Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 21 metra á tólf árum, og ekki yrði lagt slitlag á minna en tvö hundr- uð kílómetra á ári. í raun vildi félagið krefjast þess, að verkinu yrði lokið á tíu árum, en félags- menn samþykktu millileið i mál- inu, og þannig var gengið frá ályktun aðalfundar um þetta efni. Þótt framkvæmdahraði verði ekki sá sami og félagið hefði kosið, sættir það sig við áætlun upp á tólf ár. Að viðbættum þeim rúmu fimm hundruð kílómetrum, sem þegar hafa verið lagðir slitlagi, yrðu þetta samtals um þrjú þús- und kílómetrar. Þá væru svo til allir aðalvegir í landinu komnir undir slitlag innan þessarar aldar, eða 103 árum eftir að Ölfusá var brúuð. Með þessari nýju langtímaáætl- un, sem ætla má að verði sam- þykkt á þinginu í haust, eru komin fram stefnumið Sjálfstæðisflokks- ins að nokkru um tólf ára tímann, sem birt var fyrir kosningarnar 1979. Að vísu eru þrjú ár liðin síð- an tillagan var birt, en sæmilega tókst til um framkvæmdina i fyrra, svo þau hafa ekki alveg far- ið til ónýtis. Það sem skiptir þó höfuðmáli er, að langtímaáætlun- in er unnin af fulltrúum allra þingflokka og verður því ekki trú- að, að það dugi ekki til að koma áætluninni í gegnum þingið, og þannig verði frá málinu gengið að eftir henni verði farið. Trygging þess liggur að sjálfsögðu í þeirri tilhögun, að nú fara 2,2% af verg- um þjóðartekjum til vegagerðar ár hvert. Slíkur markaður tekju- stofn er þýðingarmikill, og leysir menn undan þeirri sífelldu nauð að vera að reikna skatta og skyld- ur af bílum og bensíni og eyrna- merkja þær vegum án þess að nokkur vissa sé fyrir því að á þau rök sé hlustað. Hin endanlegu rök málsins eru þau, að ákveðnum hundraðshluta þjóðartekna skal til vega og því verður ekki haggað. Allir flokkar á Alþingi hafa lýst vilja sínum í vegamálum með þeirri iangtímaáætlun, sem nú liggur fyrir. Ég hafði óskað eftir því við flokkana, að þeir sendu mér, fyrir þennan hátíðarfund, einstakar samþykktir, sem hver flokkur fyrir sig hefði gert um vegamálin, og fékk svör frá tveim- ur, Sjálfstæðisflokki og Fram- sóknarflokki. Miðstjórn Fram- sóknarflokksins samþykkti á aðal- fundi sínum í mars sl.: „Mikið átak hefur verið gert í samgöngumálum og er nauðsyn- legt að fylgja í hvívetna þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið. Er í því sambandi lagt til, að tekj- ur hins opinbera af bensínsölu renni óskiptar til uppbyggingar vega og lagningar bundins slit- lags.“ Þarna er enn á ferðinni óskin um að tekjur af bensínsölu renni til vega. Miðað við að hlutfallið af þjóðartekjum, sem áður hefur ver- ið minnst á, dugi til að koma tólf ára áætluninni í framkvæmd, mætti ætla að með ákvæðinu um tekjur af bensínsölu eigi mið- stjórnin við þann hluta vegagerð- ar, sem kæmi til viðbótar þeim tvö þúsund og fimm hundruð kíló- metrum, sem áætlaðir eru, eða þá að miðstjórnin líti svo á, að flýta beri framkvæmdinni, sem tekjum af bensínsölu nemur, og erum við FÍB-menn mjög sammála þeim skilningi. Því þótt við mótmælum ekki að tíminn skuli hafa verið ákveðinn tólf ár, vildum við gjarn- an sjá lokastig vegagerðar nást innan tíu ára. En einmitt í fram- haldi af þessu er vert að geta þess, að hagkvæmni slitlags á vegum hefur verið jafnað við hagkvæmni virkjana í landinu. Og þá fer hvert ár sem líður að segja til sín með öðrum hætti hjá þeim níutiu þús- und bílaeigendum, sem enn búa að stærstum hluta við vegakerfi, sem á sínar forsendur í liðnum tíma. Sverrir Hermannsson, alþingis- maður, mælti fyrir vegaáætlun Sjálfstæðisflokksins árið 1980, þar sem kveðið var á um að lagningu slitlags skyldi ljúka á tólf árum. í framsöguræðu sinni í Sameinuðu þingi 5. febrúar það ár, skýrði þingmaðurinn frá því að til væru vegarkaflar, sem gæfu 90—100% arð með slitlagi, en hátt í tvö þús- und kílómetrar gæfu 10% arð og þar yfir. Hvað arðsemi snertir stendur því aðeins einn mála- flokkur framar, en það eru orku- málin, sagði þingmaðurinn í þess- ari ræðu, og mun það ekki hafa verið vefengt. I þessari sömu ræðu benti þingmaðurinn á, að árið 1979 hafi 2% vega verið lögð slitlagi á íslandi, 100% i Danmörku, 46% í Finnlandi, 55% í Noregi og 59% í Svíþjóð. Þetta segir auðvitað sína sögu um ástandið hér, og hvað erf- iðlega hefur gengið að komast af stað í máli sem varðar hag hvers einasta heimilis á landinu. Bílar hafa til skamms tíma ver- ið taldir hálfgildings lúxus hér á landi, og er það kannski ljósast á því, að enn er haft á þeim einskon- ar svartamarkaðsverð. Þessa stað- hæfingu mína vil ég styðja þeim rökum, að þegar aflétt var inn- flutningshömlum af bílum um 1960, þótti hæfilegt að miða álög- ur ríkisins við gangverð á þeim tíma í endursölu. Vegna haftanna, sem gilt höfðu, hafði verð á notuð- um bilum alltaf verið margfalt á við innkaupsverð þeirra. Höml- urnar og skorturinn sem þær leiddu af sér sprengdu upp þetta verð, og það var eins óraunveru- legt og nokkurt verð getur verið. En þrátt fyrir að hver bíleigandi hafi síðan 1960 orðið að greiða þetta margfalda verð fyrir farar- tækið er nú bílaeign okkar orðin slík, að ég veit ekki betur en við séum mesta bílaþjóðin á Norður- löndum, en til þeirra er gjarnan jafnað um flesta hluti. En til við- bótar því afarverði, sem hér er á bílum, eiga síðan bílaeigendur að eiga það undir grjóthríðinni á veg- unum og holunum og úrrennslinu, hvernig fer um hina dýrmætu eign, sem samkvæmt verðlaginu ætti auðvitað að standa á stofu- gólfinu árið út, aðeins til augna- yndis. Það er því engin furða þótt Fé- lag íslenskra bifreiðaeigenda hafi verið eftirrekstrarsamt um betri vegi. Bílaeigendur hafa lagt ómældan aukaskatt í hirslur ríkis- ins og skal ekki um það fengist, þvi ríkið þarf á peningum að halda. En þótt bílaeigendur sjái nú fram úr vandanum, þ.e. út við tólf ára sjóndeildarhringinn, hefði mátt ætla að níutíu þúsund bíla- eigendur væru svo voldugir og stórir hagsmunaaðilar, að bæði hefði verið gripið fyrr til þeirra ráða, sem nú gera kleift að ræða áætlun upp á tólf ár, og einnig að ástæða hefði verið til, vegna hinn- ar stóru innistæðu, að minnka enn þennan biðtíma á grjótinu. III. Þegar horft er til framtíðarinn- ar og þeirra áætlana, sem nú eru uppi um vegagerð í landinu, verð- ur manni ósjálfrátt hugsað til þess hvað nýtt það er að staðið skuli skipulega að framkvæmdum eins og þeim, sem hér eru til um- ræðu. Lengi vel spruttu slóðir, götur og vegir upp úr landinu eins og grasið. Hesturinn lagði fyrstu leiðirnar með hófum sínum og þannig stóðu mál um aldir. Seinna kom eins og af sjálfu sér, að nauð- synlegt þurfti að lagfæra þessar slóðir og breikka vegna hestvagna, sem hingað bárust á síðustu öld. Af vagnaleiðum spruttu bílvegir. Um það leyti, sem bílvegir voru að skjóta rótum kom upp hugm- ynd um að leggja járnbraut frá Reykjavík og austur yfir fjall. Af þessu varð þó ekki, en það þýddi hins vegar ekki, að flýtt væri lag- færingu vega. Þeir fengu að þróast með sama hætti og slóðir hest- anna, nema hvað bílarnir voru látnir troða slóðirnar í þetta sinn. Þessi sprettutími framkvæmd- anna er liðinn. Nú ríkir skipulagn- ing og leitað er eftir því að finna fjármagn til langs tíma, sem tryggir framkvæmdina. Til marks um þróunina má geta þess, að þrír vegir liggja upp Kamba. Sá síðasti er sýnu mestur, breiðastur og bestur. Hann er hluti af áætlun- arbúskap. Hinir vegirnir tveir spruttu upp úr jörðinni og eru byrjaðir að gróa aftur. Af þessum sökum er kannski I ekki alveg nóg að tala um slitlag, þegar við erum að ræða nýja vegi, sem eiga að duga okkur í framtíð- inni. Það þarf að breyta vegar- stæðum og stytta leiðir og byggja upp þá vegi sem fyrir eru áður en slitlagið er lagt. Við höfum fyrir okkur dæmi um slíkar undirbygg- ingar uppi í Hvalfirði. Þar er slit- lagið í biðstöðu skammt vestur af Brynjudal vegna þess að enn virð- ist ekki hafa verið ráðið hvernig og hvar á að fara yfir fjarðarbotn- inn. Menn hafa heyrt minnst á marfló í því sambandi og þá hættu sem hún verður í, komi vegur þvert yfir að Þyrli frá hálsinum, þar sem slitlaginu lýkur núna. Þannig getur orðið þvælingssamt í framtíðinni að taka ákvarðanir. Aftur á móti varð sæmilegur frið- ur fyrir marflóm þegar ákvörðun var tekin um brú yfir Borgarfjörð, enda um dýpra vatn að ræða. Þótt ekki geti ég mælt með því að brýr séu byggðar yfir firði á meðan erfiðlega gengur að koma á varanlegu vegakerfi, er óneitan- lega ástæða til að minnast brúar yfir Borgarfjörð með nokkru stolti undir forustu Halldórs E. Sigurðs- sonar. Hún er að sínu leyti álíka táknræn um vegaframkvæmdir okkar og ölfusárbrúin var árið 1891. Borgarfjarðarbrúin er upp- haf nýskipanar í vegagerð, því eins og við kvöddum tíma malar- vega með lokun hringvegar og brú yfir Skeiðará, hefjum við nýjan tíma varanlegra vega með brú yfir Borgarfjörð. Borgarfjarðarbrúin er voldugt mannvirki hvernig sem á hana er litið, og voldugur er sá tími, sem við eigum framundan í vegamálum. Okkur er ljóst að veg- ir eru dýrir, og þess þá heldur þeg- ar mannfæð og landstærð fara illa saman. Engu að síður getum við ekki annað en lagt höfðuáherslu á vegina. Þeir eru hverri þjóð þær lifæðar, sem athafnalífið streymir um, og þess þá heldur þar, sem ekki verður með góðu móti gripið til annarra flutningatækja eins og járnbrauta. Við sluppum góðu heilli við þær, þvi þær eru nú hvarvetna orðnar að dýrum og þungum böggum, sem eiga í erf- iðri samkeppni við önnur og hrað- virkari flutningatæki. Oft er í ræðu og riti rætt um svonefnt dreifbýli, annmarka þess og þarfir. Vegalengdir í dreifbýli mælast eftir samgöngum og þeim kostnaði og tíma, sem það tekur hvern mann að bera sig á milli staða. Aðeins með einu móti er hægt að þétta þá byggð, sem nú er í landinu. Það er með varanlegum vegum. Góðir, auðfarnir vegir á íslandi munu gjörbreyta lífi manna — auðvelda þeim lífsbar- áttuna. Og þótt við höfum orðið að byggja flest upp að nýju á skömm- um tíma með ærnum kostnaði og séum orðin skuldugri en góðu hófi gegnir, skal það samt sagt, að skuldir vegna vegamála eru betri skuldir en aðrar. Því þegar talað er um hagkvæmni varanlegra vega, þá er auðvitað verið að tala um létti á búi hvers manns, og ágóða hverrar fjölskyldu, sem um veginn ekur. Hlutdeild í þessum ágóða er sú krafa sem Félag ísl. bifreiðaeigenda gerir að sinni, um leið og hún er krafa hvers einasta manns, sem á stóran hluta af reiðufé sínu bundinn í bifreið er liggur undir skemmdum við nú- verandi aðstæður. Þetta er þeim mun ljósara þegar haft er í huga, að hingað flytjast nú svonefndir sparneytnir bílar, sem eru veigaminni en þau farar- tæki, sem venja var að nota á okkar vegum. Síaukinn bensín- kostnaður veldur því, að einstakl- ingar leita sparnaðar með kaupum á litlum og léttum bílum. Sú stefna sem bílakaup almennt hafa tekið á liðnum árum kallar enn frekar á skjótar lausnir í vegmál- um. Það hefur auðvitað alltaf ver- ið brýnt að gera hér varanlega vegi. Breytingar á farartækjum í sparnaðarátt gera það beinlínis nauðsynlegt. Þess vegna eru tólf ár of langur tími. Og grunur minn er sá, að á þessum tólf árum eigi Alþingi eftir að endurskoða lang- tímaáætlun um vegagerð. Það er a.m.k. víst, að Félag ísl. bifreiða- eigenda mun vinna að slíkri endurskoðun í framtíðinni í um- boði níutíu þúsund bíleigenda. Ég byggi þetta álit um endur- skoðun á niðurstöðum af tilrauna- starfsemi Vegagerðar rikisins. Ljóst er að Félag ísl. bifreiðaeig- enda hefur um nokkurn tíma átt sér bandamenn innan Vegagerðar- innar, þótt það út af fyrir sig skyggi ekkert á húsbóndahollustu þeirra. Tilraunastarfsemi Vega- gerðarinnar var nauðsynleg, en þeir vegarkaflar, sem hún lagði slitlagi, urðu til þess að æra upp sultinn í vegfarendum. Og krafan um stórt lokaátak í þessum efnum varð bráðlega mjög almenn. Hver stúfur sem kemur til viðbótar samkvæmt þeim áætlunum, sem nú eru uppi, mun auka enn á þrýsting um gerð varanlegra vega. Svo heppilega vill til, að af stjórn- málalegum ástæðum þykir rétt að leggja varanlega vegi sem víðast. Þetta spottakerfi hefur það í för með sér, að hvarvetna um landið, svo að segja á sama tíma, rísa upp áhugahópar um hinn nýja veg. Mér er sem ég sjái þingmenn standast þann þrýsting, þegar fram í sækir. Þess vegna ber ekki að hafa stórar áhyggjur af áætlun upp á tólf ár. Þau gætu allt eins orðið átta. Á þessum afmælisdegi Félags ísl. bifreiðaeigenda hefur þótt ástæða til að minnast á vegina. Félagið hefur auðvitað auga með ýmsu fleira sem varðar umferðina og hag bifreiðaeigenda yfirleitt. En vegirnir eru þó kannski eitt þýðingarmesta atriðið vegna þess að hér á hver fjölskylda bíl, sem henni er annt um að kosti ekki of mikið í viðhaldi. Vegirnir skipta líka miklu máli þjóðhagslega, því fátt eitt gerist nema hafa veg. Við höfum verið nokkuð sein að átta okkur á þeim miklu breytingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu á tæpum mannsaldri. Og kynslóðir, sem vissu þá hættu mesta við ferðalög að þurfa að fara yfir stór vatnsföll, skutu lokum fyrir þær hættur með brúargólfum. Félags- legar þarfir og efnahagslegar eru þess eðlis í dag, að skjóta þarf var- anlegum vegum undir samfélagið. Það hefur verið baráttumál Félags íslenskra bifreiöaeigenda um langan aldur. Nú eru varanlegir vegir orðnir almenn krafa. Ég lít svo á, að slík almenn krafa sé ein besta gjöfin, sem félaginu veitist á fimmtíu ára afmælinu. Skeiðarárbrúin, vígð 1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.