynslóða og jafnvel heilla menningarskeiöa. Víöa á eyjunni má finna leifar mínóskra halla, býsantískar kirkjur, feneyska kastala og aðra staði sem bera vott um fórnir og baráttu eyjarskeggja sem búið hafa á þessum gatnamótum sögunnar. fæöingarstaöur Seifs I grtsku goöa- fræðinni. Hálfsdagsferö. Agios Nicolaos — Kritsa — Spinalonga Ekið er til hlns sérstæöa smábæjar Kritsa. Staönæmst er í Agios Nlcola- os, þar sem snæddur er hádegisverð- ur og fólki gefiö tækifæri til aö kom- ast t sjóinn og gera innkaup. Siödegis er siglt til eyjarinnar Spinalonga. Dagsferö. Samaria-gljúfrið Síödegis er eklð til Hania, sem er gamall og þekktur bær, ca. 130 km fyrir vestan Heraklion, en þar er glst. Snemma næsta morgun er ekið tll Omalos og hefst þá gönguferö eftir lengsta gljúfri Evrópu til Agla Roum- ele. Þaöan er siglt tii Chora Sfakion og þar ekiö i langferöabil aftur til baka. Eins- og hálfsdagsferö. Hátíð í sveitinni Kvöldferö meö glaum og gleöi á gríska vísu. Suöurströndin f þessari dagsferö er ekiö tll Messara, um fögur vin- og ólífuræktarhóruö. Viö skoðum Festos Aghia, Triada og Geortys. Hádegisveröur er snæddur í Mattala og þar gefst kostur á aö synda i sjónum. Sveitaferð Skemmtileg hálfsdagsferö þar sem fariö er í heimsókn til lelrkerasmlös og eitt af stærstu vfnhúsum eyjarinnar sótt heim. llm hádegisbiliö er ekið tll Heraklion og eftir stutta skoðunarferö gefst kostur á aö komast á markaö og skoöa margar af skemmtilegum verzl- unum borgarinnar. Innifalið í verði: Stalis/ Heraklion KRETA X7 Knossos I þessari hálfsdagsferö er ekiö til Knossos, frægasta fornminjasvæöis eyjarinnar, en þar er aö flnna hallir frá dögum Minosar konungs. Lassithí-sléttan Á alþýöumáli er slótta þessi nefnd 6000 vindmyllnaslóttan, en árlð 1900 var grafinn upp hellir sem talinn er Flug til og frá Kaup- mannahöfn, gisting í Kaupmannahöfn 2 nætur og 2 vikur á Krít með ’/fe fæði. Hani

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.