Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að leikstýra sænskri kvikmynd Hann heitir Lárus Ýmir Óskarsson, maðurinn sem sænskir kvikmyndaleikstjórar Hta til öfundaraugum þessa dagana. Á meðan þeir ganga um atvinnulausir í stórum hópum er hann sem næst sóttur upp á ísland til að leikstýra einni af þeim fáu kvikmyndum sem fram- leiddar verða í Svíþjóð á þessu ári. Blaðamaður Morg- unblaðsins í Stokkhólmi, Guðfínna Ragnarsdóttir, sótti hann heim og spurði nánari frétta. — Þetta var mest heppni, segir Lárus Ýmir og strýkur hökutopp- inn. Hann er 33 ára gamall og stundaði nám í kvikmyndaleik- stjórn við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi 1976—1978. Heppni? Kvikmyndaleikstjórn er nú varla úthlutaö eins og vinningum í bingó? Allra sist þegar aðeins eru framleiddar sjö myndir á ári eins og nú er. — Nei, að vísu ekki. En ég kannaðist dálitið við þá sem hafa umsjón með myndinni. Það var einn af félögum mínum úr skólan- um sem benti þeim á mig. Hann hafði sjálfur verið einskonar framkvæmdastjóri prófmyndar- innar minnar. Þá voru þeir búnir að leita að leikstjóra í heilt ár án þess að finna nokkurn sem þeir voru ánægðir með. Það var 1978 sem Lárus Ýmir lauk prófmynd sinni, „Fugl í búri“. Mynd sem fjallar um gamlan mann og ást hans á litlum fugli. Myndin er einskonar dæmisaga um frelsið. Og það er kannski ekki svo und- arlegt að sú mynd skyldi eiga sinn þátt í að hann fékk þessa eftir- sóttu kvikmyndaleikstjórn. Því „Fugl í búri“ varð ekki bara lítil prófmynd sem lenti uppi á hillu til að rykfalla. Hún hefur í staðinn þeyst land úr landi, á hverja kvikmyndahátíðina eftir aðra og fengið verðlaun og lofsamleg um- mæli. í vetur var hún meðal ann- ars útnefnd til Óskarsverðlauna og valin úr sem besta nemenda- mynd utan Bandaríkjanna. — En þetta var nú samt heppni að ég skyldi fá að leikstýra þessari mynd, segir Lárus Ýmir, þar sem hann situr í stúdentaíbúðinni í Stokkhólmi ásamt konu sinni og dóttur. — Ég var nýkominn til Svíþjóð- ar aftur eftir nærri tveggja ára dvöl heima þegar Jonas Cornell frá Svenska Film Institutet hringdi í mig. Auðvitað varð ég glaður. Mér hefði aldrei dottið það í hug með fullri rænu að ég ætti eftir að leikstýra sænskri kvikmynd fyrir sænska peninga. Og ég þorði ekki að trúa þessu fyrr en allt var klappað og klárt. Mér skilst að höfundur handrits- ins sé sá sami og átti hugmyndina að handritinu að Fugl í búri. — Já, það er rétt. Það er skáld- ið Lars Lundholm sem hefur skrif- að bæði handritin, en ég hef verið með í ráðum alveg frá byrjun. Það er nauðsynlegt þegar um kvik- myndir er að ræða. Það verður alltaf leikstjórinn sem mótar og skapar myndina og verður höf- undur hennar. Hann er eins og rit- höfundurinn sem vinnur úr því efni sem hann hefur viðað að sér. Um hvað fjallar svo myndin? — Hún fjallar um tvær konur og ferðalag þeirra til Norður- Svíþjóðar. En það er bara ytri rammi myndarinnar. í rauninni fjallar hún um sambandið milli tveggja ólíkra kvenna og hvernig þær bregðast við ýmsu sem þær verða fyrir á leiðinni. Önnur konan er eldri og jarð- bundin. Hin yngri „listamanna- týpa“ sem lifir meira fyrir líðandi stund. Þetta verður ljóðræn mynd, öll tekin í svart/ hvítu og hún byggir mikið á stemmningum. Kim Andersson, einn af bestu leikurum Svía, leikur annað aðal- hlutverkið. Hún lék m.a. aðalhlut- verkið í leikritinu Kona sem var sýnt í rúmlega tvö ár í Stokk- hólmi. Lisa Hugoson, ung leik- kona, fer með hitt aðalhlutverkið. Og svo hefur þú fengið einn ís- lending til að leika í myndinni. — Já, það er rétt. Sigurður Sig- urjónsson á að leika eitt af auka- hlutverkunum. Mig langaði til að hafa einhvern íslending með. Það er svona notalegra fyrir mig að hafa landa með mér. Og svo held ég það sé heillamerki frekar en hitt. Ég hafði hann líka með mér í „Fugl í búri“. Hvernig stóð á því að þú fékkst áhuga á kvikmyndaleikstjórn? — Ég veit það ekki. Én ég man að ég hlustaði alltaf á útvarps- leikritin á fimmtudögum þegar ég var strákur. Þá sat ég eins og límdur við útvarpið. Svo lék ég frænku Charleys þegar ég var í landsprófi og þá komst ég á bragð- ið. En kannski vaknaði kvik- myndaáhuginn fyrir alvöru þegar ég var 13—14 ára: Við vorum á labbi ofan í Aust- urstræti, ég og félagi minn, og sáum bióauglýsingu frá Laugar- ásbíói með fullt af hálfberum kon- um. Við urðum svaka spænntir að fara og sjá myndina — sem var Juliette og andarnir, eftir Fellini — ef ske kynni að við sæjum svona eins og hálft kvenmanns- brjóst! En það var heldur lítið um ber brjóst í myndinni og félagi minn var mjög vonsvikinn þegar við komum út. En um mig gegndi öðru máli. Ég gekk varla á jörð- inni, ég var uppnuminn af hrifn- ingu, og allur á valdi myndarinn- ar. Og ég man að ég hugsaði: Að það skuli vera til miðill svo magn- aður að hann lyfti manni upp í Rætt við Lárus * * Ymi Oskarsson, kvikmynda- leikstjóra æðra veldi. Mér fannst það nánast galdri líkt að kvikmynd skyldi geta haft svona áhrif á mann. Þú hefur fengist dálítið við leik- stjórn leikrita álslandi. — Já, ég hef verið heima und- anfarin tvö ár og leikstýrt Her- bergi 213 á Akureyri, Anarkistan- um hjá Alþýðuleikhúsinu og Dansi á rósum hjá Þjóðleikhúsinu. Vilt þú heldur vinna við kvik- myndir en leikhús? — Ég get ekki gert upp á milli þeirra verksviða. Eg er alltaf ein- beittur við það sem ég er að gera hvort sem það er kvikmynd eða leikrit á sviði. Ég sting mér á hausinn ofan í hvert verkefni. Eftir tvö ár við leikhús hungrar mig eftir að gera kvikmynd og nú er ég með allan hugann við mynd- ina og get ekki hugsað mér neitt annað. Það er stórkostlegt að hafa fengið þetta tækifæri. Við erum milli 30 og 40 sem höfum lokið kvikmyndaleikstjóraprófi frá Dramatiska Institutinu í Stokk- hólmi en aðeins fjórir hafa fengið að leikstýra bíómynd. Flestir fást við myndir fyrir sjónvarp — ef þeir hafa þá nokkuð að gera. En svo ertu á heimleið, ekki satt? — Jú, nú stendur til að flytja heim eftir níu ár í Svíþjóð. ísland er það land sem skiptir mig ein- hverju máli, þar er minn heima- völlur. Það er mitt land og mitt fólk. En hvernig eru vinnuskilyrði kvikmyndaleikstjórans á íslandi. — Ég hef nú litla reynslu í þeim efnum enn, en ég er ánægður ef ég get framfleytt mér sem leik- stjóri á öllum sviðum, við kvik- myndir, leikhús og sjónvarp. Auðvitað vantar þjálfun á viss- um sviðum við kvikmyndun heima. Og þá aðallega hvað varðar skipulagningu og framkvæmdir. Það er eðlilegt, þetta er svo ung listgrein. Hér í Svíþjóð er hæft fólk og vel menntað í hverri stöðu og hvergi veikur hlekkur. En það er sérlega gott að vinna við leik- hús heima, þar vildi ég ekki skipta. Hvenær lýkur starfinu við kvik- myndina? — Það er ætlunin að taka myndina í vor og sumar og svo verður hún trúlega frumsýnd um jólin. Fjölskyldan fer heim í sumar og ég kem svo á eftir í haust eða vet- ur, þegar þessu er lokið. Fyrst ætlar þú bara að skjóta sænskum kvikmyndaleikstjórum ref fyrir rass og leikstýra einni af þeim skö myndum sem framleiddar verða í Svíþjóð á þessu ári. Af því þú varst svo heppinn! — Auðvitað þarf maður að hafa einhverja „talent" og ekki síst góða menntun. Og ég býst við að Dramatiska Institutet bjóði upp á einhverja bestu menntun sem völ er á á þessu sviði. Ég las einhversstaðar að það þyrfti þrennt til að komast áfram í kvikmyndaheiminum: Sérgáfu, dugnað og heppni. Kannski hef ég eitthvað smávegis af þessu öllu! En hvort það dugar til þess að búa til góða kvikmynd veit ég ekki. Svarið fáum við vonandi um jólin! Og það verða aðrir en ég sem gefa það. SVIPMYND Á SUNNUDEGI Júrí Andrópoff á uppleið Júrí V. Andrópoff sem nú hefur látið af starfí yfirmanns sovézku öryggislög- reglunnar KGB eftir fímmtán ár í þeim sessi var fyrir fáeinum dögum skipaður einn af tíu riturum miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins. Þessar tilfæringar benda til þess að Andrópoff standi einna næst því að verða eftirmaður Brésneffs forseta og leiðtoga Flokksins. Andrópoff er af mörgum vest- rænum sovétfræðingum talinn einn skarpasti og þjálasti maður- inn í hópi sovézkra frammámanna um þessar mundir. Hann er 68 ára að aldri, þannig að hugsanlegt val hans sem leiðtoga mun ekki hafa í för með sér kynslóðaskipti í stjórn Sovétríkjanna. í starfi sínu hjá KGB hefur hann lagt ríka áherzlu á að bæla niður andóf gegn stjórn- inni og verður ekki annað sagt en að honum hafi orðið verulega ágengt að því leyti ef marka má framvinduna á þeim vettvangi hin síðari ár. Þrátt fyrir þetta telja ýmsir sovétfræðingar sig hafa merkt nokkurt umburðarlyndi gagnvart andófsmönnum í þeim fáu opinberu ræðum sem Andróp- off hefur flutt á síðustu árum, en samt sem áður er hann talinn harðlínumaður og eindreginn and- stæðingur sjálfstæðrar hugsunar og allra ráðstafana sem á nokkurn hátt gætu orðið til þess að veikja hið kommúníska einsflokkskerfi. Oft er vitnað í ræðu sem Andr- ópoff hélt árið 1977, en þá fullyrti hann að andóf væri á undanhaldi í Sovétríkjunum og þeim fáu and- ófsmönnum sem enn gengju lausir mætti sem hægast skipa á bekk með ótíndum glæpamönnum. M.a. tók hann svo til orða: „Við erum með örfátt svona fólk og það er enn á meðal okkar. Því miður er það til — rétt eins og þjófar, mútuþegar, braskarar og annað glæpahyski er til.“ Hann bætti því við að bæði glæpamenn og and- ófsmenn væru Sovétkerfinu skað- Sovétforystan sammála ad vanda Myndin var tekin þegar Æðsta ráðið var samankomið á fundi í októbermánuði sl. Júrí Andrópoff situr fyrir miðju í þriðju röð, við hlið Gromykos utanríkisráðherra (t.h.) og Dmitri Ustinoff varnarmálaráðherra. Suslov hugmyndafræðingur situr fremst við hlið Brésnefs forseta og Kirilenkos sem er nánasti aðstoðar- maður forsetans. f miðröð, frá vinstri talið: Viktor Grishin leiðtogi Moskvu-deildar kommúnistaflokksins, Arvid Pelshe yfírmaður Eftirlitsnefndar flokksins og Nikolaj Tíkonoff fyrsti varaforsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.