Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 1 Innrétting í Rekord. 2. Mœlaborö meC amp-hita-eyðslu og snúningshraOamœlum 3. Rekord 4 dyra Hvort sem þú ekur sjálíur eða lœtur aka þér, nýtur þú þess að eiga þœgilega og örugga ferð í Opel Rekord. í Rekord er meðal annars: Glœsilegt velúráklœBi á sœtum og innan á hurðum. kortavasar í hurðum, 4ja spegla stýrí, vökva- stýrl. höíuðpúðar. að íraman teppalögð farangursgeymsla, 2 fjarstýrðir útispeglar. hlílðarlistar á hliðum, vönduð hijóðeinangrun, upplýstur spegill í sólskiggni, litað öryggisgler, styrkt fjöðrun með loftdempurum. i Berllna; álilegur 14". höfuðpúðar að aftan, raímagnslœsingar og upphalarar á rúðum, hœðarstilling í ökumannssœtin o.m.íl. $ VÉLADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík MÚLAMEGIN) Sími38900 Þorsteinn S. Blöndal: Varði doktorsritgerð við Uppsalaháskóla ÞORSTEINN Sölvason Blöndal varði sl. þriðjudag doktorsritgerð við báskólann í Uppsölum I Svíþjóð. Þorsteinn er sérfræðingur í lungna- sjúkdómum og fjallaði ritgerð hans um rannsóknir á kjarnasýrum I hingnakrabbameinsfrumum og hvernig hagnýta má niðurstöður þeirra rannsókna við meðferð sjúkl- inga með lungnakrabbamein. Þorsteinn er sonur hjónanna Sölva Blöndal hagfræðings og Elsu Blöndal. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1966, læknaprófi frá HÍ 1973 og sérfræðiprófi í lungnalækningum frá háskóla- sjúkrahúsinu í Uppsölum 1979, en þar stundaði hann framhaldsnám og störf. Mbl. ræddi við Þorstein símleið- is til Uppsala í vikunni í tilefni þessa. Við báðum hann fyrst að lýsa í nokkrum orðum innihaldi ritgerðarinar. Hann sagði: „Vissar breytingar í magni kjarnasýra verða bæði í góðkynja og illkynja æxlum. Þetta höfum við rannsak- að á lungnadeildinni í Uppsölum í samstarfi við meinafræðideildina á sama spítala. í stuttu máli sagt höfum við fundið það út að með því að mæla kjarnasýru eða DNA-magnið í krabbameinsfrum- unum kemur í ljós að það er stundum aukið í illkynja æxlum en í góðkynja æxlum er það nán- ast í sama magni og heilbrigðum frumum. Hvert er þá hið hagnýta notagildi kann einhver að spyrja. í stuttu máli má segja að hagnýtt notagildi sé þríþætt. í fyrsta lagi verður sjúkdómsgreiningin léttari og öruggari við vissar tegundir af æxlum. Þá auðveldar það mat á horfum sjúklingsins að mæla kjarnasýrumagnið og i þriðja lagi er hægt að byggja val meðferðar á traustari grunni." Þorsteinn sagði einnig, að niðurstöður þessara rannsókna yrðu engan veginn til þess að út- rýma þeim aðferðum sem nú væri beitt við meðferð þessa sjúkdóms. Alltaf væri bezt að hafa sem flest- ar aðferðir og nota þær saman. Við spurðum Þorstein í lokin, hvort við mættum vænta starfs- krafta hans hér heima. Hann svaraði: „Við erum að flytja heim alveg á næstunni og ég mun taka til starfa í byrjun júlímánaðar á lyflæknisdeild Landspítalans. Dr. Þorsteinn S. Blöndal Úr myndinni Forsetarániö. Hryðjuverkamaðurinn Roberto Assanti (Miguel Fernandes) hefur hlekkjað sig við forsetann (Hal Halbrook) og hótar að sprengja þá báða í loft upp, verði ekki farið að kröfum hans. Nýja bíó frumsýnir Forsetaránið NÝJA BÍÓ frumsýnir kvikmyndina forseta Bandaríkjanna og skila „Forsetaránið" (The kidnapping of • gegn háu lausnargjaldi. Með aðal- the president). Þetta er ný banda- hlutverk fara Hal Halbrook, rísk-kanadísk kvikmynd í litum og William Shatner, Van Johnson, fjallar hún um tilraun til að ræna Ava Gardner og Miguel Fernand- es. TENERIFE Hin fagra sólskinsparadís Sjórinn, sólskiniö og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaö. Stórkostleg náttúru- fegurð og blómadýrö. Fjöldi skemmtilegra skoöunarferöa. Lofthiti 23—28 gráöur. Hvar annars staóar er svona ódýrt? 22 dagar kr. 8.760. 28 dagar kr. 9.985. 22 dagar á lúxus 4ra stjörnu hóteli meö morgunmat, hádeg- ismat og kvöldmat kr. 11.345. 28 dagar kr. 12.890. (jú, jú, flugferöirnar eru líka innifaldar.) Frítt fyrir börn Okkur hefir tekist að fá alveg frítt fyrir prinsinn eöa prinsess- una aö 12 ára aldri í allar feröirnar í ibúö meö tveimur fullorönum. Brottför alla þriöjudaga frá 7. júní. Þér veljiö um dvöl í tvær, þrjár eöa fjórar vikur. En pantiö snemma, þvi plíssér takmarkaö á þessum líka kostakjörum. AORAR FERÐIR OKKAR Grikkland — Aþenuatrendur, alla Amsterdam, lúxuavika, alla föatudaga Franaka Rivieran, fleata laugardaga Landiö helga og Egyptaland, ágúat og október Braailíuferðir, aept., október, nóv. Malta, laugardaga ///-lírtOUr (Flugferöir) Aóalstræti 9, Miðbæjarmarkaðnum 2. h. Símar 10661 ag 15331. Morðhelgi frumsýnd í Bíóhöllinni ANNAN í hvitasunnu frumsýnir Bíó- höllin kvikmyndina „Morðhelgi" (Death Weekend). Myndin fjallar um nýríkan tannlækni, sem eyðir helgarfríum sínum í sumarbústað í fylgd fag- urra stúlkna. Eina helgina lenda tannlæknirinn og þáverandi vin- kona hans í útistöðum við fjóra fanta og áður en yfir lýkur gerast hræðilegir atburðir. Með aðalhlutverk fara Brenda Vaccaro, Don Stroud og Chuck Shamata. Framleiðendur myndar- innar eru Reitman, Dunning og Link og höfundur og stjórnandi William Fruet.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.