Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 1
92 SÍÐUR 116. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sólin hefur ekki langa viddvöl við hafflötinn úr því komið er að maílokum en þetta stundarkorn sem hún minnist við hann er líklega fegursta augnablik sólarhringsins. Mynd: KÖE. Landganga suðvestur af Stanley yfirvofandi •m i D London, 29. maí. AP. Brezku landgöngusveitirnar á Falklandseyjum voru reiðubúnar að hefja lokaárás á stöðvar argentínska innrásarliðsins við Stanley, þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær. Hafa brezku sveitirnar tryggt sér fótfestu í Darwin og Goose Green, sem féllu í gær, en þangað hafa Harrier-þotur verið fluttar, og búist er við herskipum til Darwin, sem stendur við djúpan fjörð. Að sögn sérfróðra manna er landganga 3.000 hermanna, sem eru um borð í Queen Elizabeth II skammt suðvestur af Stanley, yfirvofandi, en ef af henni yrði væri herlið Argentinumanna, sem ver Stanley, umkringt. Krafta- verka- kross Brighton, 29. maí. AP. LÖGREGLAN í Sussex fékk margar upphringingar frá fólki, sem taldi sig hafa upplifað kraftaverk, þar sem það sá stór- an hvítan kross á himni um það leyti sem þota páfa lenti á Heathrow-flugvelli. Fólkið hélt þetta vera skýja- myndun, en það sem gerst hafði var að lítil og sérstak- lega útbúin einkaflugvél hafði myndað stóran hvítan gufu- kross við suðurströndina þeg- ar þota páfa kom inn yfir ströndina. Romy Schneider Schneider fannst látin París, 29. maí. AP. LEIKKONAN heimsfræga, Romy Schneider, fannst látin í íbúd við Rue Barbey de Jouy í sjöunda hverfi Parísar í morgun. Lögreglan sagði að leikkonan hefði fyrirfarið sér, en seinna var haft eftir læknum að dauð- dagi hennar hefði verið eðli- legur, líklega hjartabilun. Talið er að Schneider, sem var 43 ára, hafi aldrei jafnað sig full- komlega eftir að 14 ára sonur hennar, David, fórst af slysförum í fyrrasumar. Hún lifði einangr- uðu lífi eftir lát sonarins, og fór sjaldan út á meðal fólks. Schneider lætur eftir sig fjög- urra ára dóttur, Söru, af seinna hjónabandi. Schneider var fædd í Vínarborg 23. september 1938. Hún gekk að eiga þýzka leikarann Harry Meyen 1966, en þau skildu 1975. Meyen framdi sjálfsmorð 1979, og fékk það mjög á Schneid- er, að sögn. Hún giftist ljós- myndaranum Daniel Biazini 1975, en þau skildu tveimur árum seinna. Eftir þáð sótti hún félags- skap til franska leikarans Alain Delon. Schneider lék í yfir 50 kvik- myndum, sem flestar voru teknar í Frakklandi og á Ítalíu. Kvik- myndaferill hennar hófst 1953, er hún fór með hlutverk í myndinni „Les Lilas Blancs", eða „Liljurnar hvítu“. Hún bjó í Frakklandi frá 1960. Heimildir herma að Queen Elizabeth liggi skammt undan Stanley, en um borð í skipinu eru 3.000 úrvalshermenn úr fimmta stórfylki brezka hersins, og sér- stakar víkingasveitir frá Nepal. Herstjórnin í Buenos Aires gaf til kynna í dag að argentínska lið- ið hefði beðið rnikinn hnekki við Darwin og Goose Green, en brezk- ar heimildir herma að mikið mannfall hafi orðið í argentínska liðinu þar, meðan Bretar hafi orð- ið fyrir óverulegu mannfalli. Að sögn BBC hefur landgöngu- liðið, sem sækir frá landgöngu- svæðinu til Stanley náð Douglas og Teal Inlet, sem er miðja vegu til Stanley, og herma fregnir að framsóknin gangi framar vonum, en á þessu svæði er landið erfitt yfirferðar. Varnarmálaráðuneytið brezka sagði í morgun, að Pucara-flugvél hefði verið skotin niður við Goose Green í bardögum á föstudag, og að Argentínumenn hefðu gert loft- árásir á brezk herskij), en ekki hæft neitt þeirra. Aður hafði ráðuneytið sagt tvær Skyhawk- þotur hafa verið skotnar niður, og fimm hermenn hafa fallið í loft- árásum á San Carlos í gær. Sérfræðingar í London telja að erfitt kunni að reynast að ná Stanley. Talið er að sjö þúsund manna lið, þar af úrvalssveit tvö þúsund hermanna, verji borgina. Argentínska liðið sé vel búið vopn- um, þ.ám. frönskum AMX-13 og TAM skriðdrekum með 105 mm byssum. Þeir telja að þeir muni einbeita sér að því að leggja undir sig hæðótt landsvæði vestur af Stanley og flytja þangað fallbyss- ur, og að samtímis verði skotið þaðan á stöðvar Argentínumanna og gerðar skotárásir úr lofti og af sjó. Falklendingur, sem kom til San Carlos í gær frá Stanley og Fann- ing Head, sagði, að mikils kvíða gætti meðal argentínskra her- manna í Stanley, og hefðu þeir átt það til að skjóta á hús í Stanley af ótta við að þar leyndust brezkir hermenn. Falklendinga hefur ekki sakað í þessum skotárásum. Hann sagði Falklendinga í góðu andlegu jafnvægi eftir að Bretar gengu á land. Samtök Ameríkuríkja sam- þykktu ályktun á fundi sínum í dag, þar sem aðildarríki Ríó- sáttmálans frá 1947 eru beðin um að bjóða Argentínumönnum „þá aðstoð sem þau telja viðeigandi" vegna Falklandseyjadeilunnar. Ályktunin, sem tók miklum breyt- ingum í umræðum á bak við tjöld- in, var samþykkt af 17 ríkjum, en fulltrúar Bandaríkjanna, Chile, Kólumbíu og Trinidad sátu hjá. Queen Elizabet II siglir til Falklandseyja. Búizt er við landgöngu sveitanna, sem um borð eru, fyrir suðvestan Stanley yfir hátíðirnar. Páfi hvetur til kirkjueiningar Gengið til kirkju — Jóhannes Páll páfi og Robert Runcie yfirmaður ensku þjóðkirkjunnar ganga fremstir í fylkingu kardinála, biskupa og klerka til dómkirkjunnar í Kantaraborg í gær, þar sem páfi hvatti til sameiningar allra kristinna manna. Simam;nd-AP. KanUraborg, 29. maí. AP. „Eftir þessum degi hefur verið beðið í aldir, kynslóð eftir kyn- slóð,“ sagði Jóhannes Páll páfi þegar hann heimsótti Kantara- borg, þar sem æðsti maður ensku þjóðkirkjunnar situr, á hápunkti heimsóknar sinnar til Bretlands. Við athöfn í kirkjunni hvatti páfi til sameiningar allra kristinna manna í anda Krists. „Ég flyt ykkur ást í þessari fyrstu heimsókn páfa til Kant- araborgar," sagði páfi í stólræðu í dómkirkjunni. Við sama tæki- færi sagði Robert Runcie, erki- biskup af Kantaraborg, að sam- eining kirkjunnar væri „framtíð- arsýn allra kristinna manna“. Þegar páfinn og Runcie gengu í fylkingarbrjósti upp að altari dómkirkjunnar, söng kór kirkj- unnar 16. aldar sálm, frá þeim tíma sem viðskilnaður ensku kirkjunnar og Vatikansins átti sér stað á dögum Hinriks átt- unda. Páfinn átti fund með Karli Bretaprins við komuna til Kant- araborgar, og fyrir utan kirkj- una höfðu þúsundir safnast sam- an og hélt fólkið á rauðum og hvítum blómum, pólsku fánalit- unum. Páfi gaf sér tíma til að blessa og kyssa börn úr hópi viðstaddra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.