Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 25 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. Prófum Skólaslit, broshýrir stúd- entar og fréttir af góðum námsárangri setja svip sinn á blöðin á þessum árstíma, Menntaskólinn á Akureyri heldur þó enn við þeirri hefð að útskrifa stúdenta rétt fyrir þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Undan því sést stundum kvartað, til dæmis síðast af Thor Heyerdahl hér í blaðinu í gær, að blöð birti ekki nægi- lega mikið af því, sem kallað- ar eru „góðar fréttir". Á fundi í Noregi sagði þessi heimsfrægi ferðagarpur og ævintýramaður: „Lesendur um heim allan þyrstir í góðar fréttir. Slíkar fréttir gerast oftar en menn vita og þeir lýkur sem gefa tilefni til þeirra eiga skilið að frá þeim sé sagt sómasamlega og að þeir séu hvattir til að halda áfram.“ Óhætt er að fullyrða, að af skólaslitum berast aðeins gleðifréttir, því að þar er þeirra getið, sem náð hafa góðum árangri og hlotið við- urkenningu fyrir vel unnin vetrarstörf. Þessar fréttir ættu að auka bjartsýni og hvetja til sóknar að því marki, sem veitir mönnum mesta lífshamingju, að tak- ast á við verðug verkefni og leysa þau eftir bestu getu. En eins og ætíð í lífi og starfi skiptast auðvitað á skin og skúrir í fjölmennum hópi þeirra, sem nú eru að ljúka vetrarstörfum í skólunum. Öllum vegnar ekki jafn vel og fátt veldur meiri sársauka en að takast ekki eins vel og skyldi eftir langan og strang- an undirbúning. Ekkert er þó óbætanlegt í því efni og sag- an sýnir, að ekki fer alltaf saman gæfa og gervileiki. Miklar breytingar hafa orðið á skólum og kennslu- háttum undanfarin ár, sem sjást ef til vill best af frétt- unum um útskrift stúdenta, þær berast að úr öllum átt- um, ef þannig má að orði komast, og eru ekki lengur bundnar við nöfn mennta- skólanna. Þessar breytingar gefa fleirum tækifæri til að leita framhaldsmenntunar og þar með er stefnt að réttu marki. í okkar heimshluta skipta landamæri ekki máli í sama skilningi og áður, þegar rætt er um menntun og þann þjóðlega auð, sem í henni felst. Þvert á móti þurfum við Islendingar í því efni að standa jafnfætis fremstu þjóðum veraldar, ef við ætl- um ekki að dragast aftur úr, og það er svo sannarlega gleðilegt, að á þessum árs- tíma berast ekki aðeins góðar fréttir af árangri nemenda í íslenskum skólum heldur einnig af íslendingum í menntastofnunum í útlönd- um. Við mat á leiðum til framhaldsmenntunar að loknu námi í menntaskólum og fjölbrautaskólum nægir ekki einvörðungu að líta til þess, að hér á landi gefist færi á víðtækri æðri mennt- un, hitt er ekki síður brýnt, að mönnum sé auðveldað eins og kostur er að leita út fyrir landsteinana. Með því að sameina hið besta úr ís- lenskri menningu og vísind- um og sterka erlenda strauma næst bestur árang- ur, íslandssagan sýnir, að einangrunin er hættulegasti óvinur framfara í landinu. Innra starf skóla og yfir- stjórn menntamála þurfa að vera sífellt íhugunar- og um- ræðuefni. Þar má hvorki ríkja stöðnun né byltingar- ástand heldur eðlilegt jafn- vægi milli fortíðar og nýj- að var gleðisvipur yfir Pólverjunum 23, sem komu til Keflavíkurflugvall- ar á föstudaginn á flótta undan ofríki kommúnismans, hervalds og lögreglu í landi sínu. Enn einu sinni fáum við tækifæri til að taka á móti nýjum íslendingum, sem hingað koma til að leita skjóls, frelsis og nýrrar framtíðar. „Hér vonumst við til að eignast nýtt föðurland, þar sem við getum búið börn- um okkar framtíðarheimili," sagði Ireneusz Klonowski, verkfræðingur. Á bak við gleðibros Pól- verjanna, sem hingað eru komnir, býr þó mikill sökn- uður eftir ástkærri fóstur- unga. Ýmislegt bendir til þess, að miðstýring í íslenska skólakerfinu sé orðin of mik- il. Þá eru tengsl foreldra við skóla ekki alls staðar eins mikil og æskilegt væri. Of mikið ber á því, að kennarar bregðist illa við, ef athuga- semdir eru gerðar við kennsluefni utan veggja skól- ans og þannig mætti áfram telja. Á þessari stundu er þó ekki ástæða til að missa sjónar af góðu fréttunum heldur samfagna þeim, sem nú hafa lokið árangursríku vetrarstarfi. jörð. Það er svo sannarlega erfitt að segja aðeins góðar fréttir í heimi, þar sem hundruð milljónir manna fá ekki að njóta sín vegna dauðahalds einræðisherra í ómannúðlega þjóðfélagsskip- an og stjórnkerfi. Þeir blaða- menn í lýðfrjálsum löndum, sem þegja yfir hörmungun- um í fátæktarríkjum komm- únismans eða gera sem minnst úr þjáningum íbú- anna þar, eru að bregðast skyldu sinni, þeir eru að grafa undan eigin málfrelsi og öryggi. í þeirri von, að hinir pólsku flóttamenn fái ætíð búið við frelsi til orðs og æðis á íslandi, eru þeir boðn- ir velkomnir. Nýir Islendingar Velkomin í borg Davíðs, sagði leigubílstjórinn við Gáruhöfund á flugvellinum í vikunni. Það var notaleg kveðja. Dálítið er skondið að líta í einu yfir blöðin fyrir og eftir kosningar. Þar má t.d. sjá eina af skýringum Sigurjóns Péturs- sonar borgarfulltrúa á ósigri hans fólks í Reykjavík: „Það var ekki kosið um raunverulegan samanburð á þessari stjórn og stjórn sjálfstæðismanna, heldur tilfinningamál eins og jarðfræði Islands." Hvar heldur maðurinn að við búum? Skilur ekki enn að við búum í ungu eldfjallalandi, Sitjum „í hnakk“ ofan á Atl- antshafshryggnum, eins og Frakkar orða það þgar þeir vilja lýsa á matseðli hvernig spælegg situr ofan á hakkabuffi. Þetta er afskaplega mikill raunveruleiki í lífi okkar íslendinga. Eitt það mikilvægasta í afkomu þessarar þjóðar er að hún kunni að lifa í sátt við þetta land sitt. Hafi vit á að fara varlega og rannsaka vel jarðlögin, sem við ætlum að koma okkur fyrir ofan á. Vörum okkur á sprungum, og nýtum jafnframt í svölu landi heita vatnið úr pottinum undir okkur hér í Reykjavík. Sjálfsagt finnst ekkert í hugmyndafræði Karls gamla Marx um það hvernig sósíalistar eigi að bregðast við sprungum, enda lítið um slík vandamál þar sem hann sat, blessaður karlinn, við skrifborð- ið sitt og bjó til kenningar. Eftirmönnum hans hefur síð- an, mörgum hverjum, fundist að þeir gætu bara strikað yfir það sem ekki hentar eða passar kenningunum. Hafa iðulega um- skrifað söguna og lagað hana að eigin sannleika. Til dæmis í Sov- ét skotið að vild frægum mönnum inn og út úr upplýs- inga- og sögubókum og dæmt þá í gleymsku. Slíkt verður dálítið umhendis með jarðfræði íslands. Enski rithöfundurinn George Orwell boðar í skáldsögu sinni „1984“ hvernig sagan verði í miðstýrðu samfélagi beygð undir pólitíkina og látin hlýða. Segir: „Nöfn þeirra voru strokuð út úr skráningabókum, hver minning um athafnir þeirra var þurrkuð út, tilveru þeirra meira að segja alveg gleymt. Þeir voru afnumd- ir, gerðir að engu, látnir gufa upp, ef svo má segja.“ Því gárar nú þessi lýsing Orwells sinnið, að í einu af blöð- unum í bunkanum er Sigurjón Pétursson einmitt að „rifja upp gang rnála" Bernhöftstorfu: „Um sumarið 1979 barst borginni bréf frá Ólafi Jóhannessyni, forsæt- isráðherra um Bernhöftstorfu- málið, þar sem kynntar voru m.a. hugmyndir hans um sam- keppni um nýbyggingar stjórn- arráðshúss eða endurbyggingu gömlu húsanna. Meirihluti borg- arráðs lagði til að lýst yrði af þessu tilefni stuðningi við álykt- un húsafriðunarnefndar um friðlýsingu húsanna með tilvísun til samþykktar umhverfismála- ráðs og var það samþykkt í borg- arstjórn með 12 atkvæðum." Svo lýsir Sigurjón því að 2 andstæð- ingar hans hafi setið hjá og einn viljað allsherjaratkvæðagreiðslu um málið og bætir við: „Það var svo 7. ágúst 1979 að Ragnar Arn- alds, þáverandi menntamála- ráðherra, friðlýsti húsin í Bern- höftstorfu og um haustið gerði Vilmundur Gylfason, þá menntamálaráðherra, samning við Torfusamtökin um leigu á húsunum og lóðunum." Þarna „gufaði svolítið upp“, eins og Orwell orðaði það. Mætti litla þúfan, sem velti hlassinu, í allri auðmýkt prala svolítið að gefnu tilefni. Þótt forseti borg- arstjórnar, S.P., þekki hana, þá var víst aldrei í blöðum sagt frá tillögunni, sem neyddi borgar- stjórn til að taka afstöðu, og síð- ar menntamálaráðherra sem hafði haldið fram að hann þyrfti yfirlýstan vilja borgarstjórnar til að sinna friðuninni. Ég skellti umræddri tillögu nefnilega í skyndingu fram í borgarstjórn 6. júní, af ótta við að hluti Bern- höftstorfuhúsanna yrði horfinn áður en við gætum snúið okkur við, þegar ég sá að bréf Ólafs Jóhannessonar frá 25/5 hafði engin viðbrögð fengið í borgar- ráði. Bara verið lagt til hliðar. Þetta er annað og seinna bréf en það sem Sigurjón nefnir og hljóðar svo: „Forsætisráðuneytið hefur fullan hug á að láta ryðja á brott brunarústunum af geymsluhúsi því, sem stendur norðan við Gimli í húsaröðinni milli Bankastrætis og Amt- mannsstígs. Ráðuneytið mun þó ekki ráðast í þessa framkvæmd, ef hún sætir mótmælum af hálfu borgarráðs og leitar hérmeð eft- ir viðhorfi þess til hennar." Þetta gat varla þýtt annað en að verið væri að kanna hvort við- brögð borgaryfirvalda við því, að forsætisráðuneytið léti rífa gamla bakaríið eða gömlu skemmuna norðan við Gimli, yrðu nokkur að ráði. Tillagan, sem reyndist kljúfa alla flokka á borgarstjórnar- fundinum — nema Framsókn, þar sem þeirra eina manni reyndist jafnan erfitt að klofna af tæknilegum ástæðum, úr því hætt er að kljúfa menn í herðar niður — hún gekk semsagt út á það að borgarstjórn lýsti því yfir að hún sé hlynnt friðunarbeiðni húsafriðunarnefndar á Bern- höftstorfuhúsunum svo og um- hverfismálaráðs, sem árum sam- an og gegn um 2 borgarstjórnir hafði verið að nudda í að friða alla húsalínuna þarna. Og bend- ir, vegna bréfs forsætisráðu- neytisins um niðurrif á bruna- rústum á geymsluhúsinu norðan Gimlis, á að skv. nýjum bygg- ingarlögum sé óheimilt að rífa hús, nema fá fyrst leyfi bygg- ingarnefndar Reykjavíkur. íra- fár varð á fundinum, enda grun- ur um að einhverjir væru farnir að ljá máls á tillögunni í fyrra bréfinu, sem Sigurjón nefndi. Björgvin Guðmundsson greip til þess að óska eftir að tillögunni yrði vísað í borgarráð áður en afstaða yrði tekin í borgarstjórn. Það hlaut 10 atkvæði, 4 á móti. Sigurjón forseti treysti sér ekki einu sinni til að styðja það og sat hjá. Þegar svo búið var að neyða borgarráð til að taka afstöðu fékk friðunartillagan 12 at- kvæði. Ekki var þó alveg sopið kálið. Nú lögðust friðunarmenn á eitt og beittu menntamálaráðherra þrýstingi. En Ragnar veigraði sér — eins og raunar aðrir ráð- herrar í ríkistjórnum með Ólafi Jóhannessyni höfðu gert — við því að ganga gegn vilja hans í þessu efni. Húsin voru því ekki friðuð fyrr en 7. ágúst. Þegar það var búið og gert, var ekki um neitt að ræða, og næsti mennta- málaráðherra, Vilmundur, leigði Torfusamtökunum Bernhöfts- torfuhúsin eins og þau voru, með kvöðum um að þau borguðu fyrir eigandann — ríkissjóð — fast- eignagjöldin, sem í miðbænum eru óheyrilega há. Nú 1982 um 111 þús. krónur nýjar. Það var snjöll lausn fyrir ríkissjóð og Torfusamtökin tóku þetta að sér fagnandi. En töldu sig svo síðar geta velt þessari greiðslu á gjöldum ríkiseignanna yfir á borgarsjóð. Þá fóru að blandast í málið aðskiljanlegir hlutir, jafn- vel taflið fræga. En það er önnur saga. „Sagan er ekki eins og einhver einstaklingur, sem notar fólk til að ná takmarki sínu. Sagan er ekkert annað en gerðir manna til að ná lokamarkmiði sínu.“ (Karl Marx, „Die Heilige Familie" 1945.) Vilhjálmur Þ. Gíslason látinn Vilhjálmur Þ. Gíslason, fyrrver- andi útvarpsstjóri, var jarðsung- inn á miðvikudaginn. Með honum er genginn einn þeirra Islendinga, sem hafa sett mestan svip á sam- tíð sína. Öll þjóðin taldi sig þekkja Vilhjálm Þ. Gíslason vegna starfa hans við útvarpið. Fjölmiðlar eru þó ekki aðeins tæki til að afla mönnum og málefnum vinsælda, þeir geta einnig spillt virðingu og vinsældum manna. Vilhjálmur Þ. Gíslason var aldrei í neinni hættu að þessu leyti, þótt hann kæmi oft fram á öldum ljósvakans eða léti til sín taka á prenti, hann var ætíð hvers manns hugljúfi. Um hann var sagt hér á þessum stað fyrir tæpum fimm árum, þeg- ar hann varð áttræður: „Vilhjálm- ur Þ. Gíslason er maður húman- ískrar menntunar og merks arfs, sem hann og þau systkin hlutu í foreldrahúsum. Hann hefur notið góðs af þessum arfi bæði sem skólastjóri Verslunarskólans og útvarpsstjóri. Og þó að sumt hafi verið umdeilt í athöfnum hans eins og okkar allra má óhikað full- yrða, að menningarleg viðleitni Vilhjálms hefur átt þátt í því, að útvarpið hélt til streitu þeirri við- leitni að flytja andrúm baðstof- unnar inn á íslensk heimili, en það hlutverk hefur einmitt orðið mik- ilvægast þann tíma, sem útvarpið hefur starfað." Vilhjálmur Þ. Gíslason hafði ekki aðeins afskipti af fjölmiðlun á vegum ríkisins. Hann hafði lif- andi áhuga á blaðaútgáfu og starf- aði á sínum tíma sem blaðamaður, meðal annars hér á Morgunblað- inu. Árið 1972 gaf Almenna bóka- félagið út bók hans Blöð og blaða- menn 1773 til 1944. í þessari blaðasögu er að finna mikinn fróð- leik frá upphafi hennar fram til þess, að lýðveldi var stofnað. Fá blaðamenn Vilhjálmi Þ. Gíslasyni seint þakkað það starf, sem hann vann með ritun þessarar bókar. Nafn Vilhjálms Þ. Gislasonar verður ávallt tengt hinu besta í íslenskri menningu og þeim skref- um, sem stigin hafa verið á þess- ari öld til að auka menningarbrag- inn á öllum sviðum og með þeim miðlum, sem áhrifaríkastir eru. Áhrifamáttur blaða Undir lok bókar sinnar, Blöð og blaðamenn, segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „íslensk blöð hafa frá upphafi haft mikil áhrif, stundum víðtæk og djúp. En valdið til að beita afleiðingum eða afrakstri þeirra áhrifa, hefur oftast verið annars staðar. Stundum hafa blöðin haft áhrif með ofsa sínum eða einstrengingslegum áróðri, en mest með fræðslu, frásögnum og fréttum. Þau hafa ýmist talað máli breytinga og byltinga eða jafnvægis og íhalds. Þau hafa ver- ið í fylkingarbrjósti t þjóðlegri sjálfstæðisbaráttu, stutt nýja at- vinnuhætti og lífshætti, nýjar fjármálastefnur og kjarabætur. Þau hafa opnað útsýn um víða heima. Þau hafa verið málgögn merkra og stórbrotinna manna í deilum þeirra. Þau hafa túlkað daglegt líf, óskir og umkvartanir almennings." Þannig dró Vilhjálmur Þ. Gísla- son saman rannsókn sína á ís- lenskum blöðum frá 1773 til 1944. Við sjáum af þessum orðum, að enn í dag eru blöðin með sama svip og þá, enda hafa mennirnir ekki breyst svo ýkja mikið, þótt tímarnir séu aðrir. Það hlýtur ávallt að vera mikið matsatriði hjá þeim, sem líta á blöð sem tæki til að ná ákveðnu markmiði, hvaða aðferð þeir telja heppilegasta til þess. Enn á sú niðurstaða Vil- hjálms Þ. Gíslasonar við, að blöð- in hafi mest áhrif með fræðslu, frásögnum og fréttum, þótt á stundum beri einstrengingslegur áróður og ofsi árangur. Vonandi verður það til dæmis niðurstaða þeirra, sem meta áhrif blaða í baráttunni fyrir kosn- ingarnar í síðustu viku, að þeim hafi vegnað best, sem lögðu mál- stað sínum lið án ofsa og yfir- gangs. Dagblöð hljóta að taka af- stöðu, þegar kosið er um skipan bæjar- og sveitarstjórna. Þar liggja til grundvallar ákveðnar meginstefnur í stjórnmálum, sem ekkert dagblað kemst hjá að meta og kynna. Það er svo sannarlega einkennileg þróun, þegar þess verður vart hér á landi, að eitt dagblaðanna, Dagblaðið & Vísir, sýnist ætla að skipa sér utandyra í slíkri baráttu og telur sér trú um, að kosningar snúist í raun um skoðanakannanir þess sjálfs. Dagblöð geta ekki leyft sér þann munað að lifa í slíkum gerviheimi, þótt hann sé þægilegri en kaldur raunveruleikinn og geri blaða- mönnum kleift að skila auðu, þeg- ar lesendur þeirra leita leiðsagnar vegna erfiðrar ákvörðunar. Samheldni sjálfstæd- ismanna Að engum stjórnmálaflokki hef- ur verið vegið með jafn ódrengi- legum hætti undanfarin misseri og Sjálfstæðisflokknum. Fyrir landsfund flokksins, sem haldinn var í lok október á siðasta ári, var aðförin að Sjálfstæðisflokknum einkum bundin við nafn Geirs Hallgrímssonar, formanns hans, í blöðum andstæðinganna. Þegar Geir hafði hlotið endurkjör á fundinum og mikill meirihluti manna þar ályktað gegn ríkis- stjórninni, breyttist tónninn í andstæðingablöðunum og ríkis- fjölmiðlunum. Það var engu lík- ara, en þessum aðilum yrði þá fyrst ljóst, að þeim tækist ekki að rjúfa samheldni sjálfstæð- ismanna, þrátt fyrir allt. Það setti einkum svip sinn á rit- stjórnarskrif Tímans fyrir borgar- stjórnarkosningarnar, að innan dyra í Framsóknarflokknum lifðu menn í þeirri trú, að þeim tækist að rjúfa samheldni sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn Reykja- víkur og koma illu af stað milli Davíðs Oddssonar og Alberts Guð- mundssonar. Var Tíminn jafnvel hatrammari í þessum áróðri en Þjóðviljinn, þótt Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, reyndi að vísu í eina framlagi sínu til kosn- ingabaráttunnar að feta í fótspor gamalla lærimeistara sinna í F'ramsóknarflokknum. Svaraði Albert Guðmundsson þessari rógsiðju með eftirminnilegum hætti á útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi miðvikudaginn fyrir kjördag. Þá virtist það koma forkólfum andstæðinga sjálfstæðismanna nokkuð á óvart, er Gunnar Thor- oddsen lýsti yfir eindregnum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn og Davíð Oddsson í útvarpsþætti hinn 8. maí. Var engu líkara en flokksbroddar krata, kommúnista og framsóknarmanna hefðu búist við því, að Gunnar myndi ganga á bak þeirrar yfirlýsingar, sem hann gaf á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, að einhuga skyldu sjálfstæðismenn ganga til bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna. Andstæðingum sjálfstæð- ismanna tókst þannig alls ekki að rjúfa samheldni þeirra í kosn- ingabaráttunni, þótt mikið væri reynt til þess. Urslitin voru í sam- ræmi við það. Mikilsverðar játningar Andstæðingar sjálfstæð- ismanna hér í Reykjavík reyndu ekki aðeins að sá frækorni sund- urlyndis innan borgarstjórnar- flokksins heldur beindu þeir spjót- um sínum mjög að Davíð Oddssyni og töldu það til marks um „flokks- einræði”, að hann væri boðinn fram sem borgarstjóraefni hreins meirihluta sjálfstæðismanna. Beittu framsóknarmenn, kratar og kommúnistar mismunandi að- ferðum til að halda þessum sjón- armiðum sínum á loft. Framsókn- armönnum þótti vænlegast að hamra á því, að þeir vildu, að Egill Skúli Ingibergsson yrði áfram borgarstjóri endurnýjaðs vinstri meirihluta. Með þetta í huga er athyglisvert að lesa mat Egils Skúla Ingi- bergssonar sjálfs á þessum þætti kosningabaráttunnar. Síðastliðinn mánudag sagði hann í viðtali við Dagblaðið & Vísi: „Mér fannst þetta nú hálfgerður klaufaskapur í stjórnmálamönnunum að leggja slíkt ofurkapp á mikilvægi minna starfa í stað þess að ræða önnur og mikilvægari málefni." En Tím- inn er ekki af baki dottinn, því að á miðvikudaginn sagði meðal ann- ars í forystugrein hans: „Það var nú eins og áður einn aðalstyrkur íhaldsmanna, að geta bent á ákveðið borgarstjóraefni. Þeir hafa ekki síst rökstutt glundroða- kenninguna með því að andstæð- ingarnir ættu erfitt með að koma sér saman um borgarstjóra og gætu það alls ekki fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn ákvað að mæta þessum áróðri með því að lýsa yfir fylgi við Egil Skúla Ingi- bergsson sem borgarstjóra, enda hafði hann reynst prýðilega í því starfi. Aðrir flokkar tóku ekki nægilega undir þetta og gáfu jafn- vel sumir til kynna að þeir myndu alls ekki styðja Egil Skúla. Þetta átti sinn þátt í úrslitunum.“ Egill Skúli Ingibergsson segir raunar í Dagblaðinu & Vísi, að viðleitni Tímans til að afsanna glundroðakenninguna hafi verið „hálfgerður klaufaskapur" og Tíminn kemst einfaldlega að þeirri niðurstöðu, að glundroða- kenningin hafi sannast í kosn- ingabaráttunni! Sleggjudómar Eins og ávallt er og verður í kosningum, þá eru kveðnir upp ýmsir sleggjudómar í hita barátt- unnar. Ýmsum þóttu úrslitin í Reykjavík til dæmis ráðin síðasta haust, þegar fulltrúaráð sjálf- stæðismanna ákvað, að aðeins flokksbundnir menn hefðu rétt til þátttöku í prófkjöri um skipan framboðslistans til borgarstjórn- ar. Stóðu bæði menn utan og inn- an Sjálfstæðisflokksins þá að þeim sleggjudómi, að fyrir bragðið myndi fylgið hrynja af Sjálfstæð- isflokknum. Honum var áfrýjað til kjósenda og hrundið með glæsi- legum sigri sjálfstæðismanna. I sjálfu sér skiptir ekki mestu eftir hvaða leiðum menn eru valdir til framboðs, heldur hitt að fram- bjóðendur ávinni sér traust og njóti vinsælda. Það er jafn fráleitt að einblína á prófkjör, lokuð eða opin, og telja þau lykil að kosn- ingasigri, eins og að halda því fram, að prófkjör eigi aldrei rétt á sér. Það er álíka einfeldningslegt að telja prófkjör einu leiðina að kosn- ingasigri og ætla að vinna kosn- ingar með því að auglýsa eigið að- gerðaleysi á kjördag. En meira bar á því í kosningunum fyrir viku en oftast áður, að stjórnmála- flokkar auglýstu, að þeir myndu ekki hafa fulltrúa í kjördeildum og því ekki stunda smölun með hefðbundnum hætti. Hvorki prófkjör né fjarvistir úr kjördeild- um tryggja sigur i kosningum. Raunar má leiða rök að því, að sigur vinnist ekki heldur með því að stunda flokksmerkingar og kosningasmölun. Ef hópur þeirra, sem færa sig á milli flokka i kosningum, stækkar jafnt og þétt, skiptir mestu að ná til þessa hóps með alhliða kosn- ingastarfi, kynningu og persónu- legu sambandi frambjóðenda við sem flesta. Sá er sigurstrangleg- astur, sem tekst að skapa í kring- um sig vinsamlegast andrúmsloft miðað við stöðuna á hverjum tíma. Sjálfstæðismenn eru lagnastir við þetta og hafa jafnan verið, kreddu- og fordómalaus stefna þeirra er í besturn takt við vilja þjóðarinnar, ef þannig má að orði komast, og stíll þeirra á best við stærstan hluta manna um land allt. Allar yfirlýsingar um annað eru sleggjudómar. Nýtt bandalag? Það er engu minni vandi að kunna að sigra en tapa, sumir kunna raunar hvorugt, eins og nú sýnist ætla að sannast á Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu. Með sérkennilegum hætti fylltust þessir flokkar ofmetnaði eftir mikla sigra í tvennum kosningum sumarið 1978. Þeir féllust í faðma í kosningaslagnum, tóku höndum saman í ríkisstjórn en hófu síðan að kljást og riftu samstarfinu haustið 1979. Hverju hafa kratar og kommúnistar áorkað eftir sigra sína sumarið 1978? Æskilegt væri, að talsmenn þeirra bentu á ein- hver óumdeild afrek, ætli það færi ekki fyrir þeim eins og alþýðu- bandalagsmönnunum í borgar- stjórn Reykjavíkur, að „afrekin" reyndust prentvillur eða „smáveg- is sóðaskapur í hönnun", svo að vitnað sé til orða Öddu Báru Sig- fúsdóttur. tf Ýmislegt bendir til þess, að inn- an raða krata og kommúnista sé að finna talsmenn svipaðs sam-1 starfs og leiddi til kosningasigr- anna 1978. Að vísu vill Alþýðu- bandalagið auðvitað verða einrátt í slíku samstarfi, eins og best sést af yfirlýsingum Svavars Gestsson- ar. Vinstra dekur Sigurðar E. Guðmundssonar reyndist honum ekki vel við atkvæðaveiðar i Reykjavík, þótt hann hlyti efsta sætið hjá Alþýðuflokknum í opnu prófkjöri. Ekki er ólíklegt, að bar- áttan um sæti á lista Alþýðu- flokksins fyrir þingkosningar í höfuðborginni eigi eftir að mótast af því, hvort flokknum skuli enn siglt til vinstri eða stefnt í átt að Sjálfstæðisflokknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.