Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík: Fylgi Sjálfstæðisflokks- ins svipað og vorið 1962 Alþýðubandalagið með minna fylgi en Sósialistaflokkurinn hlaut nokkru sinni FYLGI það er SjálfsUeðisflokkur- inn hlaut í borgarstjórnarkosning- unura á laugardaginn, er með því mesta, sem flokkurinn hefur feng- ið frá stofnun hans árið 1929. Flokkurinn hafði hreinan meiri- hluta i bsjarstjórn og síðar borgar- stjórn Reykjavíkur, samfleytt frá stofnun flokksins og til vorsins 1978, og nú hefur hann endur- heimt meirihlutann á ný. Er fylgi ftokksins nú mjög svipað því sem þar var í kosningunum 1930, 1938 og 1962, en heldur minna en það hefur mest verið, árin 1958 og 1974. Fylgi Alþýðuflokksins á þessu sama tímabili, hefur aðeins einu sinni verið minna en það er nú, en það var vorið 1974, er flokkur- inn bauð fram í bandalagi við Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Mest var fylgi Alþýðu- flokksins í sameiginlegu fram- boði með kommúnistaflokknum 1938, heldur meira en sjálfstætt framboð Alþýðuflokksins hlaut 1930. Framsóknarflokkurinn fær nú svipað fylgi og hann hafði í kosningunum 1978 og 1958, en í kosningunum 1962, og þó einkum 1966,1970 og 1974, hafði flokkur- inn mun meira fylgi. Alþýðubandalagið fær nú minna fylgi en Sósíalistaflokk- urinn hlaut nokkru sinni, en þó er ekki mikill munur á fylgi Al- þýðubandalagsins nú og fylgi Sósíalistaflokksins árið 1954, eða aðeins 0,32% minna að þessu sinni. Alþýðubandalagið er hins vegar með um 10% minna fylgi nú en það hefur mest verið hjá Sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu, sem var árin 1946 og 1978. Sem fyrr segir hélt Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta sínum samfleytt frá stofnun hans 1929 til vorsins 1978, en oft munaði þó mjóu. 1934 munaði til dæmis 101 atkvæði á 8. manni Sjálfstæðis- flokksins og 6. manni Alþýðu- flokksins. Arið 1942 munaði svo 114 atkvæðum á 8. manni flokks- ins og 4. manni Alþýðuflokksins. Árið 1%6 munaði aðeins 128 at- kvæðum á 8. manni Sjálfstæðis- flokksins og 3. manni Framsókn- arflokksins, og 1978, er meiri- hlutinn féll, munaði aðeins 58 atkvæðum á 8. manni sjálfstæð- ismanna og 5. manni Alþýðu- bandalagsins. Þar til nú hafa borgarfulltrúar í Reykjavík ver- ið 15, en fjölgaði að þessu sinni í 21. Hefði verið kosið eftir fyrra fyrirkomulagi nú, hefðu sjálf- stæðismenn fengið 9 menn kjörna af 15, í stað 12 af 21. Á meðfylgjandi töflu sést fylgi flokkanna við kosningar til bæj- arstjórnar og síðar borgar- stjórnar í Reykjavík frá 1930 til 1982, í hundraðshlutum. Þar sést meðal annars, að fylgi flokkanna hefur verið breytilegt frá einum kosningum til annarra. Alþýðu- flokkurinn er þó þarna nokkur undantekning, en þar minnkaði fylgið jafn og þétt til ársins 1978, er það jókst nokkuð á ný. Taflan skýrir sig annars sjálf, og þarfn- ast ekki nánari útskýringa. Sjálfstæðismenn hlutu 45,2% greiddra atkvæða Eins og fram hefur komlð ( fréttum hlaut Sjálfatœöisflokkurinn 45,2% greiddra atkvssöa é þeim stööum, þar sem þegar hefur veriö kosiö ( bæjar- og sveitarstjórnir nú. Enn hefur ekki veriö kosiö ( hreppum landsins. Ef reiknað er meö sömu dreifingu atkvæöa í hreppunum, kemur í Ijós aö frá síöustu alþingiskosningum, i desember 1979, hefur Sjálfstæöis- flokkurinn bætt verulega viö sig. Nú hlaut hann 45,2% atkvæöa en 1979 hlaut hann 34,5%. Aukningin er því um 31%. Ef litiö er á kjörfylgi allra flokkanna í þremur siöustu alþinglskosning- um og bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum nú, lítur dæmiö þannig ú Ár 1974 1978 1979 1982 Sjélfstæöisflokkur 42,7% 32,7% 34,5% 45,2% Framsóknarflokkur 24,9% 16,9% 24,9% 16,2% Alþýöubandaiag 18,3% 22,9% 19,7% 17,5% Alþýðuflokkur 9,1% 22,0% 17,2% 11,9% 1930 1934 1938 1942 1946 1950 1954 1958 1962 1966 1970 1974 1978 1982 Sjálfstæðisflokkur 53,45 49,32 54,73 46,67 50,69 50,79 49,49 57,73 52,85 48,55 47,74 57,76 47,5o 52,53 Alþýöuflokkur 34,53 32,74 21,96 16,93 14,31 13,52 8,24 10,89 14,57 10,51 13,5o ö,o1 Framsóknarflokkur 12,02 7,11 7,98 5,60 6,92 8,39 7,34 9,45 12,95 17,22 17,24 16,36 9,4 9,52 Kommúnistaflokkurinn 8,03 Sósíalistaflokkurinn 23,77 29,75 26,52 19,32 Alpýöubandalagiö 19,31 16,18 19,67 16,37 16,23 29,8o 19,oo Alþýöufl. og Kommúnistafl. 35,76 Aloýöufl. og Samtök f. og v. 6,5o Kvennaframooóió 10,94 Guöný Guömundadóttir. Helga Ingólfsdóttir Tónleikar 1 Bústaða- kirkju GUÐNÝ Guðmundsdóttir og Helga Ingólfsdóttir halda tónleika í Bú- staðakirkju á mánudagskvöldið klukkan 20.30. Á efnisskránni verða fimm sónötur fyrir fiðlu og sembal og hafa tvö verkanna aldrei verið leikin hér á landi fyrr, en þau eru eftir Georg Muffat og Heinrich Ign- az Franz Biber. í frétt frá listamönnunum segir, að tónskáld þessi hafi verið sam- tímamenn og báðir starfað í Salzburg á seinni hluta 17ndu ald- ar. Önnur verk á efnisskránni verða eitt eftir Mozart og samdi hann það aðeins átta ára og tvær sónöt- ur fyrir fiðlu og sembal eftir Bach. Maðurinn með sólhlífina Hver er þessi maöur sem gengur um strandir Sri-Lanka meö sólhlíf og veltir fyrir sér undarlegum fyrir- bærum þessa heims og annars? Hvers vegna er hann svona forvit- inn? Er þessi frægi rithöfundur, sem fyrstum manna datt í hug aö nota gervihnetti til fjarskipta, eitt- hvaö frábrugöinn öörum. Svariö er neikvætt. Arthur C. Clarke er fæddur áriö 1917 í Somerset í Englandi. Áhug- inn fyrir visindaskáldsögum og framtíöarsýnum vaknaöi snemma í brjósti hans. Sem dæmi um vís- indaáhuga hans nægir aö vitna í þaö sem hann segir sjálfur: „Þegar ég var svo sem 10 ára hannaöi ég lítinn sjónauka úr pappírsrúllu og tveim linsum og eyddi mörgum nóttum í aö kortleggja tungliö þangaö til ég var kunnugri þar held- ur en í kringum heimabæinn minn.“ Fjórtán ára aö aldri tók hann vís- indasagnasóttina svokölluöu. Hann safnaði vísindasagnatímaritum í tugatali, öllum sem hann gat náö í. A sextánda ári hóf hann aö skrifa sínar fyrstu vísindaskáldsögur fyrir skólablöö. begar hann flutti til London uppgötvaöi hann svo hinn breska heim vísindaskáldsagna. Hann tók aö skrifa fyrir vísinda- sagnatímarit og seldi þangaö sínar fyrstu greinar um geimflug. Þegar hann var í flughernum kynntist hann fyrst ratsjánni. Reynsla hans þar kemur fram í mörgum sögum hans og gaf honum ómetanlega innsýn í heim vísind- anna. Eftir stríöiö tók hann aö selja til Bandaríkjanna vísindaskáldsögur og fræðigreinar um geimflug. Hon- um buöust einnig störf sem héldu honum í sífelldu sambandi viö vís- indalegar nýjungar. „1950 var fyrsta bókin mín gefin út,“ segir Clarke. „Flug milli reiki- stjarna hét hún og náöi svo miklum vínsældum þrátt fyrir þaö hve sér- hæfð hún var, að ég var beöinn um aö skrifa aöra bók fyrir almenning. Þaö var Könnun geimsins." Siöan hafa aörar bækur fylgt í kjölfariö, bæöi visindaskáldsögur og heim- ildabækur. „Eins og stendur," heldur Clarke áfram, „er ég aö nálgast fimmtug- ustu bókina mína.“ Hann kveðst einkum hafa tvö markmiö í svipinn: „Ég ætla aö fara til tunglsins þegar feröamannaþjónustan hefst, og ég vona (en býst ekki viö) aö ég fari til Mars.“ 2001: A Space Oddyssey, sem kalla mætti „Geimhrakningar áriö 2001“, er eitt af frægari verkum Clarkes. Söguþráöurinn er byggöur á smásögu eftir hann. Segir þar frá ferö til Júpíters, en svo óheppilega vill til, aö á leiöinni gerir skipstölvan uppreisn meö þeim afleiöingum aö annar geimfaranna lætur lífiö. Hinn aftur á móti heldur niöur til Júpít- ers, en þar er ekki allt meö felldu og ýmislegt dularfullt kemur fyrir. I sögunni er ímyndunaraflinu gefinn laus taumur, en oftast innan rök- fræöilegra og vísindalegra marka. Stanley Kubrick leikstýröi sam- nefndri kvikmynd. Þaö var fyrst og fremst samvinna þeirra tveggja sem geröi árangurinn jafn stór- fenglegan og raun ber vitni, enda markaöi verkiö tímamót í sögu kvikmyndanna. Tæknibrögö voru fyrsta flokks og hafa þau enn ekki veriö betrumbætt, jafnvel ekki í myndum á borö viö Star Trek og Star Wars. Samtenging tónlistar og lita þótti einnig afbragö. Arthur C. Clarke hefur nú skrifaö bók byggöa á sjónvarpsþáttunum „Furöur veraldar" og ber hún nafnið „Arthur C. Clarke's Mysterious World. Arthur C. Clarke

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.