Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 Viðskiptavinir skógræktarstöðvarinnar skoða það sem er á boðstólum. Trjáplöntur 50—60 sm. háar eins og þær eru gjarnan seldar hjá skógrækt- arstöðinni- Trjáplöntur, eftir að þær hafa verið teknar úr gróðurhúsinu og settar í vermireiti. Ljfem. Mbi. Guéjón. Vilhjálmur Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavikur sýnir 3ja mán. gamlar trjáplöntur sem sáð hefur verið til í gróðurhúsi. ræktarvika aí — 5. júní SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands, sem er samtök skógræktarfélaga um land allt, gengst fyrir skógræktarviku dagana 30. maí til 5. júni. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að nota þessa viku til að kynna skógrækt með ýmsum hætti og vekja athygli á mikilvægi skógræktarmála. f tilefni af þessari viku hefur Morgunblaðið ákveðið að kynna ýmsa þá þætti skógrækt- ar, sem að borgarbúum snúa, með daglegum þáttum þá daga sem vikan stendur. Skógræktarfélag Reykjavíkur er félag áhugamanna um skógrækt í Reykjavík. Það varð til sem sér- stakt félag 1947 þegar Skóg- ræktarfélag íslands, sem hafði ver- ið stofnað 1930, var lagt niður, nema sem heildarsamtök héraðs- bundinna skógræktarfélaga um allt land. Núverandi stjórn félagsins skipa Jón Birgir Jónsson, verkfræð- ingur, formaður, Lárus Blöndal, bóksali, varaformaður, Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt, ritari, Björn Ófeigsson, heildsali, gjaldkeri og Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, meðstjórnandi. Félagar fá sent ársrit Skógræktarfélags íslands og félagið sendir út á nokkurra mán- aða fresti fréttabréf sem nefnist Skógurinn og hefur komið út und- anfarin 10 ár. Allir áhugamenn um skógrækt geta gerst félagar i félag- inu og eru hvattir til þess. Félagið fjármagnar starfsemi sína með rekstri skógræktarstöðvar í Fossvogsdalnum. Við fengum Vil- hjálm Sigtryggsson, framkvæmda- stjóra Skógræktarfélags Reykjavík- ur, til að fylgja okkur um stöðina og kynna okkur starfsemi hennar. Fram kom að skógræktarstöðin hefur rúmlega 15 hektara lands til umráða í Fossvogsdalnum. Á tölu- verðum hluta þess lands stendur skógur, en annars staðar fer fram ræktun trjáplantna til sölu. Mikil starfsemi fer fram á vegum stöðv- arinnar. Yfir sumarið eru starfs- menn hennar milli 50 og 60, en fast- ir starfsmenn árið um kring eru 12. Stöðin sér Heiðmörk algerlega fyrir plöntum, um 100.000 fara þangað árlega og hefur Skógræktarfélagið umsjón með gróðursetningu þeirra og mikið er selt árlega til Reykja- víkurborgar, sem gróðursett er í al- menningsgörðum og á útivistar- svæðum. Árleg framleiðsla stöðvar- innar er um 400.000 plöntur. Þar af er sáð til um 200.000, en 100.000 eru græðlingar. Sala stöðvarinnar ár- lega er 200.000—300.000 plöntur, því alltaf misferst einhver hluti af því, sem gróðursett er á hverju ári. Okkur voru sýndar trjáplöntur á ýmsum aldursstigum. Venjulegt ferli trjáplöntu hjá stöðinni er með þeim hætti, að fyrst er annað hvort sáð til hennar eða græðlingur tek- inn og gróðursettur. Þetta er venju- lega gert á vorin og þegar plantan hefur verið eitt sumar í gróðurhúsi hefur hún náð 10—12 sm. hæð. Á vorin þegar engin hætta er lengur á næturfrosti, er plantan flutt út undir bert loft, en er fyrst um sinn höfð í vermireit. Þegar hún hefur verið þar í nokkrar vikur, er fyrst hægt að sleppa af henni hendinni. Þegar plantan hefur náð 40—50 sm. hæð er hún seld, en plöntur eru einnig seldar á öðrum vaxtarstig- um. Með þessu móti er hægt að stytta samsvarandi vaxtartíma trjáplöntunnar um tvö ár. Um 100 tegundir trjáplantna eru ræktaðar hjá skógræktarstöðinni. Helstu trjátegundirnar eru sitka- greni, stafafura, alaskaösp, alaska- víðir og viðja, og eru þá ótaldar þær tegundir runna sem þar eru rækt- aðar. Skógræktarstöðin hefur umsjón með og sér um gróðursetningu á ýmsum trjáræktarsvæðum, fyrir hönd Skógræktarfélagsins. Eins og fram hefur komið sér það algerlega um Heiðmörkina, en auk þess á það Rauðavatnsstöðina, hefur umsjón með Öskjuhlíðarstöðinni og með opna svæðinu milli borgarhlutanna, eins og til dæmis Elliðaárdalssvæð- inu. Dagskrá skógræktarvikunnar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur verður fyrst og fremst með þeim hætti, að haldnar verða kynningar á hinum ólíku þáttum skógræktar í Skógræktarstöðinni í Fossvoginum milli 5 og 7 þá virku daga sem skógræktarvikan stendur, sem er frá sunnudegi til laugardags. Á laugardaginn er fyrirhuguð skóg- ræktarferð i Heiðmörk. Dagskrá vikunnar verður auglýst jafnóðum. Herragarðurinn í stærra og betra húsnæði á 10 ára afmælinu Herragarðurinn, verslun Garðars Siggeirssonar við Aðalstræti I Reykjavík, er tíu ára um þessar mundir. Garðar hélt upp á afmælið með því meðal annars, að færa sig lítillega til í Aðalstrætinu, og opna að nýju í mun stærra húsnæði en hann hafði áður til umráða. Um leið hefur vöruval aukist, og betra rúm er fyrir viðskiptavini að skoða og máta þann fatnað sem á boðstólum er. Blaðamaður hitti Garðar að máli, og spurði hann hvaða fatnað hann hefði einkum í verslun sinni. „Ég er bæði með innlenda framleiðslu og innflutta,“ sagði Garðar, „er til dæmis með föt hér til sölu frá Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi, og nú þegar ég flyt verslunina í húsnæði sem er meira en helmingi stærra en það sem við vorum í áður, aukum við enn fjölbreytnina. Bæði eru þetta öll „venjuleg" föt, og þó ekki síður aðeins „fínni" vara, og svo höfum við kappkostað að hafa alltaf fyrirliggjandi fatnað fyrir menn með „prófiT. Með auknu rými nú höfum við þegar fjölgað stærðum talsvert frá því sem var.“ — Verðið, er það sambærilegt við það sem er erlendis? „Já, það er fyllilega sam- keppnisfært, í flestum tilvikum svipað eða lægra en úti. Þá er ég að sjálfsögðu að tala um vand- aða vöru, því auðvitað verður að bera saman sambærilega vöru, ef verðið á að vera raunhæft. En hér er lítil álagning og tollamál ekki lengur hindrun, og þrátt fyrir vörugjald og háan sölu- skatt, er verðið hér hagstæðara Garðar Siggeirsson í hinu nýja og glæsilega húsnæði Herragarðsins við Aðalstræti. Verslunin er 10 ára um þessar mundir, og flutti af þvi tilefni í stærra húsnæði. en til dæmis í London, Róm og París og fleiri erlendum stór- borgum." — Og Islendingar, kunna þeir að meta góðar vörur, erum við klæddir eins og aðrar þjóðir? „Já, þetta er að smákoma, við erum að nálgast heimsmæli- kvarða," sagði Garðar, og um leið var hann rokinn til að sinna viðskiptavinum. — AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.