Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 _____> sjáHstæðísmenn lítum nú til þeirra verkefna sem framundan eru Rætt við Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um stjórnmálaviðhorfið að loknum kosningum í borgar- og sveitarstjórnarkosningunum fyrir rúmri viku náði Sjálfstæðisflokkurinn á ný fyrri stöðu í íslenzkum stjórnmálum. Atkvæðahlutfall flokksins í Reykjavík var eitt hið mesta í sögu hans, aðeins tvisvar sinnum áður hefur Sjálfstæðisflokkurinn hlotið meira fylgi í kosningum til borgarstjórnar, en það var á árunum 1958 og 1974. Sömu sögu er að segja, þegar litið er á úrslitin í heild. Þessi kosningaúrslit marka því tímamót í sögu Sjálfstæðis- flokksins eftir erfiðleika undanfarinna ára og búast má við miklum breytingum í landsmálum á næstu misserum. Morgun- blaðið hefur átt samtal við Geir Hallgrímsson, formann Sjálf- stæðisflokksins, um viðhorf eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð fullum styrkleika á ný og fer það hér á eftir. Stöndum nú vel aö vígi — Sjálfstæðismenn áttu erfidar vökunætur í kosnintfunum 1978 og 1979. Eru kosninga- úrslitin nú vísbending um, að flokkurinn sé að ná tökum á þeim vandamálum, sem hann hefur átt við að stríða undanfarin ár? — I þeim tvennum kosningum til Al- þingis og sveitastjórna 1978, sem þú vitnar til var áfallið mest að missa meirihlutann í Reykjavík, segir Geir Hallgrímsson. Þá lagði ég áherzlu á að þrátt fyrir það áfall hefði ekkert það glatazt, sem ekki væri hægt að vinna að nýju. Kosningarnar 1979 ollu nokkrum vonbrigðum, þótt við endur- heimtum nokkuð af fylgi okkar, miðað við úrslitin 1978, en í kjöifar desemberkosn- inganna þá urðum við síðan fyrir því, að nokkrir af þingmönnum okkar snerust gegn meirihluta þingflokksins. Það er því sérstakt ánægjuefni, að í kosningabaráttunni nú hafa sjálfstæðis- menn staðið saman einhuga til þess að vinna Reykjavíkurborg á ný og ná sem beztum árangri alls staðar á landinu. Við höfum haft erindi sem erfiði. Það var þeg- ar Ijóst, að landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins á sl. hausti markaði tímamót. Þá voru sakir gerðar upp og grundvallarstefnuyf- irlýsing samþykkt samhljóða, en jafn- framt skorinorð yfirlýsing um ákveðna andstöðu við núverandi ríkisstjórn og myndun hennar. Öllum kjósendum var því Ijóst, að Sjálfstæðisflokkurinn á ekki aðild að núverandi ríkisstjórn og ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á gerðum hennar eöa aðgerðarleysi. Við sjálfstæðismenn stöndum því nú vel að vígi, þegar skammt er til nsestu þing- kosninga. Það skiptir höfuðmáli, að allir sjálfstæðismenn hafi sömu afstöðu til rík- isstjórnar þegar til þeirra kosninga verður gengið. Ég hygg, að nú þegar sé ljóst, að í næstu þingkosningum verður ekki kosið um það, að framlengja líf núverandi ríkis- stjórnar. Þingkosningar? — Eftir að úrslitin lágu fyrir um síðustu helgi ræddir þú um Alþingiskosningar fljót- lega. Er ekki æskilegt frá sjónarmiði Sjálf- stæðisflokksins að afleiðingar núverandi stjórnarstefnu komi fram með afgerandi hætti áður en gengið verður til kosninga? — Aðspurður kvað ég eðlilegt, að kosn- ingar til Alþingis færu fram sem fyrst, en áður sé þó gerð breyting á kjördæmaskipan- inni. Núverandi ríkisstjórn hefur misst alla viðspyrnu og er síður líkleg til þess, hér eftir en hingað til, að ráðast gegn vanda- málunum. Framsóknarmenn munu að vísu halda uppteknum hætti að ræða um nauð- syn efnahagslegra aðgerða. En Alþýðu- bandalagsmenn skella skollaeyrum við, eða útþynna þær málamyndaráðstafanir, sem kunna að verða gerðar, svo að af þeim verður einskis að vænta. Sem dæmi má nefna svokallaðar efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar í byrjun þessa árs. Eftir þessi úrslit munu Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur hins vegar ekki hugsa um annað en skapa sér vígstöðu, flokkspólitíska vígstöðu, fyrir alþingis- kosningar eins og raunar var komið fram, einkum af hálfu Alþýðubandalagsins, í upphlaupsmálum, eins og Helguvíkurmál- inu og álmálinu. Þegar annar hvor þessara flokka, eða þeir báðir, telja sig hafa náð vígstöðu fyrir næstu þingkosningar sem þeir meta vænlega til að bæta stöðu sína frá sveitarstjórnarkosningunum, munu þeir rjúfa stjórnarsamstarfið til þess að koma höggi á hinn. Það má vel vera, að frá sjónarmiði Sjálfstæðisflokksins sé æskilegt að vinnu- brögð þessarar ríkisstjórnar komi skýrar fram gagnvart kjósendum og því megi dragast að gengið sé til Alþingiskosninga. Ég held þó að næstu vikur eða mánuðir muni leiða í ljós afleiðingar af núverandi stjórnarsamstarfi, sem séu svo alvarlegar, að ekki megi dragast að takast á við lausn þeirra. Þess vegna sé það nauðsynlegt, þjóðhagsmuna vegna, að nýr þingmeiri- hluti myndist. En raunar erum við sjálf- stæðismenn þeirrar skoðunar, að hags- munir flokks og þjóðar fari saman í þess- um efnum sem öðrum. Samstarf flokka — Sjálfstæðisflokkurinn átti samstarf við Alþýðuflokkinn í ríkisstjórn I 13 ár og Fram- sóknarflokkinn í 4 ár á síöasta áratug og áþreifingar fóru fram á milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags um samstarf um áramótin 1979 og 1980. Hvernig liggja þessar pólitísku línur nú að þínum dómi? Hvert stefnir í íslenzkum stjórnmálum eftir þessi kosningaúrslit? — Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt verið reiðubúinn að axla ábyrgð í sam- ræmi við það fylgi, sem hann hefur hlotið í kosningunum og látið þá málefnin ráða með hverjum starfað er. Fylgistap flokks- ins 1978 stafaði óneitanlega af ráðstöfun- um til þess að ráða niðurlögum verðbólg- unnar, sem margir vildu áreiðanlega nú, að hefðu borið tilætlaðan árangur. Astand mála og lífskjör í landinu væru þá önnur og betri hjá okkur. En eins og kunnugt er tókst Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki, annars vegar með ólögmætum sem lög- mætum verkfallsaðgerðum, og hins vegar með blekkingum í kosningabaráttunni, að koma í veg fyrir, að þessar ráðstafanir næðu fram að ganga. Svikin um „samning- ana í gildi" eru svo alkunn, að ég rek þau ekki frekar. Framsóknarflokkurinn gekk í lið með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki haustið 1978 um þátttöku í þessum kosn- ingaloforðum og eftirfarandi svikum á þeim. Eftir kosningarnar 1979 var svo enn ný ríkisstjórn mynduð, sem taldi fólki trú um, að unnt væri að efna þessi margfrægu kosningaloforð og síðan hún tók við hefur enn betur komið í ljós, hversu rækilega þessi kosningaloforð hafa verið svikin. Við sjálfstæðismenn lögðum áherzlu á það í stjórnarmyndunarviðræðum um ára- mótin 1979 og 1980, að átak yrði gert i efnahagsmálum og undirstrikuðum nauð- syn á þjóðarsamstöðu í þeim efnum. Okkur tókst ekki að fá aðra til liðs við okkur á málefnalegum grundvelli og þess vegna töldum við það hreint ábyrgðarleysi að ætla sér að taka þátt í stjórn landsins án þess að samstaða væri fengin um, hvernig að lausn vandamála skyldi staðið. Við höfum rökstudda von um fylgis- aukningu í næstu þingkosningum, ef mið- að er við úrslit nýafstaðinna sveitarstjórn- arkosninga og treysta má samstöðu sjálfstæðismanna, sem ég tel öruggt. Það væri auðvitað æskilegt, að hreinar línur sköpuðust í íslenzkum stjórnmálum, svo að heilsteyptur meirihluti myndaðist, ekki síður á Alþingi, en í borgarstjórn Reykja- víkur og raunar víðar, þannig að stjóm- málamenn og flokkar þeirra standi kjós- endum reikningsskil gerða sinna og geti ekki falið sig á bak við aðra stjórnmála- flokka, sem þeir hafa verið í samstarfi við. Ég er þó ekki svo bjartsýnn að halda, að við sjálfstæðismenn munum fá hreinan meirihluta á Alþingi. Við munum leita eft- ir samstarfi við aðra flokka að loknum kosningum, sem eru reiðubúnir að standa að lausn mála, sem mest í samræmi við það, sem við sjálfstæðismenn höfum á stefnuskrá okkar, þ.e. að dregið verði úr umsvifum hins opinbera og skattar lækk- aðir og skilyrði sköpuð fyrir framtaki ein- staklinga og vexti atvinnuveganna svo að unnt sé að bæta lífskjörin í landinu og tryggja nauðsynlegar framkvæmdir. Sífelld minnimáttarkennd — Sumir tala um nauðsyn nýrra umskipta í íslenzkum þjóðmálum svipuðum þeim, sem urðu við myndun viðreisnarstjórnarinnar 1959. Telur þú, að nýtt samstarf Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks komi 'il greina á næstu árum? — Stjórnarsamstarf Sjálfs æðisflokks og Alþýðuflokks gafst sérstaklega vel á viðreisnarárunum, sem eru eitthvert mesta framfaratímabil í íslenzkum stjórn- málum eftirstríðsáranna og æskilegt væri að sú staða skapaðist á ný. En Alþýðu- flokkurinn sýnist hafa verið með sífellda minnimáttarkennd eftir að þessu sam- starfi lauk og hefur snúið sér að Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi eins og við stjórnarmyndunina 1978 og með bein- um árásum á Sjálfstæðisflokkinn eins og i nýafstaðinni kosningabaráttu hér í Reykjavík, sem olli miklu fylgistapi Al- þýðuflokksins. Vonandi læra menn af reynslunni. Varðandi Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag er það að segja að þessir flokkar vildu ekki samstarf við heilan og óskiptan Sjálfstæðisflokk 1979 og 1980, en þeir ættu e.t.v. líka að hafa lært af reynslunni. Það markmið þeirra að kljúfa Sjálfstæðis- flokkinn hefur ekki náðst og árangur stjórnarsamstarfsins hefur orðið neikvæð- ur fyrir þá og leitt til þess fylgistaps, sem fram kom í sveitarstjórnarkosnjngunum á dögunum. Eðlileg endurnýjun — Ungir menn hafa verið að koma til for- ystu í Sjálfstæðisflokknum á síðustu misser- um. Friðrik Sophusson var kjörinn varafor- maður á landsfundi og nú er Davíð Oddsson orðinn einn af fremstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, sem borgarstjóri i Reykjavík. Áttu von á mikilli endurnýjun í forystusveit flokksins á næstu árum? — Ég tel, að hér hafi verið um eðlilega endurnýjun að ræða og slík endurnýjun mun að sjálfsögðu halda áfram. Ég hef ekki trú á, að neinar byltingar verði á döf- inni, enda er það skoðun okkar sjálfstæð- ismanna, að eðlileg þróun sé æskileg og byggja verði samhliða á reynslu þeirra eldri, sem nýjum hugmyndum hinna yngri. Sjálfstæðisflokkurinn á mörgum hæfi- leikarikum ungum mönnum á að skipa, sem þessir tveir menn, sem þú nefndir, eru verðugir fulltrúar fyrir. Sjálfstæðisflokk- urinn á sem betur fer ekki við neina mannafátækt að stríða. Fjölgun þingmanna — Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur legið undir gagnrýni. Er hún réttmæt að þín- um dómi? — Nei, ég tel, að sú gagnrýni á starf þingmanna og þingflokks sjálfstæð- ismanna, sem hefur örlað á, sé ekki á rök-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.