Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 7 HUGVEKJA eftir séra Ólaf Skúlason dómprófast Hátíð andans — gleði og kærleikur Hvítasunnudagur, og við segjum gleðilega hátíð, þegar við hittumst. Það er með réttu gjört, og í samræmi við aldagamla hefð kirkjunnar okkar. Þrjár eru stórhátíð- irnar, sem verðskulda að hennar mati þessa kveðju, þá við hittumst, jól, páskar og hvítasunna. Þrátt fyrir það býður mér í grun, að býsna mikill munur sé á áherzluþunga kveðjunn- ar eftir hátíðum. Á jólum í myrkasta skammdegi lýsa þau eins og geisli af himni, sem með réttu breytir öllu í fyrir og eftir fæðingu Krists. Og óþreyja barnsins hefur þau áhrif á hinn fullorðna, að loksins þegar kominn er tími til þess að óska gleði- legrar hátíðar, þá er undir- tónninn sannur og máttugur. Þar leggur hver í hjarta sitt, svo hátíðin ber nafn með réttu. Sama má segja um pásk- ana, þótt í örlítið öðrum mæli sé. Þeir rjáfa helsi vetrar við fyrsta fóttak vors- ins og í vændum eru þeir mildu dagar, sem undirbúa ríki sumarsins, svo að boð- skapurinn um sigur lífs yfir dauða færist nær okkur í stað og tíma þeirrar hátíðar í vorbyrjun. Hátíðin verður þó aðeins sönn í þeim mæli, sem tóma gröfin er raunveruleg. En svo kemur þriðja stór- hátíðin. Nú ríkir ekki dimmt skammdegi og þótt vorið feti stigu sína af meiri varkárni en vonir standa til um þetta leyti árs víða um land, þá finnum við mörg, að vorið hefur sigrað og sumarið er komið. Hvítasunnu skortir því ýmislegt í hinu ytra, sem gæðir systurhátíðirnar ríku- legri gleði. Enda er hún hátíð andans. Engin jata og engin tóm gröf, ekkert minnismerki og enginn geisli, sem rýfur myrkur eða hrekur dauðans nagandi kvíða á brott. Það er kannski engin furða, þótt há- tíð andans þyki um margt svipminni en jól og páskar í vitundarlífi flestra. Spyrja þá sumir, hvort þessi hátíð eigi nokkurt erindi. Jesús hafði heitið læri- sveinum sínum gjöf andans, sem yrði ævinlega hjá þeim. Kirkjan er til vegna andans, þess vegna er sérstök hátíð kristinnar kirkju í dag. Upp- haflega birtist andinn þá líka í þeim krafti, að læri- sveinarnir voru sem frá sér numdir og óviðbúnum áhorf- anda datt vart annað í hug en áhrifin hlytu að koma frá því, sem þeir hefðu látið ofan í sig. Slíkum var vorkunn, þar sem lærisveinarnir töl- uðu að framandlegum hætti og einhver annarleg birta skein af ásjónu þeirra. Þeir sögðu þetta stafa af gjöf and- ans, og hvítasunnan er hátíð þeirrar gjafar, hátíð kirkj- unnar. Það þykir mörgum enn í dag einkenna kraft andans, að þar verður margt öðruvísi en venjan mótar. Það er eins og afl sé að leysast úr læð- ingi, eða lækur að brjóta af sér fangelsi klakans. Það eru þá líka margir hálfsmeykir við það, sem þeir kalla taumleysi í framsetningu hjá þeim, sem segjast láta and- ann gefa sér innblástur. Hitt mun ekki síður til at- hugunar, að yfirleitt erum við alltof upptekin af ein- hverjum ákveðnum upp- skriftum, sem við höfum annað hvort mótað sjálf eða látið annan rétta okkur. Þar eru trúmál ekki undanskilin. Allt skal vera skipulagt og niðurraðað, svo að ekkert komi á óvart. Nú ferst mér vitanlega sízt að draga í efa réttmæti þess, að hver og einn viti, hverju hann trúi og geti túlkað trú sína orðum, hvað þá heldur hitt, að hefðbundið form messunnar sé niðurbrotið og hver taki upp þá þætti eina, sem hon- um finnast höfða til sín hverju sinni. En hinu má heldur aldrei gleyma, að hægt er að leyna doða með ákveðinni hefð og dylja and- leysi með því að láta sama farið ráða ferð og stefnu, svo að endurtekningin dragi úr lifandi athugun. Þar sem andinn nær tök- um, hlýtur skipulag manns- ins oft að riðlast. Þar sem andinn ríkir, hlýtur maður- inn oft að verða að viður- kenna, að forsendur þær, sem hann hefur gefið sér, verða oft stirðar, þunglama- legar og harla lífvana. Og gleymum því ekki, að kraftur andans á hvítasunnunni fyrstu birtist í því, að læri- sveinarnir voru frá sér numdir, það er þeir voru öðru vísi en þeir höfðu verið áður, breyttir. Hugleysið vék fyrir hugrekki, hræðslan hefti ekki lengur fót, svo að þeir héldu ótrauðir til að boða fagnaðarerindið, hvar sem var og hverjum sem var. Þetta þarf að einkenna þá, sem þiggja gjafir andans í dag alveg eins og það var í upphafi. Andinn krefst þess, að um það eitt sé ekki hugs- að, sem færir frið í vernduðu umhverfi. Hann hlýtur að krefjast þess að það sé leitað lengra og víðar til þess að segja frá því, hver dásemd það er, að Guð hefur gefið börnum sínum son sinn blessaðan að frelsara og að bróður. Söfnuðir mega þess vegna ekki láta sér það eitt nægja að taka vel í móti þeim, sem sækja guðsþjónustur og aðr- ar samkomur. Það þarf líka að leita til þeirra, sem ekki hirða um að láta sjá sig. Húsvitjanir eru lítt fram- kvæmanlegar í nútíma þjóð- félagi. Bæði er erfitt að finna þann tíma, sem fjölskyldum hentar og í mörgum tilfellum líka erfitt að finna þá, sem bezt gætu innt þá þjónustu af hendi, þar sem prestar anna því ekki einir. Því þarf að vera vel vakandi fyrir því, hvar kirkjan getur náð til einstaklinganna og beint sporum þeirra til tilbeiðslu meðal kirkjugestanna, og þá ekki síður að missa þá ekki aftur, sem hafa komið um lengri eða skemmri tíma. Og mun það síðara ekki minni vandi en hið fyrra. Og þó að í línum þessum verði ekki rak- in leið eða gefin ráð, þá er þetta hér sagt á hátíð and- ans, til þess að vara okkur við því að vera lítilþæg og telja, að við séum ekki kölluð til meiri þjónustu en flestir inna af hendi. Andinn starfar og við þurfum að þiggja mótun hans. En hvernig er það mögulegt að vita, hvort hann leiðir okkur eftir þeim braut- um, sem hann einkenna? Páll postuli nefnir ýmsa þætti, sem einkenna starfsemi and- ans. Og þar tekur hann fyrst til kærleikann og gleðina. Andinn ríkir, þar sem kær- leikur með gíeði mótar dag- far og viðbrögð gagnvart öðrum. Sé kærleikurinn ekki til staðar og önuglyndi kallar ætíð fram brodd í andsvari, þá hefur andanum þar verið úthýst. Og getur því hver og einn prófað sjálfan sig til vitnisburðar um það, hvoru megin hann er, í kulda sjálfs- elskunnar, eða hlýju andans. Já, kærleikur með gleði, á heimilinu, á vinnustaðnum, í söfnuðinum, í kirkjunni. Skorti þetta, býður andinn að bæta þar úr. Þess vegna er þá hvítasunnan ekki sízt há- tíða. Hún er fylling hinna tveggja. Hún er hátíð þess samfélags, þar sem kærleik- urinn og gleðin eru ávöxtur trúar. Megi kærleikurinn einkenna kirkjuna og gleðin móta samfélag. Þá eigum við gleðilega hátíð, sem ekki er takmörkuð af dögum. Vegna brottfarar minnar falla þessi skrif nú niður. En ég vil nota tækifærið til þess að þakka þeim ótrúlega mörgu, sem hafa minnzt á þessa þætti við mig. Slíkt hefur veitt gleði og uppörfun, sem seint verður fullmetið. Einnig þakka ég Morgun- blaðinu góða samvinnu. Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 30. MAÍ 1982 VERDTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJODS: 1970 1. flokkur 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Sölugengi pr. kr. 100.- 8.823,94 7.127.91 6.304,47 5.463,56 4.633.34 3.376,04 3.109,72 2.146,78 1.761,32 1.326,71 1.256,68 1.007,68 934.74 780.61 633,77 498,73 420,25 324,87 245,06 192,60 165,48 122,89 Meðalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verðtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 68 69 70 72 73 82 2 ár 57 59 60 62 63 77 3 ár 49 51 53 54 56 73 4 ár 43 45 47 49 51 71 5 ár 38 40 42 44 46 68 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi nafn- Ávöxtun m.v. vextir umfram 2 afb./iri (HLV) verötr. 1 ár 96,49 2%5 7% 2 ár 94,28 2% 7% 3 ár 92,96 2%% 7% 4 ár 91,14 2%% 7% _ 5 ár 90,59 3% 7% 6 ár 88,50 3% 7'/«% 7 ár 87,01 3% 7'/.% 8 ár 84,85 3% 7%% 9 ár 83,43 3% 7'/i% 10 ár 80,40 3% 8% 15 ár 74,05 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Pr. ölugengi kr. 100.- B — 1973 2,419,77 C — 1973 2.057,88 D — 1974 1.744,97 E — 1974 1.193,71 F — 1974 1.193,71 G — 1975 791,83 H — 1976 754,48 I — 1976 574,05 J — 1977 534,19 1. fl. — 1981 106,01 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU Verðbréfamarkaðui Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaöarbankahúsinu Sími 28566 Bíll í sérflokki Buick Century (Station) árgerö 1978 millistærö af amerískum bíl. Sjálfskiptur V-6 vél, sæti og rúöur rafdrifnar. Útvarp talstöö. Ekinn 46000 mílur. Inn- fluttur, einn eigandi frá upphafi. Til sýnis og sölu á bílasölu Eggerts Borgartúni 29, sími 28488. BOR-útihurðir .—.x,,, ■■ i.yyjanui uy veruiu serstaKieaa naastætt. tinnig nyKommn sauna-nuroir. VALD. POULSEN' Suðurlandsbraut 10, sími 86499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.