Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 33 legir og því ættu þeir að þola „refsingu í fullkomnu samræmi við það sem sovézk lög gerðu krðfu um“. Síðan þessi ræða var flutt má segja að þaggað hafi verið niður í þeim sem leyfa sér að láta í ljós efasemdir um ágæti einræðis- stjórnarinnar í landinu og þar hefur KGB gengið öðrum þjóðfé- lagsstofnunum harðar fram. í því sambandi nægir að rifja upp hver orðið hafa örlög Helsinki-hópsins, þ.e. menntamannasamtökin sem gengu fram fyrir skjöldu árið 1975 og kröfðust þess að farið yrði að mannréttindaákvæðum Helsinki- sáttmálans sem Sovétríkin undir- rituðu það sama ár. í hópnum voru um 25 manns og hafa þeir nær allir verið dæmdir fyrir and- sovézkan áróður, sendir í útlegð erlendis eða dæmdir í ævilanga útlegð innan landamæra Sovét- ríkjanna. Andrópoff lítur fremur út fyrir að vera rólyndur menntamaður en harðsnúinn yfirmaður öryggis- lögreglu sem beitir hinum ískyggi- legustu aðgerðum í starfsemi sinni. Hann kom fram á sjónar- sviðið í Ungverjalandsuppreisn- inni árið 1956 og síðan hefur eng- inn efazt um að hér er á ferð mað- ur sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Á þessum tíma var hann sendiherra Sovétríkjanna í Búdapest og gegndi þá lykilhlut- verki í þeim viðræðum sem fram fóru áður en Sovétstjórnin lét til skarar skríða og sendi á vettvang skriðdreka sina til að sýna Ung- verjum hver það væri sem raun- verulega væri við völd í landi þeirra. Framan af lagði Andrópoff áherzlu á að friða stjórn Nagys með því að það væri engin hætta á sovézkri innrás en þegar Nagy spurði Andrópoff að því hreint út hvort hann treysti sér til að lofa því að sovézkt herlið næmi staðar, en þá var ljóst orðið að það var komið yfir landamærin, var svarið afdráttarlaust: „Njet.“ Andrópoff sneri heim frá Ung- verjalandi árið 1957 og varð þá yf- irmaður þeirrar stofnunar innan kommúnistaflokksins sem annast tengsl hans við kommúnistaflokka í öðrum austantjaldslöndum. Þar átti hann náið samstarf við Michail Susloff, hinn volduga hugmyndafræðing Flokksins sem nú er nýlátinn, en yfirmaður KGB varð Andrópoff árið 1967. Hann tók sæti í stjórnmálanefnd komm- únistaflokksins árið 1973. Júrí Andrópoff er fæddur í Nag- utskaja hinn 15. júní 1914. Hann varð símastarfsmaður í upphafi fjórða áratugarins, en hinn ungi maður var metnaðargjarn og sótti námskeið sem veittu honum rétt til að stunda nám i háskóla. Hann hafði stundað háskólanám í nokk- ur ár þegar hann fór að taka bein- an þátt í störfum Flokksins og fram til ársins 1953, þegar hann gekk í utanríkisþjónustuna, gegndi hann ýmsum störfum inn- an skrifstofubáknsins sovézka. Hann hlaut skjótan frama í utan- ríkisþjónustunni og var skipaður sendiherra í Ungverjalandi árið SENDIBILAR Við getum nú boðið þessa frábæru Dodge B—250 sendibíla á ótrúlega hagstæöu veröi: Af útbúnaöi má nefna: 6 cyl. vél vökvastýri sjálfskiptingu rennihurð á hliö aflbremsur styrktur undirvagn diskabremsur að framan burðargeta 1,5 tonn Dodge er eitthvert þekktasta nafn í heimi í sendi- og atvinnu- bílum. Dodge hefur áratuga langa reynslu á íslandi. Berið sam- an verö og gæði við aörar tegundir og þiö komist aö raun um að enginn leikur á Dodge í þeim efnum. Verö kr. 228.962. (Gengipr. 5.5. '82.) Einn til meö hliðargluggum og sama útbúnaði og að ofan. Verö ca. kr. 294.868. (Gengi pr. 5.5.’82.) 1981 DODGE SPORTSMAN S/E Stórglæsilegur og sérstaklega afsláttarbíll. Útbúnaöur: x sjálfskipting x vökva- og veltistýri x 6 cyl. vél 225 cu.in. x pluss-sæti framan m. háum bökum x oliuþrýstimælir x rafmagnsrúöuupphalarar vei útbúinn giuggabíll x loftklæðning x rafmagnslæsingar x rafmagn í afturrúöu x AM/FM-stero-útvarp x lituö gler x sæti fyrir 5 farþ. 1981 DODGE B350 sendibíll Eitt eintak á afsláttarveröi. Búnaöur svipaöur og hér aö ofan. Tilvalinn sumarbústaöur á hjólum fyrir vandláta. Verö ca. kr. 273.915. (o^pr 5S e2) 1980 DODGE D200 pallbíll Tveir afsláttarbílar fyrir útgeröarmenn, bændur, iönaöarmenn, verktaka eöa útilegumenn. Skúffan 8 fet meö sérlega fallegu lausu trefjaplastshúsi. Sex strokka beinskiptur. Hörku vinnubíll sem neitar aldrei næturvinnu. Bekkur fyrir þrjá. Látiö ekki happ úr hendi sleppa. Verö ca. kr. 189.444. <0.0^ 5,5. -sz > Beriö okkar DODGE-verö og gæöi saman viö sambærilega bila og þiö komist aö raun um aö okkar verö eru lægri og hagstæö- ari en annars staöar. DODGE er byggöur til aö endast. <Sf Ifökull hf. Ármúla 36 - 84366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.